Morgunblaðið - 04.06.1971, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.06.1971, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannassen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aöstoöarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aöalstræti 6, sími 10-100 Augtýsingar Aðalstraeti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið. STEFNUBREYTING m%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%m%%%%%%%mi Mikil endur- nýjun í þing- liði Sjálfstæð- isflokksins OFT er um það talað, að sömu merun sitji of lengi á Alþingi, jafnvel áratug- um saman og heyrzt hafa raddir um að tafcmarka ætti þingsetu við t. d. þrjú kjörtímabil. í þessum efnum sem öðrum er áreiðanlega mjög erfitt að setja ákveðnar reglur. í sumum tilvikum er það þjóðinni tvímælalaust til hagsbóta, að sömu menn, og þá fyrst og fremst þeir, sem fram úr skara, sitji lengi á Alþingi, en aðrir mættu gjarnan sitja skemmiri tíma. I þeim kosiningum, sem nú standa fyrir dyrum, er fyrirsjáanlegt, að mikil breyting verður á þingliðinu. Mesta endurnýjunin verður tvímælalaust í þingflokki Sjálfstæðisflofcksins. Að vísu veit enginn á þessari etundu ná- kvæmlega um það, hverjir hljóta kosningu til þings, en ef miðað er við þau þingsæti, sem féllu í hlut Sjálf- istæðisfloklksin's við síðustu Alþingis- kosningar, kemur í ljós, að 9 nýiir menn. eru í þeim hópi. Þetta er mikil endur- nýjun, þegar haft er í huga, að á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka áttu 23 þingmenn sæti í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins. í þessum níu manna hópi eru þrjú, sem áður hafa átt sæti á Alþingi, en ekki sl. kjörtímabil. Það eru Gunraar Thoroddaen, sem á að baki áratuga þingsetu og ráðherradóm, Ragnhildur Helgadóttir, sem sat á Al- þingi frá 1956—1963 og hefur því ekki fttt sæti á þingi síðustu tvö kjörtímabil og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sem sat á sumarþingi 1959 og aftur kjör- tímabilið 1963—1967. Tveir ungir menn skipa nú sæti á framboðslistum Sjálf- stæðisflofcksins sem við síðustu kosn- ingar tryggðu þingsetu. Það eru Ellert B. Schram, sem er í 7. sæti á framboðs- lista Sjálfstæðilsflofcksina í Reykjavík og Halldór Blöndal, sem skipar 3. sæti á framboðslista flokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra. Þeir Ellert og Halldór eru á svipuðu reki, rúmlega þrítugir að aldri. Svo sem vera ber um unga mernn skipa þeir baráttusæti flokksins í þess- um tveimur kjördæmum. Auk þeirra, sem nú hafa verið nefnd eru í þessum 9 manna hópi, þeir Oddur Ólafsson, lætonir og Ólafur G. Eiraars- son, sveitarstjóri, sem skipa 2. og 3. sæti í Reykjaneskjördæmi, Sverrir Her- manmisson, sem er í forystu í baráttunni á Austurlandi og Lárus Jónisson, sem skipar 2. sæti í Norðurlandókjördæmi eystra. Eins og sjá má sameinar þesisi hópur reynslu og þrosfca hinma eldri og framták og djörfung hinna yngri og þar á 9Ína fulltrúa sú kynslóð, sem nú er að komast til vegs í Sjálfstæðisflokkn- um, ungt fólk á miðjum aldri, ef svo mætti að orði komast. Slík endurnýjun í þingliði flokks í einum kosnimgum á sér líklega fá for- dæmi, ef nökkur. Nýtt fólk á Alþingi gefur þinginu ferskari svip og er lík- legt til að veita straumu.m nýrra hug- myinda inin fyrir veggi þinghússins. Það getur vart farið á milli mála, að í kosn- ingunum 13. júní verður Sjálfstæðis- flokknum verulegur styrkur að því að hafa mörg ný andlit í framboði í ofar- legum sætum á framboðslistum sínum. Lítil breyting hjá öðrum Gagrastætt þeirri miklu endumýjun, sem verður í þingflokki Sjálfstæðis- flókksiras á næsta kjörtímiabili, urðu sáralitlar breytingar á framboðslistum annarra flokka. Framsóknarflokkurinn efndi til skoðanakannana inraan flokks- in3 um slkipan framboðslista flokksins í þessum kosningum en niðurstaðan er sú, að í þeim sætum, sem tryggðu þing- setu