Morgunblaðið - 12.11.1971, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1971
Þannig þusaði hann áfram en
við hin vorum þögui, meðan lög-
reglubíHinn 6k hratt eftir göt
unum og Hopkins í hinum bíin-
um á eftir.
— Fáum við aldrei neitt að
éta? hugsaði ég, þreytulega.
Ekki svo að skilja, að ég hefði
nokkra matarlyst. Og líklega
var ég alveg búin að gleyma,
hvernig farið væri að því að
éta. Og ég vissi alveg, að eins
og mér leið, bæði í úlnliðnum
og annars staðar, mundi ég
gubba ef ég sæi mat.
verzlun er
matvöru-
verzlun
Það var nú orðið dimmt og
hér á lögreglustöðinni, var enn
verið að karpa. Barry var bú-
inn að blaðra svo oft um félag-
ið hans Melchiors, að orðið „þrí-
hyrningur" var orðið fast á heil
anum í mér.
— Thews stal peningunum,
sagði Barry í hundraðasta sinn.
— Hann sagði, að fyrirtækið
hefði farið út um þúfur, eitt-
hvað hefði komið á daginn, sem
hann hefði ekki getað séð fyr-
ir, þegar hann fékk okkur með
sér í þetta. Það var nú lygi, en
ég gat bara ekki sannað það.
Hann hafði reiknað þetta allt út
fyrirfram. Svo tók hann að snið-
ganga mig. Hann var aldrei við
þegar ég hringdi eða fór heim
til hans, og ég var alveg að
verða brjálaður af áhyggjum út
af því, hvað ég ætti að gera,
Það var aðallega vegna hennar
mömmu, sem ég var með þessar
áhyggjur. Ég hefði ekkert venö
verr staddur en áður, en hanr.
pabbi. . .
Þessi romsa hélt áfram lengi.
Svo var Barry spurður, hvort
hann hefði vitað, að Thews ætl-
aði að vera í Lintonsamkvæm-
inu, og hann kvað svo ekki
vera. Það var hrein heppni, ef
heppni skyldi kal.la. Hann hafði
bara farið vegna þess, að hann
langaði að drekika sig fullan, en
hafði ekki efni á að gera það á
eign kostnað. En undir eins og
hann sá Thews, hafði hann auð-
vitað tekið hann í karphúsið og
dregið hann inn í vinnustofuna
til þess að ræða málið við hann.
— Þið vitið um þetta rifrildi,
að því er Klara segir mér,
sagði Barry. — En þá getur
hún líka sagt ykkur, að ég gerði
ekkert við Thews nema dusta
hann dálitið til — nú kannski hef
ég líka hótað honum einhverju
en það þýddi ekki sama sem að
ég ætlaði að drepa hann, held-
ur vildi ég bara hræða hann
svoiítið. En svo sá ég hann alls
ekki eftir þetta. Það getur
Klara vottað með mér.
Hann sneri sér að henni, föl-
ur og áhyggjufullur.
— Segðu þeim það, Klara.
Segðu þeim, að þú hafir alltaf
verið með mér eftir þetta. Segðu
þeim, að ég hefði ekki getað
drepið hann.
Klara teygði úr skönkunum
og horfði á fæturna á sér. Hak
an á henni gekk upp og niður
en varirnar hreyfðust ekki.
Hún hristi höfuðið.
Já, sannaðu bara fjarveru
hans, bölvaður bjáninn þinn,
hugsaði ég. Hr. Parrott getur
kallað þig bjána, eins og þú
veizt. Þeir setja hann í fangelsi
ef þú gerir það ekki, og hvar
stendurðu þá? Já, flýttu þér að
þvi og gakktu frá honum og
láttu mig komast héðan burt.
Ég hef nógar áhyggjur sjálf.
Ekki Marcella ein, heldur heili
hópur fólks hefði getað komizt
heim til McJhicors, þegar hér
var komið.
Ég vissi ekki lengur, hvort
mér var illt í úlnliðnum. Mig
svimaði og ég var altekán
klígju. Það var kannski gott. Ég
hafði ekkert fengið að borða.
— Jæja, ungfrú Edmiston,
sagði hr. Parrott. — Jæja, kom
ið þér bara með það! Voruð þér
eða voruð þér ekki með Dubois.
Það lá eitthvað að baki rödd-
inni í honum.
Hún leit upp og á hann. Hann
kinkaði ofurlítið kolli.
— Voruð þér eða voruð þér
ekki? Munið, að hann fer í fang-
elsi. .
Kiara leit á Barry. Á föla
andlitið með fleiðrið á hökunni.
