Morgunblaðið - 04.06.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNl 1971
11
í kveðjuskyni - Guðni Gíslason
F. 24. 9. 1939. — D. 26. 6. 1971.
ÆVISKEIÐ Guðna Gíslasonar,
sem lézt í hinu hörmulega slysi
austur á Fjarðarheiði að kvöldi
hinis 26. maí sl. og til grafar
verður boriirun í dag, er eklki
ýkja margþætt á ytra borði
frekar en tíðast er um æviskeið
þeirra mannia, sem falla frá á
unga aldri.
Guðni var fæddur hér í
Reykjavík hinn 24. september
1939 og ólst upp með stórum
hópi yngri systkina á heimili
foreldra sinina Jónu Kristmunds-
dóttur og Gísla Guðnasomar
verkstjóra hjá Reykjavíkur-
borg. Nám sóttist lionum vel
eftir að út á þá braut var kom-
ið, enda hafði hann til þess al!a
kosti, stálminni og góða dóm-
greind. Lauk Guðni stúdents-
prófi frá stærðfræðideild Mennta
skóians í Reykjavík vorið 1959
og hóf eftir það nám við laga-
deild háslkólanis. Bkiki festi haran
yndi við laganámið og hvarf þá
frá því til annarra viðfangs-
efna.
Á menmtaskóla- og háskólaár-
um sínum starfaði Guðni mjög
mikið að félagsmálum ungra
sjálfstaeðismianina, og var það á
þessum árum, sem okkar góðu
kymni hófust. Sat hann þá m. a.
í stjóre Heimdallar og siðar í
stjórn Vöku, félags lýðræðis-
sinnaðra stúdenta, sem hann var
kjörinin varafonmaður fyrir. Um
skeið var Guðni framkvæmda-
stjóri Heimdallar, og er mér sér-
staklega miininisstætt frá því
starfi hans, hve mikla rækt hanm
lagði við starf himna yngstu í
félaginu og hvensu vel honum
lét að ná góðri samvinmu við þá.
Veit ég, að úr þessurn hópi eign-
aðist Guðni vini, sem mátu
hann mikils og hann tók mikiu
ástfóstri við.
Eftir að Guðni hætti námi og
með námi lagði hane stund á
ýmis störf. Á tímabiii starfaði
hann sem blaðamaður við Morg-
unbiaðið, og minnaist samstanfs-
menn hanis þar Guðna sem góðs
félaga og ötulis sitanfsmajnns.
Lerngsf af starfaði hann þó siem
háseti á fiskiskipum, nú síðast á
b/v Hólmatindi frá Elskifirði. Efa
ég ékki, að Guðni hafi komið sér
vel á þeim starfsvettvamgi sem
amnars staðar, enda var auð-
fundið, að hann kunni vel við
sj ómanmsstörf in.
Árið 1962 kvæntist Guðni
skólasystur simmi Hildi Lárus-
dóttur, en leiðir þeirra skildu
eftir nokkurra ára sambúð.
Þó að Guðmi hefði ekki vegna
starfs síns síðustu árim aðstöðu
til að taka þátt í félagslegu
starfi sjálfstæðismanea með
jafnvirkum hætti og áður, var
stjórnmálaáhugi hans og áhugi
hanis á framgangi Sjálfstæðis-
flokksinis sízt minni en áður.
Stjórnmálaáhugi var honum í
blóð borinn, enda alinm upp í
pólitísku andrúmslofti, þar sem
faðir hanis hefur um áratuga
skeið verið ötull þátttakandi í
starfi sjálfstæðismanma hér í
borginni, en hann sat um tíma
fyrir flokkinn í bæjarstjórn.
Guðni hafði góðan skilning á
þjóðfélagsmálum, var heilsteypt-
ur í skoðunum, íhugull og leit-
andi, en ákveðinn, þegar hann
hafði myndað sér skoðun og
tekið afstöðu, og undan því
skaut hainn sér ekki.
Þó að ég hafi að vísu mjög
margs góðs að miinnast um
Guðna Gislason, þá er þó eitt,
sem ég mun lengst minnast hans
fyrir og er homum þakklátur
fyrir: þá traustu og einlægu
vináttu, sem hann gaf mér. Vin-
átta við hanm var ekki af því
tagi, sem kemur og fer, hún
varð sífellt fyllri, því að hann
hlúði að 'her.ni. Vinátta hans var
ekki aðeins vinskapur, heldur
fólgin í vinarhug, trúnaðar-
trausti, ræktarsemi og fómfýsi
í þágu vináttunnar. Þeir, sem
með lífi sínu hafa gefið öðrum
þann fjánsjóð, sem slík minning
er, hafa áreiðanlega ekki haft
hér viðdvöl til einskis.
