Morgunblaðið - 18.09.1971, Side 16
r 16
MORGUNBLAÐtÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1971
Stórfelldar breytingar í Júgöslavíu?
TÍTÓ ER MOSKVU
ÞYRNIR 1 AUGUM
Otgafandi hf. Árvakur, Raykjavík.
Framkvsamdaatjóri Hsraldur Sveinsson.
Ritatjárar Matthias Johannessen.
Eyjólfur KonráS Jónsson.
Aðatoðarritatjórí Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulitrúi Þorbjðrn Guðmundsson.
Fráttaatjóri Bjöm Jóhannason.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraati 6, simi 10-100
Augiýsingar Aðalstraati 6, sími 22-4-80.
Áakriftargjald 190,00 kr. á mánuði innanlands.
I lauaaaölu 12,00 kr. eintakið.
ÁGREININGUR í STJÓRNAR-
HERBÚÐUM UM A-ÞÝZKALAND
Dersýnilegt er að mikill
u ágreiningur er kominn
upp í herbúðum stjórnarsinna
vegna þess, að Einar Ágústs-
son, utaniríkisráðherra, þver-
braut ákvæði málefnasamn-
ings stjórnarflokkanna um
afstöðuna til A-Þýzkalands á
fundi utanríkisráðherra Norð-
ur'lándanna í Kaupmannahöfn
og gaf fulltrúum stjómar-
flokkanna á fundi Alþjóða
þinigmannasambandsins í Par-
ís fyrirmæli um að gera hið
sama. í gær lýsir Þjóðviljinn
því yfir í forystugrein, að
viðurkenning beggja þýzku
ríkjanna þoli í rauninni enga
bið. Benda þau ummæli ann-
ars helzta málgagns ríkis-
stjórnarinnar ótvírætt til
þess, að líflegt verði á fund-
um ríkisstjórnarinnar á næst-
unni, þegar um þetta mál
verður fjallað.
Ákvæði málefnasamnings
stjórnarflokkanna um A-
Þýzkaland er ótvírætt. Þar
segir, að ríkisstjórnin muni
„styðja það að bæði þýzku
ríkin fái aðild að Sameinuðu
þjóðunum, ef það mál kemur
á dagskrá“. Ólafur Jóhannes-
son, forsætisráðherra sagði í
viðtali við Morgunblaðið hinn
16. júlí sl., að ætlun ís-
lenzku ríkisstjómarinnar
væri ekki að segja annað en
það, sem Willy Brandt, kansl-
ari hefði gert að sínum tillög-
um. Með þessum ummælum
fuillyrti forsætisráðherra, að
kanslarinn hefði sömu af-
stöðu til þessa n!Úls og ís-
lenzka ríkisstjórnin. Sú full-
yrðing forsætisráðherra fær
ekki staðizt. Þegar yfirlýsing
ríkisstjómarinnar lá fyrir,
óskaði Morgunblaðið eftir
upplýsingum frá stjórninni í
Bonn um afstöðu hennar til
þessa máls. Svar vestur-
þýzku ríkisstjórnarinnar
birtist í Morgunblaðinu hinn
18. júlí sl. og þar sagði:
„Stjórn Sambandslýðveldis-
ins heldur fast við þá stefnu,
sem fram kemur í 20. lið til-
lagnanna á Kasselfundinum
en samkvæmt því skulu bæði
þýzku ríkin gera nauðsynleg-
ar ráðstafanir á grundvelli
samnings, sem þau geri sín á
milli, á þann veg, að aðild
beggja þýzku ríkjanna að
Sameinuðu þjóðunum verði
einungis lokaáfangi þróunar,
þar sem kveðið verði á með
samningi um samskipti (mod-
us vivendi) Sambandslýð-
veldisins Þýzkalands og DDR.
