Morgunblaðið - 10.06.1971, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.06.1971, Blaðsíða 6
6 MORGUNRLAÐrÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1971 „Ég held að íslandstaugin sé meðfæddu Spjallað við séra Valdimar J. Eylands „MKR w eifst í huga hversu glæsilejgt *tr á íslandi i dag og hversu framfarirnjir hafa verið niikJar og iindiirsamleg ar.“ Svo mælti séra Valdimar J. Eylands, fyrriim prestur Fyrstu I.útlierskn kirk.iiinnar í Winnipeg í viðtali við Morg- imblaðið í gær. Séra Valdimar og eigin- kona hans frú Lilja, eru'stödd hér á landi um þessar mund- ir í boði biskupsembættisins og Þjóðkirkjunnar, og mun hann flytja erindi hér á landi og prédika á nokkrum stöð- um. Valdimar flutti í gær fyr- irlestur í Háskóla Islands, sem hann nefndi „Sjónarmið sjö- tugs manns", þar sem hann túlkaði sjónarmið sín, byggð á lifsreynslu síðustu 70 ára. — Hvenær fluttuzt þér vest ur um haf? — Það var árið 1922, er ég var 21 árs að aldri. Ég var þá búinn að ljúka Gagnfræða prófi frá Akureyri og sat í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Ég hélt áfram námi, er til Kanada kom og lauk guðfræðiprófi 28 ára og tók sama ár prestvigsiu. Eft- ir það þjónaði ég sem prest- uir á ýmsum stöðum, unz ég varð prestur Fyrstu Lút- hersku Kirkjunnar árið 1938 og þeim söfnuði þjónaði ég þar til ég lét af embætti á sl. ári fyrir aldurs sakir, en ég varð 70 ára i marz sl. — Vilduð þér segja okkur eitthvað frá söfnuðinum? — Söfnuðurinn var stofn- aður árilð 1875 og hieldur þvi hátíðlegt aldarafmæli sitt eft- ir 4 ár. Safnaðarmeðlimir eru nú um 1500, þ.e.a.s. skráðir safnaðarmeðlimir, sem veita söfnuðinum stuðning, fjár- hagslega eða á annan hátt. Hér er um eins konar fríkirkju- söfnuð að ræða, þvi að hann fær engan ríkisstyrk. — Er þetta ísienzkur söfn- uður? — 1 upphafi var hann það, en eftir því sem timar hafa liðið hefur hann breytzt, að því leyti að nýtt fólk hefur komið inn í hemn í gegnum hjónabönd og önnur fjöl- skyldiutengsl. Að sjálfsögðu hefur einnig fólk úr söfnuð- inum á sama hátt. Gegnum árin hefur þetta svo þróazt og nú er kormið fólk af fjórðu kynslóð, þannig að vart er hægt að kalla söfnuðinn ís- lenzkan. Hitt er svo annað, að allir, sem í söfnuðinum eru eiga það sameiginlegt, að Séra Valdimar J. Eylands og frú l.ilja. þeir eru á einhvern hátt tengdir Islandi og unna því og íslenzkri arfleifð, og allir í safnaðarstjórninni eru af is- lenzkum ættum. — Er messað á islenzku? — Já, það er alltaf mess- að á íslenzku öðru hverju, en á hverjnm sunnudegi er messað á ensku. — Hve margir Islendingar, eða fólk af íslenzku bergi er búsett í Winmipeg? — Það er talið að þeir séu 10—15 þúsund, en íbúar borg- arinnar eru um 250 þúsund. — Hversu sterk er íslenzk- an meðal afkomendanna i Winnipeg? — Það verður nú að segj- ast, að hún er á undanhaldi, enda eðlileg þróun eftir því sem unga fólkinu fjölgar og við fjarlægjumst frumherj- ana. En þar með verður ekki sagt, að áhugi á Islandi sé á undanhaldi, heldur þvert á móti. Ég held að í fólki, sem er af íslenzku bergi brotið, sé meðfædd Islandstaug, sem er mjög sterk. Ég hef tekið eftir þessu meðal barnabarna minna, svo ég nefni dæmi. Þau eru íslenzk i aðra ættina, en það má ekki orðinu halla að Islandi, svo að þau séu ekki strax komin því til varn- ar. Sama hef ég einnig orðið var við meðal annarra barna og þetta er vissulega ánægju- legt. —• Hvar búið þið hjónin núna? — Við búum i Rugby í N- Dakóta og fluttumst þangað er ég lét af embætti. Sonur okkar, Jón Valdimar, er þar starfandi skurðlæknir. Rugby er í um 300 km fjarlægð frá Winnipeg. — Hvað er yður minnisstæð ast, er þér lítið yfir farinn veg? — Æska mín og uppeldi og föðurlandið. Ég hef alltaf verið rótgróinn Islendingur, þó að ég hafi búið lengi á erlendri grund. I dag, þegar ég er hér í heimsókn, grípur það allan huga minn hversu glæsilegt allt er hér, því að þetta er nýtt land miðað við mín uppvaxtarár. I fyrir- lestri mínum í háskólanum fjallaði ég um þessi mál og benti með dæmum á hina gíf- urlegu breytingu, sem orðið hefur á lifskjörum manna. Það er sem við höfum stokk- ið út úr frumstæðum lifnað- arháttum inn í undursam- lega tækniþróun. Ég fjallaði einnig um menningu Islands og vakti athygli á því, að ekk- ert land, sem er á svipaðri breiddargráðu, býr yfir ann- arri eins menningu og Island. — Ætlið þér að flytja fleiri erindi meðan á dvöl yðar stendur? — Ég flyt erindi á presta- stefnunni hér, sem hefst seinna í mánuðinum. Auk þess prédika ég við hátíöar- guðsþjónustu i Dómkirkj- unni 17. júní. Á Akureyri prédika ég 13. júni og 15. júní í Víðidalstungukirkju, en æskuslóðir mínar eru í Húna- vatnssýslu og kirkjan í heima byggð minni. — Þér hafið nóg fyrir stafni meðan á heimsókninni stend- ur. — Já, það má segja það og það er gott. Ég vil að lokum færa biskupinum, herra Sig- urbirni Einarssyni, hjartans þakkir fyrir að hafa stuðlað að þessu boði og fyrir þá gest- risni, sem við höfum notið á heimili hans, og einnig þakka ég innilega öllum, sem hafa sýnt okkur vináttu og hlýhug hér heima. KOSNINGAHÁTÍD I HAFNARFIRÐI Sjálfstœðismenn í Hafnarfirði efna til kosningahátíðar í SKIPHÓL nœstkomandi föstudagskvöld klukkan 21,00 GEIR ELÍN MATTHÍAS DAGSKRÁ: 1. ÁVÖRP FLYTJA: GEIR HALLGRlMSSON, varaform. Sjálfstæðisfl. ELÍN JÓSEPSDÓTTIR, frú, MATTHlAS Á. MATHIESEN, alþm. 2. SKEMMTIATRIÐI. 3. DANS. Aðgöngumiðar afhentir 1 kosningaskrifstofu Sjólfstæðisflokksins í Hafnarfirði og öðrum kosninga- skrifstofum í Reykjaneskjördæmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.