Morgunblaðið - 07.11.1971, Síða 5

Morgunblaðið - 07.11.1971, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1971 37 Þjóðskjalasafn hefur hug á sérstakri gerð ljósrita A ÞJÓÐSKJALASAFNI ís- lands er nú mikill áhtigi á því að fá gerð sérstek ljósrit, svokallaðar Xerox-myndir, eftir mikrofilnium, en það virðist mun ódýrara en venju leg ljósiuyndun á skjölum, auk þess sem Xerox-pappír er miklu þjálli í bækur en venjulegur ljósmyndapappír. Athugaði Bjarni Vilhjálms- son þjóðskjalavörður það í Kaupmannahöfn nýlega, hver tök væru á að fá gerð þessi sérstöku ljósrit og kom í ljós, að tæknilega er ckkcrt því til fyrirstöðu. Þessi mál eru öll á umræðu- og samningastigi enn sem kom- ið er, en óhætt er að segja, að Þjóðskjalasafnið bindur miklar vonir við þessa ljósritunaraðferð. Ekki má þó loka augunum fyr- ir því, að kostnaður við gerð slíkra ljósrita verður alltaf til- finnanlegur, einkum ef verulega verður aukin gerð eftirmynda af framangreindum skjalagögn- um, eins og full þörf er á. Þjóðskjalavörður hefur trú á, að stjórnvöld sýni þessu þjóð- þrifamáli fullan stuðning, þó að fjárveitingavaldiö hafi vissulega í mörg horn að líta á hverjum tíma. Auk þess telur þjóðskjala- vörður það koma fyllilega til greina að leita til átthagafélaga og annarra samtaka landsbyggð- arinnar og vinveittra einstakl- inga til stuðnings þessu mál- efni, þvi að notkun áðumefndra gagna stendur oftast i nánu sam- bandi við ritun byggðasögu og mannfræði einstakra héraða. Vitaskuld yrði þá um leið að tryggja héraðsskjalasöfnum ljós- rit af ýmsum nauðsynlegum gögnum. Mikil notkun sumra frum- gagna í Þjóðskjalasafni Islands marga undanfarna áratugi veld- ur sívaxandi áhyggjum starfs- manna safnsins. Margar skjala- bækur safnsins hafa einnig bor- izt því í lélegu ástandi, og hef- ur frá upphafi þurft að umgang- ast þær með varúð. Þessi of- notkun á ekki hvað sízt við um kirkjubækur og manntöl, sem gestir safnsins leita mikið í. Um sex ára skeið hefur verið rekin ágæt skjaiaviðgerðarstofa í Safnahúsinu undir stjórn Þjóð- skjalasafns. Forstöðukona henn- ar hefur lagt sig mjög eftir nýj- ustu og fullkomnustu tækni i skjalaviðgerðum, einkum í Eng- landi. Takmörk eru fyrir því, hvað viðgerðarstofan kemst yf- ir og hversu lengi má bæta úr sköddun handrita. Enn fremur er það til stórbóta, að Þjóð- skjalasafn hefur frá því um 1959 „Við sagnabruiminn“ Mál og menning gefur út sögur og ævintýri frá ýmsum löndum ÚT er komin á vegum Máls og menningar bókin Við sagna- lininninn — sögur og ævintýri frá ýmsuni lönduni. Hefur Alan Bouclier, sem endursagði sögurn- ar og ævintýrin, unnið þessa bók, ásamt Helga Hálfdanarsyni, sem annaðist þýðingar, og Barböru Árnason, sem myndskreytti hana. Efni bökarirmar er víðs vegar að komið. Alan Bouoher segir í eftirmála, að hann hafi á rúm- lega tólf árum, er hann vann við stjórn þátta í skólaútvarpi BBC safnað slikum sögum úr öliiuim áttum og látið flytja þær, aðal- lega í leikritsformi. Frá Grænlandi er sagan Urðar- köttur, sem hefur geymzt á dönsku i ritum Knuds Rasmus- sens, og írá Vestur-Afríku kem- ur sagan Hlébarðinn selur sögur. Frá Grikklandi eru meðal annars sögur af Odysseifi, og frá Japan sagan um Mánaprinsessuna, er Boucher segist hafa fundið af til- viljun í lítilli bók, sem var hand- máluð og prentuð á silki í Tókíó á 19. öld, í enskri þýðingu ókunns manns. Alls