Morgunblaðið - 26.10.1971, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.10.1971, Qupperneq 15
MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1971 15 \ Aiikaþing FÍB: Ný stjórn kosin — snarpar umræður VEGNA úrsagnar þrig:g:ja stjórn- armanná úr Félag:i ísL bifreiða- eígenda fyrir skönunu var hald- ið aukafulltrúaþing: sL Iaug'ar- dag, þar sem fram fór stjórnar- kjör á nýjan leik. 1 upphafi þingsins fór fram atkvæðagreiðsla um það, hvort leyfa ætti öðrum en löglega kjömum fulltrúum að sitja þing- ið, og var það fellt með meiri- hluta atkvæða. Viku þá af fund- inium 5—6 menn, sem þarna voru mættir, þar á meðal fyrr- um varaformaður, Guðmundur Pétursson. Allsnarpar umræður urðu á þtoginu og nokkrar ályktanir samþykktar. Tveir af þremenn- tagunum, sem sögðu sig úr stjóminni, þeir Ragnar Július- son og Konráð Adolphsson, vom mættir á þtoginu og gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum. Deildu þeir allhart á tvo menn, þá Magnús Valdimarsson, fyrrum framkvæmdastjóra FÍB, og Valdi mar Magnússon, gjaldkera félagsins og framkvæmdastjóra Hagtryggtogar, fyrir ýmiss konar óreiðu að þeirra áliti — m.a. vegna hinna nánu tengsla FlB við Hagtryggingu. Töldu þeir áhrif Hagtryggingar alltof sterk innan félagsins til að æski- legt gæti talizt innan neytenda- félags. Ennfremur töldu þeir að félagið þyrfti að gera hretot fyr- ir sinum dyrum varðandi svo- nefnit kranabílsmál og skoðunar- stöðvarmál til þess að hægt væri að byggja upp öflug neytenda- samtök. Nokkrar umræður urðu um þetta atriði og kom fram, að samstarfið á milli Hagtryggingar og FlB hefði ekki getað talizt óeðhlegt, þar eð Hagtrygging hefði verið stofnuð fyrir tilstilli og að frumkvæði félagsins. Hins vegar væri það eðlilegt að breikka bilið miffi trygginga- félagsins og FlB unz aðskilnaður væri orðin algjör, eins og verið hefði undanfarið. Þá fór fram stjórnarkjör og hlaut Guðmundur Jóhannsson, fulltrúi, flest atkvæði, en næstir komu Kjartan J. Jóhannsson, héraðslæknir, Kópavogi, Pétur Maack Þorsteinsson, forstjóri, og Haukur Pétursson, verkfræðtog- ur. Fyrir var sem meðstjórnandi Guðmar Magnússon, sem kosinn var á Akureyri, og varamenn þeir Sigurður Már og Karl Valdi- marsson. Þessi nýja stjóm mun koma saman á miðvikudag og skiptir þá með sér verkum. Skemmdi fimm bíla DRUKKINN ökiunaður stór- skemmdi fjóra bíla — auk síns eig-ins á Túngötu aðfararnótt sunnudiags. Þrír farþegar, sem voru með manninum í bílnum hlutu minni háittar metðsli, en sjálfur flúði hann af velttvangi. Skönmm siðar var liainn hand- tdkiiui heima lijá sér. Maðurton ók á miklum hraða vestur Túngötu og rakst utan i kyrrstæðan bll við vlnstri vegarbrún. Þar á eftir ök hann aftan á annan bíl, sem kastaðist á þann þriðja og á húsvegg. Ökumaðurinn sveigði þá til hægri og lenti þá utan í fjórða bilmum. Síðan nam hann staðar og fór. Farþegarnir i bilmum sögðust hafa verið á leið niður Lauga- veg, þegar þessi maður stöðv- aði bil sinn hjá þeim og bauðst til að aka þeim þangað sem þei,r ætluðu. Sáu þeir ekkert athuga- vert við ökumanninn og þágu því boð hans. En þegar þangað var komið, sem fólkið vildi fara, nam ökumaðurinn ekki staðar, heldur ók áfram og endaði sú ökuferð á framanigreindan hátt. Jacques Piccard: Spáir dauða úthafanna fyrir næstu aldamót Genf, 25. október — AP SVISSNESKI haffræðtogur- inn og prófessorinn Jacques Piccard sagði á fimdi með fréttamönnum í Genf í dag, að hugsanlega eyddist allt Iif I úthöfunum á næstu 25—30 árimi, ef mengim