Það fylgir af sjálfu sér, að
atburðaþróunin verði í þess-
ari röð því að eins og Willy
Brandt, kanslari tjáði U
Thant framkvæmdastjóra SÞ
fyrir skömmu, þá skal þess-
um alþjóðasamtökum ekki
íþyngt með auknum vanda-
málum annars vegar og hins
vegar yrði aðeins gert erfið-
ara fyrir með nauðsynlegt
fyrirkomulag á samskiptum
beggja þýzku ríkjanna, ef við
stígum þriðja skrefið á und-
an því fyrsta.“
Af þessari stefnuyfirlýsingu
Bonn-stjómarinnar er Ijóst,
að afstaða íslenzku ríkis-
stjómarinnar gengur alger-
lega í berhögg við stefnu
Brandts, kanslara. Ólafur Jó-
hannesson, forsætisráðherra,
hefur vísvitandi eða óafvit-
andi mistúlkað og rangfært
afstöðu kanslarans. íslenzka
ríkisstjómin hefur lýst því
yfir og stjórnarflokkarnir um
það samið, að taka skuli
þriðja skrefið á undan því
fyrsta.
í forystugrein Þjóðviljans
í gær er engin tilraun gerð til
þess að bera blak af utan-
ríkisráðherra fyrir að brjóta
ákvæði málefnasamningsins
með því að standa að sam-
þykkt utanríkisráðherra Norð
urlandanna um að Norður-
löndin skuli ekki styðja aðild
A-Þýzkalands að Sameinuðu
þjóðunum. Þar er heldur eng-
in tilraun gerð til þess að
bera í bætifláka fyrir þá
stjórnarsinna, sem á Parísar-
fundinum hlýddu fyrirmæl-
um utanríkisráðherra og
gengu gegn yfirlýstri stefnu
stjórnarinnar. Þögn Þjóð-
viljans um þetta atriði ber
greinilega að skilja, sem
þungar ákúrur á Ragnar
Arnalds, formann Alþýðu-
bandalagsins fyrir að hlýða
ekki Lúðvík Jósepssyni, en
eíns og Morgunblaðið skýrði
frá í gær gaf Lúðvík Ragnari
í símtali fyrirskipun um að
standa með aðild A-Þýzka-
lands að Alþjóða þingmanna-
sambandinu. Hitt er svo ann-
að mál að það var skynsam-
lega ráðið af utanríkisráð-
herra að brjóta ákvæði mál-
efnasamningsins. Honum
mundi famast betur í starfi
sínu, ef hann tæki þann sið
upp í fleiri málum.
í í JÚGÓSLAVIU er verið að
/ gera fyrstu alvarlegu tilraun-
1 irnar með lýðræðislegt stjórn
\ arform í Austur-Evrópu.
í Josep Broz Titó forseti, ger-
i ir sér grein fyrir því á 79.
/ aldursári að hann er að renna
1 sitt skeið, og hefur lagt drög
1 að stjórnarkerfi, sem byggir
t meir á vel grundvölluðum
/ stofnunum en einstaklingum,
j og sem ætiað er að draga úr
\ þeirri spennu í hinum ýmsu
i héruðum, sem gæti ieystst úr
i læðingi að Titó látnum. Þess-
/ um hreytingum hefur verið
\ komið á nú þegar Júgóslavía
1 stendur frammi fyrir alvarleg
i um vandamálum varðandi
/ einingu í stjómmálalífi lands-
7 ins og vegna þrýstings erlend-
| is frá. Júgóslavía er nú eina
IAustur-EvrópuIandið sem er
ekki þræll Moskvu eða Pek-
ing.
Ef Titó tekst að koma þessu
í framkvæmd hefði það, þótt
þverstæðufullt sé, í för með
sér afsölun mikils hluta þess
valds, sem hann hefur haft
undanfarin 25 ár, en hins veg
ar mun það ekki stofna því
stjórnmálakerfi, sem hann
hefur byggt upp í neina hættu.
Tító hefur komið á, þótt
til reynslu sé, stjórnarstorár-
legum nýmælum sem veita
lýðveldunum sex sjálfstjórn í
innanlandsmálum sínum, og
sama er að segja um tvö hér-
uð önnur.
