Morgunblaðið - 13.07.1971, Page 8
8
MORGUNBLAÐH), ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLt 1971
Sextugur í dag;
Ásgrímur Hart-
mannsson, bæjarstjóri
Góðvinur minn og náinn sam-
starfsmaður um tvo árabugi og
Jaifnframt einn af helztu for-
ustumönnum íslenzkra sveitar-
stjómarmála er sexbugur í dag.
Aisgrimur Hartmannsson, bæj-
arstjóri í Ólafsfirði, er Skagfirð
ingur að ætt, fæddur að Kolku-
ósi í Vi ö vik u rh rep p i 13. júlí
1911, sonur hjónanna Hart-
imanns Ásgrímssonar, sem var
kaupomaður þar, síðar bóndi,
oddviti og hreppstjóri, og konu
hans Kristinar Símonardótt-
dótbur. Ásgrimur er gagnfræð-
Sngur frá M.A. 1933, en tveim-
ur árum síðar fluttist hann til
Ólafsfjarðar og hefir átt þar
allla starfsævi síðan. Setti hann
þar á stofh verzlun 1935, en það
Jieið ekki á löngu, þar til verzl-
unin varð honum al gert auka-
starf, því að ekki liðu mörg ár
þar til Ólafsfirðingar kvöddu
hann til forusbuistarfa i byggð-
arlaginu. Var hann fyrst kjör-
inn í hreppsnefnd Ólafsfjarðar-
hrepps 1942 og komu skjótt 1
Ijós forustuhæfileikar hans og
lagni að leiða menn saman til
samstarfs.
Ólafsfirðdngum varð það ljóst
um þetta leyti, að það myndi
styrkja mjög framþróun byggð-
arlagsins, sem landfræðilega séð
var þá mjög einangrað frá öðr-
um byggðum Eyjafjarðar, ef
kauptúnið fengi kaupstaðarrétt-
índi. Var Ásgrímur í hópi þeirra,
sem fastast sóttu það mál. Hlaut
Ólafsfjörður kaupstaðarréttindi
1945, og var Ásgrímur kjörinn
bæjarstjóri 1946. Hefir hann
gegnt þvi forustustarfi æ ^an
við öruggt traust og vinsceldir
eigi aðeins póiitískra samherja
heldur einnig andstæðinga i
stjómmálum, sem viðurkennt
hafa hinn frábæra áhuga Ás
gríms að vinna jafnan kaup-
ALLTAF FJÖLCAK (VX/) VOLKSWAGCN
■
Volkswagen
varahlutir
tryggja
Volkswagen
gæði:
Örngg 99 sérhæfð
TÍðgerðaþjónasta
staðnum og íbúum hans allt það
gagn er hann mátti, enda hefir
hann ætíð verið boðinn og bú-
inn til að greiða götu bæjarbúa,
hver sem hiiut átti að máli.
Ásgrimur hefir nú gegnt
vandasömu og erilsömu sitarfi
bæjarstjóra lengur en nokkur
annar bæjarstjóri á Tslandi. Þ>ótt
nú sé bjart í lofti yfir því
byggðarlagi, sem hann hefir
unnið af frábærri trúmennsku
og kjarki, þá hefir á stundum
syrt svo að, að nærri lá, að fólk
ið missti kjarkimn, enda sýna
skýrsiur, að um nokkurra ára
bil voru meðaltekjur manna í ÖI
afsfirði lægri en í nokkrum öðr-
um kaupstað hér á landi. Þá
þurfti oft mikinn kjark og
þrautseigju forustumanna til að
leggja ekki árar í bát. Auðvit-
að réð mestu viljli fólksins
sjálfs til að þrauka og trú þess
á bjartari framtiíð og kjarkur
du'gmikiila útgerðarmanna og sjó
manna, sem börðust við erfiðar
aðstæður, en ég held þó að á
engam sé hallað þótt ég segi, að
eldmóður bæjarstjórans og
ódrepandi trú hans á framitíð
Ólafsfjarðarkaupstaðar hafi ráð-
ið úrslitum um það, að tókst að
sigrast á erfíðHeikunum, svo að
nú streymir fólkið að bænum,
ekki sízt brottfLuttir Ólafsfirð-
ingar, þvi að aimennt eiga Ólafs
firðingar mikfla átthagatryggð.
Nú er Ólafsfjörður í fremstu röð
íslenzkra kaupstaða um alhliða
framfarir.
Ég hefi ábt því láni að fagna
að mega eiga náið samstarf við
þennan kjarkmikla baráttu-
mann um rúmlega tveggja ára-
tuga skeið. Verður sú saga ekfki
rakin hér, en ég tel mig hafa
góða aðstöðu tifl þess að meta
hið mikfla starf hams fyrir Ólafs
fjörð og fóikið þar. Hefir það
tvímáelalaust verið mikið lán fyr
ir Ólafsfirðinga að eiga á erfið-
um timum svo óhvikúlan og
bjarbsýnan forustumann.