Á rifnu skyrtuna hans. Eitt tár
rann niður eftir kinninni á
henni og hún sneri sér snöggt
að hr. Parrott.
— Já, sagði hún lágt. — Ég
var með honum. — AHan þenn
Vandlátir
þekkja
verzlun
Eirvu sinni
ARRA
og svo
aíturog aftur .
AKRA smjörlíki er ódýrt; \
harðnar ekki!í ísskáp, bráðnar
ekki við stofuhita. Ekkert er betra
á pönnuna, það sprautast ekki.
Úrvals smjörlíki í allan bakstur.
SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRAR HF.
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
I»að er miklu réttara að láta aðra hlaupa á sig en að eiga þátt
í óförum þeirra.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Pig blóðiangar til að taka þátt í mörgu, sem aðeins er tfmaeyðsla.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Þú skalt taka að þér stærra hlutverk, en sleppa öllu ffrohbl.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Pessi dag'ur lofar mjög góðu fyrir alla þína hagsmuni.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Þú þarft að reikna með því að unga fólkið þurfi sitt, og það
breytir ýmsu.
Mærin, 23. ágúst — 22. september.
Pað er meira undir verkefnum dagsins komið en orðin tóm.
Vogin, 23. september — 22. október.
Eittlivað óheilt er á enda, og það hefur valdið þér sárum von-
brigðum.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Það er ekkert sem getur komið í stað þess að bera ábyrgð.
Rogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Því meiri frekju og yfirgang, sem þú sýnir, þeim mun meiri
verður mótstaðan.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
I»ú skalt endilega ieyfa öðrum að njóta sín en muna að vera S
birtunni sjálfur. I.áttu aðra um að gera eins margar vitleysur og
hægt er.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
!Það er ýmsum erfiðleikum bundið að vera hroðvirkur, og það
ættirðu að vera farinn að þekkja.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Tilfinningamálin eru þér erfið núna.
an tíma. Hann gæti ekki hafa
myrt Mel.
Hendurnar á henni lágu í
kjöltu hennar og lófarnir
sneru upp, rétt eins og hún
hefði verið að fleygja einhverju
frá sér. Hún reis seinlega á fæt
ur.
— Viiduð þér nú lofa mér að
fara heim, hr. Parrott? Ef ég
verð undir eftirliti fyrir að
berja yður, gætuð þér sent lög-
regluþjón með mér. En ég skal
ekki strjúka. Ég vil bara kom
ast heim. Hún var eitthvað ein
kennilega virðuleg, er hún
sneri sér að Barry. — Þú þarft
loksins ekkert að giftast mér,
sagði hún og reigði höfuðið. —
Og . . . þú mátt eiga þessa pen-
inga. Ég vil ekki sjá þá eða
heyra framar.
Hún sneri til dyranna. Eng-
inn sagði orð.
En þá æpti Barry: — Klara!
Hann stóð upp og hljóp á eftir
henni, og greip í handtegginn á
henni um leið og hún náði í
hurðarlásinn. Hún bar enn höf-
uðið hátt, er hún leit á hann.
En nú voru fleiri tár á andlit-
inu á henni.
—• Klara! sagði Barry aftur.
— Farðu ekki. Ég vil ekki, að
þú farir. Ég . . við skulum
gifta okkur, hvað sem hóar,
undir eins og við fáum leyfi til
þess. Hann greip andann á lofti.
— Ég vil giftast þér, sagði
hann og rétti fram báðar
hendur.
Jæja, þetta er í áttina, hugs-
aði ég. Vel í áttina.^Eins og turt
ildúfur á grein.
— Hvers vegna sagðirðu mér
það ekki? hélt hr. Parrott
áfram að spyrja. Hann var að
binda um úlnliðinn á mér með
mílnalöngu sárabindi, með-
an Hopkins mataði mig á svörtu
kaffi með skeið.
— Hvernig fórstu að þessu?
Hvenær gerðist það?
— Þú manst það ekki? sagði
ég gremjulega, og nú leið mér
heldur skár, þótt ekki væri það
neitt að státa af. — Það var þeg
ar þú slóst miig niður stigann
heima hjá Klöru. Þegar þú
varst að pína mig til sagna.
— Guð minn góður, Liz!
Hann var alveg agndofa. — Var
ég virkilega að . . . Æ, elskan
mín, fyrirgefðu mér.
Ég var næstum búin að segja:
„Ekki í návist þjónustu-
fólksins.“ Hann leit þannig á
mig. Ég fann að ég roðnaði.
LEIKHUSKJALLARINN
SIMI: 19636
Hljóms,