Morgunblaðið - 04.06.1971, Page 19
MORGUNBLAÐLÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNl 1971
19
Miklar fram-
kvæmdir
á döf inni
ÞEGAR blaðamaður Mbl.
kom til Ólafsfjarðar á sól-
björtum vordegi í síðustu
viku, vakti það fyrst at-
hygli hversu líflegt var yfir
plássinu. Alls staðar þar
sem farið er um má sjá
fólkið önnurn kafið við
störf sín: við vinnslu sjáv-
arafurða, verzluna- og
þjónustustörf og iðnaðinn.
Myndarleg böm voru að
leik, sum spörkuðu fót-
bolta, önnur dunduðu við
mömmuleik og nokkur
dorguðu niðri á bryggju.
Við vorum á hraðferð um
plássið og leituðum því á
bæjarskrifstofurnar til að
fá fréttir af atvinnulífinu.
Þá stóð yfir bæjarstjórnar-
fundur, en bæjargjaldker-
Mikið hefur verið byggt í Ólafsfirði undanfarlð, bæði einbýlishús
nýja hverflð.
inn, Ásgeir Ásgeirsson, tók
á móti okkur og skýrði frá
því helzta, sem er á döf-
inni.
Séð yfir liina nýju friðarhöfn 1 Ólafsfirði, en þar verður byggður nýr viðiegukantur í sumar.
Við sjáum ekki fram
úr verkefnunum“
Rætt við Porstein Jónsson forstjóra vélsmiðj-
unnar Nonna í Ólafsfirði
„Við sjáum ekki fram úr
verkefnunum,“ sagði Þor-
steinn Jónsson forstjóri vél-
smiðjunnar Nonna h.f. i Ól-
afsfirði, þegar fréttamaður
Mbl. lútti hann að máli nú
fyrir skömmu í Ólafsfirði. Hjá
fyrirtækinu eru nú mikil um
svif og starfsmenn 20 talsins
og stendur til að fjölga, en
húsnæði vélsmiðjunnar var
nýlega stækkað um helming,
með byggingu einnar hæðar
ofan á gamla húsið. Bættist
og, þar sem skrifstofur, kaffi
stofa og skrifstofa verk-
stjóra verða ásamt blikk-
smiðju.
Vélsmiðjan Nonni er gam-
algróið og landskunnugt fyr-
irtæki, sem var stofnað ár-
ið 1917 og hefur frá upp-
hafi verið í eigu sömu fjöl-
skyldunnar. Jón Frímanns-
son, faðir Þorsteins er vél-
smíðameistari hjá Nonna h.f.
„Aðalverkefni okkar eru
báta og vélaviðgerðir svo og
plötusmíðar og alhliða járn-
smiðaverkefni." Sjálfsagt
minnast margir síldarsjó-
menn vélsmiðjunnar Nonna
frá fyrri tímum, er starfs-
menn hennar gerðu fljótt og
vel við biianir, þannig að frá
tafir frá veiðunum urðu litl-
ar.
„Framkvæmdir við húsnæð
ið hófust í haust og gengu
vel þrátt fyrir fjárhagserfið-
leika. Helztu erfiðleikar okk
ar núna, eru að fá fjármagn
til að leysa út vélamar fyr-
ir blikksmiðjuna, en þegar
vélarnar nást út, eru hæg
verkefni fyrir höndum, Við
erum með samninga við skipa
smiðastöðvarnar Bátalón í
Hafnarfirði og Þorgeir og
Ellert á Akranesi um smíði
spila í bátana, sem þessar
stöðvar smíða. Þetta er þátt-
ur í ákvörðuninni um að
dreifa um landið verkefnum
í sambandi við skipasmíðar
innanlands,“
„Það má segja að við höf-
um unnið myrkranna á milli
hér í vetur, við flotann, en
við fáum einnig mörg verk-
efni frá nágrannabæjunum.
Starfsmennirnir eru allir héð
an úr bænum og úrvalsmenn.
Það er sem sagt nóg að gera
og við sjáum ekki fram úr
verkefnunum,, en það getur
verið gremjulegt, þegar erf
itt er að fá fyrirgreiðslu í
bönkum til að leysa út vél-
amar, sem þarf til að leysa
þessi verkefni af höndum.“
„Stærsta verkefni okkar er
stækkun hltaveitunnar og á
næstunni verður hafizt handa
Um borun á jarðlbitasvæðánu.
