Morgunblaðið - 04.06.1971, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNl 1971
Guðrún Ámunda-
dóttir - Minningarorð
1 DAG er jarðsett Guðrún Ámundadóttir, Hverfisgötu 39, Reykjavík. Hún lézt af heilablóð- falli 30. maí sL í Landspítalan- um. Það eru snögg umskipti þegar vinir hverfa af sjónarsviði — allt í einu — það er eins og við þurf- um undirbúning að þessu, eins og svo mörgu öðru. Guðrún var dóttir hjónanna Ámunda Árnasonar, kaupmanns, og konu hans, Guðnýjar Guð- mundsdóttur, Hverfisgötu 37, Reykjavik, fædd 24. júní 1904. Guðrún átti eina alsystur, Vil- borgu, og hálfsystur, Guðnýju, sem Ámundi eignaðist með seinni konu sinni, Stefaníu Gísla- dóttur. Árið 1918, í spönsku veik- inrti, missti Guðrún móður sína. Var það mikið áfall fyrir þær systumair. Árið 1920 kvæntist Ámundi svo Stefaníu Gísladóttur og varð hún systrunum sem sannköEuð móðir. Ámundi and- aðist 5. desember 1928. Stefania tók þá við rekstri verzlunar þeirraar, sem Ámundi hafði rek- ið — og hélt heimilinu áfram,
t Dóttir okkar og systir, Anna Karls, lézt í Los Angeles 23. maí sl. Dóra Líndal, Karl Guðmundsson, Klara Karls, Óskar Karls.
t Móðir mín, Anna Jónasdóttir Tuomikoski, andaðist að heimili sínu á Álandseyjum 6. maí. Jarðarförin fór fram 15. maí. Lil.ja Fransdóttir, Króki, Rangárvallasýslu. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda vináttu við andlát og jarðarför Guðríínar Þorvaldsdóttur, Ilöfða, Vatnsleysuströnd. Þórarinn Kinarsson, börn, fósturbörn og tengdaböm.
t Tengdasonur minn, Valek Kwaszenko, lézt í London 31. máí. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Björnsdóttir. t Öllum þeim, sem sýndu mér og minum vináttu og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, Ingibjargar Sigurðardóttur, þakka ég innilega. Giiðnmndur Böðvarsson.
t Eiginkona mín, Guðfinna Magnúsdóttir, Þórustíg 4, Ytri-Njarðvík, verður jarðsungin frá Kefla- víkurkirkju laugardaginn 5. júni kl. 3. Július Vigfússon. t Þökkum samúð og vinsemd við andlát og útför Benedikts Halldórssonar, Hamrahlíð 27. Sérstakar þakkir til stjórnar og starfsmanna Kirkjugarða Reykjavikur. Börn og tengdabörn.
t Eiginkona mín, Anna Júlía Halldórsson (fædd Bieber) Jaðarsbraut 41, Akranesi, verður jarðsungin frá Akra- neskirkju laugardaginn 5. júní kl. 2. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á sjúkrahús Akraness. Guðmundur Halldórsson. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför Einars Ólafssonar, Sigríður Eínarsdóttir, Ágústa Ólafsdöttir, Garðar Ólafsson, Jón Ólafsson, Ingigerður Eggertsdóttir.
t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför litlu dóttur okkar, GUÐRÚNAR. Kristín Helgadóttir, Ami Njálsson.
Jón Halldórs Jóns-
son frá Tröllatungu
eins og verið hafði. Kunni Guð-
rún vel að meta þau miklu störf
Stefaníu stjúpmóður sínnar, og
sýndi það vel í umönnun við
Stefaniu, þegar hún átti i lang-
varandi veikindum. Stefanía lézt
21. júní 1961.
Guðrún var merkilega sterkur
persónuleiki, sem allir muna eft-
ir sem kynntust henni að ráði.
Það var erfitt að kynnast henni,
því hún var dul og fáskiptin, en
þegar vinátta tókst, var hún sem
traustur hornsteinn, sem bifað-
ist ekki þó á reyndi. Guðrún
giftist ekki og átti ekkert barn.
Hún var sérstaklega barngóð og
tók ástfóstri við ýmsa unglinga
— skylda sem óskylda. -— Kunnu
þeir fljótt að meta Guðrúnu —
eða Dúnu, eins og hún var venju
lega kölluð — og má segja að
hún væri um langt skeið eins
konar athvarf þessara unglinga,
sem leituðu til hennar eins og
stál að segli. Var þá oft glatt
á hjalla. Þarna má margra nafna
minnast — en ég læt það ógert
núna — en eitt nafn verð ég að
minnast á og það er hann Árni
Huxley litli — 3ja ára — sem
undanfarin ár hefur verið hjá
henni hluta úr degi. Má segja, að
þar næði að blómstra hjá henni
að fullu sá kærleiki, sem hún
bar hið innra með sér, en fékk
of sjaldan nægilega útrás.
