Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1971 15 Blómvöndurinn í Bratislava Við konm sovézku leiðtoganna Vii fundarins í Bratislava. í fremstu röð eru, taldir frá vinstri: Svo- boda forseti Tékkóslóvrakiu, Leonid Brezhnev flokkslcidtogi frá Sovétrík.jun11m, Oldricli forsætis- ráðiierra og: Alexander Dubcek flokksleiðtogi Tékkóslóvakíu. Fyrir afltan Svoboda eru frá vinstri: Alexei Kosygin, Mikhail Suslov og Podgorny forseti, allir frá Sovétríkjumun. Látnir stjórnmálamenn Haraldur Guðmundsson, fyrr- um ráðherra, var meðal þeirra stjórnmálamanna, sem einna hæst bar eftir að sú flokkaskip- iun komst á, sem við höfum bú- ið við síðustu 4 áratugina. Hann var einn aðal foringi Al'þýðu- sflokksins, og þeir, sem ungir að árurn fylgdust með þróun stjórnmála á 4. og 5. áratugn- um, fengu þá mynd af Haraldi Guðmundssyni, að hann væri meðal hinna heilsteyptustu í röð um islenzkra forustumanna, enda voru honum falin fjöl- breytileg störf við lausn mikil- vægra málefna. Haraldur Guðmundsson var forstjóri Tryiggingastofnunar ríikisins um nærri tveggja ára- tuga skeið, og fer því ekki á milli mála, að félagslegt öryggi og aðstoð við þá, sem minna máttu sín, voru hans aðalhugð- arefni, enda hafði hann margvísleg áhrif á 'þróun mála á sviði almannatrygginga og síð ast vann hann að álitsgerð um lífeyrissjóð fyrir landsmenn alla. Hann hlýtur því mjög að koma við sögu stjórnmálanna, er hún verður rituð í heild, jafn ríkur þáttur og þróun á sviði trygg- ingamála hefur verið í ís- lenzku þjóðlífi á því tímabili, er starfskrafta hans naut við. Anmar alþingismaður, Gumnar Jóhannsson frá Siglufirði, var jarðsettur í vikunni. Hann átti einnig drjúgan þátt i þróun hagsmunamála verkalýðsins þótt ekki væri hann jafn áberandi stjómmálaleiðtoigi otg Haraldur Guðmundsson. En hörð var baráttan oft, er ís- lenzkt þingræðisskipulag var að mótast á 4. áratugnum, ekki sízt úti á landi, og hlaut mjög að taka á þá, sem eindregnir voru 1 skoðunum, en engu að síður vel viljaðir hverjuim og einum. Þegar litið er til baka yfir liðna tíð, má vissulega segja, að vel hafi farið, þrátt fyrir hörð átök. Allir ættu að geta tekið undir orð, sem Steinþóra Ein- arsdóttir, ekkja Gunnars, mælti nýlega við bréfritara, en þau voru eitthvað á þessa leið: „Nú er allt svo breyitt frá því sem áður var; nú getum við öll starf að saman, þvi að enginn líður neyð á okkar dásamlega landi“. Það eru alkunn sannindi, að andstæður, heilbrigð átök milli manna og þjóðfélagshópa kalla fram athafnir og úrbætur. Lýð- ræðið krefst skoðanaskipta, og um kyrrstöðu getur aldrei verið að ræða. Þess vegna er barizt í stjórnmálunum og svo á það að vera. Vissulega er það ánægjulegt, að baráttan skuli nú ekki vera jafn harðvítug og íyrrum, en aðalatriðið er, að átök frumherjanna báru þann árangur, sem raun ber vitni. Friðarstefna Um allan heim var því fagn- að, er Willy Brandt, kanslara Vestur-Þýzkalands, voru veitt fniðarverðlaun Nobels. Hann hefur um margra ára skeið lagt sig allan fram um að bæta sam- búðina milli austurs og vesturs, reynt að koma á samskiptum í stað einangrunar, samúð í stað