hafanna yrði ekki heft. Piccard prófessor, sem þekktur er fyrir ferðir sínar um undirdjúpin, sagði, að Eystrasalt, Adriahaf og Mið- jarðarhaf yrðu fyrst til að deyja, en síðan kæmu úthöfin. Fundurinn með fréttamönn- unum var boðaður í tilefni skýrslu, sem Piccard prófess- or er að vinna að með banda- ríska sérfræðingnum Peter Thatcher, og lögð verður fyr- ir alþjóðamengunarráðstefn- una í Stokkhólmi á næsta ári. Sagði Thatcher að rannsóknir sýndu, að um átta milljón tonn af olíu og oliuefnum rynnu árlega í sjóinn. Þar af renna fimm milljón tonn beint til sjávar með ám og skolpræs um, 1,8 milljón tonn berast frá útblæstri biíreiða og flytj- ast til sjávar með loftstraum- um, og um 1,03 milljón tonn- um er viljandi eða óviljandi dælt í sjóinn úr olíuflutninga- skipum. Auk þessa falla svo um 200 þúsund tonn af blýi úr út- blæstri bifreiða til sjávar á ári, og um fimm þúsund tonn af kvikasilfri frá verksmiðju- úrgangi -— aðallega frá papp- írsiðnaðinum. Þúsundir tonna af skordýraeitri auka svo enn mengunina árlega. Piccard prófessor sagði, að mengunin væri að útrýma svifinu í efstu sjávarlögunum, en svifið er undirstaða alls lifs í sjónum. Þegar svifið hefur verið þurrkað út, deyja allar aðrar lifverur. Thatcher sagði, að mengun- ar væri þegar farið að gæta mjög í fiski. „Fiskurinn er ekki útdauður enn," sagði hann, „en hann gæti verið of eitraður til manneldis." Benti Thatcher á bann i Bandaríkj- unum við innflutntagi á tún- fiski, sem innihéldi of mikið kvikasilfur, og sagði, að ekki væru lengur til nein fiskimið í heimtaum þar sem sverðfisk ur fengist með lægra kvika- silfursmagni er bannað er í Bandarikj unum. Síldarsölur í Danmörku: 25 seldu fyrir 25 milljónir kr. 25 BÁTAR scldu síld og makril í Danmörku á Itímabilinu frá 18. —23. október. Alls seldu þeir 1348 tonn fyrir liðlega 24 millj- kr. og er meðalverð þá 17,95 kr. á hvert kg. Mesltur hluti aflans var sUd til frysittngar log söltun- ar, oða 1290 tonn, en 48 lestir fóru í bræðslu og rúmum 8 tonn- um var landaó af makrU. 1) bræðsiusíld 2) makft-Ul. Magn Verðm. Verðm. lostSr ísl. Wr. pr. kg: 18. okt. Tálknfirðingur BA 33.3 598.889 17.98 18. — Tálknfirðingur BA 11.6 43.337 3.74 1) 18. — Loftur Baldvinss. EA 46.1 898.690 19.49 18. — Eidtoorg GK 79.6 1.527.256 19.19 18. —i Imgiber Ólafss. II. GK 33.9 630.354 18.59 18. — Ingiifoer Ólafss. II. GK 8.9 26.808 3.01 1) 18. — Gunnar SU 24.6 471.166 19.15 18. — Súlan EA 50.8 934.013 18.39 19. — Jörundur III. RE 56.2 1.091.701 19.43 19. — Jón Kjartansson SU 67.6 1.338.236 19.78 20. — Þórður Jónasson EA 52.3 974.925 18.64 20. —• Þórður Jónasson EA 0.8 25.740 32.18 2) 20. — Þórkatla II. GK 53.4 963.149 18.04 20. — Venus GK 52.5 951.021 18.11 20. — Venus GK 5.3 19.885 3.75 1) 20. — Dagfari ÞH 53.4 957.259 17.93 20. — Dagfari ÞH 0.6 16.704 27.84 2) 20. — Akurey RE 36.2 665.743 18.39 20. — Reykjaborg RE 81.0 1.439.472 17.77 20. — Óskar Halldórsson RE 39.8 700.358 17.60 20. — Óskar Halldórsson RE 0.6 22.618 37.70 2) 20. — Hilmir SU 76.5 1.338.922 17.50 20. — Hilmir SU 13.1 54.852 4.19 1) 20. — Sveinn Sveinbjörnsson NK 49.2 901.583 18.32 22. — Bjarmi II. EA 58.7 1.081.781 18.43 22. — Bjarmi II. EA 1.1 41.506 37.73 2) 22. — FifiU GK 78.2 1.455.590 18.61 22. — Fifill GK 5.2 186.931 35.95 2) 22. — GuUver NS 64.0 1.104.954 17.26 22. — GulLver NS 9.9 39.059 3.95 1) 22. — Ásgeir RE 52.8 957.481 18.13 22. — Helga II. RE 36.3 675.206 18.60 23. — Magnús NK 41.6 735.421 17.68 23. — Sæberg SU (ex. Guðrún Þorkelsd. SU) 