Morgunblaðið - 31.10.1971, Side 17

Morgunblaðið - 31.10.1971, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1971 h jypC'T 17 •íWlí: Strætisvagnar Reykjavíkur 40 ára Flytja daglega 50 þús. farþega Þannig var fyrsti strætisvagninn sem ók uni götur Reykjavíkur. Ólafur Þorgrímsson, fyrsti stjórnarformaður Strætisvagnanna og forstjóri um skeið, Eirikur Ásgeirsson, núverandi forstjóri og Ásgeir Ásgeirsson, sem tók við stjórnarformennsku af Ólafi. var eitt af ævintýrum ald- arinnar og þótti skemmtileg nýj ung, þegar fyrsti bíllinn kom til íslands, en fáa mun hafa órað fyr ir því þá, að með honum voru að hefjast aldahvörf í samgöngu háttum landsmanna, en það varð svo öllum ljóst á næstu tveimur til þremur áratugum. — En það kostaði svo krónum skipti, þegar til kom, að ferðast með bilunum, þótt aðeins væri farinn stuttur spölur, t.d. úr miðbænum að Bar ónsstíg. Og krónumar voru þá dýrmætur hlutur, enda af skorn um skammti í vösum almennings. (Jrræði flestra varð því hið sama og verið hafði — að fara gang- andi. Þeir, sem gátu notað reið hjól, voru að sjálfsögðu miklu betur settir í þessu efni. Það var líka umtalsvert ævin- týri fyrir Reykvíkinga árið 1931, þegar Strætisvagnar Reykjavikur hófu þar göngu sína. Það var ekki vandfundinn munur á því að geta nú farið i „Strætó“ fyrir 5 og 10 aura sömu vegalengd og kostaði nokkrar krónur að fara í Ieigubíl. Þá sungu krakkar á götunni: AUir í Strætó, allir í strætó . . . Þessi glaðværi morgunsöngur í ævi strætisvagnanna er nú þagn aður fyrir löngu. Nú vita allir, að strætisvagnamir eru mikil- vægt hjól, sem grípur inn í mörg önnur hjól í gangverki höfuðborg arinnar. Og ef það stanzar, þótt ekki sé nema rétt um stundar- sakir, þá verkar það þegar trufl andi á störf og samskipti borgar búa. Fólk kemst ekki til starfa sinna víðs vegar í borginni að morgni og um miðjan dag með eðlilegum hætti án þess að nota strætisvagnana og ótal margar aðrar nauðsynjaferðir manna eru við þá bundnar. Þeir verða því hiklaust taldir til brýnna nauð synja borgarbúa og þeim alveg ó missandi i einhverri mynd, sem uppfyllir þá nauðsyn um ófyrir sjáanlega langa framtíð. Meðal annars, sem færa má strætisvögn unum til gildis, er það hversu lít ið rúm þeir þurfa í umferðinni samanborið við fjölda hinna minni bíla.“ Þessi kafli, sem hér er tilfærð ur er tekinn úr yfirliti um sögu strætisvagna Reykjavíkur, sem Guðlaugur Jónsson fyrrverandi lögnegluþjónn tók saman. Og nú eru strætisvagnamir búnir að aka um götur Reykjavíkur í nákvæm lega 40 ár. FFRSTU FERÐIR I OKTÓBER 1931 31. október 1931 hóf fynsti strætisvagniun I eigu Strætis- vagna Reykjavíkur h.f. ferð frá Lækjartorgi. Eru þvi liðin fjöru- tíu ár frá því Strætisvagnar Reykjavíkur eignuðust sinn fyrsta bíl, en áður hafði félagið um nokkurra vikrra skeið, haldið uppi ferðum með póstbil, sem það hafði á leigu. Fyrsti strætis- vagn félagsins var af Studebaker- gerð með íslenzkri yfirbyggingu, fyrir 14 faxþega og bar hann skrá setningarmerkið RE-970. Fargjald ið var 10—30 aurar eftir vega- lengd. Nokkru síðar, eða 11. nóv ember eignaðist félagið annan bil af sömu gerð og óku þessir bílar á „langleiðunum“ í gegnum bæ inn frá Lækjartorgi vestur i Kaplaskjól og að Elliðaám og Kleppi. Fáum dögum eftir að fyrsti strætisvagninn var skrásettur, eða þann 4. nóvember 1931, segir svo í dagbók Morgunblaðsins: — „Fyrsti bíllinn byrjar ferðir sín ar kl. 7 á morgnana (frá Lækjar torgi) og fer svo þaðan á hverjum klukkutíma inn að Kleppi nema seinustu ferðina, sem farin er frá Eækjartorgi kl. 11,30. Frá Kleppi er fyrsta ferðin kl. 6,30 að morgni og síðan á klukkutímafresti til Lækj artorgs." Og 17 nóvember er ný frétt, sem byrjar svo: „Ann ar bíll strætisvagnafélagsins er nú kominn í umferð og er þá um leið framlengd leiðin frá Kleppi og alla leið suður að Shell við Skerjafjörð.“ STRÆTISVAGNAFÉLAG REYKJAVÍKUR Stofnfundur H.f. Strætisvagna Reykjavíkur var haldinn 24. ág úst 1931, Stofnendur voru 13 og hlutafé félagsins talið 30 þús. kr. 16. september sama ár gerði fyrir tækið samning við Bæjarstjórn Reykjavíkur um að halda uppi rekstri almenningsbifreiða í Reykjavík næstu 5 ár, enda veitti bæjarstjórn ekki öðrum félögum og/eða einstaklingum styrk tii bifreiðaferða um bæinn á sama tíma. Fyrsti formaður stjórnar Strætisvagna Reykjavikur var Ó1 afur Þorgrímsson, lögfræðingur, og með honum í stjóm Egill Vil- hjálmsson, forstjóri og Ólafur H. Jónsson, framkvæmdastjóri. Hélt félagið uppi strætisvagnaferðum í Reykjavík í um 14 ár, eða þar til Reykjavíkurbær keypti vagna þess 24. ágúst 1944 og yfirtók rekstur strætisvagna í Reykja- vík. Keypti bærinn 20 vagna af Strætisvagnafélaginu. Frá því Reykjavíkurborg tók að sér rekst ur stærstisvagna, hafa tveir memi gegnt starfi forstjóra, þeir Jó- hann Ólafsson til 17. maí 1951 og Eiríkur Ásgeirsson, sem gegnir því starfi í dag. f tilefni af afmælinu, sem er í dag efndi framkvæmdastjóri strætisvagnanna til blaðamanna- fundar og veitti upplýsingar um reksturinn: 14,2 MILLJ. FARÞEGA Á ÞESSU ÁRI Daglega ferðast með Strætis- vögnum Reykjavíkur um 50 þús. farþegar og er svo flesta mánuði ársins. Áætlað er að um 14,2 millj. farþega muni ferðast með vögn unum í ár. 37 strætisvagnar aka á föstum leiðum og eru við- komustaðirnir um 280 talsins. —• Aka vagnarnir um 11 þúsund km á dag. SVR á 53 vagna, en um ára- mótin eru 5 nýir vagnar væntan legir til viðbótar og eru þá 39 innan við þriggja ára aldur. Um samið kaupverð þessara fimm vagna er 3,8 millj. fyrir hvern vágn. Hjá SVR vinna nú 194 starfs menn, þar af 132 vagnstjórar. Far gjaldatekjur strætisvagnanna á sl. ári voru um 85 millj. kr., en rekstrargjöld, þar með taldar af skriftir svo og framlag til ný- bygginga, námu um 111 millj. kr. Markmiðið er að fargjaldatekjur standi undir daglegum rekstri en borgarsjóður leggur fram fjár- magn til kaupa á nýjum vögnum, biðskýlum og í byggingar. Far- gjald með SVR er nú kr. 7,69, ef keypter afsláttarkort, og kr. 11,00 einstakt fargjald og kr. 2,50 fyrir börn og kr. 4,00 einstakt fargjald. 