Morgunblaðið - 18.11.1971, Blaðsíða 10
10 MORGU'NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1971
i.
Fjölsóttasta þing Landssam-
bands sj álf stæ ðiskvenna
Tryggingamálin
sérstaklega tekin fyrir
EINS og getiö hefur verið í
fréttum hélt Landssamband
sjáifstæffiskvenna landsþing sitt
í Hafnarfirffi sl. föstudag. Var
þing þetta hið fjölmennasta sem
sambandiff hefur haldið og ber
vott um mikinn baráttuhug
sjálfstæffiskvenna um gjörvallt
landiff. Alls voru mættar til
þlngs um 100 konur frá 17 fé-
lögum. Þar að auki mættu kon-
ur frá svæffum, þar sem ekki eru
starfandi sjálfstæðiskvennafé-
lög. — Þingiff var aff nokkru
leyti helgað tryggingamálum
og hélt Guffjón Hansen trygginga
fræffingur mjög frófflegt er-
indi um tryggingamál, þau sem
affallega varffa konur. Svaraði
hann fyrirspurnum fundar-
kvenna, og voru umræffur
óvenju fjörugar og leysti trygg-
ingafræðingurinn mjög vel úr
öllum fyrirspurnunum, þannig að
fundarkonur voru margs fróðari
um þau mál öll á eftir. í ráði er
að fjölrita erindið og senda til
allra sjálfstæffiskvennafélaga til
þess aff gera sem flestum félags-
konum efni þess kunnugt.
í upphafi þingsetningarræðu
sinnar minntist formaður Lands-
sambandsins, Ragnheiður Guð-
mundsdóttir, læknir, KristínaT
L. Sigurðardóttur, alþingis-
manns, sem var fyrsti formaður
Landssambandsins, sem á 15 ára
afmæli á þessu ári. Vottuðu fund
arkonur hinni látnu heiðurs-
konu virðingu sína með því að
rísa úr sætum.
SKÝRSLA STJÓRNAR
OG FÉLAGA
I skýrslu formanns kom fram
að starf Landssaimbamds sjálf-
stæðiskvenna hafði verið öflugt
og hvatti formaður fundarkonur
til áframhaldandi dáða, því oft
hefði verið þörf, en ntá. væri
nauðsyn á öflugu starfi allra
sjáifstæðismanna. Væri nú öðru
vísi ástatt um þjóðmál en áður
er sambandið hefði haldið lands-
þing sitt, þar sem flokkur okk-
ar væri nú í stjómarandstöðu.
Gerðu fundarkonur góðan róm
að ræðu formannsins. Síðan var
kosin kjörnefnd. Þar næst las
gjaldkerinn, Elín Jósefsdóttir,
Hafnarfirði, upp reikninga sam-
bandsins og þeir samþykktir,
Þá fluttu fulltrúar frá hinum
ýmsu sjálfstæðiskvennafélögum
skýrslur sínar. Voru þær bæði
fróðlegar og skemmtilegar og
báru vott um blómlegt starf fé-
laganna á umliðnum tveim ár-
um, jafnvel þótt víða sé erfitt
viðfangs um íundahöid, svo sem
eins og í strjálbýlum sýslum þar
sem samgöngur eru erfiðar.
Eftir að fulltrúar höfðu lokið
málflutningi sínum kvaddi sér
hljóðs Ragnhiidur Helgadóttir
alþingismaður, og fyrrverandi
formaður Landssambamdsins.
Þakkaði hún Ragnheiði Guð-
mundsdóttur hennar mikla og
ötula starf á kjörtímabilinu og
hylltu fundarkonur Ragnheiði
með innilegu lófataki. — Að því
loknu þakkaði Ragnheiður al-
þingismanninum hlý orð. Benti
hún einnig á hversu mikils virði
það væri hve þingið hefði verið
fjölsótt og þakkaði sérstaklega
þeim, sem lengra að voru komn-
ar. Var síðan gert fundarhlé.
TRYGGINGAMÁL
Þingið var nú flutt í Skiphól,
en þangað bauð miðstjórn Sjálf-
stæðisflokksins fundarkonum til
hádegisverðar. í því hófi flutti
Jóhann Hafstein, formaður
flokksims ræðu, þar sem hanm
ræddi stjórnmálaviðhorfið og
skýrði afstöðu Sjálfstæðisflokks-
ins til þeirra mála sem efst eru
á baugi.
