Morgunblaðið - 18.11.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.11.1971, Blaðsíða 12
12 MORGU’NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1971 Ragnhildur Helgadóttir um málefni aldradra: Að þeim sé gert kleift að búa i eigin íbúðum — er fjárhagslegur léttir fyrir þjóðfélagiö Á FUNDI neðri deildar í gær mælti Ragnlieiður Helgadóttir fyrir þingsályktunartillögu sinni og Ólafs G. Einarssonar á þá lund, að sveitarfélögum sé heim- ilt að fella niður fasteignaskatta af ibúðum aldraðs fólks, sem það býr sjálft í. f iimræðununi kom Ragnheið- ur Helgadóttir m.a. svo að orði, að það væri fjárhagslegur léttir fyrir þjóðfélagið og almennt heilsusamlegt fyrir þá öldruðii að þeim væri gert kleift að búa í eigin íhúðiim, því að ella yrðu þeir að leita til vistheimila og sérstakra stofnana, sem hið op- inbera þyrfti að standa straum af. Ragnhildiir Helgadóttir (S) sagði, að vegna framfara í lækn- isfræði og meiri heilsu,gæzlu, betri efnahags almennings og bættrar aðbúðar á flesta lund hefði fjöldi þeirra, sem kemst á elldár, aukizt á síðustu árum, svo og fjöldi þeirra, sem við gott heilsufar búa í el-linni. Þessi þróun hefur leitt til þess, sagði þingmaðurinn, að æ fleiri -gera sér Ijóst, að elliheimili í hinum gamla skiln,in,gi þess orðs er ekki len-gur fullnægjandi lausn á mátefnium aldraðra. Sá hópur fer stækkandi, sem ósk- ar eftir og hefur heil'su til að starfa og 1-ifa sjálfstætt, búa á eigin heimili lengur en áður. Þingmaðu,ri,n,n gat siðan um það, að fyrir nokkrum árurn hefði stjórnskipuð nefnd kannað möguleiika aldraðra til þess að nota starfsorku sína. Niðurstað- an hefði verið sú, að áskjósan- legast væri, að aldrað fóik, sem þess æskti, gæri sem lengst dval izt á eigin heimilum. Það væri ekt höfuðskilyrði þess, að aldrað ir gætu notið starfsorku sinnar, — sjáifum sér til ánægju og betri heilsu og þjóðfélaginu til heiLla, Saigði alþingismaðurinn, að til þess að svo mætti verða, þyrftu ýmsar ráðstafanir að koma tiil, og nefndi í þvi sam- bandi heimiiishjálp, heimilis- hjúkrun og félagsráðstafanir gegn einmanaieika. Sagði hún, að á undanförnum árum hefði Reykjavíkurborg unnið stórt á- tak á þessum sviðum og margir aldraðir borgarar notið góðs af. Alþingismaðurinn benti á eitt atriði til þess að fleiri aldraðir gætu búið á einkaheimiium, en það væri dagheimili fyrir aldr- aða. Sagðist hún hafa komið á eitt slíkt heimili i Osló. Það hefði verið i gömlu einbýlishúsi og innréttað á mjög skemmtiiegan hátt. Þar voru 15 aldraðir borg- arar. Þeir voru sóttiir eða komu af sjálfsdáðum klukkan 9 að morgni, dvöldust siðan undir um sjón hjúkrunarkonu, sem sá u.m að þeim liði vel við spil eða fönd ur eða hannyrðir fram til kvölds eða til 5 6 síðdegis. Hér var um að ræða fólik, sem óskaði eftir að vera á heimilium barns síns eða barna, sem ynnu úti, en þann ig stóð á, að ekki þótitd hættandi á að skiija það eftir eitt enda stuðlaði sl'íkt að einangrun og þuniglyndi. Sagði alþingismaður- inn, að þessi nýjung væri ein hin merkasta, sem fram hefði komið á þessu sviðd, og gæti leyst hin gömlu elldheimiM að einhverju lieyti af hólmi. Þó færi ekki hjá þvi, að alltaf þarfnaðist stór hóp ur hælisvistar af einhverjum á- stæðum. Alþinigismaðurinn raktá nokk- uð, hvernig haldið væri á mál- efnurn aldraðra í nágrannalönd- um okkar og kom þar m.a. fram, að sú stefna á vaxandi fyligi að fagna, að reynt sé að gera hin- um öldruðu kieift að búa i venju legurn íbúðarhverfum í stað þess að safna þeim saman í sérstök svæði. Jafnframt kom fram, að í Sviþjóð, Noregi, Danmörku og Englandi er stuðlað að því að aldraðir búi í sínu eigin húsnæði með sérs ökum lánum og fjár- stuðningi ti-1 endurbóta á eldri