Þessar nýju breytingar
munu teknar í tveimur áföng-
um. í ágúst sl. var skipuð 22
manna stjórn, sem hafa mun
með höndum æðsta fram-
kvæmdavald í landinu. Hvert
lýðveldi hefu.r þrjá meðlimi í
stjórninni (þ.e. Króatía, Sló-
venía, Serbía, Svartafjalla-
land, Makedónía, og Bosnía-
Herzegóvina) og sjálfstjórn-
arhéruðin tvö fá tvo fulltrúa
hvort (Vojvodína og Kosovo-
Metohija). Tuttugasti og
þriðji maðurinn mun svo hafa
yfirstjórn, og sem stendur er
það Tító, — forseti stjó-mar-
I innar. Þegar hann lætur af
embætti mun forsætið verða
falið fulltrúum frá lýðveldun
um til skiptis, Ef landsþing-
inu tækist einhvern tíma ekki
að komast að samkomulagi
um ákveðna ílagasetningu,
mun 22-manna stjórnin hafa
vald til að stjórna með tilskip
unum.
Yfirleitt eru þingin í Aust-
ur-Evrópu valdalausar stofn-
anir, en þetta tilraunaþing
Júgóslava mun hafa vald
til að móta og fram-
kvæma stefnu sem óbund-
in yrði flokknum. Ráðherrum
mun bera skylda til að svara
fyrirspurnum í þinginu, og
ríkisstjórnin mun hafa rétt til
að segja af sér, ef ráðherrun-
um þykja þeir ófærir um að
framkvæma áætlanir sínar.
Hinn nýi forsætisráðherra er
Djemal Bijedic, Múhammeðs-
trúarmaður frá Bosniu-
Herzegóvínu.
Sovétríkin eru uggandi
vegna þessara breytinga
Júgóslava. Stjórnarvöldin í
Kreml líta á Júgóslavíu sem
mótsögn í baráttu sósíalism-
ans, og ógnun við samstöðu
Tító forseti Júgóslavíu
Austur-Evrópuríkja. Á þessu
stigi leggja Sovétríkin mest
upp úr því að reikna út hvað
væntanlegt samband stjórn-
anna í Peking og Washington
mun fela í sér. Ef þær gera
samkomulag sín í milli, væri
það æskilegt og nauðsynlegt
fyrir Moskvustjórnina að
styrkja stöðu sína í Austur-
Evrópu, — og hinn þrákelknis
legi Tító er þeim þar Þránd-
ur í Götu.
Ýmis teikn eru á lofti um
að heimsókn sé yfirvofandi
frá sovézka flokksleiðtogan-
um, Leonid Brezhnev. Stalín
tókst ekki að reka Tító frá, og
slíkt mun ekki heldur
takast hjá Brezhnev. En
hann getur að minnsta kosti
gert Tító erfitt um vik. í júlí
sl. fór sovézki herinn í
„stríðsleiki" í Ungverjalandi
og nefndi þá „Yug“ (slavneska
og þýðir ,,suðuJ-“), og í ágúst
héldu Rússar heræfingar í
suðvésturhluta Búlgaríu. í
báðum tilfellum fóru æfing-
arnar fram á svæðum, sem
liggja að júgóslavnesku hér-
uðunum Vojvodínu og Make-
dóníu. í júlí bárust fyrst frétt
ir af því að Brezhnev væ-ri að
fiska eftir boði frá Belgrad
um að koma í heimsókn ein-
hvern tíma í september.
AÐVÖRUN FRÁ KÍNA
En Tító er milli tveggja
elda. Chou En-lai, forsætisráð
herra Kína hefur tæpitungu-
laust varað Rússa við íhlutun
í Balkanlöndunum og látið í
ljós samúð og hvatningu til
Albaníu, Rúmeníu og Júgó-
slavíu, þannig að ef Rússar
hyggj ast færa sig upp á skaft
ið í Balkanlöndunum þá geta
þei.r átt von á mótstöðu frá
Kínverjum líka.
En það er ekki síður ógnun
in heima fyrir, sem veldur
Tító áhyggjum, en erlendii3
frá. Efnahagur Júgóslavíu á
við mikinn verðbólguvanda að 1
glíma, en honum hefur tekizt
að sameina kapítalíska gróða-
byggju og ríkisrekstur. í des-
ember 1970 var að nokkru
leyti komið á launa- og verð-
stöðvun, en verðlag hækkar
samt sem nemur 14 af hundr-
aði. Gengisfellingu dinarsins
um 20% snemma á þessu ári
tókst ekki að hleypa fjöri í
útflutninginn, og 1.2 billjón
dollara halli er á viðskipta-
jöfnuðinum.
