Morgunblaðið - 31.10.1971, Page 10

Morgunblaðið - 31.10.1971, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1971 Um heiðursdoktorinn Lajos Ordass Að taka kyndilinn úr þreyttri hendi það almenna líf, sem I Ungverja landí hrærðist á tímum Hali- grims Péturssonar. Því einnig trúarlíf Ungverja var niður- beygt á þessum tímum og þýð- ingu Ordass á Passiusálmunum Lajos Ordass. vegvisunar út úr niðurlæging- unni.“ Þýðing Ordass á Passiusálm unum hefur aldrei verið gefin út. Hlutar hennar hafa verið birlir i ungverska kirkjuritinu Utitárs, sem nú er gefið út i Þý'/.kalandi og sálmarnir hafa verið lesnir i ungverskum út- varpssendingum gegn um út- varpsstöð í Monte Carlo. Stöð- ugt berast þessari úlvarpsstöð bréf frá Ungverjalandi, sem vilja fá meira að heyra. Einnig ungverskir kennimenn utan Ungverjalands hafa fjö'lrituð eintök þýðingarinnar og nota hana í starfi sínu. Þannig hafa þessi islenzku trúarljóð fyrir tilverknað Or- dass náð að lýsa upp dökkan heim iandflót’a fólks og þjóðar í fjötrum. Þau hafa náð að miðla trúarlegu trausti yfir landamæri og styrkt kristna menn í erfiðum tímum. Árið 1946 var Ordass, þá að- eins 44 ára, kjörinn biskup Bányabiskupsdæmis og varð þar með eftirmaður hins þekkla biskups Raffay. Tveim- ur árum seinna varð Ordass „Búdapest, 19. ágúst 1971. Kæri hróði r i .lesú Kristi. Keimsækjandi minn ætlar aó gera mér það kærleiksverk, að taka með sér handritið að þýð- ingti ntinni á „Passítisálmun- um“ og koma því í hendur biskupsins. Eins og ég hef áð- ur skrifað, les ég aftur og aftur Passíiisálmana — bæði á frum- málinti og i þýðingum. Og þá hendir það, að mér hugkvæm- ist endurbót. Þetta liandrit geymir að mínu áliti mína heztii þýðingu. Ég hefi einnig ritað formála- kynningu á Hallgrími Péturs- syni. Ég bið íslandi Guðs blessun- ar, íslen/.ku kirkjunni, biskupn- um í starfi slnu og fjölskyldu- lífi. Með innilegu3tu kveðjum. Ordass Lajos.“ Með þessu bréfi barst bisk- upi íslands, herra Sigurbirni Einarssyni, lokahandrit ung- verska biskupsins Lajos Ordass að þýðingu hans á Passíusálm- um Hallgríms Péturssonar. Ordass var sem kunnugt er kosinn heiðursdoktor við guð- fræðideild Háskóla íslands í til efni 60 ára afmælis háskólans fyrir skemmstu, en fékk ekki fararleyfi til Háskólahátíðar hjá yfirvöldum Ungverjalands. 1 lífi þessa boðbera íslenzkr- ar trúar á framandi tungu hafa skipzt á skin og skúrir. Yfir- völdin í landi hans hafa svipt hann virðulegasta embætti kiirkju sinnar í Ungverjalandi, endurreist hann til þess aftur, til þess eins að útskúfa honum á nýjan leik. Hann er nú orðinn fullorðinn og heilsuveill, en sinnir ritstörfum af kappi. Frá íbúð sinni í Búdapest hefur hann nú r.ent Islendingum hand rit sitt að sinni „beztu þýðingu" á Passiusálmunum. Og hann biður okkur Guðs blessunar. SKIN OG SKÚBIH Lajos Ordass fæddist í ung- verska þorpinu Torzsa 7. febrú ar 1902. Hann nam guðfræði í Búdapest og Halle og að námi loknu dvaldi hann með styrkj- um í Svíþjóð, þar sem hann m.a. ávann sér hylli erkibiskups ins Nathan Söderblom. Bréf í Söderblom-safninu, sem varð- veitt er við Uppsalaháskóla, vitna um dálæti sænska erki- biskupsins á hinum unga ung- verska klerki, sem erkibiskup- inn m.a. tók með sér í ýmsar embættisferðir. Þessi dvöl Or- dass í Svíþjóð varð til þess, að norrænt kirkjulíf og trú varð honum áhugaefni. Á fjórða tug aldarinnar var Ordass prestur í Cegléd og Búdapest. Á þessum árum tók hann til við þýðingar á nor- rænum trúarritum og 1933 birt- ist fyrsti afraksturinn af þessu verki hans. Þá kom út safn bamapredikana norska biskups ins Johan Lundes. Nokkrum ár um síðar var gefið út í Ung- verjalandi tveggja binda verk fyrir sunnudagaskólastarf og var Ordass einn af aðalritstjór- um þess og bætti það upp með þýðingum á skandtnaviskum barnabænum. Þegar stríðið skall á, var Or- dass