Eggert fsakason, formaður
fulltrúaráðs Sj álfstæðisf lokksins
í Hafnarfirði, ávarpaði fundinn.
Lýsti hann gleði simni yfir þvi að
þetta þing skyldi haldið í Hafn-
arfirði, en sjálfstæðiskonur þar
hefðu ætíð staðið framarlega í
flokksbaráttunni.
Að hádegisverðinum loknum
hófst á sama stað umræðuþátt-
ur þimgsins. Guðjón Hansen
tryggingafræðingur flutti sitt er-
indi og svafaði síðan fyrir-
spurnum. Urðu þessar umræður
um tryggingamálin mjög lífleg-
ar og fjölda fyrirspurna var
beint til framsögumanma.
Að umræðunum loknum var
aftur skipt um fundarstað og
haldið í Sjálfstæðishúsið. Þágu
þingfulltrúar kaffiveitingar í
boði Vorboðans. Höfðu félags-
konur sjálfar undirbúið það
glæsilega boð.
STJÓRNARKJÖR
Næst var gengið til stjórnar-
kjörs. Formaður var ejnróma
og án mótframboðs endurkjör-
inn, frú Ragnheiður ^J-uðmunds-
dóttir, læknir, og var hún hyllt
með löingu lófataiki. Aðrar í
stjóm voru kjömar: Frá Reykja
í hádegisverffarboffinu.
Ragnheiffur Guffmundsdóttir,
formaður Landssambandsins,
vík Auður Auðuns, Geirþrúður
Hildur Bernhöft, Ólöf Benedikts
dóttir og Sigurlaug Bjamadótt-
ir. Frá Hafnarfirði: Elin Jósefs-
dóttir og Jakobína Mathiesen og
ennfremur Ingibjörg Johnaen,
Vestmannaeyjum, Svava Kjart-
ansdóttir, Selfossi, Kriatjana
Ágústsdóttir, Búðardal, Marfa
Haraldsdóttir, Bolungarvík,
Sesselja Magnúsdóttir, Keflavík,
Ragnheiður Þórðardóttir, Akra-
nesi og Sigríður Gísladóttir,
Kópavogi.
Endurskoðendur voru kjörnir
Kristín Magnúsdóttir og Jórunn
ísleifsdóttir, Reykjavík.
Síðan fóru fram umræður um
lagabreytingar.
Að lokum var lögð fram til-
laga um stjómmálaályktun.
Landssambandsins og var hún
einróma samþykkt. Er hún birt
á öðrum stað á síðunni.
Fundarstjórar þingsins voru:
Laufey Jakobsdóttir, Hafnarfirðí,
Sigríður Pétursdóttir, Árnes-
sýslu, og Auður Auðuns, alþm.
Ritarar þingsins voru Eiríka
Árnadóttir, Keflavík, Ásthildur
Pétursdóttir, Kópavogi, Svava
Kjartansdóttir, Selfossi og Mar-
grét Einarsdóttir, Reykjavík.
Við þingslit kvöddu sér hljóðs
Jakobína Mathiesen, Hafnaxfirði
og Sesselja Magnúsdóttir, Kefla-
vík, en síðan sleit Ragnheiður
Guðmundsdóttir þinginu. Þakk-
aði Vorboðakonum hlýjar mót-
tökur og árrtaði þingfulltrúum
góðrar heimferðar, gæfu og
gengis.
A. Bj.
Miðstjóm Sjálfstæffisflokksins bauð til hádegisverffar.
Ályktun
landsþings sjálfstæðiskvenna
12. nóvember 1971
Lamdsþing sjálfstæðiskvenna haldið í Hafnarfirði
12. nóvember 1971 telur, að ábyrg þátttaka íslendinga
í varnarsamtökum þjóða N-Atlantshafsbandalagsins
sé þjóðinni náuðsynleg til verndar sjálfstæði lands-
ins og öryggi og stuðli að varðveizlu lýðræðis, frelsi
þjóðanna og friði í heiminum.
Landsþingið hvetur því landsmenn alla til að standa
dyggan vörð um öryggi landsins svo að sjálfstæði
þjóðarinnar verði sem bezt tryggt í framtíðinni.