Morgunblaðið - 12.11.1971, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1971
Umræður um innlent lán;
Ráðstöfun óákveðin
Á FUNDI neðri ðeildar í gær
kom til fyrstn umræðu frum-
varp rikisstjómarinnar um heim-
ild fyrir ríkisstjómina til að
taka innlent lán. Nokkrar um-
ræður urðu um væntanlega ráð-
stöfun þess fjár, sem þannig
yrði fengið að láni með útgáfu
spariskírteina, en gert er ráð fyr-
ir, að upphæðin, sem fengin yrði
að láni samkvæmt heimild þess-
ari, verði allt að 200 millj. kr. —
Kom m. a. fram gagnrýni á, að
ekki skyldi gerð nein grein fyrir
því af hálfu ríkisstjómarinnar,
hvemig fyrirhugað væri að ráð-
stafa því fé, sem heimildin tekur
tii.
Halldór E. Sigurðsson, fjár-
málaráðherra, mælti fyrir frum-
varpinu og kvað þetta frumvarp
vera eins og fyiTÍ heimildarlög
til inmlendrar lántölku hafa verið,
að því einu undamskildu, að hér
væri gert ráð fyrir, að bréfin
yrðu skráð á nafn, em svo hefði
efcki verið áður. Notkutn fjárins
ætti að temgj a framkvæmdaáætl-
un, en hún væri ekki tilbúin
entnþá og yrði ekki fynr etn eftir,
að Framkvæmdastofniun ríkisins
hefði verið stofnuð, en eitt af
verfcefnum henmar væri eimmitt
að gatnga frá gerð framfcvæmda-
áætlunar. Óskaði ráðherra eftir
hraðri afgneiðsiu þessa frum-
varps í gegnum þingið, helzt svo,
að það yrði afgreitt strax í
næstu viku.
Afurða-
lán til út-
flutnings-
iðnaðar
Á F'UNDI sameinaðs þings i
gær var á dagskrá fyrirspurn
til viðskiptaráðherra frá Pétri
Péturssyni (A) um afurðalán iðn
fyrirtæfcja. Fyrirspumin varsvo
hljóðlandi:
Hvenær má gera ráð fyrir, að
iðnfyrirtæki, sem framleiða vör-
iur til útflutnings, fái notið svip-
aðrar fyrirgreiðsiu hjá bönkum
varðandi afurðal'án út á fram-
leiðslu sína eins og aðrir at-
vinnuvegir, svo sem sjávarútveg
ur og Landbúnaður?
Fyrirspyrjandi mælti fyrir fyr
irspuminni og sagði, að fyrst
og fremst væri átt við ýmiss
konar smærri iðnfyrirtæki, sem
framleiddu til útflutnings.
Lúðvik Jósepsson, viðskipta-
ráðherra, las upp bréf, sem hann
hafði óskað eftir frá Seðlabanka
Islánds vegna fyrirspurnarinn-
ar. I svarinu kom fram, að mjög
erfitt er að lána út eftir föst-
um reglum, þar sem um fram-
Jieiðslu er að ræða, sem bæði er
til útfflutnings og fyrir innan-
landsmarkað. 1 svari Seðlabank-
ans kom einnig fram, að i 4g-
úst si. voru afurðalán til sjávar-
útvegsins kr. 1197 milljóndr; tii
landbúnaðarins 689 millj. króna
og til iðnaðarins samtals kr. 157
millj., þar af vonu 60 millj.
vegna útfliutnings. Taldi ráð-
herrann sjálfsagt í framtíðinni
að reyna að byggja upp kerfi,
þannig að allar útflutningsgrein
ar byggju við svipuð lánakjör,
hvort sem um vœri að ræða sjáv
arútveg, landbúnað eða iðnað.
Pétur Pétursson tók aftur til
máls og þakkaði svörin, þó að
ekki hefðu þau verið eins já-
kvæð og hann hafði vonað.
Lárus Jónsson (S) taldi það
eðlilegt, að þiingdeildin vissi til
hvers hún væri að afla fjár.
Gerði hanm fyrirspurin. til ráð-
herra um, hvenær vænta mætti
frumvarps ríkisstj ómarinínar um
Framfcvæmdastofnunima, sem
boðuð væri í stjórnarsáttmálan-
um og í framhaldi af því, hve-
nær mætti vænt þess, að fram-
kvæmdaáætlun lægi fyrir.
Matthías Á. Mathiesen (S)
kvaðst vilja gera um það fyrir-
spum, hvort fyrirhugað væri að
gefa spariskírteinin út og selja
þau á þessu ári. Ennfremur ósk-
aði þingmaðuriinn eftir því, að
fj árhagsnefnd og þar með þing-
deildimni yrði skýrt frá, hvemdg
ríkisisitjómán hygðist nota féð.
