Morgunblaðið - 10.06.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1971, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIf), FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1971 X I N eskaupstaður; „Allir geta rifið sig áfram, ef áhuginn er fyrir hendi66 í hreindýrunum býr tign fjallanna. En Steypustöðin hérna stóð sig „ÞAÐ er ekki alltaf hlaupandi hér yfir Oddsskarðið," sagði Jó- hann Klausen, sveitarstjóri á Eskifirði. En sem ég- ek á skarð- ið, er allt í sómaniun og það er tign fjallanna í hreindýrunum, sem verða á vegi mínum. Áður en ég veit af, er ég kominn í skarðið og yíir til Norðfjarðar. SVO MEGA MENN BÖLVA LlFSKJÖEUNUM FYRIR MÉR Gylfi Gunnarsson er hressilegur maður um þrítugt. Fas hans ber með sér, að hann er vanur að láta hlutina ganga í kring um sig, enda þurfti talsverðan elt- ingarleik til að hafa uppi á hon- um. „Þú getur reynt niður í bátastöð." Nýfarinn þaðan. „Kannski er hann á bílaverk- stœðinu." Ekki þar. „Þá hlýtur hann að vera á rafmagnsverk- stæðinu." Um kvöldið næ ég tali af honum heima. Gylfi Gunnarsson er fram- kvæmdastjóri. „Titillinn skiptir mig litlu rnáli," segir hann. „En fyrirtækin þurfa sennilega fram- kvæmdastjóra.“ Og fyrirtækin eru: Bátastöð Gylfa Gunnarsson ar, bílaverkstæði, rafmagnsverk- stæðið Rafbylgja hf., steypusal- an og útgerðarfélagið Gylfi hf. „Já, ég brá mér suður í vetur," segir hann, „með nokkrum góð- um mönnum og við keyptum eitt stykki bát — Margréti SI 4, 250 tonn.“ Bara þetta: „Keyptum eitt stykki bát.“ „Ég var Mjófirðingur fram yí- ir fermingu," segir Gylfi. „Þá fluttist ég hingað og gerðist sjó- maður. En ég gafst upp á sjón- um vegna sjóveiki. Hún djöflaði mér niður svo það var ekki um annað að ræða en drifa sig i land. 1 þrjú ár vann ég svo í fiski i landi og ég hef nú stund- um vitnað til þess núna, þegar kallarnir minir sofa yfir sig, að aðeins einu sinni henti það mig í fiskinum að sofa yfir mig.“ „Kallarnir mínir“ eru gegnum sneitt 15—20 manns allt árið. „Svo fór ég að keyra vörubíl," heldur Gylfi áfram. „Og hafði það að aðalatvinnu út 1965, að ég stofnaði Steypustöðina. Reyndar setti ég svo upp dótturfyrirtæki á Seyðisfirði 1967, en það datt upp fyrir vegna verkefnaskorts. og einhvern veginn hefur svo hitt bætzt við.“ En hvort voru einhverjir erfið- leikar í uppdriftinni? „Það var auðvelt að drifa sig upp, þegar drekkhlaðnir síldar- bátar sigldu hér inn á klukku- tíma fresti,“ segir Gylfi. „Þá henti, að menn gistu ekki rúm sitt svo vikum skipti. Og sildin spýtti krafti í allt mögulegt. Það var eiginlega bara að fara af stað með hlutina." En svo hvarf nú síldin. „Já. Og þá varð samdráttur. Menn ultu hver um annan þveran á haus- inn, þar sem miklar f járfestingar urðu mönnum ofviða. Hins vegar skyldi enginn lá þeim mönnum, að sildarspennan ýtti undir þá. Þetta var jú gullöld og átti að vera lengi. Og við Austfirðing- ar vorum ekki einir um spekúla- sjónirnar. Þær gerjuðu um allt land.