Morgunblaðið - 26.10.1971, Page 5

Morgunblaðið - 26.10.1971, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1971 5 Gylfi Jónsson, íormaður Stúdentaráðs: Algjör krafa námsmanna að fallizt verði á tillögur lánasjóðs um fjárframlag til námslána Á háskölahAtíðinni sl. laagardag hélt forniaðnr Stiid- ehtaráðs, Gylfi Jónsson, stud. theol. ræðu þar sem hann gagn- rýndi mjög nnverandi ástand í húsnæðisniálum stúdenta. Enn- frennir lagði hann áherzlu á að stúdentar ættu rétt á auknum áhrifum innan skólans, og gætu þannig haft hönd í bagga með að efla hagkvæmni í námi frá því sem nú er. Loks ræddi hann það ófremdarástand, sem ríkir i lánaináhim námsmanna, og sagði það vera aigjöra kröfu ■láinsnianna að á tillögur lána- sjóðs væri fallizt um fjárveit- ingar til hans. Hér fer á eftir ræðu Gylfa .lónssonar: Gylfi Jónsson stud. theol. Herra forseti! forsetafrú! Háttvirta samkoma, góðir ls- lendingar! Sjung om studentens lykkliga tag, sungu ísl. stúdentar fyrir 60 árum. — Þeir höfðu ástæðu til þess — þá var gleðidagur, há- skóli stofnaður á íslenzkri grund — ástæðulaust fyrir alla stúd- enta að sækja heim erlendar menntastofnanir til frekara náms. Þennan dag fyrir 60 ár- um var lagður grundvöllur að veru okkar í þessum skóla í dag. Það spor var þó aðeins eitt af mörgum og íslenzk menntun tók miklum framförum — stúdentum fjölgaði. Því hlaut að koma stærri skóli og fleiri deild- ir. Áræðnir menn settu markið hátt. Skólinn — þ. e. stúdentarn- ir þurftu húsnæði og Gamli garður var reistur — tilbúinn 1934 og svo kom aðalkennslu- húsið 1941 og 1943 er Nýi garð- ur tilbúinn. Árið 1945 rúma garðarnir Y* hluta allra stúd- enta við háskólann, en núna — það má varla segja frá þvi — núna rúma garðarnir jafnmarga og þá, um 115 stúdenta, en nem- endur i skólanum i dag teljast á þriðja þúsund. Þetta er samt ekkert skrítið, því ekkert íbúð- arhúsnæði fyrir stúdenta hefur verið byggt síðarliðin 28 ár. Af hinum myndarlega stúdentahópi, sem brosti méti júnísólinni i vor, fengu 10 herbergi á görðunum — hinir sem ekki fengu, reyndu samt að bera sig vel — horfast í augu við að ástandið er ekki betra. Þessa dagana er verið að taka i notkun mikið og gott kennslu- húsnæði og reyndar er farið að undirbúa byggingu hjónagarðs og húrra fyrir því. Þetta verð- ur vonandi gott hús svo að þeim 60 hjónum, sem flytja inn i 1. áfanga líði betur en þeim 340 sem ekki fá inni strax. Ekki er úr vegi að minnast á börn stúdenta — þar eiga stúdentar efnilegan vaxtarsprota gróandi þjóðlífs. Vandinn er bara sá, að einhvers staðar þurfa þessir sprotar vermireiti til að vaxa úr grasi meðan foreldrarnir vinna í námi og að tekjuöflun. Þau 100 stúdentabörn sem þegar eru á dagvistunarheimilum búa lika sæl að sínu, en öðru máli gegnir um hin 100 sem bíða .— þau þyrftu að komast að og það strax á mánudaginn. Nú finnst einhverjum að stúd- entar gangi helzt til of langt — spyrja hvort annað hjónanna geti ómögulega verið heima og gætt bús og barna. Hægt er það — en á hverju á þá fjölskyldan að lifa — sumar- kaup annars makans trúi ég hrykki skammt. En, vel á minnzt, fá ekki stúdentar rífleg námslán, til að brúa bilið! Nei, um slíkt er hreint ekki að ræða, þó að aðstoð við námsmenn hafi aukizt síð- astliðin ár. Betur má ef duga skál. Nú fer Lánasjóöur isl. námsmanna fram á 245 milljónir króna til námslána — er það algjör krafa námsmanna að á þær tillögur verði fall- izt. Nám er vinna. Vinnuna ber að meta ekki aðeins að styrkja með lánum — heldur er æskilegt að jafnframt hækkun á greiðslu umframfjárþarfar þá breytist lán þessi i óafturkræfa styrki hjá þeion stúdentum, sem vinna heima að loknu námi. Þá fyrst geta félitlir stúdentar stundað nám sitt af öryggi og þurfa ekki að snapa uppi snatt- vinnu út um bæ. Við sem nám stundum í þessari 60 ára ryk- föllnu stofnun, kaupum fokdýr- ar námsbækur, og í haust hefur bóksala stúdenta selt okkur bækur fyrir nær 4 milljónir króna. Til fróðleiks má geta þess, að meðal bókakostnaður þeirra sem nú hefja nám við hina nýstofnuðu sálfræðideild háskólans er um 10 þús. krónur. Þessar vitsmunalegu kræsing- ar eru síðan framreiddar af lærimeisturum stofnunarinnar á hinn fjölbreytilegasta hátt. Að þessari veizlu sitja stúdent- ar og ber að innbyrða mikið og margt þvi hver okkar er nokk- uð dýrt fyrirtæki. En sem neyt- endur að allri þessari fræða- súpu eigum við rétt á að hafa hönd í bagga með framreiðsl- unni. Framhald á bls. 18 VOLVO Hö (SAE) Hámarksþungi á franiöxul (kg) Hámarksþungi á afturöxul (kg) Heildarþungi <kg> Burðarþol á grind Leyfilegt frá Volvo Leyfilegt skv. vegalögum. N84 122 3800 8000 11800 7800 7800 F84 122/170 4100 9000 12500 8600 8600 F85 170 4100 9500 13500 9200 9200 N86 165/210 5350 11000 16000 10900 9900 NB86 165/210 5350 16500 21500 15200 14700 F86 165/210 6000 11000 16500 11400 10400 FB86 165/210 6000 16200 22000 15600 15400 N88 208/270 6000 11000 16500 10500 9500 NB88 208/270 6000 16500 22000 15000 14500 F88 208/270 6500 11000 17000 10800 9300 FB88 270 6500 16500 22700 15300 14300 F89 220/330 6500 11000 17000 10500 9000 FB89 330 6500 16500 22700 15000 14000 Tolurnar tala sínu máli, en hin hagstæða reynsla Volvo vörubifreiða hérlendis, hefur ef til vill mest að segja. ÞAÐ ER KOMIÐ í TlZKU AÐ FÁ MIKIÐ FYRIR PENINGANA. Suðurlandsbraut 16 • Reykjavík • Simnefni: Volver • Simi 35200 HUNDRAÐ KRÓNUR Á MÁNUÐI Fyrir EITT HUNDRAD KRÓNUR á mánuii seljum viS RITSAFN JÚNS TRAUSTA 8 bindi í svörtu skinnlíki Við undirskrift samnings greiðir kaupandi 100C krónur. SlÐAN 100 KRÖNUR Á MÁNUÐ! Bókaútgáfa GUÐJÓNSÓ Hallveigarstíg 6a — Símí 75434

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.