Morgunblaðið - 29.07.1971, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.07.1971, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚL.1 1971 22-0*22- RAUÐARÁRSTÍG 31 V-------------- ■25555 rTV>L4444 irnim BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW Sendif*rðabifreið-7W 5 manmr-VW svefnvagn VW 9 manna - Landrover 7maona 0 Grimmdarsaga í barnatímanum Sautján ára stúlka, Herdís Eiríksdóttir, skrifar : „Kópavogi 19. júlí 1971. Kæri Velvakandi! 1 gær sem oftar var ég að hiusta á barnatímann í útvarp- inu. Mér þykir hann hafa stór- um versnað á síðustu 2 árum, en þátturinn í gær tók þó út yfir allan þjófabálk. Hann byrjaði að vísu ágætlega með ævintýrum, kórsöng og falleg- um sögum um hunda, þar sem áherzla var lögð á að innræta bömum virðingu og góðvild í garð dýranna. — En síðan kom framhaldssagan, „Gunni og Palli í Texas“. Og þá fóru nú að versna málin, því að þessi saga ofbýður ekki aðeins skyn- semi hvers heilbrigðs barns, heldur einnig siðgæðisvitund þess. 1 þessari sögu er bókstaf- lega smjattað á ýmiss konar hrottaskap og viðbjóði og böm- in spennt upp og æst til hins ýtrasta. Þarna er t.d. söguhetj- unum, tveimur drengjum um eða innan við fermingu, hald- ið sem gíslum hjá blóðþyrstum Skrifstofustúlka LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir (okun 81748 eða 14970. BÍLALEIGA CAR RENTAL TS 21190 21188 Stúlka óskast til skrifstofustarfa hjá þekktu fyrirtæki í Miðborginni. Góð mála og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsókn er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf. merkt: „Miðborg — 4351" sendist afgreiðslu Morgunblaðsins. 40-60 FERMETRA húsnæði ósknst leigt iyrir teiknistoíu HELZT NÁLÆGT MIÐBÆNUM UPPLÝSINGAR í SÍMA 26496 indíánum, og þeir bíða þess eins að verða drepnir af vilíi- mönnunum. Þá kemur góði maðurinn, hetjan. Hann hefur drepið fjöldann allan af indíán- um. Að visu finnst honum það svolítið leiðinlegt, af þvl að indíánarnir em svo hugrakkir. Allt í einu stendur þessi gæða- maður augliti til auglitis við hund. En þetta er enginn vina- legur seppi, eins og hundamir i sögunum á undan, heldur villidýr með beittar vigtennur og grimmdarglampa I augum. Og góði maðurinn varð að losna við hvutta, svo að hann gerði sér lítið fyrir . . . „og byssa hans mölvaði hauskúpu hundsins eins og eggjaskurn". Er hægt að bjóða börnum upp á annað eins og þetta?! Hvernig verður börnum á aldr- inum 5—10 ára (og eldri) við að heyra svona lagað?! 0 Óheppileg uppeldisáhrif? Ég er hvorki uppeldisfræð- ingur né móðir, en það þarf ekki að segja mér, að svona sögur með viðlíka orðbragði hafi góð uppeldisleg áhrif. Mér eru enn í fersku minni nokkrar andvökunætur, er ég átti sem barn, vegna þess að ég hafði lesið eða heyrt eitt- hvað svipað þessu, sem særði mig svo, að það gleymist mér ekki alla ævi mína. Sennilega hef ég verið frekar viðkvæmt barn, en ég veit þó fyrir víst, að þetta er ekkert einsdæmi. Ég vona, að stjómendur Ríkisútvarpsins sjái sóma sinn í því að stöðva lestur þessarar sögu sem fyrst, eða a.m.k. að sjá til þess, að önnur slík verði ekki lesin fyrir börn. Við Is- lendingar eigum marga góða barnabókahöfunda, sem hægt ætti að vera að sækja gott efni til í barnatímana. Með kveðju, Herdís Eiríksdóttir, 17 ára.