Morgunblaðið - 13.07.1971, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLl 1971
11
Sextugur í dag:
Dr. phil. Halldór Hall-
dórsson, prófessor
ISLENDINGAR hafa löngum lát-
ið sér annt um móðurmál sitt.
Sumir hafa fengizt við það sem
visindalegt rannsóknarefni. Aðr-
ir hafa stuðlað að málvöndun og
málrækt. Fáum Islendingum
hefur tungan orðið jafnfarsælt
og giftudrjúgt viðfangsefni frá
báðum þessum meginsjónarmið-
um og prófessor Halldóri Hall-
dórssyni, sem er sextugur í dag.
Prófessor Halldór Halldórsson
er fæddur á Isafirði 13. júli 1911.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
vorið 1932. Hann lagði siðan
stund á íslenzk fræði við Háskóla
Islands, en kenndi þó með námi
á árunum 1932—36, m.a. við
Menntaskólann á Akureyri
1934—36. Lauk hann meistara-
prófi i íslenzkum fræðum 1938.
Doktorsprófi lauk hann frá
Háskóla íslands 1954. Hann var
kennari við Menntaskólann á Ak-
ureyri frá 1938 til 1951, er hann
var skipaður dósent i íslenzkri
málfræði við Háskóla íslands, en
prófessor var hann skipaður
1957.
Rannsóknastörf prófessors
Halldórs hafa einkum beinzt að
orðaforða íslenzkrar tungu og
sögu hans. Einkum hafa orðtök,
sem íslenzk tunga er svo auðug
af, orðið honum óþrjótandi við-
fangsefni. Fjallaði doktorsritgerð
hans um það efni, íslenzk orð-
töik, Drög að rannsókn á mynd-
hverfum orðtökum í íslenzku,
sem út kom 1954, en höfundur
hafði byrjað að vinna að þegar
að loknu háskólaprófi. Þegar í
háskólanámi hafði áhugi hans
raunar beinzt að skyldum við-
fangsefnum. Var meistaraprófs-
ritgerð hans merkingarfræðilegs
eðlis, en ári eftir að hann lauk
prófi, birti hann ritgerð á því
sviði, Um hluthvörf (Studia Is-
landica, 6. hefti, 1939).
I doktorsritgerðinni er fjallað
um rúmlega 800 orðtök, ferill
þeirra rannsakaður og orðtökin
skýrð, eftir þvi sem efni standa
til hverju sinni, auk þess sem
rækilega er rædd málvísindaleg
undirstaða rannsóknarinnar.
Næsta rit prófessors Halldórs
á þessu sviði var örlög orðanna
(Akureyri 1958), sem er safn
þátta um íslenzk orð og orðtök.
Var sú bók að nokkru reist á
þáttum, er hann hafði flutt í
Ríkisútvarpið 1952—54 eða birt i
blöðum og tímaritum, einkum
Samtíðinni og dagbl. Tímanum,
þar sem hann reit reglulega þátt-
inn Mál og menningu á árunum
1956—59.
Á árunum 1968 og 1969 gaf
prófessor Halldór síðan út Is-
lenzkt orðtsikasafn í tveimur
bindum (i ritröðinni Islenzkum
þjóðfræðum, útg. af Almenna
bókafélaginu). 1 riti þessu, sem
er uppsláttarrit hliðstætt sögu-
legri orðabók, er fjallað um
miklu fleiri orðtök en í doktors-
ritgerðinni, auk þess sem byggt
var á nýjum rannsóknarniður-
stöðum frá þvi fimmtán ára
tímabili, sem liðið var frá út-
komu doktorsritsins.
Þá hefur prófessor Halldór á
þessum árum ritað f jölda greina
um einstök orð og orðtök, og er
í þeim ritgerðum að jafnaði
rækilegri greinargerð fyrir rann-
sóknarniðurstöðum en unnt er að
hafa í yfirlitsritum. Meðal þess-
ara greina er;u: Að færa i fasta
(í Afmælisriti til próf. Alexand-
ers Jóhannessonar, 1953); Eins
og hvolpur innan í hvulvoð (í
Skírni 1954); Leggir og skautar
(í Nordælu, 1956); Hringtöfrar í
íslenzkum orðtökum (í Islenzkri
tungu 1960); Sitthvað um orðið
kvistur (í Islenzkri tungu 1963);
Hjarta drepr stall and some
other Icelandic metaphorical
phrases pertaining to the heart
and courage (í Islenzkri tungu
1965); Synd — An Old-Saxon
loanword (í Scientia Island-
ica 1968); Some Old Saxon
loanwords in Old Icelandic
poetry and their cultural back-
ground (í afmælisriti til Konst-
antins Reichardts, 1969); Nokkur
erlend viðskeyti í íslenzku og
frjósemi þeirra (i Einarsbók,
1969) ; Detenminimg the lending
language (í The Nordic Lang-
uages and Modem Linguistics,
1970) .