Viðleitni Títós til að sam-
eina hina sundruðu þjóð sina
hefur nú þegar mætt mót-
spyrnu frá króatískum að-
skilnaðarsinnum, sem hafa
stofnað eigin hernaðarsamtök.
Meðlimir þeirra eru Króatar,
en þrátt fyrir að Serbar eru
þeim fjölmenna-ri eiga þeir
mjög góðar bókmenntir og
menningu, sem þeir telja
stafi hætta af yfirdrottnun
Serba.
Á höfuðtunga Júgóslavíu
að vera serbo-króatíska eða
króat-serbíska? Sá ágreinin.g-
ur sem skapast af þessu
ástandi hefur breitt úr sér. f
april sl. særðu króatískir þjóð
ernissinnar júgóslavneska
sendiherrann í Svíþjóð lífs
hættulega. Vitað er með
nokkurri vissu að sovézkar
undirróðurssveitir hafa látið
að sér kveða í júgóslavnesku
lýðveldunum og komið af stað
sundurþykkju í þeirri von, að
takast megi að halda þeim að
greindum, svo að Belgrad
lúti að lokum sovézkri stjórn.
En Tító er staðráðinn I að
láta hinar nýju ráðagerðir
sínar bera árangur. „öllum
þeim sem vilja sjá Júgóslav-
íu sundrast mun skjátast
enn einu sinni,“ segir hann.
(Forum World Features,
— öld réttindi áskilin)
Pigot, Mc Hale, Edgar Pigot og
Robinson.
Franska sveitin verður þann-
ig skipuð: Klotz, Lébel, Chelma,
Leclery, Jais og Trezel.
Italska sveitin verður þannig
skipuð: Belladonna, Garozzo,
Messina, Bianchi, Mondolfo og
Mayer.
Sveitin frá Israel verður þann
ig skipuð: Stampf, Szwartz,
Elenberg, Erdenbaum, Frydrich
og Schaufel.
Pólska sveitin verður þannig
skipuð: Frudzik, Wala, Maciesz-
czak, Polec, Lebioda og Pietruk.
Olympíukeppnin í bridge fer
fram á Miami Beach, Florida í
Bandaríkjunum dagana 7.-23.
júni 1972. Reiknað er með mik-
Uli þátttöku, en tilkynningar um
þátttöku þurfa að berast fyrir
7. marz 1972.
Bridge
VETRARSTARFSEMI Bridge-
félags Reykjavíkur hefst á
þriggja-kvölda tvímennings-
keppni, sem fram fer dagana
22.—29. september og 6. október.
Þar á eftir hefst sveitakeppni og
verður fyrsta umferð 13. októ-
ber og síðan verður spilað í
október og nóvember og fram
til 8. desember. Þeirri keppni
verður síðan fram haldið eftir
áramót, í fyrsta sinn 5. janúar.
15. og 22. desember fer fram
jólakeppni. Spilað verður í Dom-
us Medica við Egilsgötu á mið-
vikudagskvöldum og verður
keppnisstjóri Ingi Eyvinds. For-
maður Bridgefélags Reykjavík-
ur er Ragnar S. Halldórsson.
Evrópukeppni í bridge fyrir
árið 1971 fer fram í Grikklandi
síðari hluta nóvembermánaðar
n.k. Eftirtaldar þjóðir hafa til-
kynnt þátttöku í opna flokkn-
um: Bretland, Belgía, Frakkland,
V-Þýzkaland, Danmörk, Irland,
Island, Italía, Holland, Ungverja-
land, Portúgal, Frakkland, Finn-
land, Spánn, Grikkland, Svíþjóð
og Israel. I kvennaflokki hafa
eftirtaldar þjóðir tilkynnt þátt-
töku: Bretland, Belgia, Frakk-
land, Danmörk, Irland, Italía,
Holland, Portúgal, Tyrkland,
Finnland, Spánn, Grikkland,
Sviþjóð og Israel.
Irska sveitin sem keppa mun
á Evrópumótinu verður þannig
skipuð: Deery, McNeilI, Peter