Ávallt hefði sá háttur verið á
hafður hingað til við hliðstæða
lagasetniingu.
Haildór E. Sigurðsson, fjár-
málaráðherra, sagði, að féð yrði
notað til framkvæmda á vegum
ríkisins samkvæmt framkvæmda-
áætlun, eins og hún yrði þegar
hún lægi fyrir. Þá upplýsti ráð-
herrann, að fyrirhugað væri að
selja bréfin á þessu ári, en hins
vegar yrði fénu varið til fram-
kvæmda næsta árs. Einmig sagði
hanm, að stutt væri að bíðá frumr
varpsiinis um Framikvæmdastofn-
un ríkisins.
Lárus Jónsson sagði, að efck-
ert hefði komið fram í ræðu ráð
herra um, hvenær vænta mætti
framkvæmdaáætlunar. Þá taldi
harrn eðlilegt, að drög að fram-
kvæmdaáætlun lægju fyrir nú,
jafnvel þótt Framkvæmdastofn-
unimni væri ætlað að ganga end-
anlega frá hennd. Framfcvæmda-
áætlun væri hvort sem er háð
breytingum í meðförum þingsins.
Þá kvaðst Matthías Á. Mathie-
sen vilja spyrja ráðherra, hvort
ætlunin væri að leggja fyrir
þetta sama þing eftir áramót
annað frumvarp um sölu spari-
skírteina, einnig vegna fram-
kvaamda næsta ár. Ef svo væri,
yrði mjög hoggið nærri mögu-
leikum viðskiptabankanna til að
afla sér fjár vegna spamaðar
fólksimis í landinu. Taldi hann
ekki sjáaniega aðra ástæðu fjrrir
framlagningu frumvarpsinis nú,
en að von væri á öðru sama
efniis eftir áramótin.
Halldór E. Sigurðsson, fjár-
málaráðherra, kvaðst efckert vilja
fullyrða um, hvort annað frum-
varp kæmi eftir áramótin. Þá
Samgönguáætlun
Norðurlands
1 SAMEINUÐU þingi í gær urðu
allmiklair umræður um þinigs-
ályktunoirtili. Sjádfstæðismainna,
Maginúsar Jónssoniar o. fl. um
samgöniguáætluin Norðurlands. —
Verður nánar sagt frá umræðum
þessum í blaSinu á morgun.
Axel Jónsson
tekur sæti
SÆTI tók í gær á Aliþingi Axel
Jónsson, bæjarfuldtrúi i Kópa-
vogi, sem er fyrsti varaþingmað-
ur Sjálfstæðisffloikksins í Reyfcja
neskjördæmi. Hann var i fjórða
sæti listans við Alþingiskosning-
arnar sl. vor. Axel tekiur sæti i
forföllum Odds Ólafssonar, sem
er erlendis.
sagði ráðherrann, að fordæmi
væri fyrir, að fjár væri aflað á
þennian hátt án þess að áður
lægi fyrir, hvernig ætti að ráð-
stafa því.
Bjami Guðnason (SFV) sagði,
að ákvæði 3. gr. frumvarpsins
um að spariskirteinin væru und-
aniþegin framtalsskyldu væri sér
sérstakur þyrnir í augum. Þetta
Á FUNDI neðri deildar sl. mið-
vikudag kom til fyrstu umræðu
frumvarp um breytingu á lögum
um tekjustofna sveitarfélaga, sem
Karvel Pálmason (SFV) er flutn
ingsmaður að. Breytingin er I þá
átt, að Jöfnunarsjóður sveitarfé
laga standi sérstaklega undir
þeirri tekjuskerðingu, sem sveit
arfélögin verða fyrir vegna sér-
stakra útsvarshlunninda sjó-
manna. Voru allir þeir,
sem þátt tóku í umræð-
um þessum sammáila um
réttmæti þess, að sjómenn nytu
sérstakra hlunninda vegna út-
svarsgreiðslna og jafnframt, að
réttmætt væri, að þjóðarheildin
bæri þennan sérstaka sjómanna
fradrátt. Ræðumenn greindi
hins vegar nokkuð á um, hvort
rétt væri að Jöfnunarsjóður eða
ríkissjóður bæru þeinnan frádrátt.
Við þessa umræðu hélt Ólafur G.
Einarsson (S) jómfrúræðu sina
og birtist hún í heild hér á síð-
unni í gær.