Vinnur prófessor Halldór
áfram að rannsóknum á þessu
sviði og mun eiga í fórum sínum
eða í undirbúningi ritgerðir um
ýmis orðfræðileg efni.
Nátengd þessum rannsóknum
eru störf prófessors Halldórs að
nýyrðasöfnun á vegum Mennta-
málaráðuneytisins og Orðabóka-
nefndar Háskólans og útgáfa
hans á 2.—4. bindi Nýyrða (2.
bindi. Sjómennska — landbúnað-
ur. 1954 ; 3. bindi. Landbúnaður.
1955; 4. bindi. Flug. 1956), svo
og ritstjórn hans á Tækniorða-
safni Sigurðar Guðmundssonar
(1959) og ritstjórn (ásamt dr.
Jakob Benediktssyni) á Viðbæti
við orðabók Sigfúsar Blöndals
(1963). Loks mun hann hafa bú-
ið til útgáfu á vegum Orðabókar-
nefndar og síðar Islenzkrar mál-
nefndar nýyrðasafn í hagfræði,
sem ekki hefur þó verið gefið út
enn.
Öll eru þessi rannsóknar- og
ritstörf prófessors Halldórs unn-
in af nákvæmni, glöggskygni og
gjörhygli, og eru þau veigamik-
ið framlag, ekki aðeins til sögu
íslenzkrar tungu, heldur og til
norrænna og germanskra málvis-
inda.
Eins og áður getur, hefur próf-
essor Halldór einnig látið mál-
vöndun og málrækt mjög til sin
taka. Hefur hann öðrum fremur
mótað stefnuna i þeim málum
á undanfömum áratugum og
haft meiri áhrif á þróun þeirra
mála en flestir aðrir, bæði með
kennslu sinni og ritstörfum.
Starfi hans á þessu sviði ber
gleggst vitni ritið Islenzk mál-
rækt, sem út kemur í dag undir
ritstjórn Baldurs Jónssonar,
lektors, og er safn greina, sem
prófessor Halldór hefur ritað um
þessi mál á hart nær þremur
áratugum.
Þriðji þátturinn i ritstörfum
prófessors Halldórs er útgáfa
kennslubóka af ýmsu tægi. Eru
þessar helztar; Stafsetningar-
reglur (Akureyri 1944, 2. útg.
Rvik 1952), Stafsetningarorða-
bók með skýringum (Akureyri
1947, endurútg. Rvik 1968), Is-
lenzk málfræði handa æðri skól-
um (Rvík 1950), Egluskýringar
(Akureyri 1950, endurútg. Rvik
1967), Kennslubók í setninga-
fræði og greinarmerkjasetningu
handa framhaldsskólum (Akur-
eyri 1955), Kennslubók í mál-
fræði handa framhaldsskólum
(Akureyri 1956).
Auk fræðilegra ritstarfa hefur
prófessor Halldór loks ritað
fjölda blaða- og tímaritsgreina
um ýmis málefni, sem ofarlega
hafa verið á baugi hverju sinni,
t.d. handritamálið.
Ásamt ritstörfum hefur próf-
essor Halldór gegnt umfangs-
miklum og tímafrekum ritstjórn-
arstörfum, m.a. við afmælisrit til
próf. Alexanders Jóhannessonar
(1953) og próf. Sigurðar Nordals
(1956) (í bæði skiptin ásamt öðr-
um) og við Þætti um íslenzkt
mál (1964), sem er safn útvarps-
fyrirlestra eftir nokkra íslenzka
málfræðinga. Átti hann þar
einnig tvo þætti sjálfur, sem birt-
ast í endurútgáfu í Islenkri mál-
rækt, sem áður var getið. Síðast
en ekki sízt hafði prófessor Hall-
dór á hendi ritstjórn Skírnis um
hartnær hálfan annan áratug.
