Morgunblaðið - 10.06.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNl 1971 Sauðárkrókur: Það var liráslagalefft seinast í maí, þegar fréttamaður Mbl tók þessa mynd af Haraldi Áma syni niðri við höfnina á Sauðárkróki, en von var á Hegranesinu inn með afla. Iðnaður - útgerð - byggingar Forseti bœjarstjórnar á Sauð- árkróki minntist á það í viðtali við fréttamann Mbl. hve mikil lyftistöng tvö ný iðnfyrirtæki, Sokkaverksmiðjan og Sútunar- verksmiðj an, væru staðruum. Einnig á þá bót sem varð I út- gerðarmálum við komu skuttog- arans Hegraness. Og enmfremur á geysimiklar byggingarfram- kvæmdir á staðnum. Með þetta í huga lagði fréttamður Mbl. þvi af stað í göngu um bæinn I leit að nánari fréttum af atvinnu- lífi. Hefja smíði á 25 íbúðum Góða stund var búið að aka milli nýbygginga, þegar við kom um loks auga á bifreið Björns Guðnasonar framkvæmdastjóra byggingarfyrirtækisins Hlyns h.f. fyrir utan , læknisbústaðinn. Þar var hann sjálfur að ljúka einhverjum lagfæringum, en fyr irtæki hans hafði byggt þetta fallega hús. Byggingarfyrirtæk- ið Hlynur hefur verið mjög um- svifamikið á undanförnum árum, m.a. unnið að skólabyggingu, reist hið inýja bókihlöðu- hús, unnið við sundlaugina og er með fjölda íbúðarhúsa í bygg ingu. — Já, við erum með óvenju- mikið í takiinu núna, liklegast um 30 íbúðir í allt, sagði Bjöm. Við vorum einmitt að gera samn ing um byggingu á 12 íbúða verkamannabústað, sem við tók- um i samvinnu við trésmiðjuna Borg. Það verk er þvl rétt að hefjast. En jafnframt erum við að byrja á 8 íbúða sambýlis- húsi, sem er seinni helmingurinn af íbúðarblokk, og á að vera búin fyrir haustið. í fyrri helm ing hússins önnuðumst við inn- réttingar, vorum að gera með það tilraunir. Þá höfum við i gangi 4 einbýlishús í Golan- hæðum, sem kallað er. Við erum sem sagt að hef ja smíði á 25 íbúð um núna. — Þið hljótið að vera með marga í vinnu. Hvemig gengur að fá mannskap i byggingar- vinnu hér? — Við erum með um 40 manns í vinnu, þar af 12-15 trésmiði. En trésmiði vantar aHltaf. Svo mikill skortur er á mannskap að maður verður að hafna verkefn um þess vegna. Nú kemur að vísu eitthvað af skólafólki. En það byrjar bara svo selnt, ekki fyrr en um miðjan júní og hættir svo um miðjan september. En þetta fólk þarf að fá vinnu. — Hvað hefur ykkar fyir- irtæki starfað lengi? — Hlutafélagið Hlynur var stofnsett sem trésmíðaverkstæði árið 1954 og varð byggingarfé- lag árið 1964, eftir að við vor- um famir að taka að okkur byggingar. Við erum 5 saman um það. Ennþá erum við tveir við þetta af þeim sem byrjuðu en hinn er nú að hætta. Siðar komu þrír aðrir inn L — Og þið eruð búnir að gera mikið á undanförnum árum. — Já, það má segja það, velt- an nærri tvöfaldaðist t.d. á s.l. ári En alitaf vantar peninga. Það var dálítið erfitt hjá okkur, þegar við í fyrra fórum út í að byggja fyrir eigin réikning sam- bygginguna og treystum á hús- næðismálastjómarlánin, sem svo dróst að fá borguð fram í febr- úar og það jók kostnaðinn Við seldum íbúðimar fyrir ákveðið verð, og þær hækkuðu ekkert þrátt fyrir kauphækkanir á byggingartímanum. Það er ekki hægt að standa í svoleiðis þvælu. Við seldum 82 ferm íbúðir fyrir 700 þús. kr. tilbún- ar undir tréverk eða eiginlega lengra komnar og allt frágeng- ið að utan. íbúðimar hækka þó núna í seinna húsinu. — Þið byggðuð Bókhlöðuna og eitthvað fleira af slíkum byggingum, var það ekki. — Jú, við erum ða ljúka Bók hlöðunni, sem er 400 ferm hús, með kjallara undir 3/5 hlutum þess. — Eins vorum við með 400 ferm viðbótarbyggingu við skólann í fyrra, og áður fyTri áfanga byggingarinnar, sem er rúmir 6000 teningsmetrar. En síðan í fyrrahaust hefur ekkert verið unnið þar vegna peninga- ieysis. Nú, og við steyptum upp bæði húsnæði Sútunarverksmiðj unnar og Sokkaverksmiðjunnar. En þessi fyrirtæki urðu ásamt aukinni útgerð til þess að setja hlutina í gang hér, svo fólkinu fjölgar og þörf er fyrir meiri byggingar. Fólk er alltaf að flytja hingað. 1 fyrra fjölg- aði um einum minna en í Reyíkja vik, íbúum hér fjölgaði um 87 manns. 100 þús- und gærur sútaðar Sútunarverksmiðjan Loðskinn er til húsa skammt frá og því litum við þar inn næst og hittum framkvæmdastjórann Þráin Þorvaidsson. Sútunarverksmiðjan tók til starfa á miðju ári 1970, en fram að þeim tíma hafði engin sútun verið á Sauðárkróki. Nú voru keyptar inn 100 þúsund gærur við haustslátrun og verður lok ið við að súta þær í júlílok. Enn þá eru ýmisleg verkefni eftir, eins og að vinna gærur þær, sem lagðar hafa verið til hliðar o.fl. að þvi er Þráinn segir. En gær- urnar eru allar unnar fyrir er- lendan markað, og fara mest til Ameríku og EFTA-landanna. En gærurnar voru keyptar úr héraðinu, frá Siglufirði, Haga nesvík, Hofsósi, Sauðárkróki og Hvammstanga og svo nokk- uð af Suðurlandi. — Við höfum aðeins verið með loðsútun ennþá, segir Þráinn. En síðar er ætlunin að fara út í flóknari vinnslu og fá bæði mokkaskinn og pelsaskinn, þannig að loðskinnaframleiðslan verði eftir nokkur ár aðeins hluti af framleiðslunni hér. Til að fá sem mest út úr gærunum, þarf helzt að hafa fjölbreyttari vinnsluaðferðir, þvi ekki er hægt að nota allar gærur í eina tegund. Ennþá er hluti af gær- um okkar seldur sem hálfunnin vara. Það flokkast úr hráefninu, 1 prjónasal Sokkaverksmiðjunnar á Sauðárkróki. Ragnar Sig- fússon, verkstjóri til vinstrl. Björn Guðnason, framkvæmdastjóri byggingarfélagsins Hlyns á tröppunum á nýja læknabiistaðnum, þar sem hann var að vinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.