andúðar og haturs. Þegar við leiðum hugann að hinum miklu andstæðum, sem fyrrum voru í íslenzku þjóðlífi, og hvernig tekizt hefur að sætta þær, þannig að ekkert djúp er lengur staðfest milli fjölmennra þjóðfélagshópa, þótt öfgasinnar hljóti ætíð að finnast, þá hljót- um við lika að hugleiða, hvern- ig unnt sé að draga úr andstæð- um og tortryggni milli þjóða og þjóðaisamsteypa. Staðreynd er, að í kommúnistaríkjunum hafa efnahags- og atvinnumál nokk- uð nálgast það, sem er meðal frjálsra þjóða, og á hinn bóg- inn hafa opinber afskipti af at- vinnulífi í auðugu iðnaðarríkj- unum aukizt. Samvinna hef- ur tekizt í atvinnumálum á ýms- um sviðum milll austurs og vest- urs og jafnvel gengið svo langt, að vestræn fyrirtæki hafa byggt upp miklar verksmiðjur I Sovét- ríkjunum. Allt þetta horfir í rétta átt og dregur úr andstæð- unum. Nú hefur Kína gerzt aðili að Sameinuðu þjóðunum. Því hljóta allir að fagna, þótt vissulega beri þann skugga á, að Formósu var vísað úr þeim samtökum. Ferð Nixons Bandaríkjaforseta til Peking oig Moskvu er einnig ánægjulegur vottur um þær til- raunir, sem gerðar eru til að sætta sjónarmiðin. Loks er svo ástæða til að geta ferðar Manlio Brosio fyrrverandi framkvœmda st j óra A'tílainitsihaf'sibanidalagsins tii jámtjaldsiríkjanina til að lei't- asit við að koma á samkomu- lagsviðræðum og undirbúa ör- yggisráðstefnu Evrópu. Samkomulag með festu Nobelsverðlaunahafinn Willy Brandt gerir sér grein fyrir þvi, að óskhyggjan ein nægir ekki til að koma fram hugsjónum hans um bætta sarnbúð ríkja verald- ar. Hann er Þjóðverji og því ná- kunnugur mistökum þeim, sem brezka forsætisráðherranum, Chamberlain, urðu á í viðskipt- um við Þjóðverja skömmu fyrir styrjöldina. Hann veit, að veik- leiki dugar ekki í viðskiptum við þá, sem lengi hafa haft út- þenslustefnu á dagskrá og sýnt hana í framkvæmd. Það er þess vegna mjög at- hyglisvert, að þýzka ríkisstjórn in skuli nú hafa boðizt til að borga kostnað af dvöl bandarískra hermanna í Vestur- Þýzkalandi á sama tíma sem frið arviðræður eru mál málanna. í Bandaríkj'unum hafa af skiljan- legum ástæðum verið uppi um það háværar raddir, að ósann- gjarnt væri, að Bandaríkjamenn legðu á sig miklar byrðar til að annast varnir Evrápu, ef Evrópuþjóðirnar sjálfar vildu lítið á sig ieggja, og þess vegna heíur verið óttazt, að dregið yrði úr vömum Vestur- Evrópu, án þess að sambærileg- ur samdráttur yrði í her- afla Austur-Evrópuríkja. Þýzk yfirvöld gera sér það sýnilega ljóst, að allar tilraun- ir til að bæta friðarhorfur eru unnar fyrir gýg, ef Vesturveld- in láta undan síga á sama tíma sem Rússar auka herstyrk sinn dag frá degi. Þess vegna býðst vestur-þýzka stjórnin til að greiða kostnað af dvöl Banda- rikjamanna í Þýzkalandi, til þess að hafa aðstöðu til að ræða um gagnkvæman samdrátt her- afla í Evrópu, og auðvitað ger- ir Brandt ráð fyrir því, að þessi ákvörðun Þjóðverja muni stæla aðrar Vestur-Evrópuþjóðir og hindra, að þær geri einhliða ráð stafanir, sem skerða mundiu varnarmátt Atlantshafsbanda- lagsins og þar með útiloka þá samninga, sem allir vona að tak ist. Blómvöndurinn