farinn að kynna sér verk danska skáldklerksins Kaj Munk. Og meðan flugárásirnar dundu yfir, sat hann í loftvarna byrgjum og vann að þýðingum á verkum Munks. Aðeins ein þýðinganna hefur vérið gefin út — „De herrer dommere" — „Amig idönk van“, sem kom út í Vín 1964 og var þýðanda þar ekki getið af tillitssemi við hagi hans. Á fimmta tug aldarinnar komu tvær þýðingar Ordass út í Ungverjalandi; báðar á ritum eftir Bo Giertz — „Stengrunn- en“, sem í íslenzkri þýðingu Sig urbjörns Einarssonar bar nafn- ið „Grýtta jörð“, og „Trúin eina“. Þýðingarnar voru gefnar út í litlum upplögum, sem seld- ust upp á svipstundu, en vegna pappirsskorts varð ekkert úr annarri útgáfu. Ordass þýddi og fermingarbók Bo Giertz — „Grunninn", og hafa ungversk ir prestar stuðzt mjög við vél- rituð eintök hennar í fermingar starfi sínu. Þá hefur Ordass og þýtt fjölda sálma úr Norður- landamálum. PASSÍUSÁLMAB f UNGVERJALANDI En höfuðverk Ordass í trúar legum þýðingum er þýðing hans á Passíusálmum Hali- gríms Péturssonar. Hvenær á- hugi Ordass á Passíusálmunum vaknaði, er ekki með öllu víst, en sennideg't má telja að hann hafi kynnzt þeim í Sviþjóðar- dvöl sinni. Svo mjög hafa þeir hrifið hug þessa ungverska kennimanns, að hann leggur það á sig að iæra íslenzku til þess eins að geta notið sálm- anna á frummálinu. Hvenær hann svo teknr til við þýðingar á þeim, er ókunnugt, en það starf tók langan tima og má telja senniilegt að bezt tóm hafi honum til þess gefizit eftír að hann var sviptur biskupsemb- ætti öðru sinni 1958. Handrit að fyrstu þýðingunni sem Ordass gaf biskupi íslands, og nú er varðveitt í Háskólabókasafni, ber dagsetninguna 14. júlí 1960. Um þýðingu Ordass á Passíu sálmunum segir séra L.G. Terr- ey, framkvæmdastjóri Den Norske Israelmisjon í bréfi til biskups Islands: „Þýðing Or- dass biskups er í fyrsta lagi trú frumtextanum. í öðru lagi er hún bókmenntaiegt verk, unnið af dugnaði og sm<4ík- vísi. En það, sem vakti mesta aðdáun mína við lestur henn- ar, er, að þýðandimn hef».r náð í hana þeim sérstaka blæ, sem verkið hefði borið í þýð- ingu samtímamanns Hallgríms Péturssonar. Með þessu á ég ekki við, að þýðíngin sé font, heldur fellur hún saman við CÍqsT udm.u.'r'-C’LSS ^ /A/ t’ufo / / <■ { Bitliönd Ordass. er aðeins hægt að líkja sam- an við „Hin guðdómlegu ljóð“, sem fremsta trúarskáld Ung- verja á þeim tíma kvað þjóð sinni til halds og trausts og til yfirmaður hinnar ungversku lúthersku kirkju og hann varð varaforseti Lútherska heims- sambandsins og meðlimur mið stjórnar Heimsráðsins. Nafnbót Krií5*tuís Kr.uik ktiseyy C) n^jf-vére. Fol ;i,0 31% 6n J '-i>.«!•;, i-n jtrf hát! !: 11 aisd tteg szivett czavát! Saenvedc) eadés** BxrJotf/jé htía&QtF. £?.<■;£te»ts&Att SaeAt Pál kö e 4% ivlinfcre, Vlgyilk el vilÁg v6?6r&: Értu/ik 5ia Úr nisít t&láit, Cgftk kíat ér> r.aosioru h&lált. íirtoo jár h«s.táiö« ðton il- -í ’ •>’’ : ■' • ; ' ■■ i , %?>e rnyi 6 r e r áidM e1 . Jézuc horiozta, C eaonvedett euh«týottofr: í'ótíin, Gokezor SssftAt volt n véror, lUdozafc Möliyei * 'ttennyei >h-*t Xrdntuak isogbékéLfcotte, Bununkefc t$t.itt-.&ivé t.tt.n, A fcöteo oz.lv orvoBöá^fe Jézus Urutik t-.zeuifc h&’álo. Véroö kcre«at..fialatt Ito&JelftetjUk nyugolnmnfcöt. Cif'UR r b ztC; h.,í. i. u Uíí t:. Kennyire ááercfc jó Átyám? BChk he.lyén Xíitfín fvtíva iiobaz felóm. Leikeciefc Jéáuk* udrj zengjo éHHka mindonott Éneitott, szavaa, élefcer tétel ia iegyon. A HUségee Istent ildj« JéauB rf'inden ioádság'e. ?Slor,enóul mér kóoo este A t. 11V n;/ O y 6 r> ú V. >>. Bár ég s föidr.ek vclt Ur& líítenfiek fszeréjme^ ?ia, t:í$ e XöXCcn vértóakodiott, Kiin'jer&ért háláfc oáott. ény lelkem, jýí wegé.önöold, Hogy &z Istennfifc roridja volt ÉXétejre, ételedre, buzgon áJáj/irí érte"! Uppliaf Passíiisálinanna í þýðing-n Ortlass.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.