eru í bókinni 22 sögur og ævintýri og af myndskreytingum eru nokkrar í litum. Prentsmiðjan Hólar hf. prent- aði textann en Grafík hf. prént- aði litmyndir og kápu. Bókin er bundin í Hólabókbandi. Ennfremur hefur Mál og menning gefið út nýja pappírs- kilju. Eru það frásagnir banda- riskra hermanna úr Víetnam- striðinu eftir Mark Lane. Bókin er 140 bls. að stærð, prentuð í prentsmiðjunni Hólar hf. Kápu gerði Þröstur Magnússon. Bókin er þýdd af félögum í SÍNE-deild- inni i Os'ló og gefin út að tilhlut- an SÍNE. Hún nefnist á frum- málinu: „Conversations with Amerieans.“ Sagnfræðingar stofna félag ÍSLENZKIR sagnfræðingar hafa stofnað með sér Sagnfræðingafé- lag íslands og var formaður fé- lagsins kjörinn dr. Björn Þor- stcinsson. Á stofnfundinum, 30. . septem- ber sl. voru félaginu sett lög og segir í fyrstu grein, að félagið heiti Sagnfræðingafélag íslands. Félagar géta orðið: Kandídatar og meistarar í sagnfræði eða aðrir með sambærilegar gráður í þeirri grein. BA menn með 3 stig í sagnfræði og aðrir með sam- bærilega sagnfræðimenntun. Þá getur aðalfundur og inntöku- nefnd samþykkt frekari aðild ein staklinga að félaginu og voru á stofnfundi samþykktir stofnend- ur er taldir vöru uppfylla kröf ur, sem gera verði til háskóla- menntaðra sagnfræðinga. Markmið félagsins er efling ís lenzkra sagnfræðirannsókna og sögukennslu, samstarf þeirra, laginu að gæta hagsmuna þeirra, eftir því sem við verður komið. Þá ber SFÍ að vinna að samstarfi íslenzkra sagnfræðinga við fræði félaga sína erlendis og samtök þeirra Fyrsta verkefni félagsins var að annast móttöku norrænna sagnfræðinga er hingað komu ný lega til að vinna að byggðasögu rannsóknum. Á aðalfundi voru ko9nar ýmsar starfsnefndir er undirbúa eiga fundi í vetur um ýmis sagnfræðileg efni, einkum þó er varðar sögukennslu og gerð kennslubóka. Stjórn félagsins er þannig skipuð: Formaður dr. Björn Þorsteinsson, varaform. Jón Guðnason, ritari Ólafur R. Einarsson, gjaldkeri Guðlaugur Guðmundsson og meðstjórnandi Helgi Þorláksson. Mun félagið halda fundi nær mánaðarlega i vetur. (Fréttatilkynning). komið sér upp vélrituðum ein- tökum meirihluta aðalmanntala safnsins. Hin síðustu ár haía verið gerðar ljósmyndir af nokkrum hluta prestsþjónustu- bóka í safninu. Má þar nefna t.d. aflar prestsþjónustubækur úr Reykjavík, Hafnarfirði, Vest- mannaeyjum, Neskaupstað (þ.e. hinu gamla Skorrastaðarpresta- kalli) og Seyðisfirði (Dverga- steinsprestakaJli) auk aUmargra annarra kirkjubóka héðan og þaðan. Þá er til nokkurt slang- ur eftirrita af fornum og máð- um kirkjubókum. Enn er þó hvergi nærri nóg að gert að ljós- myndun kirkjubóka, enda er hún mjög dýr með þeim aðferð- um, sem við eigum aðgang að hér á landi. Neituðu sér um máltíð — og gáfu í Pakistansöfnunina HINN 28. október kom á skrif-1 stofu okkar séra Einar Guðna- son, sóknarprestur og afhenti okkur kr. 70.000,— til Pakistan- hjálpar kirkjunnar. Cooch Behar flóttamannabúð- anna, sem reknar eru af tLúherska heimssambandiini* í Indlandi. Nemendur í Reykholtsskóla neituðu sér um hádegisverð í heila viku og létu það er sparað- ist renna til söfnunarinnar. Einn- iig söfnuðu þau nokkurri upp- hæð í nágreninin'u undir eftirliti skólastjóra sins. Hjálpar.stofnun kirkjummar mun láta þessa upphæð, ásamt öðru söfnunarfé, renna til LESIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.