á því kjörtímabili, sem nú er að ltða varð mjög lítil breyting. Framsóton- arflokkurinn hefur nú 18 þingmenn en breytimg varð á tveimur þeirra sæta. Steingrímur Henmannsson skipar efsta sæti í Vestfjarðarkjördæmi, eftir að Sigurvin Einarsson dró sig í hlé og MagnÚ3 bóndi á Frostastöðum skipar 3. sæti á framboðslista Framisóknar í Norðurlaradákjördæmi vestra, en það er alls óvíst, að Framisóknarflokkuriran haldi því þingsæti. Það er því ljóst, að um litla endur- nýjun verður að ræða í þingflokki Framsókraarflokksina og athygli vekur, að enginn ungur maður á aldur við þá Halldór Blöndal og Ellert B. Schram hefur nobkra möguleika á að ná kosn- ingu á vegum Framisóknarflokksins. Hjá Alþýðubandalagirau er sömu sögu að segja. Breytiragar á sætum, sem við síðustu kosniragar tryggðu þingsetu fyrir Alþýðubaindalagið eru í Norðurlands- kjördæmi eystra, þar sem Stefán Jóns- son, fréttamaður er í fraimboði og í Suð- urlandskjördæmi, þar sem Garðar Sig- urðsson, kennari, skipar 1. sæti. Ástæð- an fyrir þessum breytingum er þó ekki vilji til endumýjunar heldur klófning- urinn í Alþýðubandalaginu. Þetta eru sem sé kjördæmi þeirra Björras Jóns- sónar og Karls Guðjónssonar, sem báðir hafa yfirgefið Alþýðubandalagið og munu vafálaust halöa verulegum hluta þess fylgis, sem þeir fengu við síðustu kosningar. Hjá Alþýðuflokknum verður breyting um þriðjung miðað við núver- andi þingmannatölu flokksins. Sigurður E. Guðmundsson skipar 3. sæti á liist- anum í Reyfcjavík í stað Sigurðar Ingi- mundarsonar, Pétur Pétursson efsta sæti á Norðurlandi vestra í stað Jóns Þorsteimsson og Stefán Gunnlaugs- son kemur inn á listann í Reykjanes- kjördæmi í stað Emils Jónssonar. Ósagt skal látið hvaða áhrif þessi breyting kemur til með að hafa á kjör- fylgi Alþýðuflokksina í þessum kosn- ingum. Reyndir forystumenn Þegar svipazt er um á framboðslist- um stjÓTmmálaflokkarana í þessum kosniragum vekur eiinraa mesta athygli hve Sjálfstæðisflokkurinn hefur á að skipa fjölmeranri sveit reyndra og traustra forystumanna. Hvaða araraar stjórnmálaflokkur hefur fram að færa forystumeran með reyraslu og traust manna eins og Jóhanns Hafstein, Geirs Hallgrknssonar, Ingólfs Jónssonar, Magnúsar J órassonar, Auðar Auðuns, Gunraars Thoroddsens, svo að nokkur nöfn séu nefnd. Eragiran annar flokkur hefur á að 9kipa slíku forystuliði. Nú- verandi forystumenn Framisóknar- flokksins eru allir alls óreyndir við stjórnarstörf og engimn veit hvemig þeir mundu reynast. — Hið sama er að segja um Alþýðubandalagið. Vegma lamgrar Framh. á bls. 23 ®%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%b%%%%%%í L sl. 12 árum, í tíð þeirrar **■ ríkisstjórnar, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur haft forystu fyrir síðan haustið 1959 hafa verið teknar marg- ar grundvallarákvarðanir, sem haft hafa mikil áhrif á uppbyggingu íslenzks þjóð- félags og lífskjör almennings í þessu landi. Þessar ákvarð- anir, siem hafa falið í sér verulegar stefnubreytingar á flestum sviðum þjóðfélags- mála, hafa ekki verið teknar árekstralaust. Um þær allar hafa staðið hörð átök milli þeirra stjórnmálaflokka, sem stutt hafa ríkisstjómina og hinna, sem verið hafa í stjórnarandstöðu. Á árinu 1960 hófust um- bæturnar með því, að blað- inu var algerlega smúið við í stjóm efnahagsmála á ís- landi. Frá því fyrir stríð og þar til á árinu 1960 hafði við stjórn efnahagsmála verið byggt á margvíslegum höft- um og bönnum. Talið var, að þjóðin gæti ekki staðið undir viðskiptafrelsi og frjálsum innflutningi. Margs konar höft voru sett á framkvæmd- ir í landinu, ekki mátti byggja bílskúr eða grindverk um garð án þess að sækja um leyfi til þar til kjörinnar nefndar. Þessu gamla hafta- kerfi var kastað fyrir borð 1960, þegar ríkisstjómin lagði fram viðreisnarstefnu sína. Sú stefna gerbreytti íslenzku þjóðlífi til hins betra. En