Morgunblaðið - 13.07.1971, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1971
Útgafandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvaamdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthias Johannessen.
Eyjólfur KonráS Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnársson.
Ritstjórnarfuiltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garöar Kristinsson.
Ritstjórn og afgraiðsla Aðalstrasti 6, sími 10-100
Augfýsingar Aðalstrasti 6, sími 22-4-30.
Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands.
f lausasölu 12,00 kr. aintakið.
VINSTRI STJÓRN
/Álafur Jóhannesson, formað-
ur Framsóknarflokksins,
hefur nú skýrt frá því, að til-
raun hans til stjórnarmynd-
unar hafi tekizt og samkomu-
lag náðst milli stjórnmála-
flokkanna þriggja, Fram-
sóknarflokks, Álþýðubanda-
lags og Samtaka frjálslyndra
og vinstri manna, um mál-
efnasamning og verkefna-
skiptingu innan ríkisstjórnar.
Má samkvaemt því gera ráð
fyrir, að stjórnarskipti fari
fram, væntanlega á morgun,
og ný ríkisstjórn, vinstri
stjórn, sezt að völdum.
Síðasta stjórnartímabil
vinstri stjórnar, 1956—1958,
reyndist þjóðinni ekki farsælt
og þess vegna er eðlilegt, að
þeir, sem muna þá stjórnar-
hætti, er þá ríktu í landinu,
beri nokkurn ugg í brjósti um
hversu til tekzt nú. Sú stjórn
sat einungis í tvö og hálft ár,
þar til hún hrökklaðist frá
völdum við lítinn orðstír.
Engu skal spáð um það,
hvernig vinstri stjórn Olafs
Jóhannessonar farnast. Eðli-
legt er, að hún fái nokkurn
starfsfrið til þess að sýna
hvað í henni býr, enda þótt
samningaviðræður þeirra
flokka, sem að stjórninni
standa, síðustu vikur, bendi
ekki til þess, að hér verði um
trausta og samhenta stjórn
að ræða. Öllu frekar er líklegt
að hún verði veik stjórn og
innan hennar verði við mörg
ágreiningsefni að etja, bæði
pólitísk og persónuleg.
Tvennt vekur mesta athygli
í sambandi við þá verkefna-
skiptingu, sem samið hefur
verið um milli þríflokkanna.
Annars vegar hve Samtökum
frjálslyndra og vinstri manna
er trúað fyrir litlu, hins veg-
ar hve kommúnistum í Al-
þýðubandalaginu eru afhent
mikil völd. Hannibal Valdi-
marsson var ótvíræður sigur-
vegari kosninganna, en hann
virðist gersamlega hafa glutr-
að niður þeirri sterku stöðu,
sem hann hafði að kosningum
loknum. Flokkur hans fær
menntamál, samgöngumál og
félagsmál til meðferðar og
eru það bæði færri og viða-
minni málaflokkar en hinir
flokkarnir tveir fá.
Til samanburðar er rétt
að benda á, að kommún-
istar fá í sínar hendur yfir-
stjórn allra atvinnuvega þjóð-
arinnar, nema landbúnaðar-
ins, þ.e. sjávarútveg, verzlun
og iðnað. Jafnframt fá þeir
yfirstjórn alls bankakerfisins
og margra öflugra fjárfest-
ingarsjóða. Allir viðskipta-
samningar íslands við erlend
ríki verða á þeirra vegum, svo
og samningaviðræður við
Efnahagsbandalag Evrópu,
sem eiga að hefjast í haust.
Þá hefur kommúnistum verið
afhent yfirstjórn orkumála í
landinu, þ.á.m. stórvirkjana
og stóriðju, en gegn slíkum
framkvæmdum hafa þeir bar-
izt hatrammlega. Loks verða
kommúnistar með landhelgis-
málið að verulegi leyti í sín-
um höndum.
Þessi verkefnaskipting er
ógæfusamleg og bendir til
þess, að Framsóknarflokkur-
inn hafi viljað kosta öllu til
að samningar tækjust um
þessa stjórnarmyndun.
