Morgunblaðið - 04.06.1971, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNl 1971
Jeanne Judson:
NAN
líiáii
c
c
c
c
c
oooooo ooooo
24
c
c
c
c
oooooo ooooo c
að næst sleppur hann ekki eins
vel.
T Joyd Llewellyn var kominn
á undan henni í skrifstofuna á
fimmtudagsmorgun. Hann stóð
með minnisblaðið,. sem hún hafði
samið fyrir hann og horfði á
það með áhyggjusvip.
- Ég vona, að þér hafið tek-
ið símanúmer allra þessara
manna.
Já, það þef ég. Og ég tók
fram, að ekki væri hægt að lofa
þessum viðtölum ákveðið.
Þá er ég hræddur um, að
þér verðið að hringja i þá og
stinga upp á morgundeginum,
þvi að í dag hef ég ekki mín-
útu aflögu fyrir neinn.
Hann leit ekki út eins og mað
ur, sem hefur notið langrar helg-
arhvíldar. Kannski hafði hann
tekið golfið of geyst. Hún tók tii
við símann, og enda pótt
tveir mannanna færu eitthvað
að nöldra út af þessum drætti,
þá tókst henni að róa þá alla,
svona nokkurn veginn. En um
leið heyrði hún til Llewellyns,
sem var önnum kafinn við hinn
símann. Þegar hann hætti, sagði
hún honum, að sér hefði orðið
vel ágengt að fá viðtölunum
frestað.
— Lentuð þér í nokkrum
vandræðum meðan ég var í
burtu? spurði hann.
Nei, það gekk ailt eins og
í sögu. Var gaman í fríinu?
— Fríinu, þó þó! Ég var í
Texas að róa einn umboðs-
manninn okkar, og svo var fyr-
ir að þakka vinnunni og hitan-
um og gestrisninni í Texas, þá
fékk ég ekki mikið frí.
— Klukkan varð fjögur, án
þess að þau gætu hugsað um
annað en verkið sem sinna
þurfti tafarlaust. En þá var
hringt í símann og það var til
hennar. Þetta var Tim Evans.
Ef ég bíð fyrir utan hlið-
ið klukkan fimm, heldurðu þá,
að þú getir ekið heim með mér,
án þess að þurfa að bíta fimm
aðra menn af? Röddin var glað-
leg og hressileg. Og hún var
enn svo kvíðin út af tiltektum
Andy MoCarthy, að hún svaraði
óþarflega feginsamlega.
Já, biessaður komdu. Ég
skal hafa auga með þér. Ef
Timothy Evans skyti henni
heim, þyrfti hún ekki að óttast
neitt, sem Andy hefði í hyggju
til að hrelia hana.
En þá var aftur hringt og
óþekkt rödd talaði, lágt og
næstum hvíslandi: — Hvernig
væri að hafa stefnumót, elskan?
Þú ert hvort sem er á stefnu-
mótum við aila í borginni . . . En
áður en hún gæti áttað sig kom
svo á eftir runa af skammaryrð
um og ósvífni, svo að hún fékk
skjál'fta.
Það voru tvær stúlkur við
skiptiborðið, og hún vonaði, að
báðar hefðu of mikið að gera til
Reglusomur muður óskust
Óskum eftir að ráða mann til útkeyrslu og almennra
skrifstofustarfa.
Upplýsingar á skrifstofu vorri að Suðurandsbraut 6.
Þ. Þorgrímsson og Co.
Ný rakarastofa
Opna nýja rakarastoí'u í dag að
Grensásvegi 50.
Guðmundur Ilólmkelsson,
hárskerameistari.
þess að hlusta. Og enginn ann
ar hafði heyrt þetta. Ef hún
beiddi stúlkurnar að gefa ekk-
ert samband til hennar, án þess
að vita hver væri að hringja
. . . væri nokkurt gagn í því?
Alltaf var hægt að gefa upp til
búið nafn. Hún kunni engin ráð
við þessu. Hún vissi vel, að
þetta var Andy McCarthy, en
gat hins vegar ekki lagt eið út
á það. Og að fara til Greg
Clayton með þessa viðbjóðslegu
sögu var óhugsandi. Færi hún
að segja móður sinni frá þessu,
mundi hún samstundis segja
Phil frænda það. Og hvernig
sem hann snerist við þessu,
hlaut það alltaf að berast út. En
hún skammaðist sín fyrir að láta
nokkurn mann heyra það.
Hún varð því harla fegin er
hún sá svarta hárið á Timothy
Evans stingast út úr læknabíln-
um. Hann var svo öruggur og
einbeittur. Hann hratt upp hurð
inni og leit á hana. - Hvað er
að? Þú látur út eins og þú haf-
ir séð draug!
Hún svaraði engu en hneig
niður í sætið við hliðina á hon-
um, því að nú var henni óhætt
i bili. Sterklegu hendurnar á
stýrinu voru henni tákn örygg-
is.
— Ég vona, að þú sért ekki
enn að gera þér rellu út af þess
um McCarthy? Carmody dómari
sagði mér af þessum tiltektum
hans við þig, og hvernig hann
stöðvaði þær.
Hann hafði snúið bílnum og
var nú kominn á heimleið.
Hann iagði arminn um herðar
hennar, ekki þó eins og unnusti
heldur eins og bróðir og góður
vinur.
—• Segðu miór frá þessu, hvað
sem það hefur verið.