Prófessor Halldór hefur starf-
að við þrjá háskóla erlendis, há-
Skólann í Lundi um eins árs
skeið (1959—60), University Coll-
ege í London (á haustmisseri
1967) og North-Carolina-háskól-
ann í Bandaríkjunum (á vor-
misseri 1970), auk þess sem hann
hefur flutt fyrirlestra við marga
aðra háskóla, bæði austan hafs
og vestan.
Auk embættisstarfa hefur
prófessor Halldór gegnt fjölda
ýmiss konar trúnaðarstarfa, átti
sæti í Stúdentaráði 1936—37, var
ýmist formaður eða varaformað-
ur Félags menntaskólakennara
um tiu ára skeið, formaður
skólamálanefndar 1958—59, í
götunafnanefndum Akureyrar
(1946—51) og Reykjavíkur (frá
1962), í mannanafnanefnd 1967—
71 og í ömefnanefnd. Hann á
sæti í stjórn Almenna bóka-
félagsins, hefur átt sæti í full-
trúaráði Hins íslenzka bók-
menntafélags, svo og stjórn Vis-
indafélags Islendinga og var for-
seti þess um þriggja ára skeið.
Hann átti frumkvæði að þvi, að
Islenzkri málnefnd var komið á
fót 1964 og með henni stofnað
til reglubundins samstarfs við
málræktarmenn á Norðurlönd-
um. Hann var formaður nefnd-
arinnar fyrstu misserin, og
gegndi hún mikilvægu hlutverki
undir forystu hans, meðan hann
átti sæti í henni.
Á vegum háskólans hefur próf-
essor Halidór gegnt fleiri trúnað-
arstörfum en svo, að þeirra sé
unnt að geta hér allra. Hann hef-
ur m.a. átt sæti í Orðabókar
nefnd (nú Orðabókarstjóm) sið
an 1960, hin síðustu ár sem for
maður, i stjórn Happdrættis Há
skólans um árabil, í stjórn Hand-
ritastofnunar Islands frá upphafi
(1962) og í háskólanefnd og fjöl-
mörgum öðrum nefndum, bæði
á vegum háskólaráðs og heim-
spekideildar. Hann hefur þriveg-
is verið kjörin forseti heimspeki-
deildar, og hefur komið í hans
hlut að hrinda í framkvæmd
ýmsum höfuðmálum deildarinn-
ar á síðastliðnum áratug. Þannig
hafði hann t.d. veg og vanda af
fyrstu framkvæmd á nýskipan
náms í „íslenzkum fræðum" við
deildina á árunum 1965—67, og
á síðastliðnu ári var hann for-
maður nefndar, sem vann að
framgangi tillagna deildarinnar
um rannsóknar- og kennslustofn-
Einir við deildina. Á hann meiri
þátt i þvi en nokkur annar, að
stofnanEihugmyndin, sem verið
hefur undirstöðunýjung í há-
skólastarfsemi í ýmsum ná-
grannalöndum vorum á undan-
förnum árum og áratugum, virð-
ist nú loks ná að festa rætur
hér. Standa vonir til, að reglu-
gerð sú um stofnanimar, sem
tók gildi hinn 15. júní sl., eigi eft-
ir að marka tímamót í sögu
deildarinnar.
1 öllum þessum stjórnsýslu-
störfum hefur prófessor Halldór
verið einstaklega úrræðagóður í
hverju máli, samningalipur og
þrautseigur við að vinna málum
fylgi og koma þeim fram. En
jELfnframt hefur hann verið
ódeigur til baráttu gegn andófi
úrtölumanna, þegar þess hefur
verið þörf, sem ósjaldan vill
verða, og hefur hann þá ekki
skirrzt við að setja málefnið of-
ar öllu hverju sinni.
Prófessor Halldór er kvæntur
Sigríði Guðmundsdóttur, og eiga
þau fjögur börn, Hildigunni,
Guðmund, Elísabetu og Halldór.