30 NÝ BIÐSKÝLI OG GLERHÚS Á HLEMM Nú eru í byggingu 30 ný bið- skýli og verða þau sett upp á næstu mánuðum. Með tilkomu þessara biðskýla er lokið við að setja biðskýli á viðkomustaði á opnum svæðum i borginni. Kostn aður við smíði þessara nýju bið skýla er áætlaður 1,5 millj. kr. Eftir að uppsetningu þeirra er lokið eru um 85 biðskýli við við komustaði SVR. Verður næ3t haf izt handa við gerð biðskýla á aðra viðkomustaði, eða svo nefnd gangstéttabiðskýli. Áformað er að reisa glerhús á Hlemmi, sem er aðalviðkomustaður SVR. Borg arráð samþykkti á fundi sinum, 31. júlí sl., að fela nefnd að ski:la greinargerð um þessa fram- kvæmd fyrir þann tíma, sem fjár hagsáætlun Reykj avíkurborgar fyrir 1972 verður afgreidd. Sam- kvæmt frumuppdrætti verður húsið 550 ferm. með 900 ferm. þaki. Möguleikar eru þar fyrir margs konar þjónustu, svo sem smáverzlanir, veitingasölu og góða biðaðstöðu fyrir farþega. í uppbyggingu er viðgerða- og geymslusvæði fyrir SVR á Kirkju sandi. 1968 var tekin í notkun fullkomin sjálfvirk þvottastöð, sem kostaði um 10 millj. króna. Fyrir nokkrum dögum var tekið i notkun nýtt verkstæði, sem er um 10 þús. rúmmetra bygging og kostaði hún með tækjabúnaði um 35 millj. kr. Næsta ár verður unn ið að innréttingu á skrifstofuhús næði á efri hæð þess húss, svo og mötuneyti fyrir starfsfólk. Þá er í undirbúningi að girða og ganga frá lóð. Verður væntanlega lagt utanhúss-upphitunarkerfi í jörðu sem vagnarnir verða tengdir við á næturnar. LEIÐAKERFI í STÖÐUGRI ENDURSKOÐUN 11. apríl, 1970 var tekið upp nýtt leiðakerfi og markaði það tímamót í þjónustu SVR. Leiða kerfið var gert einfaldara og fólki auðveldað að skipta um vagna, án aukagreiðslu, með skiptimiðum. Það ér skoðun for- ráðamanna SVR, að lágmarks- tíðni á leiðum, þurfi að vera 15 mín. Farþegaaukning eftlr leiða- breytinguna hefur orðið um 15% eða álíka fjöldi og notar skipti- miðana. Æskilegt er að flýta för far- þega, sem búa lengst frá mið- hluta borgarinnar. Til þess að svo megi verða, þarf að taka upp ferðir með öðru sniði en nú er, um leið og SVR verður að njóta í auknum mæli fyrirgreiðslu ut» f erðary f ir valda. HLUTVERK STRÆTISVAGNANNA í tilefni af þessum tímamótum í sögu Strætisvagna Reykjavíkur, ræddi Eiríkur Ásgeirsson, for- stjóri þeirra lítillega um hlutverk strætisvagnanna á komandi ár- um. Hann sagði m.a.: — Á síðari árum hefur gildi al menningsvagna aukizt mjög, eft ir að það er orðið meiri háttar vandamál í bæjarskipulagi, hvern ig eigi að fá rými á vegum og stæðum fyrir sívaxandi fj ölda einkabifreiða. í einkabifreið eru að meðaltali 1,2—1,4 menn en i strætisvagni 10—80 menn. Víðsvegar um heim fer fram endurmat á gildi þessara farair- tækja og hvað gera þurfi til þess að almenningsvagn geti keppt við einkabifreiðina. Ljóst er orð ið, að þetta er ekki aðeins mál fyrirtækja, sem starfrækja al- menningsvagna, heldur einnig borgar-, skipulags- og lögreglu- yfirvalda; sem standa munu, eða standa nú þegar frammi fyrir nær óleysanlegum vanda, sem leiðir af ótakmarkaðri notkun einkabifreiða í verzlunar- og at hafnahverfum borga. Eigi strætisvagnar að gegna slíku hlutverki, sem hér hefur Framh. á bls. 1S Fyrstu vikurnar höfðu Straotisvagnar Reykjavíkur á leigu bíl frá Póststjórninni, og nmn þetta vera fyrsti vagninn sem flutti farþega á þeirra vegum. Yfir 14 milljónir farþega taka strætisvagnana á einu ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.