Ásgrímur hefir ekki takmark
að atíiafnasvið sitt við Ólafs-
fjörð heldur hefir hann á mörg-
um öðrum sviðum verið athafna
sámur að eflingu íslenzkra sveit
arfélaga. Hann hefir verið einn
aif forgöngumönnum og gegnt
formannsstarfi bæði í Fjórðungs
sambandi Norðlendinga, Sam-
tökum kaupstaða á Norðurlandi,
Vesturlandi og Austurlandi og
loks í stjóm hins endurreista
Fjórðungssambands Norður-
lands og jafnan látið þar mikið
að sér kveða. Hann er mikill
talsmaður sjáilifstæðis sveitarfé-
laganna og aukins valdsviðs
þeirra og jafnframt eindreginn
baráttumaður fyrir eflingu jafn
vægis í byggð laindsins. Hefir
hann m.a. átt sæti í stjórnskip-
aðri nefnd til að gera tilflögur
um staðsetningu opinberra
stofnana út um land. Er það
vissuflega ekki hans sök, þótt erf
iðlega sækist róðurinn á því
sviði.
Ásgrimur hefir ætið gert sér
Ijóst, að traust og fjölþætt at-
vinnulíf er undirstaða velmeg-
unar sérhvers byggðariags. Hef
ir hann því haft margvisleg af-
skipti, bæði sem bæjarstjóri og
persónuiega, af eflingu atvinnu
Mfs í Ólafsfirði. Yrði alltof langt
mál að rekja þá sögu, en hann
hefir eigi Síður gert sér grein
fyrir mikilvægi þess að rjúfa ein
angrun Ólafsfjarðar og tryiggja
heima fyrir fólkinu sem bezta
aðstöðu i félagsmálum og menn-
ingarmálum.
Ásgrimur Hariimannsson hefir
verið mtkílil gæfumaður í einka-
lífi sinu, eignazt frábæra eigin-
konu og mikimn hóp mannvæn-
legra barna. Hann gekk að eiga
Helgu Sigurðardótbur, verzflun-
armanns í Ólafsfirði, Jónssonar
árið 1937, og hefir hún í blíðu
og stríðu staðið sem klefctur við
hlið mann® síns, staðið af mikl-
um myndarskap fyrir stóru heim
ili og ætíð með brosi á vör tekið
á móti hinni miklu gestanauð,
sem jafnan hefir sótt á þetta
ágæta heimifli.
Á þessum tímamótum í lífi Ás-
grims, vinar míns, sendum við
hjónin honum og kionu hans og
börnum hjartanlegar hamingju-
óskir, þökkum margar sameigin
legar ánægjusbundir og óbrigð-
ufla vináttu. Vonandi mega Ólafs
firðingar enn lengi njóta hinna
miklu starfakrafa og hæfileika
Ásgríms Hartmannssonar og hin
fagra Ólafsfjarðarbyggð blómg-
ast svo á komandi bímum, sem ég
veit að ailur hans hugur sbend-
ur tffl. Magnús Jónsson.
Aukavinna
Vantar vanan kjötafgreiðslumann og stúlku við kvöld- og
helgarvinnu.
Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Aukavinna — 7139".
HEKLAhf.
Uvg*veg> 170—172 — Sim. 21240
Viðskiptafrœðingur
Nýútskrifaður viðskiptafræðingur óskar eftir starfi sem fyrst.
Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir laugardag
'17. júli merkfc: „7865".
2/a og 3 ja herb.
íbúðir, tifbúoar undir tréverk og
málrvingu. Ennfremur verzlunar-
pláss, hentugt fyrir fiiskbúð.
Uppl. gefnar í skrifstofunni.
33510
85650 35740.
r"—I
lEKNAVAL
Suðurlandsbrauf 10
■ = kÓ--T^ríj
FASTEIGNASALA SKÓLAVðRSUSTfG 12
SÍMAR 24647 & 25550
Raðhús
Raðhús á Seltjarnarnesi, 6 herb.,
innbyggður bílskúr.
Raðhús í Fossvogi, 7 herb.,
5 svefnberb., bílskúrsréttur.
Parhús
Parhús í Skólagerði, 5 h>erb.,
bílskúrsréttur, ræktuð lóð.
I smíðum
3ja herb. og 5 herb. hæðir og
raðhús í Kópavogii.
Fiskverkunarhús
Fiskverkunarhús í Þorlákshöfn
í smíðum.
Þorsteinn Júliusson hrl.
Helgi Úlafsson sölustj.
Kvöldsími 21155.
Til sölu
2ja herb. 2. hæð nálægt Land-
spítalanum, í góðu standi,
með sérhita og laus strax.
2ja herb. snotur nisíbúð við
Nökkvavog.
2ja herb. lítið einbýlishús á
skemmtrlegri byggingarióð við
Selásblett, Árbæjarhverfi.
Nýleg 1. hæð, séríbúð, með
tveimur 2ja herb. íbúðum í
við Nýbýlaveg, bíiskúr. Má
Bka hafa sem eina góða Ibúð.