Foreldrum Guðna, systkinum
hans og öðrum nánustu aðstand-
enidum hanis sendi ég og fjöl-
skylda mín innilegar samúðar-
kveðjur.
Hörður Einarsson.
VIÐ vorum samstúdemtar. E»
við kynmtumst ekki að verulegu
marki, fyrr en síðustu misserin,
þegar lífið hafði skákað okkur
báðum austur á Firði.
Við sáumst sjaldnar en við
báðir vildum. Það kom stundum
fyrir, að vinma okkar gaf okkur
ekki sameiginlegan tíma til að
hittast. En þegar við hittumist og
töluðum saman þótti okkur báð-
um gaman. Eimhvern veginm er
það þannig að mér finnst gaman
að tala við fól'k um margvisleg
efni. Guðni var einn þeirra, sem
gaman var að tala við. Hamm
hafði gott hjartalag. Ég fann, að
haimn vildi öllum vel. Skipsfé-
lagar han's kunnu vel að meta
hann.
Fyrir hálfum mánuði áttum
við stuttar, en þó ánægjulegar
samræður á heimili mímu, rifj-
uðum upp gamla skóladaga og
ræddum ýmis vandamál, sem
okkur báðum voru hugleikin. Ég
hlakkaði til að hitta hann aftur
og taka upp þráðinin.
En næst þegar ég sá hann, var
haran liðinn. Hanm hafði farið
stutta skemmtiferð á annan
fjörð ásamt góðum dremgjum. En
úr þeirri ferð komu þeir ekki
lifandi.
Þetta er þungt áfall fyrir þá,
ÞINGEYRARKIRKJA átti 60
ára afmæli á síðastliðnum vetri.
Var hún Vígð af þáverandi pró-
fasti, séra Janusi Jónssyni að
Holti í Önundarfirði á pálma-
sunnudag 1911.
Áður fyrr höfðu Þingeyringar
aótt kirkju að Söndum, en þang-
að er um 4 km leið frá Þingeyri.
Að Söndum hefur kirkja stað-
ið um aldir, því að hún er með
vissu komin þar snemma á 13.
öld.
Þegar byggð á Þingeyri jókst,
þótti mönnum langur kirkjuveg-
ur að Söndum og var þá horfið
að því ráði að byggja kirkju á
Þingeyri. Kirkjuna teiknaði Dýr-
firðingurinn Rögnvaldur Ólafs-
son, húsameistari, en yfirsmiður
var Jóhannes Ólafsson, fyrsti al-
þingismaður Vestur-ísafjarðar-
sýslu. Kirkjan er byggð úr steini
í gotneskum stíl. Það sem helzt
1 Þingeyjarkirkju. Altaristafia eftir Þór. B. Þorláksson.
þingeyrar-
kirkja 60 ára
setur svip á kirkjuna að inn-
an, er loft hennar, sem er opið
upp í mæni og með óvenjulegu,
Sr. Stefán Eggertsson
fögru og svipmiklu tréverki.
Árið 1950 var kirkjan raflýst
og 1952 fóru fram gagngerðar
endurbætur á henni. Voru vegg
ir kirkjunnar þá einangraðir og
hún múrhúðuð að innan, jafn-
framt var rafmagnsupphitun,
snyrtiaðstöðu og fatageymslu
komið fyrir í henni.
í tilefni 50 ára afmælis henn-
ar 1961, var klrkjan öll máluð
innan og fagurlega skreytt af
hjónunum Jóni og Grétu Björns
son. Ári siðar var turn hennar
endurbyggður og komið fyrir
ljósakrossi á honum. Er kross-
inn gjöf frá sjómannasamtökum
á Þingeyri.
Næsta ár störfuðu í Sumar-
búðum þjóðkirkjunnar, Skotar,
Bandaríkjamenn og íslendingar
við kirkjuna og var þá kirkjan
vandlega máluð utan, ásamt
kirkjugarðinum á Þingeyri og
gamli kirkjugarðurinn á Sönd-
um kortlagður.
Söfnuðurinn og brottfluttir
Dýrfirðingar hafa ávallt gert vel
við kirkjuna, og ýmsir góðir
gripir prýða hana og hafa jafn-
an gert. Má þar til nefna altaris-
töflu eftir Þórarin Þ. Þorláks-
son, listmálara, tvenna vandaða
altarisstjaka og eru aðrir þeirra
úr hinni fbrnu Sandakirkju.
Kirkjan á að sjálfsögðu allan
messuskrúða og altarisklæði, þar
af eina mjög vandaða hátíða-
samstæðu. Altarissilfur á hún,
hina prýðilegustu gripi svo og
handskorið krossmark á altari
og samstæða blómavasa, allt
góða gripi.
Skírharfont á kirkjan, sem
Ríkarður Jónsson skar og ljós-
prentað eintak Guðbrandsbiblíu.