Flyt ég prófessor Halldóri, konu
hans og fjölskyldu hjEirtanlegar
heillaóskir á þessum merkisdegi,
og fylgja þeirri kveðju innilegar
þakkir fyrir allar þær ánægju-
stundir, ýmist við störf eða í
gleðskap, sem ég hef átt á rausn-
ar- og mennin garheimili þeirra
hjóna. Þessari kveðju fylgir loks
þakklæti fyrir nær þriggja ára-
tuga vináttu og samstarf, fyrst
nemanda og kennara, sem varð
til að vekja áhuga nemandans á
þeirri visindagrein, sem hann
hELfði helgað sig sjálfur, og síðar
samstarfsmanna í háskólastarfi.
Hreinn Benediktsson.
ÆTLI manni sé öðru sinni meiri
þörf á hjálp og leiðbeiningu en
þegar hann á að taka við vanda-
sömu starfi reynslulaus og past*
urslítill? Ég varpa fram þesssiri
spurningu hér vegna þess, að
það var prófessor Halldór Hsill-
dórsson, sem á sínum tima veitti
mér ómetanlega aðstoð, er ég
hóf, sém staðgengill hans, það
starf, sem ég hef lengst af gegnt
síðan. HELnn tók mig inn á heimili
sitt, léði mér bækur sínar, og ÖU
var aðstóð hans þannig i té lát-
in, að ég verð honum ævinlega
þakklátur.
Ég var reyndar gamaU nem-
andi HaUdórs. Hann var einn í
þeim ágæta hópi, sem kenndi
mér, er ég settist í Menntaskól-
ann á Akureyri haustið -1942.
Síðan kenndi hann mér íslenzku
í samfellt fjóra vetur, og hef ég
af fáum meira lært. Mér fannst
hann njóta sín vel i kennslu-
starfinu. Hann var ágætlega
lærður, áhugasamur, kröfuharð-
ur og afkastamUdll. HEmn tamdi
nemendur sína við nákvæmni og
skýrleik i hugsun og framsetn-
ingu, og ekki gerðu þeir sér of
dælt við hann. Menn báru virð-
ingu fyrir kunnáttu hans og
kennarakostum. Hann gegnrýndi
hvasslega grautarlega hugsun,
kauðalega framsetningu og fúsk
í starfi. Slíkt leyfði hann hvorki
sjálfum sér né öðrum.
En kennslan fullnægði ekkj
Halldóri Halldórssyni. Gildur
þáttur starfs hans voru rann-
sóknir og fræðastörf, og leiddi
það til þess, að hann var kvadd-
ur til Háskóla íslands að loknu
doktorsprófi. Við Háskólann hef-
ur hann síðan starfað við ágætan
orðstír, bæði af kennslu sinni og
fræðimennsku. Þar naut ég ekki
kennslu hans beinlínis, en hann
leiðbeindi mér og gaf mér holl
ráð, þegar ég stóð þar i loka-
prófum.
Af skiptum okkar, sem ég hef
hér lauslega drepið á, hefur leitt
til vináttu, sem mig langar til að
þakka fyrir. Fáir eða enginn,
mér vandalaus, hefur reynzt mér
betur, þegar mikið lá við. Við
hjónin sendum nú þeim Sigríði
og Halldóri beztu kveðjur og
þakkir fyrir glaðar stundir og
ánægjuleg kynni. Svo og gera
Harpa og Páll, sem hjá okkur
eru stödd. Við syngjum ÖU
Bjarna sáluga og Eitt sinn sem
oftar var ég, þeim til heilla og
heiðurs.
Gísli Jónsson.
Stýrímnnn og beitingnmnnn
vantar á bát er stundar grálúðuveiðar
frá Reykjavík.
Upplýsingar í síma 35120.
Anægjan endist alla leið
f langferðina
bjóðum við m. a. eftirtalinn
búnað í flestar tegundir bifreiða:
Platínur, kveikjuhamar,
kveikjulok, Champion kerti,
háspennukefli og þétti, straum-
loku, viftureim, pakkdósir,
pakkningar og pakkningalím,
vatnsdælu, vatnskassaþétti og
vatnskassahreinsivökva, hemla-
vökya, benzípdælu, fjaðrablöð,
Ifm, bætur, loftdælu og lyftu,
Trico þurrkublöð, startkapla,
þurrkvökva fyrir rafkerfið, ryð-
olíu, einangrunarbönd,
hemlavökva, verkfærasett,
5 lítra benzínbrúsa, þvottakúst
og farangursgrindur.
Allt á sama stað Laugavegi 118 - Simi 22240
EGILL VILHJÁLMSSON HE