Morgunblaðið - 04.06.1971, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐEÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1971
14
SÍÐUSTU 6 vikurnar
hafa þau Zorba og vin-
kona hans, Búbúlína,
haft aðsetur sitt í Þjóð-
leikhúsinu og þar hef-
ur Zorba miðlað gest-
um af lífsgleði sinni og
lífsspeki og Búbúlína,
sem áður lét sig
dreyma um aðmírálana
fjóra, hefur nú hrifizt
svo af Zorba að hún á
þá ósk stærsta, að
hann biðji um hönd
hennar. Búbúiína, sem
öðru nafni heitir Her-
dís Þorvaldsdóttir, hef-
ur margoft áðuV vonazt
eftir bónorði frá Eó-
bert ZORBA Arnfinns-
syni og hefur reyndar
á ýmsu gengið í þeim
málum. Þau Herdís og
Róbert hafa nefnilega
leikið „par“ öðru
hverju í aldarfjórðung,
trúlofazt, gifzt, skilið,
elskazt, hatazt.........
„Eiginlega ættum við
að halda upp á „silfur-
brúðkaup“ á þessu ári,
þótt reyndar sé það
nokkuð óvenjulegt silf-
urbrúðkaup, þar sem
hjónaböndin okkar á
þessum tima eru orðin
æði mörg,“ sagði Her-
dis er við hittum hana
og Róbert að máli
stutta stund nú í vik-
unni. Þar sem Zorba er
eiginlega silfurbrúð-
kaupsstykkið báðum
við þau að rifja upp
helztu hlutverkin sem
þau hafa leikið sem
„par“.
„Við erum búin að
vera samferða í 25 ár,
fyrst hjá Leikfélaginu
og siðan hér í Þjóðleik-
húsinu," segir Róbert.
„Fyrstu hlutverk okk-
ar sem par hjá Leik-
félaginu voru í „Ég
man þá tíð”, eftir Eug-
en O’Neil árið 1946.
Þar gerðum við nú
ekki meira en trúlof-
ast — trúlofuðum okk-
ur leynilega úti á báti.
t „Manni og konu“,
sem við lékum í hjá
Fjalakettinum um svip
að leyti gerðum við
betur, því þar vorum
við Sigrún og Þórarinn
og höfðum það af að
gifta okkur í síðasta
þætti, eftir mikla erfið-
leika, sem flestum eru
kunnugir úr skáldsög-
unni. Sumarið 1949 fór-
um við með „Sumar-
gestum" út á landi og
lékum ýmsa smáþætti
og m.a. var ég vonbiðill
Herdísar í „Bónorðinu"
eftir Tékov. Við lék-
um víða við mjög frum
stæð skilyrði — en
ferðin var skemmtileg."
„Þegar Þjóðleikhúsið
fór af stað haustið 1949
vorum við ráðin þang-
að og vorum þá lang-
yngstu Ieikaramir",
heldur Róbert áfram.
„í opnunarleikritunum
lékum við sitt í hvoru
lagi, Fjalla-Eyvind og
Snæfríði íslandssól, en
fyrstu hiutverk okkar
saman í Þjóðleikhúsinu
voru í „Konu ofaukið“,
eftir Knud Sönderby.
Þar vorum við reyndar
systkin og fór mjög vel
á með okkur. Reyndar
höfðum við leikið par
í Grænu lyftunni hjá
Fjalakettinum, árið fyr-
ir stofnun Þjóðleikhúss-
ins."
„Svo kom Silfur-
tunglið, ekki rétt“, seg-
ir Herdís, „Þar hljóp
ég reyndar frá þér
Robbi minn, með hon-
um Rúrik, en svo kom
ég til þín aftur — og
skömmu seinna lékum
við svo Adam og Evu
í „Spádómnum" eftir
Tryggva Sveinbjöms-
son. Þar er mannkyns-
sagan rakin frá sköpun
Adams og Evu þar til
atómsprengjan útrým-
ir mannkyninu. í
þessu Ieikriti var eigin-
lega fyrsta „strip tease"
atriðið hér, þegar við
risum upp úr jörðinni.