á Bratislava Málgagn sovézka hersins, Rauða stjarnan, hefur lýst þvi yfir, að það sé fáránlegt að „Sovétríkin muni beita Island þvingunum með því að senda herskip að ströndum þess, ef til þess kæmi, að bandarískar her- sveitir verði fluttar frá íslandi." Þessari fregn stakk Tíminn al- veg undir stól, en Þjóðviljinn faldi hana. Og hví skyldi það vera? Menn hafa af því nokkra reynslu, að eitthvað muni undir því búa, er sovézkir ráðamenn lýsa sem ákafast vináttu sinni í garð einnar þjóðar, og þannig rifja þessi ummæli Rauðu stjöm unnar um Island upp fund, sem haldinn var í Bratislava í byrj- un ágústmánaðar 1968 milli sov- ézkra og tékkóslóvakískra leið- toga. Þá féllust þeir í faðma Brésneff og Dubcek, og sovézki leiðtoginn afhenti Dubcek blómvönd einn mikinn. Jafn- framt var skýrt tekið fram í Bratislavayfirlýsingunni, að ríkin myndu virða landamæri hvors annars. Aðeins hálfum mánuði síðar réðust hersveitir Sovétrikjanna og annarra Var- sjártoandalagsríkja inn í Tékkó- slóvakiu. Blómvöndurinn í Bratislava fölnaði skjótt. Reynslan hefur því miður sýnt, að vinarhót af hálfu Sovétrikjanna boða venju iega alvariegri tiðindi.. Þess vegna verður yfirlýsing Rauðu stjörnunnar til þess að auka þann ugg, sem Isiendingar bera í brjósti, ef landið verður varn- arlaust, en ekki til að draga úr honum. Þetta gera kommúnistar hér á landi sér augsýnilega ljóst. Og ritstjórar Tímans skilja þessa alvöru líka, og gripa tll þess ráðs að fela fregnina. Með því sanna þeir þá kenningu, sem hér var sett fram sl. sunnudag, að áhrif kommúnista mundu jafnt og þétt aukast, er undan væri látið, einkum á sviði örygg- ismálanna. Þá yrði farið að þegja um það, sem þeim þætti óþægilegt og jafnvel hæla því, sem andstætt er Iýðræðislegum hagsm'unum. Annað dæmi um þessa þióun í herbúðum Fram- sóknarmanna gaf að líta í Tím- anurn sl. þriðjudag, er í aðalfyr- irsögn blaðsins voru falsað- ar fregnir af fjölda erlendra sendiráðsmanna á Islandi. Und- anlátssemin er byrjuð — og hve larngt verður gengið, spyrja menn með ugg í brjósti. Tilboð Sjálf- stæðisflokksins Sú ákvörðun Einars Ágústs- sonar utanríkisráðherra að kveðja tvo fyrrverandi Þjóð- viljaritstjóra sér til aðstoðar í ör yggismálum landsins, hefur eðli- lega vakið kvíða. Eftir að bent var á, hve alvarleg tíðindi þetta væru, hefur utanríkisráðherra leítazt við að halda því fram, að engin breyting hafi á orðið i þessu efni. Hann fari enn einn með utanríkis- og varnarm&l landsins. Þessu neitar Þjóðvilj- inn hins vegar dag eftir dag og sagði t.d. sl. miðvikudag: „Frá því var greint í sl. viku, að sett hafi verið á laggirnar sérstök nefnd þriggja ráðherra til þess að íjalla um herstöðv- armálið I samræmi við ákvæði málefnasamnings stjórnarflokk- anna. 1 nefnd þessari eiga sætí einn ráðherra frá hverjum flokki. 1 henni eru Einar Ágústs son utanríkisráðherra, Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra og Magnús Torfi Ólafsson mennta- málaráðherra; hér eru semsé í nefnd þrír ráðherrar einn frá hverjum flokki ríkisstjórnarinn- ar.