Og hún sagði honum alla sög-
una áðttr en hún fengi svigrúm
til að hugsa sig um. En þú
verður að lofa mér að segja
það hvorki mömmu né Phii
frænda. Þú verður að lofa því.
Ég hefði alls ekki átt að vera
að segja þér það.
Það var hörkusvipur á and-
liti hans og hann svaraði ekki
alveg strax.
— Ég skal ekki segja Mary
frá því. Ég vil ekki angra hana
fremur en þú vilt það. Ég er
ekki eins viss um dómarann.
Þetta sem þú hefur orðið fyrir,
er ekkert óvenjulegt. Þetta er
plága, sem hvert Iögreglulið í
öllum ríkjunum á við að stríða.
Venjulega eru þessar símahring
ingar nafnlausar og frá geð-
veiku fólki. Það velur sér bara
kvenmannsnafn af handahófi úr
símaskránni. Svo er þetta kært,
en reynist bara ómögulegt að
hafa úppi á sökudólgnum. En
hér er öðru máli að gegna.
Andy MeCarthy er enginn brjál
æðingur. Hann ber bara haturs
hug til þín og við vitum hver
hann er. Við getum ekkert sann
að, en við getum fylgt málinu
eftir og lögreglan gefur haft
auga með honum og staðið hann
að verki. Ég veit að þú vilt
ekki fara að gera neitt uppi-
stand, en þetta má ekki svo til
ganga. Ég er hræddur um, að
ég verði að segja honum Car-
modv dómara frá því.
Æ, blessaður farðu ekki
að segja honum frá því. Þetta
kemur vonandi ekki fyrir aftur.
Þú veizt ósköp vel sjálf,
að það kemur fyrir aftur
þangað til tekið verður í
hnakkadrambið á honum. Jæja,
gott og vel, ég skal þá ekki
vissu sína
Ilrút urinn, 21. niarz — 19. apríl.
Royndu að halda þig við venjulogar aðferðir framan af.
Nautíð, 20. april — 20. maí.
Reynsla þín kemur að góðu haldi í dag.
Tvíburarnir, 21. mal — 20. júni.
Þér finnst forvitni leiðinleg, en þörf fólks til að fá að vita
skiljanleg.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Ef þú ert uppstökkur, er ekki að undra, þótt þér þyki í dag.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
I*ú verður að standa á eigin fótum og taka ákvarðanir þínar.
Meyjar, 23. ágúst — 22. september.
Orð þín og gerðir skera úr um álit fólks á þér.
Vogin, 23. september — 22. október.
Gerðu ráð fyrir velgengni og góðum samböndum í dag.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Uppbygging verður að fara fram af nákvæmni.
BoKinaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Reyndu að eiga sem minnst undir vélum og efnasamsetningum.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Nú verðurðu að nota þolinniæðina og mikla fyrirhyggju, því
að áfrom þín og annarra eru ósvipuð.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Reynsla þín kemur að góðu haldi núna, og taktu ákvarðanir fram
í tímann.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.'
Ef þú lendir í hringrás atvikanna, skaltu muna
ur á fjörur þínar.
segja dómaranum frá því —
heldur fást við það sjálfur.
Svipurinn á honum var svo
harður og augun svo leiftrandi
og hainditak hans á hendi hennar
svo huggandi, að henni fannst
öll þessi vandræði væru þegar
úr sögunni.
— Hugsaðu ekki um það
meira, sagði hann. — Ég skal
sjá um að það endurtaki sig
ekki.
Hann gekk svo með henni inn
og Mary fagnaði honum eins og
kærum vini og bauð honum í
kvöldverð.
Ég veit það, en ég má bara
víst, hvað við fáum að borða, en
hvað sem það verður, þá verður
það að minnsta kosti skárra en
á matsöluhúsi, sagði hún með
drýgindum, sem hún vissi ekki
einu sinni af sjálf.
—• Ég veit það, en éb má bara
ekki tefja núna. Má ég koma aft-
ur ef þið borðið ekki fyrr en
klukkan sjö? Ég þarf að fara í
eina vitjun enn.
-— Ágætt. Við borðum sjaldn-
ast fyrr en klukkan sjö.
Nancy grunaði að þessi
vitjun hans væri ekki til sjúkl-
ings heldur ætlaði hann að leita
að Andy McCarthy. Hún gat
séð fyrir sér dökka glottandi
andlitið og heyrt þessa and-
styggilegu hvíslandi rödd. Hún
vissi, að Tim mundi finna hann,
en hún vildi helzt ekki gera sér
í hugarlund, hvernig sá fundur
þeirra yrði.
— Þú lítur þreytulega út,
Nan. Ég vona, að þú þrælir
ekki allt of mikið eða takir
skyldur þinar of alvarlega.
Nú er fríið mitt ákveðið tvær
fyrstu vikurnar af september og
ég ætla að taka boði Phils og
fara i Tjarnarhúsið. Bara þú
gætir komið með mér.
— Ég er ekki búin að vera
þarna nógu lengi til þess að eiga
rétt á neinu fríi, en eins og ég
sagði þér, get ég komið um
helgi.
Tjarnarhúsið er nú ekkert sér-
lega upplifgandi, en það er ró-
SNIÐFRA
Simplicity
Samkeppni
um Bernhöftstorfuna
Ákveðið hefur verið, vegna tiimæla þátttak-
enda, að fresta skiladegi til 20. júlí nk.
Arkitektafélag íslands