Auðvitað máttum við
ekki vera nakin og vor-
um því í bleikum sam-
festingum.“
Árið 1957 lék Róbert
Bellmann og Herdís
UIlu vinkonu hans í
„Ullu Winblad", þar
sem þau sungu ma.
marga af þekktustu
söngvum Bellmans.
Næst var Herdís keypt
hjákona Róberts í ástr-
ölsku leikriti „Sautj-
ánda brúðan“. „Ég
kunni ekki við mig í
þvi hlutverki,“ segir
Herdís, „og því minnist
ég leikritsins ekki með
sérstakri ánægju —
þótt það væri ágætis
verk.“
„Svo má ekki gleyma
því að við höfum leikið
konungshjón," segir Ró-
bert, „Við lékum Claud
íus og Geirþrúði kon-
ungshjón í Danmörku í
Hamlet — svo hátt höf-
um við nú komizt í
mannfélagsstiganum. A
eftir Hamlet lékum við
hjón í „Endasprettin-
um“ hans Peters Ustin
ov, en það verk spann-
ar Iíf hjóna frá því þau
eru ung þar til um átt-
rætt. Konan, Stella, er
leikin af sömu konunni
allan tímann, en mann
hennar, Sam, leika f jór-
ir leikarar; einn tvítug-
an, annar fertugan,
þriðji sextugan og sá
fjórði áttræðan. Ég lék
þann fertuga,"
Og nú eru Herdís og
Róbert skötuhjúin
Zorba og Búbúlína.
Zorba, landshornaflakk
arinn hefur flækzt til
Krítar þar sem hann
hittir Búbúlinu hina
frönsku, fyrrum gleði-
konu, sem orðið hefur
innlyksa á eynnl. Bú-
búlína lifir í drauma-
heimi með aðmirálun-
unum sínum fjórum —
þar til Zorba kemur og
„rennur á lyktina“.
Hún vill giftast, en
hann vill ekki giftast,
því það samræmist
ekki lífsspeki hans um
að lifa fyrir liðandi
stund.
„Það er mikil speki
í sögunni um Zorba,“
segir Róbert, „en auð-
vitað kemst hún ekki
öll til skila i stuttum
söngleik — því Zorba
okkar er fyrst og
fremst söngleikur. Það
er því óréttmætt að
gera samanburð á
skáldsögu og söngleik
eins og alH of margir
hafa gert, auðvitað
með þeim árangri að
þeir sakna margs úr
sögunni í söngleiknum
— en þeir fá í staðinn
söng og dans.“
Zorba mun halda
áfram að syngja og
dansa eitthvað fram eft
ir mánuðinum og koma
fólki í gott skap, og á
hverri sýningu fær
hann hring frá Búbiú-
línu sinni. „En hann
verður að skita mér
hringnum að lokinni
hverri sýningu,“ segir
Herdís, „svo ég getj gef
ið honum hann aftur.
Hringamál okkar hafa
því verið margs konar
og þótt við höfum rif-
izt út af sutnum þá
held ég að við séum
reiöubúin að trúlofast
og giftast á leiksviðinu
ótal slnnum í framtið-
inni. Er það ekki satt,
Robbi minn?“
Tvær af riiyndunum etfst á siðunni eru úr
„Zorba", e*i sú þriðja er úr „Ég man þá tíð“ og
tekin fyrir laldarfjórðungi. Myndin neðst til vinstri
e-r úr „Si!fur1iunglinu“ og sú til hægri «r úr „Spá-
dimnum'1, er Adarn og Eva rísa upp.
ZORBA,
BÚBÚLÍNA
OG
„SILFUR-
BRÚÐKAUP“
ÞEIRRA