Ég veit, að Árni litli á eftir að
segja oft og mörgum sinnum:
„Við skulum koma til Dúnu,“ og
ég veit, að á þvi sviði, sem tekur
við hjá Dúnu, muni hún sakna
Árna mest. Milli þeirra var kom-
ið sérstaklega kærleiksríkt sam-
band.
Ég held, að allt okkar líf og
starf sé orsök og afleiðing, og
það lögmál gildi áfram í næsta
lífi. Ég er þess fullviss, að þau
orsakasambönd, sem þú, Dúna,
hefur orsakað hér, valdi þvi, að
þú átt góða vist tilbúna á næsta
sviði. Huxley Ólafsson.
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og vinarhug við fráfall
og útför
Kristjáns Heiðars
Hannessonar,
sem fórst með mb. Sigurfara
frá Hornafirði.
Lilja Aradóttir,
Hannes Kristjánsson,
börn og tengdabörn.
t
Þakka innilega auðsýnda sam-
úð og vináttu við andlát og
útför mannsins míns,
Þorbjörns Bjarnasonar,
Laugavegi 140.
Helga Sigurðardóttir.
F. 2. nóv. 1886
D. 28. maí 1971
TRÖLLATUNGA í Stranda-
prófastsdæmi var prestsetur um
aldaraðir, þar til vorið 1887 er
Halldór Jónsson lét af prests-
skap, vegoa aldurs. Þá flytjast
þangað ung hjón vestan frá ísa-
fjarðardjúpi, Jón Jónsson Hall-
dórssonar á Laugabóli og Hall-
dóra Jónsdóttir á Hjöllum í
Þorskafirði, með son sinn á
fyrsta ári, þann er þessi minn-
ingarorð eru helguð. Þar bjuggu
þau til 1920 er Halldóra and-
aðist og Jón flutti til Hólmavík-
ur.
Jón Halldórg var elztur sinna
systkina, en þau voru 11, 6 pilt-
ar og 5 stúlkur er komust til
fullorðinsára, en þá hjóst skarð
í hinn mannvænlega systkina-
hóp fyrir sigð hvítadauðans.
Heimili þeirra Jóng og Halldóru
í Tröllatungu bar vott snyrti-
mennsku og reglusemi, svo að
á orði var haft og gestir er þar
bar að garði, voru margir. Þá
var Tröllatunga í þjóðbraut, og
duldist þvi engum að þar var á
öllu haldið af stjómsemi og
festu, enda blasti hvarvetna við
snyrtimennska og reglusemi. —
Þarna var hinn fyrsti skóli er
systkinin í Tröllatungu, fengu
kynni af.
Jón Halldórs var ungur að ár-
um er hann vann með föður
sínum að söðlasmiði auk ann-
arra heimilisstarfa. Er bömin
voru komin á þann aldur, var
þar heimiliskennari. Þá var og
nýlega stofnaður alþýðuskólinn
á Heydalsá, sem margir sóttu
sér til þekkingar og þroska.
Þar dvaldi Jón.
KAPPREIÐAR hestamannafé-
lagsins Gusts í Kópavogi fóru
fram á Kjóavöllum, sunnudag-
inn 23. maí sl. Fjölmenni var
samankomið á Kjóavöllum á
sunnudaginn enda veður gott. —
Ýmsar nýjungar voru notaðar í
sambandi við framkvæmd kapp
reiðanna og gekk dagskráin ó-
venju hratt fyrir sig. T.d. voru
kappreiðahestamir ræstir úr bás
um og auðveldaði það mjög að
halda hestum stilltum á ráslínu.
Keppt var í brokki, tölti,
skeiði, folahlaupi, 300 m stökki,
3000 m víðavangshlaupi og 300
m hindrunarhlauþi. Alls voru á
milli 70—80 hestar skráðir til
keppni.
í keppni alhliða góðhesta var
keppt um Byko bikarinn, sem
býggingavöruverzlun Kópavogs
gaf, en fyrstu þrir hestamir fá
skrautrituð heiðursskjöl. — í
keppni klárhesta með tölti var
keppt um Ora-bikarinn, sem
Ora — Kjöt og Rengi í Kópa-
vogi gaf. Einnig fengu þrír
fyrstu hestarnir heiðursskjöl. í
kappreiðunum fengu þrír fyrstu
hestarnir gull, silfur og bronz-
inerki.
