Morgunblaðið - 10.06.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.06.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAiMÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNt 1971 17 i því mikið vantar á að féð sé hreinræktað, þannig að ékki séu í skinnunum illhærur o.fl. Allir, sem að þessum málum vinna, telja að hráefnið þurfi að verða betra. f>ess vegna eiga ræktunartilraunir þær, sem Stefán Aðalsteinsson hefur haft með höndum, áreiðanlega eftir að borga sig vel fyrir iðnaðinn I framtíðinni. En ekki er hægt að ætlast til að bændur rjúki upp og rækti fé sitt, ef það gef- ur ekkert í aðra hönd. Ég tel að kaupa þurfi gærurnar flokk- aðar og greiða misvel fyrir flokkana. Og auðvitað get- um við greitt hærra fyrir land- búnaðarvörur, ef varan er betri. En það bætir líka úr, ef í sút- unarverksmiðjunni eru fram- leiddar allar tegundir, teppa- skinn, pelsaskinn og mokka- skinn. f>á nýtast skinnin betur. Síðasta handtakið. Sokkarnir saumaðir sanian i sokkabuxur. í teppaskinn þarf ullin að vera falleg og góð, en í mokkaskinn- in er það holdrosinn, sem mestu máli, skiptir. Við göngum um verksmiðjuna, þar sem gærurnar eru að koma úr verkun, drifhvítar og loðn- ar. Gengið er frá þeim í plast- poka og svo í kassa. Þær eiga siðan ferð fyrir höndum, að verða til prýði á erlendum heim- ilum. Sokka- buxurnar gleymast ei f>að hefði einhvern tíma þótt tíðindum sæta að frá Sauðár- króki kæmu einhverjar sterk ustu nælonsokkabuxur, sem kvenfólk getur fengið á mark- aðinum — hvort sem leitað er innan Iands eða utan. Þegar við litum inn í Sokkabuxnaverk- smiðjuna á Sauðárkróki, þar sem uninar eru „Gleym mér ei“ sokkabuxur í nýjasta tízkulitn- um — dökkbrúnu, sagði verk- stjórinn, Ragnar Sigfússon okk- ur að ekki hefðist undan við framleiðsluna síðan byrjað var á þessum lit fyrir nokkrum vik- um. Framkvæmdastjórinn var ekki við, en Ragnar leyfði okk- ur góðfúslega að skoða okkur um í verksmiðjunni. Fyrir þá, sem ekki hafa oft komið í slíka verksmiðju, er mjög fróðlegt að sjá hve mikil sjálfvirkni er við framleiðslu á nælonsokkabuxum, enda mikið i vélar lagt. Um 60 prjónavélar prjóna sokkana sjálfvirkt, siðan Þr'áinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri í Sútunaverksmiðjunni ásamt verkstjórunmn Höskuldi Stefánssyni og Einari Halldórssyni fyrir framan grind með nýsútiiðum gærum. taka stúlkur við þeim og sauma fyrir tána, en sokkarnir snúast við í þar til gerðum plaststrokk um leið og þeir fara frá þeim. Nú fara þeir í litunina, þar sem þýzk sjálfvirk vél stjórnast af gataspjaldi og blandar litinn, velur timann sem sokkarnir eru í litun, mótar þá og þurrkar. Sokkarnir renna þannig á hring statífi inn í vélina og koma lit- aðir og þurrkaðir út aftur. Og loks fara þeir i aðra sauma- stofu, þar sem stúlkur sauma sokkana saman í sokkabuxur. Hvert par fer í gegnum skoðun áður en það er sent út og svo nákvæm er hún, að af 200 þús. sokkabuxum hefur aðeins kom- ið eitt par til baka — með saum- sprettu. Um 30 manns vinna í verksmiðjurani. Húsnæði hefur nýlega verið stækkað og tekið undir meira hús- næði fyrir saumastofur á neðri hæð. En á efri hæð eru stækkunarmöguleikar og ætlun- in að fara að nýta eitthvað af því. En framleiddar hafa verið upp í 15 þús. sokkabuxur á mánuði og seljast þær jafnóðum. Nú er mest eftirspum eftir þynnri tegundinni, 20 denier lykkju fyrir sumarið, segir Ragnar. Og dekkri litir eru vin- sælli. En aðstaða er til að geta strax blandað liti I samræmi við það sem markaðurinn krefsit. Þannig er ekki hætta á að safn ist birgðir af óseljanlegum lit- um. Og nú er stungið lukkuseðl- um í hvern sokkakassa, sem fer frá verksmiðjunni. I kassanum eru 150 pör og tveimur sokka- buxnapokum fylgir Iukkuseðill, sem heppinn kaupandi fyllir út með nafni sínu og heimilifangi og fær send 6 pör endurgjalds- laust til baka. Nókkuð margir miðar hafa komið og ver- ið afgreitt eftir þeim. Munaði um skut- togarann Haraldur Árnason hefur nú verið skipaður skólastjóri á Bændaskólanum á Hólum, þar sem hann var settur skólastjóri frá áramótum. En þegar við hitt um hann á Sauðárkróki áður en sú skipun kom tókum við hann tali sem stjórnarformann hjá Skildi h.f. og spurðum hann mest um útgerð og vinnslu sjáv- arafla. — í fyrra var mjög lítið hrá- efni hjá frystihúsunum hér, hóf Haraldur útskýringar sínar. En með tilkomu skuttogarans Hegra ness, sem kom i febrúarmánuði, hefur ástandið batnað mikið. 