Fjórir prestar hafa þjónað
kirkjunni frá vígsludegi hennar:
Séra Þórður Ólafsson til ársins
1929, síðan séra Sigurður Z.
Gíslason til 1943, þá séra Þor-
steinn Björnsson til 1950 og frá
þeim tíma núverandi sóknar-
prestur séra Stefán Eggertsson.
Fyrstu brúðhjón er gefin voru
saman í kirkjunni, voru þau
Fríða Jóhannesdóttir og Sig-
mundur Jónsson kaupmaður á
Þingeyri, 24. sept. 1911.
Núverandi sóknamefnd skipa:
Gunnar Sigurðsson, trésmíða-
meistari, sem er formaður nefnd
arinnar og jafnframt meðhjálp-
ari, Rögnvaldur Sigurðsson,
kaupfélagsstjóri, ritari og Gunn-
ar Jóhannesson, bóndi, gjald-
keri. Safnaðarfulltrúi er Tómas
Jónsson skólastjóri, og organleik
ari er Baldur Sigurjónsson, tré-
smíðameistari.
Þingeyrarkirkja þykir mjög
góð til áheita.
í undirbúningi er, að kirkjan
gefi út litprentað póstkort af
kirkjunni innanverðri, henni til
kynningar og styrktar og vænta
Þingeyringar þess, að kortum
þesisium verði wel tekið af
velunnurum hennar.
sem eftir standa. Og það er sárt
að sjá á eftir mönnum í blóma
lífsins, sem við vitum að eiga
eftir að gera miklu meira.
En minningin lifir. Og hennar
skal njóta. Við Guðini áttum
okkar spumingar um líf og
dauða, trú og frelsi, sem við
hefðum gjarnan viljað ræða
betur. Seinast varð okkur meðal
anmasrs tíðrætt um náð Guðs og
miskunm hans. Og á þessari
stundu, sem ég skrifa þetta,
finmist mér það svo óendanlega
mikils virði að geta leitað til
þesisa náðuga Guðs. Ég trúi því
nú, að Guðni sé nú ásamt vinum
okkar beggja í föðuxörmum hiins
náðuga Guðs.
Þessu er gott að treysta. Og
ég bið aðstandendur Guðna sem
og aðstandendur förunauta hans
að minnast þess, að Guð sleppir
aldrei hendinni af börnum sin-
um, sem til hans hafa verið
kölluð í heilagri sikírn. Hann er
með þeim bæði í gleði og raun.
Guð er líka með ykkur, og
hann viR styrkja ykkur.
Blessuð sé minningin, sem
eftir lifir.
Skrifað á Egilsstöðum
28. mai 1971
Kolbeinn Þorleifsson
Eskifirði.
Enginn veit og enginn veit
hvar óskasteinninn býr —
Frændi minn ljúfur, ég minn-
ist þín frá fyrstu tíð sem drengs-
ins, sem alltaf var mannasættir
— systkinin þin, sem kröfðust
meiri athygli en þú, áttu alla um-
hyggju þina — gullin þín fengu
fyrst gildi gætu þau orðið
þeim til yndisauka.
Menn svona gerðir eiga ef til
vill ekki í fullu tré við þá tilveru,
sem þeim er ætlað að lifa í.
Skólanámið gekk að óskum,
enginn af þínum nánustu hafði
áhyggjur af efnilega, unga og
greinda drengnum. Honum var
eðlilega ætlað í stórum barna-
hópi dugmikilla foreldra að
vera þeim systkinum sinum fyr-
irmynd — þar þótti ekkert sjálf-
sagðara.
Að loknu stúdentsprófi 1959
hóf þessi drenglundaði, gæfi vin-
ur minn nám í lögum — og taldi
sig eiga erindi til þeirra, sem
veldu menn til forustu í stjórn-
málum.
Guðni kýs síðar að helga sig
sjómennsku. Því starfi sinnir
hann með sama hætti og nám-
inu. Sótzt er eftir honum í skip-
rúm, hann hverfur af „Jóni Þor-
lákssyni", togara Bæjarútgerðar-
innar, í verkfalli, en ítrekað er
skorað á hann að koma aftur,
þegar sú deila leysist, enda harð-
duglegur.
Lengst mun ég minnast
frænda, sem eins bezta barna-
vinar, sem ég kann að nefna.
Yndi hans var alla tíð að gleðja
aðra — börnin og þá, sem frek-
ast gleymast og minnst mega sín
í þjóðfélaginu.
Þeir, sem trúa því, að góðir
menn eigi ekki í erfiðleikum
með að njóta sín í annarri til-
veru, vita að þú, Guðni minn,
ert einn i þeirra hópi.
Foreldrum þínum, systkinum
og öllu þeirra skylduliði bið ég
blessunar allra góðra vætta —
þinn
lljálmar.