38.3 707.902 18.48 23. — Álftafell SU 34.5 618.162 17.92 Concord-þotan í aðflugi. Concord * til Islands CONCORD-ÞOTAN franska hefur fengið heinúld tU þess að nota KeflavíkurfiugvöU sem æfingavöU 3. til l 5. nóvember n.k., að sögn} Boga Þorsteinssonar flugvaU-I arstjóra á Keflavíkurfhigvelli. Þotan mun koma hingað um hádegisbil þann þriðja og á- ætlað er að hún fari. síðdegis 5. nóv. 18 mamma áhöfn verð- ur á þotummá, sem er í al- mennu reynsluflugi, en kem- ur þó htaigað sérstaklega tál þeas að æfa lendimgar Keflavikurfiugvelli og profa staðarákvörðunarkeríi vélar- iinnair. Talið er líklegt að Keflavíkurflugvöllur verði ör- ugglega varaflugvöllur flug- véla af þessani gerð, sem fljúga yfir Atlantshafið, en einnig er sá möguleiki fyrir hendi, að Keflavíkurflugvöll- ur verði fastur miffilendingar völlur. Franska Concord-þot- an var i sumar á æfinga- flugi víðs vegar í Suður- Ameríku. Viðhald stöðvar eða ekki? UTANRlKISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur verið heðið um álit á þvl hvort það telji nauðsynlegt að endurbætur og viðhald fairi fram á ratsjárstöð varnarliðsins við Höfn í Hormafirði, en á banda- rískum fjárlögum fyri.r 1971 er um 11 þúsund dollaira fjárveit- tog til þessarar framkvæmdar, eða um 10 milljónir iisl. kr. Svars er að vænta von bráðar frá utanríkisráðuneytinu um þetta mál. Straumrof í Islandssíldveiöarnar: spennustöð I Mokveiði við Alviðru MOKVEIÐI var hjá sildveiðibát- unum í gær og fyrradag auistur við Alviðru út af Suðurlandi. — Sunnanbátarnir sigldu flestir með aflann til hafna við Reykja- nes, en Vestmannaeyjabátarnir og nokkrir aðrir lönduðu í Eyj- um. Á sunnudag var Gísli Árni með 120 tonn, Vonin KE með 80 tonn, Jón Garðar GK með 60 tonn, Óskar Magnússon AK með 50 tonn, Ólafur Sigurðsson AK með 30 tonn, Örfirisey AK með 30 tonn, Isleifur IV. með 30 tonn og í gær var Bergur VE með 160 tonn og ísleifur VE með 80 tonn í fyrsta kasti, en ekíki var vitað í gærkvöldi hvað hann var með eftir annað kastið. — Ófeigur II. VE var með fullfermi, 90 tonn, Gjafar VE með 70 tonn, Halkíon VE með 80 tonn, Kap VE með 80 tonn, Ljósfari var með 10 tonn og rifna nót, Hafrún ÍS var með 50 tonn, en ekki var vitað um Kristbjörgu og Gull- bergið. Heldur var farið að bræla á miðunum í gærkvöldi og ekki út- lit fyrir gott sildveiðiveður. VEGNA fyriirspurnia, einikum frá starfsmannahópum og fyrirtækj- um, sem gefa vilja í A-Pakistan- söfnun Rauða krossins, skal þetta tekið fram: Framlögum má koma til slkrifstofu Rauða kross íslands, Öldugötu 4 í Reykjavík, banka eða símaávísun. Þá má senda framlögin á gtró RAFMAGNSLAUST varð á mið- bæjarsvæðinu í Reykjavík í gær- morgun vegna straumrofs í aðal- spennustöð I hjá Rafmagns- veitum Reykjavíkur. f gær- kvöldi var ekki búið að finna or- sökina fyrir biluninni, sem varð í sjálfvirkum stýrisstraumi, en ætlunin var að kanna bilunina nánar í nótt. Búið var að hleypa rafmagni aftur á spennistöð I, en þó var sú hætta á að rafmagnið færi aftur af þar sem ekki var búið að komast fyrir bilunina. Svæðið, sem um ræðir í bænum i sambandi við stöð I, er frá Lækjargötu og austur að Nóa- túni. reikntag RKÍ nr. 90.000 sem op- inn er í öllum bönkum, spari- sjóðum og póstafgreiðslum. ÞS er og í öllum peningastofnuniujm. optan sérstakur reikntogur á nafni RKÍ. RKÍ). Þá skal það og tekið fram, að öll framlög yfir 300 krónur eru frádráttarbær til skatts. — (Frá Gíróreikningur R.K.Í. er 90000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.