“ Málgagn Kommúnista sker ekkert utan af því, að hér séu þriír hliðsettir ráðherrar, sem fjalla eiigi um öryggismál lands- ins. Þeir brosa bara í kampinn á Þjóðviljanum, er utanríkisráð- herra gerir tilraun til að halda öðru fram. Einari Ágústssyni var á' það bent, að hann ætti þann kast að leggja nefnd þessa nið- ur og skýra skýrt og skorinort frá því, að það hafi verið gent. Jafnframt tæki hann upp sam- starf við aðra lýðræðisflokka um lausn öryggismálanna. Þetta hefur hann enn ekki gert. Nú hefur Sjálfstæðisflokkur- inn lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um, að þeir þingflokkar, sem styðja aðild Is- lands að Atlantshafsbandalág- inu, tilnefni menn í nefnd til þess að starfa með utanríkisráð- herra að öryggismálum. Með þeirri tillögu býður Sjálfstæðis- flokkurinn fram samstarf af sinni hálfu, ef kommúnistar verði útilokaðir frá áhrifum á öryggismál landsins. Fróðlegt verður að sjá við- brögð Framsóknarflokksins við þessu boði af hálfu Sjálfstæðis- flokksins, og vissulega er von- andi að því verði tekið. Þannig yrði heiðri utanríkisráðherrans borgið. Þá mundi verða bætt fyr ir það tjón, sem unnið hefur ver ið, ekki einungis í viðræðum við Bandaríkjamenn og Atlants- hafsbandalagið, heldur einnig í viðræðum við aðrar þjóðir um landhelgismálið. 4 Mikið í húfi Vissuilega er nú mikið í húfi, og menn munu fylgjast af áhuga með þvi, hver viðbrögð lýðræð- issinna i Framsóknarflokknum og Samtökum Frjálslyndra og vinstri manna verða við þeim viðhorfum, sem nú hafa skapazt. Næstu daga og vikur verður úr þvi skorið, hvort lýðræðissinn- uð öfl á Islandi bera gæfu til þess að standa saman um sjálf- stæðismál þjóðarinnar eða hvort áhrif kommúnista eru orðin svo rík, að þeir fái þar ráðið ferð- inni. Ef niðurstaðan yrði sú, að til- boði Sjálfstæðisflokksins yrði hafnað, hlyti afleiðingin að verða tortryggni allra lýð- frjálsra þjóða í garð okkar Is- lendinga. Þá yrði vissulega erf- itt fyrir utanrikisráðherra — og raunar hvern annan sem væri — að ræða við Bandarikjamenn og Atlantshafsbandalagið um varnarmál. Þá væri ekki unnt að treysta því, að upplýsingar, sem gefnar væru, færu ekki beint til sovézkra yfirvalda, því að naumast getur það verið hug- myndin, að einn hinna þriggja nefndarmanna dylji aðra þess, sem hann kynni að verða áskynja. Hitt er kannski ennþá alvar- legra, að mjög erfitt verður fyr- ir utanríkisráðherra að hefja vinsamtegar viðræður við Breta, Þjóðverja og aðra Vestur- Evrópubúa um landhelgismálið, ef hann ber ábyrgð á þvi, að kommúnistar eru aðilar að við- ræðum um öryggismál, ekki ein- ungis Islendinga heldur allra lýðfrjálsra þjóða. Állt frá því að ríkisstjórnin var mynduð hefur Morgunblað- ið leitazt við að styðja utanrík- isráðherra í tilraunum hans til þess að kynna landhelgismál- ið og vinna íslendingum fylgi S erlendri grund. Blaðið vonar, að auðið verði að styðja haun áfram, en því miður er útilokað að treysta honum og flokfci hans, ef þeir taka nú ekki rögg á sig og útiloka áhrif kommún- ista á öryggismát landsins, og taka þess i stað upp samvinuu. við lýðræðisöflin. Reykjavíkurbréf ---— Laugardagur 30. okt.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.