Boruð verður ein hola og höf
um við ákveðið hvar það verð
ur gert. Jarðfræðinigar segja
okkur, að góðar horfur séu á
að þessi borun beri árangur,
en auðviitað er ekki hægt að
segja fyrir um það, fyrr en
vatnið er komið upp úr hol-
unni. Þetta eru talsvert dýr-
ar framikvæomdir og hijóðar
kostnaðaráætlunin upp á 1.5
milijónir. Við þurfum að
leggja nýja leiðsiu frá jarð-
hitasvæðinu fram á hálsdnn,
sem við svo nefnum og einnig
þurfum við að endurnýja og
vikka gamilar ieiðslur.“
— Hversu mikið vatns-
magtn þurfið þið til að full-
nægja eftirspurninni i sam-
bandi við franttiðaruppbygg-
ingu staðarins?
— Stærsta holan okkar
núna gefur af sér 23 sekúndu
llitra og við þurfum aið fá
allt að heimingi meira vatn.
Sú hola fullnægir ekki vatns
þörfiinni og þvi þurfum við að
taka vatn úr annari hoiiu, sem
er kaldari og við þetta lækk-
ar hitastig vatnsins um 3 gráð
ur, sem er mjög óheppilegt.
Það er því mjög brýn þörf á
að við fáum aðra holu. Þó að
hitaveitam nái um allan Ólafis-
'fjörð, eru enn ýrais hús og at
vinnufyrirtæíki, sem ekki
hafa femgið heitt vatn og nú
erurn við með stóran gagn-
fræðaskóia í byggingu og
sjúkraskýli auk þess, sem
lóðum hefur verið úthlutað
fyrir raðhús og einbýlishús,
sem öll þurfa að fá sitt vatn
en í dag höfum við ekkert
vatn afliögu fyrir þau. Þörfin
fyrir aukið vatnsmagn er því
orðin mjög brýn.
— Hversu djúpt er áætlað
að bora?
— Um 300 metra, en við er-
um svo heppin hér í Ólafs-
firði að allt okkar vatn ligg-
ur mjög grunnt
— Hér er mikið um alls
konar byggingaframkvæmdár
og má segja að heilit hverfii
hafi risið á síðustu árum.
— Já, það hefur verið mik-
il hreyfing í húsbyggingamál
um og bæði byggð einbýMs-
hús og raðhús. Nú eru í smiíð
um 6 einbýlishús og 4ra
Ibúða raðhúis. Þá er í byggingu
Framhald á bls. 25.
Feðgarnir Þorsteinn Jónsson og Jón Frimannsson, fyrir utan vélsmiðjuna Xoima.
Magnús Gamalíusson
útgerðarmaður í Óiafsfirði.
Stutt
spjall
við Magnús
Gamalíusson
Er fréttamaður Mbi. var á
ferð í Ólafsfirði um dagiirn
hitti hann að máli út-
gerðarmanninn landskunlia
Magnús Gamalíusson og
ræddi stuttlega við hann um
landsins gagn og nauðsynjar.
Magnús lét vel af vertíð-
inni, en hann gerir nú út tvo
báta, Sigurbjörgu og Guð-
björgu, auk þess sem hann
rekur eigið frystihús.
Magnús sagði að útkoman á
vertíðinni hefði verið all góð,
þó að vorhrotan hefði brugð
izt, miðað við sl. tvö ár, en
þá voru april og mai bezti tóm
inn. Magnús telur skýring-
una á þessu vera að þar sem
enginn hafis hafi verið við
Norðurlandið i ár hafi er-
lendir togarar óhindrað mok-
að fiskinum upp á djúpmið-
um.
Magnús sagðist vera far-
inn að hugsa um að draga
sig í hlé og láta syni slna
taka meiri þátt í rekstri fyr-
irtækisins. Hann sagðist bú-
ast við að selja Guðbjörgu
á næstunni, en hefur ekki
tekið ákvörðun enn, um
hvort nýtt skip verður
keypt í staðinn.