Utanríkis- og öryggismál
Á mörgu hefur oltið í innan-
ríkismálum okkar íslend-
inga, en sl. tvo áratugi höf-
um við þó borið gæfu til að
standa saman um trausta og
skynsamlega stefnu í utan-
ríkis- og öryggismálum þjóð-
arinnar. Það mun ráða miklu
um þær viðtökur, sem vinstri
stjórn Ólafs Jóhannessonar
fær, með hverjum hætti fjall-
að verður um utanríkis- og
öryggismál í stefnuyfirlýs-
ingu hennar.
Sú stefnuyfirlýsing hefur
ekki verið birt, og þess vegna
skal ekkert um það fullyrt,
en ítrekaðar fregnir berast
um það úr herbúðum vinstri
flokkanna, að þeir muni lýsa
því yfir, að þeir hyggist segja
upp varnarsamningnum við
Bandaríkin og láta varnarlið-
ið hverfa úr landi. Ef það
reynist rétt, að væntanleg
vinstri stjórn hyggist leggja
út í slíka ævintýramennsku á
sama tíma og mikið ríður á.
að þjóðin standi samhent um
aðgerðir í landhelgismálinu,
má hún vænta þess, að ábyrg-
ir lýðræðissinnaðir menn,
hvar í flokki, sem þeir standa,
taki höndum saman til
þess að forða slíkri ógæfu.
Nauðsynlegt er, að Ólafur
Jóhannesson og aðrir verð-
andi ráðherrar í ríkisstjórn
hans geri sér fulla grein fyr-
ir þessu nú þegar.
Hermenn hliðhnllir Hassan Uonimg'i handtaka uppreisnarmenn fyrir franmn útvarpsstöðlna í
Babat.
- Blóðbað
Framh. af bls. 1
• Mustapha hershöfðingi, yf-
irmaður allra herskóla Marokkó.
• Bougrine hershöfðingi, yfir-
maður 3. herstjórnarsvæðisins,
sem nær yfir borgirnar Fez og
Taza í austanverðri Marokkó.
• Hamou hershöfðingi, yfir-
maður 1. herstjórnarsvæðisins,
er nær yfir höfuðborgina Rabat.
• Feneri ofursti og
• Boughrine, sem er talinn
frændi hershöfðingjans.
Skírnarnöfn samsærismann-
anna voru ekki birt samkvæmt
hefð í marokkóska hernum.
• STUÐNINGUR LÍBÝU
Oufkir hershöfðingi hafði
sjálfur á hendi eftirlit með her-
réttarhöldum og aftökum sam-
særismannanna, að þvi er hinar
opinberu heimildir herma. Tugir
nánustu samstarfsmanna kon-
ungs biðu bana. Að minnsta kosti
186 menn munu hafa týnt lífi í
byltingartilrauninni, þar af 28 í
afmælisveizlunni á laugardag og
158 í bardögum uppreisnarmanna
við hersveitir hollar stjórninni,
að því er segir i opinberri til-
kynningu. Hassan konungur
sagði á blaðamannafundi í gær-
kvöldi, að byltingartilraunin
hefði verið viðvaningsleg og
gerð að undirlagi byltingarstjórn
arinnar í Líbýu, sem uppreisnar
mennirnir hefðu tekið sér til
fyrirmyndar. í gankvöldi voru
enn nokkrir staðir á valdi upp-
reisnarmanna að sögn konungs,
en Oufkir hershöfðingi hafði
fengið í hendur sérstök völd til
þess að brjóta alla mótspyrnu
endanlega á bak aftur og yfir-
völdin réðu auðveldlega við
ástandið. Snemma í morgun var
enn barizt á nokkrum stöðum
í höfuðborginni. Kyrrt hefur
verið að mestu annars staðar í
Marokkó, en í kvöld var hafn
arhverfinu í Casablanca lokað
af herliði.
• KONUNGI B.IARGAH
Fimm hershöfðingjar hollir
stjórninni og sendiherra Belgiu í
Rabat voru í hópi þeirra, sem
féllu í sumarhöllinni. SonUr Bour
giba Túnisforseta bjargaði lífi
Hassans konungs með snarræði
sínu, að því er túnískar heimild-
ir herma. Hann þreif hand-
sprengju, sem lenti rétt hjá kon-
ungi og kastaði henni í burtu áð
ur en hún sprakk. Uppreisnar-
mennirnir réðust inn í höllina og
héldu konungi og gestum hans í
gfelingu í þrjá til fimm tíma.