“ Skyldi nú ekki vera erfiðara að drífa sig áfram með engri síld? „Ég veit ekki,“ segir Gylfi. „Ég held, að allir geti rifið sig áfram á svona stað, ef raunverulegur áhugi er fyrir hendi. Ég hef nú oft vitnað til þess, hvernig var að stofna til heimilis í tíð for- eldra okkar og beðið menn að bera þær aðstæður saman við það, sem nú er. Svo mega menn bölva lífskjörunum fyrir mér. Ég hef engan tima tii að standa í svoleiðis.“ Er þetta þá allt dans á rósum, eða hvað? „Menn verða auðvitað að nenna að nota sig,“ segir i ( Gylfi. „Hins vegar má koma inn á það, að í sjávarplássum er allt- af erfitt að reka iðnfyrirtæki. Sjórinn er sveiflóttur. Það getur komið svo góður mánuður til sjávarins að hann tæli starfs- krafta frá iðnaðinum í landi. Annars vil ég nú ekki, að þetta rabb okkar lýsi mér sem ein- hverjum undrakarli. Sannleikur- inn er sá, að ég festi mitt fé að- allega í atvinnutækjum, sem ekki voru bundin síldinni, nema óbeint í gegnum framkvæmdir, sem hún hleypti lífi í. Þessum tækjum mínum kom ég svo í at- vinnu annars staðar, þegar síldin hvarf okkur, og með því flaut ég ofan á. Nú er svo aftur nóg að gera. Mér finnst aldrei ganga nóg undan svona á vorin. Það hleypur einhver galsi í mann.“ Og Gylfi hlær og slær út hönd- unum. En enn er eitt óupptalið. Hús- byggingar. „Það var geysimikið byggt hérna á síldarárunum," segir Gylfi, „bæði íbúðarhús og húsnæði til atvinnurekstrar. Svo datt allt niður, en smávottur kom i fyrra og í sumar verður aftur mikið byggt; ibúðarhús, viðbygging við barnaskólann og sex íbúða verkamannabústaðir. En þó mikið sé byggt, stendur ekkert við Það má segja, að það standi Neskaupstað nú fyrir þrifum að geta ekki tekið al- mennilega á móti nýju fólki. Ég byrjaði svona af rælni að byggja tvö ibúðarhús í fyrra, því mér fannst vanta hús, en ein- hvern veginn var eins og menn hefðu sig ekki upp í það að byggja. Og viti menn! Húsin seldust eins og skot. Og ég hef fullan hug á að byggja eitthvað i sumar, þvi okkur vantar til dæmis alveg gott leiguhúsnæði fyrir fólk, sem staldrar hér við til að athuga, hvort það finnur hér viðunandi lifsskilyrði." Gylfi Gunnarsson ætlar þá ekki að yfirgefa Neskaupstað í bráð? „Nei. Mér fannst nógu erfitt að grenja mig burt úr Mjóafirði á sínum tíma,“ svarar hann. „Kannski myndi ég ekki gráta núna, en eins og allt er í pottinn búið, yrði mér ekki sárs- aukalaust að flytja. Eiginlega er þetta nú það eina, sem ég geí mér engan tima til að hugleiða.“ Og þar með sló Gylfi botninn í> samtal okkar. NÓG AÐ GERA, EN AUKA- VINNA LlKA NAUÐSYNLEG Það hefur gránað niður í miðj- ar hlíðar, þegar ég vakna að morgni í Neskaupstað. Og þegar út kemur, er slydda. Að kíkja upp í Oddsskarð þýðir ekki neitt. Þess vegna fer ég niður í dráttar- brautina. Hjá dráttarbrautinni hf. eru þeir að smíða fyrsta stálbátinn — 70 tonn, fyrir menn á Eski- firði. Þeir eru langt komnir með að byrða bátinn. „Við höfum haft nóg að gera síðustu tvö árin,“ segir Reynir Zoega, verkstjóri, „og eiginlega meira en nóg, þvi við höf- um ekki getað annað öllum verk- efnum, sem í boði hafa verið, né Gylfi Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.