Karvel Páhnason mælti fyrir
frumvarpinu og kvað það flutt
til að leiðrétta það misræmi sem
ríkjandi væri milli sveitarfélaga
vegna sérstaks útsvarsfrádráttar,
sem sjómenn njóta. Þau sveitar-
félög, sem sjávarútvegur væri
mest stundaður frá yrðu fyrir
miklu tekjutapi vegna þessa, með
an önnur, sem byggðu á öðrum
atvinnuvegum gætu innheimt
tekjuútsvörin að miklu stænra
marki. Benti hann á Bolungar-
vík, þar sem tekjumissir sveitar-
félagsins varð 1,6 milljónir kr.
á síðasta álagningarári. Það væri
1600 kr. á hvern íbúa þar. Sam-
svarandi tölur fyrir Reykjavík
væru 128 milljóna kr. tekjutap.
Lárus Jónsson (S) lýsti ánægju
sinni yfir því, að máli þessu
skyldi hreyft. Meginhugsun frum
varpsins hlyti að teljast sann-
gjörn. Rétt væri að athuga þetta
mál í samhengi við endurskoðun
þá, sem nú stæði yfir á tekju-
stofnum sveitarfélaga.
Guðlaugur Gíslason (S) kvaðst
styðja frumvarp þetta. Hann
vildi benda á ein rök enn til stuðn
ings málinu, en það væri órétt-
læti það, sem sums staðar kæmi
fram í því, að hinn sérstaki sjó-
mannafrádráttiu: hefði bein á-
hrif til hækkunar á útsvari ann-
arra gjaldþegna viðkomandi sveit
arfélags.
Matthías Bjarnason (S) lýsti
eininig stuðningi við frumvarpið.
Þar sem Alþingi tæki ákvörðun
um frádrátt á útsvörum sjómanna
væri rétt og eðlilegt, að þjóðar-
heildin tæki þátt í að kosta þá
lækkun.
ákvæði myndi gera sfcatteftirlit-
inu erfitt fyriir um sitt starf.
Ólafur Jóhannesson, forsætis-
ráðherra, kvað þarun hátt, að
afla fjárinis fyrst og ákveða síðar
ráðstöfun fjárins, hafa áður ver-
ið við hafðan. Meginatriðið taldi
hanin vera, að hér væri verið að
afla láns til framkvæmda, sem
aninairs þyrfti að fjármagna með
meiri skattlagningu. Kostur
væri, að hér væri um inmlent
lán að ræða en ekki erlent.
Héma væiru viss hættumerki í
efnahagslífinu. Hér væri niú ó-
hófleg spennia og óhófleg eyðsla,
sem þyrfti að bregðast við, svo
Karvel Pálmason kvaðst vera
ánægður með undirtektir þing-
manna, sem talað hefðu.
Að umræðu lokinni var frum-
varpinu vísað til 2. umræðu og
heilbrigðis- og félagsmálanefnd-
sem með þvi að hvetja til sparn-
aðar með útgáfu spariskírteina.
Halldór E. Sigurðsson, fjár-
málaráðherra, kvaðst vilja
benda á, í tilefni af ræðu Bjama
Guðnasonar, að bréfin yrðu
skráð á nafn og það myindi auð
velda eftirlit með eigendum
þeirira.
Þá sagðist Lárus Jónsson ekki
hafa verið að telja það eftir, að
fjár væri aflað. Hanin kvaðst ótt-
ast, að of langt yrði að bíða
frumvarps Framkvæmdastofinun-
ar, sem gíðam ætti eftir að semja
framkvæmdaáætlun. Hvenær
yrði sú áætlun tilbúin?
Matthías Á. Mathiesen sagði,
að fyrrverandi stjómaramdstæð-
ingar í fjárhagsmefnd hefðu á
sínum tíma oftast óskað eftir
upplýsingum um notkun þess
fjánmiagns, sem farið var fram á.
Þeim óslkum hefði ávallt verið
reymt að sinma. Hér stæðu þeir
öðru vísi að málum en þeir
vildu þá.
Ólafur Jóhannesson, forsætis-
ráðherra, fór að lokum nokkrum
orðum um eriendar lántökur og
kvað þær réttlætanlegar til gjald
ejrrissparamdi eða gjaldeyrisafl-
amdi framkvæmda.
Að umræðu lokimni var frum-
varpinu vísað til 2. urnræðu og
fj árhagsmefndar.
ar.
/
fremstn röð
dr eftir dr.
Gœðakaffi frd
0.J0HNS0N
&KAABER HF
Þjóðarheildin kosti
sj ómannaf r ádr átt
Frá umræðum á þingi