Hassan konungur sagði i gær, að
hermennirnir hefðu verið undir
áhrifum örvandi lyfja og að þeir
hefðu verið gabbaðir til að ráð-
ast inn i höllina er forsprakkar
byltingartilraunarinnar hefðu
sagt þeim að líf konungs væri i
hættu.
• STUÐNIN GSYFIR-
LÝSINGAIt
Hussein Jórdaníukonungur
kom með einkaþotu sinni til Ra-
bat í morgun tii þess að votta
Hassan konungi stuðning sinn.
Hussein fór í þyrlu til einkavillu
Hassans, sem nýtur verndar fjöl
menns liðs úrvalshermanna.
Hassan konungi hafa borizt
stuðningsyfirlýsingar frá flest-
um öðrum Arabaleiðtogum og
skiptir þar mestu máli stuðnings
yfirlýsing Anwar Sadats Egypta
tandsforseta.
Hassan konungur hefur gefið
í skyn, að byltingartilraunin hafi
verið runnin undan rifjum
Egypta og Lýbiiumanna. Líibýa
var eina Arabalandið sem lýsti
yfir stuðnin.gi við byltingarleið-
togana meðan á byltingunni
stóð, og Tripoli-útvarpið hélt á-
fram árásum á Hassan í dag.
Hassan fór heldur ekki leynt með
reiði sína í garð líbýskra leið-
toga. Hann skipaði hermönnum
sínum að hertaka líbýska sendi-
ráðið án viðvörunar og setti alla
Hbýska stjórnarerindreka í stofu
varðhald.
• SADAT í VANDA
Konungurinn gaf einnig í
skyn að Egyptar hefðu verið við-
riðnir samsærið, þar sem 600
vimstrisinnaðir Marokkósíkir út-
lagar í Kaíró hefðu flykkzt til
marokkóska sendiráðsins þa.r er
þeir hefðu frétt að lýst hefði
verið yfir stofnun marokkósks
lýðveldis og farið fram á að
þeir yrðu sendir í flugvél til
Rabat til að ganga í lið
með uppreisnarmönnum. —
Á það er bent í Rabat að
orðsending Sadats til Hassans sé
mikilvæg þair sem Egyptaland er
í þríríkjasambandi með Libýu og
Sýrlandi. Heimildirnar herma,
að stuðningur Ghandafis, for-
iragja Líbýustjórnar, við bylting-
artiiraunina kunnd að hafa
komið Sadat í bobba og hanm
vilji reyna að koma í veg íyrir
afdrifaríka sundrungu ara-
bískra byltingarstjórna og lýð-
velda annars vegar og konungs-
stjórna hinis vegar.
Sú óvænta ráðstöfun Husseins
Jórdaníukonungs að fara til
Rabat að lýsa yfir stuðningi við
Hassan hefur orðið til þess að
vekja athygJi á því sem aðskilur
hinar tvaer andstæðu fylkingar
aðildarlanda Arababandalagsims
og auka'ágreiming þeirra, segja
diplómatair í Rabat. Boumedi-
emne Alsírforseti sendi sérstakan
fulltrúa til að sýna vanþóknun
sína á afstöðu Líbýustjómar.
• VIÐBÚNAÐUR í LÍBÝU
Þegar byltingartMrauinin stóð
sem hæst tilkynnti Líbýu-útvarp-
ið að áhtaupasveitir, fallhlífaher-
menn og sprengjuflugvélar væru
hafðar til taks til þes.s að veita
marokkósku þjóðinni vernd gegn
erlendri íhlutun. Hassan konung-
ur sagði, að Líbýu-útvarpið
hvetti marokkósku þjóðina til
þess að styðja uppreisnarmenn.
1 Tripoli var sendiherra Mar-
okkó kvaddur í utanríkisráðu-
neytið þar som honurn var sagt
að marokkósk yfirvöld yrðu að
ábyrgjast öryggi líbýskra sendi-
ráðsmanna. Líbýskur ráðherra
var sendur til Algeirsborgar til
viðræðna við Boumedienne for-
seta.