“ • Knattspymudómarar á Suðuraesjum Henrik Jóhannesson skrif- ar: „Sandgerði 20. júlí 1971. Velvakandi góður, viltu vera svo vænn að birta þessar fáu línur í dálkum þinum. Ég spyr: Til hvers var Knatt- spyrnudómarafélag Islands stofnað? Ég spyr vegna þess, að hinn 17. júlí, þegar Reynir og Hrönn áttu að hefja leik í 3. deild, en sá leikur átti að vera í Sandgerði, komu hvorki dómari né línuverðir, og eng- in ástæða gefin hvers vegna, en dómari átti að vera Bjöm Eysteirtsson og línuverðir Magnús Guðmundsson og Guð- mundur Sveinsson samkvæmt leikjabók. Leikurinn átti að hefjast kl. 8.30, en gat ekki hafizt fyrr en kl. 9.30 með því að fá dómara úr Keflavík og kostaði það knattspyrnufélagið Reyni þrjú símtöl: eitt til Reykjavíkur, annað til Hafnar- fjarðar og þriðja til Keflavík- ur og þaðan fengum við dóm- ara, og var það Sigurður Stein- dórsson, góður dómari. Slæmt hefur oft verið að fá dómara hér á Suðurnesjum og sérstaklega í 3ju deildar leikj- um, og er þetta ófremdar- ástand óþolandi og skömm fyr- Knattspymudómarafélag Is- lands, sem á að sjá um, að slíkt komi ekki fyrir. Hvers vegna eiga 3ju deildar liðin á Suðurnesjum að vera útundan frekar en þau, sem eru á Reykjavíkursvæðinu? Þessari spurningu vil ég fá svar við. Við eigum dómara hér á Suður- nesjum, sem kunna að dæma hvaða leik sem er, ekki síður en annars staðar. Þetta er í annað sinn að dómari kemur ekki til leiks án nokkurra ástæðna og vonum við Suður- nesjamenn, að slíkt komi ekki fyrir aftur. Þökk fyrir birtinguna. Henrik Jóhannesson, SandgerðL" * BÍLALEICA Kefiavík, simi 92-2210 Reykjavik — Lúkasþjónustan So'iurlandsbraut 10. s. 83330. LEIGUFLUG FLUGKENNSLA FLUGSTÖÐIN HF Simar 11422. 26422. SENDUM Bílaleigan SKÚLATÚNI 4 SÍMI15808 (10937) Ódýrari en aárir! Skodb LEIGAN AUÐBREKKU 44 - 46. SfMI 42600. Auglýsing um gjulddugu og innheimtu opinberru gjuldu 1 Reykjuvík Gjaldendum opinberra gjalda í Reykjavík hefur nú verið sendur gjaldheimtuseðill, þar sem tilgreind eru gjöld þau, er greiða ber til Gjaldheimtunnar samkvæmt álagningu 1971. Gjöld þau, sem innheímt eru sameiginlega og tilgreind eru á gjaldheimtuseðli, eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, námsbókagjald, lífeyristrygginga- gjald atvr., slysatryggingagjald atv.r., iðnlánasjóðsgjald, alm. tryggingasjóðsgjald, aðstöðugjald, tekjuútsvar, eignarútsvar, kirkjugjald, atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðsgjald, launa- skattar, sjúkrasamlagsgjald og iðnaðargjald. Það, sem ógreitt er af sameiginlegum gjöldum 1971 (álagn- ingarfjárhæð, að frádreginni fyrirframgreiðslu pr. 9. 7. sl.), ber hverjum.gjaldanda að greiða með 5 afborgunum, sem nánar eru tilgreindar á seðlinum, þ. 1. ágúst, 1. sept., 1. okt., 1. nóv. og 1. des. Séu mánaðargreiðslur ekki inntar af hendi 1.—15, hvers mánaðar, falla öll gjöldin í eindaga og eru lögtakskræf. Gjaldendum er skylt að sæta þvi, að kaupgreiðendur haldi eftir af kaupi þeirra tilskyldum mánaðarlegum afborgunum, enda er hverjum kaupgreiðanda skylt að annast slíkan afdrátt af kaupi að viðlagðri eigin ábyrgð á skattskuldum starfsmanns. Gjaldendur eru hvattir til að geyma gjaldheimtuseðilinn. Reykjavik, 28. júlí 1971. Gjaldheimtustjórinn. 10873 *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.