5 herb. 3. hæð við Klapparstíg
hentar líka vel sem skrifstofu-
húsnæði eða fyrir lækninga-
stofur.
4ra herb. 1. hæð við Þónsgötu.
4ra herb. forskafað hús við
Skipasund.
Hörfum kaupendur að 2ja—6
herb. hæðum, einbýlishúsum
og raðhúsum með háum út-
borgunum.
Einar Sigurisson, hdl.
Ingólfsstraati 4.
Slmi 16767.
Kvöldsími 35993.
1 herb. og eldhús 1 kjallara vi3
Álflheima. Útb. kr. 300 þúsund.
3ja berb íbúS 4 3. hæ5 viS Felte-
rnúla. íbúSin er 1 stofa, 2 svefn-
herb. eldhús og baS. Falleg IbúS.
3ja herb. Ibúð á 7. hæS í lyftuhúst
við Ljósheima. íbúSin er 1 stofa,
2 svefnherb^ eldhús og bað.
Glæsilegt útsýnl.
4ra herb. íbúð við Þórsgötu. íbúðin
er 2 stofur, 1« svefnherb., eldhús og
bað, auk 1 herb. á fremri gangi
með snyrtingu.
Nýleg sérhæð á Seltjamarnesl.
Falleg Sbúð.
ÍBÚDA-
SALAN
GÍSLI ÓLAFSS.
ARNAR SIGURBSS.
INGÓLFSSTRÆTI
GEGNT
GAMLA BÍÓl
SÍMI 12180.
HEÍMASÍMAE
83074.
36349.
Raðhús í smíöum í Fossvogl, hú«i5
or tvær stofuir, húsbórKÍahertj.,
sjónvarpherb., 5 svefnherb., eldhús
og baö, gestasalerni, þvottahús og
geymolur.
Raöhi'is við Sólheimna, húsið er 2
stofur, 5 svefnherb., eldhús og bað,
innbyggður bílskúr.
Sérhæð, 140 fertn. ásamt bílskúr i
Laugarás, glæsilogt útsýni.
Hafnarfjörður, 4.ra herb. íbúð á 2.
hæð við Álfadkeið, íbúðin er 1
stofa, 3 svefnherb., eldhús og bað,
falleg íbúð. í búðin er iaus 1. ág.
SÍMAR 21150-21370
Til sölu
Einbýlíshús í SmáibúðaArverfi,
80x2 fm, auk Wfskúrs 50 fm
(verkstæði). Selst í skiptum
fyrir góða 5—6 herb. íbúð.
hatzt í aágrennínu.
Einstaklingsíbúðir
Glæsilegar einstaklingsibúðir.
45 fm, við Sótieima (kjaltara)
og Hraunbæ (á 1. hæð) sam-
þykkt íbúð.
2/0 herb. íbúðir
Nýjar og glæsiiegar við Hraun-
bæ og Rofabæ. Fallegt útsýni.
3/0 herb.
íbúðir við
(rabakka á 1. hæð um 86 fm.
glæsileg endaíbúð, innréttrng-
ar vantar að nokkru leyti.
Mariubakka á 1. hæð um 86 Sm.
glæsrleg íbúð, fullbúin undir
tréverk og málnrngu með sér-
þvottahúsi og fallegu útsýni.
4ra herb.
íbúðir við
Við Lyngbrekku í Kópavogi, 117
fm, glæsileg 5 ára með vönd-
uðum innrétingum, sérihta og
sérþvottahúsi. Bífskúrsréttur.
Hlunnavog, rishæð, um 100 fm
með sérþvottahúsi. Mjög góð
íbúð.
Lindargötu á 2. hæð, um 90 fm
í góðu timburhúsi. Stór eign-
arlóð. Skipta'möguteíki er á
2ja herb. rbúð. Góð kjör.
f Vesturbœnum
í Kópavogi 6 herb. glæsifeg
neðrihæð, 150 fm í 5 ára tví-
býlishúsi. Fallegt útsýni. AWt
sér. Verð 2,2 millj., útborgun
1200 þ. kr„ sem má skipta.
f Laugarásnum
Úrvals sérhæð, 110 fm, við
Vesturbrún, 50 fm svalir, 50
fm bílskúr, glæsitegt útsýni,
blóma og trjégarður. Nánarí
upplýsingar í skrifstofunni.
Verzlunar-
og iðnaðarhúsnæði, 200x2 fm,
i smíðum á mjög góðum stað
i Austurborginni. Ennfremur
fylgir byggingarréttur fyrir
iðnaðarhúsnæði, 560 fm, senru
getur til samkomulags orðið
fokhelt. Nánari uppl. og teikn-
'mgar i skrifstofunni.
fíom/ð og skoðið
AIMENNÁ
HLUSTAVERND
STURLAUGUR JONSSON & CO.
Vesturgö*u 16, Reykjavik.
Símar 13280 og 14680
HILMAR FOSS
Lögg. skjalþ. og dómt.
Hafnarstræti 11 - sími 14824.