Jón bóndi var áhugamaður um
jarð- og garðrækt og sendi þvi
son sinn Jón Halldórs til að
kynnast gróðrarstöð íslands í
Reykjavík og á jarðræktamám-
skeið í Brautarholti hjá Jóni
Jónatanssyni bústjóra.
1910 kvæntist Jón annarri
heimasætunni á Smáhömrum,
Matthildi, er var dóttir þeirra
Björns Halldórssonar og Matt-
hildar Benediktsdóttur er gjört
höfðu garðinn frægan. Þótti
þar jafnræði og vel til stofnað,
sem og rúm 60 ára samferð hef
ir vottað. Þau eignuðust 4 böm,
og eru þau: Björn, verzlunarm.,
búsettur í Rvik, kvæntur Guð-
rúnu Jónsdóttur prests Jóhann-
essonar á Stað í Steingrims-
firði, Halldóra dáin fyrir 3
árum, gift Steini Kristjánssyni
skrifstof'umann i, Jón er dó í
bemsku og stúlka sem lézt ný-
fædd. Bróðurdóttur Matthildar,
Aðalbjörgu Guðbrandsd. ólu þau
upp frá bernsku. Er hún gift
Ólafi Thoroddsen rafvirkja og
búsett í Reykjavík.
Árið 1911 byrjuðu þau búskap
á Heydalsá þar sem þau bjuggu
til 1921 er þau fóru að Trölla
tungu er Halldóra móðir Jóns
lézt og faðir hans hætti búskap.
Þar voru þau tii ársins 1929
að þau fluttust til Hólmavikur.
Hann hafði fengið fótarmein, er
leiddi til þess að taka varð
fótinn um öklann. Þetta áfall
dæmdi hann úr leik bóndans.
Brugðu þau búi og fluttust til
Hólmavíkur, sem að framan get
ur og vann hann á skrifstofu
Kaupfélags Steingrímsfjarðar.
Jón hafði gegnt mörgum opin-
berum störfum þau ár er hann
dvaldist í Kirkjubólshreppi. —
Gjaldkeri sparisjóðs Fells- og
Kirkjubólshrepps mun hann
hafa orðið 1913 og því gegndi
hann til 1946 að hann fluttist úr
héraðinu. Á kreppuárunum, er
peningastofnanir urðu fyrir á-
föllum hafði Jóni tekizt að
fleyta stofnuninni áfallalaust og
hafa þar verið að verki hygg-
indi og samningahæfileikar. Öll
störf Jóns einkenndust af reglu
semi og velvirkni. Það þótti því
hverju óleystu verkefni komið í
góðar hendur, er Jón tók það til
úrlausnar.
Eftir að Jón varð að hætta bú
skap vann hann á skrifstofum á
Hólmavík hjá Riis-verzlun og
síðar Kaupfélaginu. Árið 1946
yfirgáfu þau heimabyggð sína og
fluttust til Reykjavíkur með því
að börn þeirra höfðu flutzt þang
að. Halldóra er stundað hafði
nám við Verzlunarsk. fsl., hafði
stofnað sitt eigið heimili og feng
ið sér gott og hentugt starf.
Björn er dvalið hafði með fjöl
skyldu sína á Hólmavík, hugðist
hagnýta sér þá fjölþættu at-
vinnugreinar, er voru að skap-
ast í Reykjavík.
Jón mun hafa unnið fyrstu
árin hjá bifreiðafyrirtæki Stein-
dórs og síðari árin hjá verk-
smiðjunni Coca-Cola, þar vann
hann þar til þraut, fyrir rúmu
einu ári að hann varð að fara
á sjúkrahús. Þar dvaldist hann
nokkra mánuði, en fór þá heim
til Björns sonar sins og konu
hans. Þangað var og Matthildur
komin svo þau fengu að dvelja
saman sem kyrrlátust á áhyggju
lausu ævikvöldi, — Hafði þá
samfylgd þeirra verið í 60 ár og
8 mánuði.
Nú eru þáttaskil, horfinn er
traustur, ástríkur lífsförunautur,
faðir, tengdafaðir, afi, samferða
maður og félagi. Vér drúpum
höfði. Yfir minningunum er
bjart og trúin brúar bilið til
meira Ijóss og starfs.
Einhver spekingur hefur mót
að hugsun sína ' í eftirfarandi,
sem ég vil gjöra að mínum
kveðjuorðum. Þar sem góðir
menn fara, eru guðs vegir.
Guðbr, Benediktsson.
Kappreiðar Gusts:
Fjölbreytt keppni