1 vetur vorú gerð út tvö skip, Drangey og Hegranes, eftir að það kom. Fryvstihúsin eru tvö, Skjöldur h.f. og Fiskiðjan h.f., sem er dótturfyrirtæki kaupfé- lagsins, og hefur vinna verið stopul i báðum húsunum — Stóðuð þið að þessum skipa kaupum að einhverju leyti? — í sambandi við kaupin á Hegranesi lögðum við 2 milljónir kr. sem hlutafé í Útgerðarfélag Skagfirðinga. Var jafnframt samkomulag milli Skjaldar og útgerðarfélagsins um að við fengjum til vinnslu helming af afla af báðum skip- um fyrirtækisins. Þannig styrkt um við okkar aðstöðu og telj- um að við höfum jafn- framt styrkt útgerðarfélagið. Þessi samstaða var nauðsynleg, því stjórnvöld vilja að samstaða sé milli samskonar fyrirtækja á stöðunum í stað þess að hver hokri í sínu horni og þannig fæst betri fyrirgreiðsla. — Hvernig var þá útkoman i frystihúsunum? — Þau fengu of lítinn fisk, en rekstursafkoma var þó furðu góð. Okkar sjónarmið hefur fyrst og fremst verið það, að reyna að halda frystihúsunum gangandi til að fá atvinnu fyrir bæjarfélagið. Hjá okkur eru á láunaskrá um 60 manns. Ætli 40—50 manns geti ekki unnið þarna í einu. Og yfirleitt hefur ekki verið skortur á mannskap, enda vinna þarna margar kon- ur. — Er um aðra útgerð að ræða en togveiðarnar? — Nokkrir smærri bátar hafa stundað dragnótaveiðar á sumr- in, en neta- eða linuútgerð er nær engin. Eiginlega er enginn fiskur hér i firðinum. Það verð- ur ekkert afgangs hjá þessari hálfri milljón fugla, sem eru I Drangey. Sagt er að hver fugl eti þyngd sína á dag og það er drjúgt. Hefur sumum þótt muna um það, síðan hætt var að veiða fuglinn. Áður voru oft teknir á fleka á annað hundrað þúsund fuglar á vorin, og matarforða- búrið í Drangey bjargaði iðu- lega, þegar litið var orðið um mat. — Er engin rækja eða humar hér? — Nei, rækja og humar eru óþekkt hér og sama er að segja um hörpudiskinn. Reyndar hef- ur lítið verið leitað og árangur verið litill. En grásleppuveiði hefur nokkuð verið stunduð héð an á vorin. 1 fyrra var raunar gerð tilraun til að fá flutta rækju hingað, en það tókst ekki. En sem sagt, það bætti mikið úr að fá skuttogarann hingað og hann hefur reynzt ágætlega. Hann á reyndar að landa hér i dag. — Svo við vendum okkar kvæði í kross. Þú varst settur skólastjóri á Hólum frá þvi skólastjórinn fór i frí um ára- mót. Hvernig gekk það? Hvað voru margir nemendur þar? — Þeir voru 42, 18 i yngri deild og 24 í eldri deild. Það gekk ágætlega, þeir náðu allir prófi. Þetta voru þægilegir pitt- ar að fást við, fannst mér og mér likaði ágætlega. — Þú varst búinn að kenna á Hólum, var það ekki? — Jú, þetta var þriðji vetur- inn minn og ég kenndi búfjár- ræktarfögin. Skólanum var sagt upp 2. maí og þá fórum við með búfræðingunum í ferð suð- ur á land. Við komum á Hvann- eyri, að Laugardælum, í Garð- yrkjuskólann á Reykjum og víð ar og höfðum mikið gagn af. Haraldur Ámason er frá Sjávarborg í Skagafirði, sonur Árna Daníelssonar og Hildar Björnsdóttur. Hann stundaði að loknu stúdentsprófi nám í bú- vísindum við tækniháskóla í Zurich og lauk þaðan prófi 1951. Starfaði hann sem bú- f járræktarráðunautur Búnaðar- sambands Skagafjarðar í 9 ár, en vann síðan að ýmsum störf- um, stofnaði verzlun, og fékkst við útgerð, eins og fyrr er sagt. Og nú er hann sem sagt orðinn skólastjóri á Hólum í Hjaltndal. Nýtt 8 íbtiða sambýlishús á Sauðárkróki, en Hlynur h.f. er að hefja framkvæmdir við seinni helming þess, eins og sést lengst til hægri. Sokkamir renna inn í litunarvélina, og koma út dökkir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.