í París afhenti Maurioe Schu-
man utanríkisráðherra sendifull-
trúa Marokkó stuðningsyfirlýs-
ingu frá frönsku stjórninni, og
eru franskir ráðamentn greini-
lega ánægðir að byltingartil-
raunin var bæld niður vegna
þess að mikilvægi Marokkós
fyrir stefnu Frakka við Miðjarð-
arhaf hefur aukizt þar sem
mjög róttækar ríkisstjórnir
hafa tekið við völdum bæði }
Libýu og Alsír. í Washington
sagði talsmaður bandaríska ut-
anríkisráðuneytisins að Banda-
rikjastjóm fagnaði því að lög-
um og reglu hefði verið komið
á i Marokkó og hersveitir holar
Hassan konungi réðu við ástand-
ið. í London sendi EHlisabet
drottning Hassan konungi orð-
sendinigu þar sem hún fagnar
því að hann slapp heill á húfi.
• frAsögn s-iónarvotts
Brezki sendiherrann í Mar-
okikó, Thomas R. Shaw, hefur
gefið hrikalega lýsingu á fimm
tíma þolraun 500 erlendra sendi
ráðsmanna og háttsettra marokk
óskra embættismanna í afmælis
veizlunni í Skhirat-höll. Hann
sagði, að liðsforingjaefni klædd-
ir einkennisbúningum í felulit-
um hefðu ráðizt inn i höllina þar
sem þeim hefði verið sagt að
Hassan konungur væri fangi
hinna erlendu fuilltrúa. Hann
sagði að árásarmennirnir hefðu
veitt gestunum hrottalega með-
ferð, en þegar þeiir hefðu séð
konunginn hefðu þeir hyllt hann
innilega og árásin öli runnið út
i sandinn.
Shaw sagði að mestallan tím-
ann hefðu hann og félagar hans
legið á grúfu í mölinni utan við
höllina með hendur fyrir aftan
bak. Hann sakaði ekki en kvaðst
hafa séð tugi særðra og fallinna
og hvað eftir annað heyrt skot-
hríð samkvæmt fyrirskipunum
innan úr höllinni og gerði ráð
fyrir að um hefði verið að ræða
aftökur á föngum. Shaw kvaðst
ekki hafa orðið vitni að aftök-
unum né heldur séð hvernig
belgíski sendiherrann, Marcel
Duprat og þrir marokkóskir
hershöfðingjar týndu lífi.
Shaw sagði:
„Atburðirnir hófust um kl.
13.15. Ég var rétt búinn með lax
inn og sat við sundlaugina í hall
argarðinum. Ég gekk ásam.t
sænska sendiherranum til kon-
ungs og rabbaði Mtillega við hann
þar sem hann sat í tjaldi. Þeg-
ar við vorum þar hófst skothríð-
in. Við vissum ekki hvað var á
seyði af því við töldum að þetta
heyrði til hátíðarhöldunum. En
svo sáum við að marokkósku
gestirnir urðu æstir og allt í einu
rigndi kútum í kringum okteur.
Ég fór aftur að sundlauginni
og hitti fyrir júgósiavneska
sendiherrann sem htaut langa
reynslu í skæruhernaði í seinni
heimsstyrjöldinni og hafði lagzt
i gólfið og setti stól yfir höfuð-
ið. Ég lagðist líka niður og fór
að dæmi hans. Þá sá ég hand-
sprengju koma fljúgandi yfir
vegginn 15 metra frá okkur.
Sem betur fór sprakk hún ekki,
en hér var komið lágu margir
dauðir og særðir í kringum okk-
ur.“
Shaw kveðst ekki hafa fylgzt
með þvi hvað varð af konungn-
um. Er hann og júgóslavneski
sendiherrann höfðu legið i 40
minútur ráku hermennirnir alla
inn í hötlina og létu fangana
standa í röðum, þrjá og þrjá
saman, með uppréttar hendur í
steikjandi sólskininu. „Okkur var
stjakað til og _ frá og sýndur
ruddaskapur. Ég fékk slæma
skrámu á annan olnbogann þeg
ar ég var þarinn með byssu-
skefti fyrir að láta hendumar
síga andartak,11 sagði Shaw.