þess ber að minnast, að Framsókn- armenn og kommúnistar voru henni algerlega andvígir. Þeir börðust gegn þessum umbót- um af öllu því afli, sem þeim var tiltækt. En umbótunum var komið fram, þrátt fyrir andstöðu þessara tveggja flokka. Um miðjan sl. áratug var tekin önnur stór ákvörðun. Þá var ekki lengur til setunn- ar boðið um frekari virkjun- arframkvæmdir og var þá um tvo kosti að velja. Annars vegar að byggja enn eina smávirkjun, eingöngu fyrir heimamarkað eða hins vegar að láta verða af framkvæmd gamallar og nýrrar hugsjónar að virkja íslenzk fallvötn til þess m.a. að byggja upp í landinu orkufrekan stóriðnað. Síðari kosturinn var valinn og ráðizt í Búrfellsvirkjun, en þær framkvæmdir byggðust á orkusölusamningnum við Svissneska álfélagið. Fram- sóknarmenn og kommúnistar voru andvígir þessari stefnu. Þeir vildu ekki fallast á upp- byggingu orkufreks stóriðn- aðar í landinu, en þar með var grunövöllur brostinn að stórvirkjun við Búrfell. Þeirra stefna var því smá- virkjanir. Um þessi tvö sjón- armið urðu mjög hörð átök um miðjan sl. áratug, en skoðun ríkisstjórnarinnar varð ofan á og Búrfellsvirkj- un og álbræðslan voru byggð þrátt fyrir andstöðu stjómar- andstæðinga. í lok áratugsins, þ.e. á sl. ári, var enn komið að því að taka þurfti stóra ákvörðun, sem hafa myndi í för með sér gerbreytingu á aðstöðu ís- lenzks iðnaðar. Þróun mark- aðsmála í Evrópu var á þann veg, að íslendingar gátu ekki lengur skotið sér undan því að taka afstöðu til þeirra. Niðurstaðan varð sú, að ís- land gerðist aðili að EFTA — Fríverzlunarsamtökum Evrópu — og lagði þar með gmndvöll að uppbyggingu út- flutningsiðnaðar í landinu jafnframt því, sem samnings- aðstaða okkar gagnvart Efna- hagsbandalaginu batnaði mjög. Framsóknarmenn og kommúnistar voru andvígir þessari ákvörðun og börðust hart gegn henni. En þrátt fyrir andstöðu þeirra varð ís- land aðili að EFTA á sl. ári og hefur þegar notið margvís- legs hagnaðar af því. Hér hafa verið nefnd þrjú meiriháttar mál, sem hafa þegar haft og munu hafa af- gerandi áhrif á þróun og upp- byggingu íslenzks þjóðfélags á næstu árum og áratugum. Ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins, þorði að taka þessar ákvarðanir en stjómarandstæðingar lögðust gegn þeim öllum. Þeir, sem ekki þora að fylgjast með framþróuninni, hljóta að sitja eftir með sárt ennið og það hafa Framsóknarmenh og kommúnistar gert. Árangur- inn af þeirri stefnu ríkis- stjómarinnar, sem hér hefur verið lýst, er m.a. sá, að af- koma þjóðarbúsins og lífskjör almennings í landinu eru ekki lengur háð því hvort síld veiðist eða ekki eins og áður var. Á þetta benti Ing- ólfur Jónsson, ráðherra, rétti- lega í sjónvarpsumræðunum á dögunum. Síldin væri vissu- lega mikil búbót, ef hún kæmi nú, en afkoma almenn- ings stendur ekki og fellur með henni. Fjölbreyttari stoðum hefur verið skotið undir íslenzkt at- vinnulíf. Það er ekki eins ein- hæft og áður. En jafnframt hefur gmndvöllur verið lagð- ur að nýrri sókn til betri lífs- kjara. Sú sókn fer fram í landi frjálsra viðskipta og at- hafnafrelsis vegna stefnu- breytingarinnar 1960. Hún mun byggjast á nýtingu orku fallvatnanna til stóriðnaðar vegna þeirrar djörfu stefnu, sem hrint var í framkvæmd um miðjan sjöunda áratug- inn. Og hún mun byggjast á iðnvæðingu til útflutnings vegna þess, að ísland hefur nú tekið fullan þátt í við- skiptasamstarfi Evrópuþjóða. Ef forystu Sjálfstæðisflokks- ins nýtur við eftir kosningar, mun þessi þróun halda áfram og samhliða henni batnandi lífskjör almennings. Ef Fram- sóknarmenn og kommúnistar, sem börðust hatrammlega gegn þessari þróun, komast til aukinna áhrifa, er hætta á, að blaðinu verði snúið við. Og enginn veit hvaða afleið- ingar það hefur í för með sér fyrir þjóðarbúið í heild og af- komu hvers einstaklings.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.