íbúðum ti-1 þess að gera þær hentuigri ti'l afnota fyrir hið aldr aða fóLk og til þess að þær geti svarað ýmsum þörfum, sem hin- iir öldruðu hafa urnfram aðra borgara. Alþingismaðurinn sagði, að nú væru i enduirskoðun lög um tekjustofna sveitarfélaga. Reikn- að væri með mikilffi hækkun fast eignaskatts vegna nýs fasteigna- mats. Sér fyndist skjóta nokkuð skökku við, ef aldrað fóik, sem hefði lagt mikið á sig tdl að kom ast yfir eigin íbúðir og skapa sér þamnig öryggi í elffinni, en verða enigum til byrði og skuldaði emg- um neitt, ef þetta fólk þyrfti nú kannski að selja íbúðirnar sínar fyrir það eitt, að hið opimbera íþyngdi því með sköttium. Sagði alþingismaðurinn, að þetta fólk hefði á undaniförmum áratugum fyrst greitt ska'it af tekjum sin- um, en síðan af íbúðum sí.num eignasikatt og fasteignaskatt aft- ur og aftur, svo að sú skattfúlga væri orðin ærin, sem það hefði greitit til hins opinbera, þótt ibúð ir þess yrðu undanþegnar fast- eignaskatti, eftir að það væri komið á þann aldur, að það ann aðhvort af hei'Lsufarsástæðum eða vegna laga og reglna um há- marksaldur gæt-i ekki haldið á- fra.m sínum fyrri störfum. Auk þess sem það væri fjárhagsleg- ur léttir fyrir þjóðfélagið og heilisiusamliegt fyrir þá öldruðu að þeim væri gert kleift að búa áfram í eiigin íbúðum, því að effia þyrftu þeir að Leita til vistheim- iila og annarra stofnana, sem hið opinbera þyrfíii að standa straum af. Alþingismaðuirinn laigði á það áherzliu í lok máls sins, að þeir væru fleiri en hiniir, sem viidu vera sjálfum sér nógir svo lenigi sem beUsan leyfði og sagði í þvi sambandi, að tiá greina kæmi að létta undir með greiðsiu á húsa- leigu aldraðs fólks, sem i leigu- ibúðuim byggi. Pétur Eigurðsson (S) lé; í ljós ótta um, að u.nnt yrði að fara í krinigum tilgang laganna, en sagði í framhaldi af þvi, að hér væri um leið að ræða tdi þess að gera öldruðu fóliki kleif.t að búa sem lengst á heiimilum sdn- um, Þó dró hann í efa þau orð Ragnihiildair Helgadóttur, að þeir væru fleiri, sem vildu búa í eig- in íbúðum en á dvalarheimilum. Hann tók undir, að elffiheiimUin væru ekki fullnaðarlausn, en þau væru helzta úrbótin fyrir gaimila fólikið í dag. ALþingismaðurinn sagðist hafa komið þeirri tiffiögu á framfæri við nokkra af forráðamönnum Reykjavikur að í Hafnarbúðum yrði gerð tilraun með dagheim- ilii fyrir aldraða og sagði, að eins og þróundn í þes.suim mál'uim hefði orðið, yrði ekkert eUiiheim- ili eða dvalarheimUd aldraðra reist nema þar yrði einnig dag- heimili fyrir aldraða. 1 Hafnar- firði væri ein slik stofnun að rísa á vegum DAS með sliku dagheiimiffi og aðstöðu fyrir end- urhæfingarst arfsemi. Bjarni Guðnason (SFV) sagði að hér væri um mjög merkilegt mál að ræða og benti á, að í tillög unni væri um heildarákváeði að ræða. Hann vildi hafa ákvæðið lögbundið með þeirri takmörkun þó, að undanþága frá fas'eigna- sikatti neeði aðeíns til aldraðs fólks með naum.an Lífeyri og í íbúðum með lágu fasteignamati. Það er engin ástæða til þess að veita ríku fóliki, þótt gamalt sé, hluinndndi á þennan hátt, sagði hann. Alþinigismaðurinn gagnrýndi síðan almannatryggiinigarnar fyr- ir þá sök, að þar væri ekki tek- ið tilffit 'til efnahags man.na. Ragnliildur Helgadóttir (S) sagði út af umimælium B.G., að sér fyndist sannigjarnt, að þjóð- félagið leyfði öldruðu fólki að njóta afraksiturs erfiðis sins og væri ekki skattlagt aftur og aft- ur fram á daiuðastund fyrtr að hafa eignazt þaik yfir höfuðið. Vitaskuld bæri þjóðfélagimi að létta undir með þeim, sem erfið- asta ættu ffifsbaráttuna, en það ætti ekki að koma í veg fyrir það, að því fóliki yrði veitt fyrir- greiðsla, eins og hér væri farið fram á, sem hefði búið í haginn fyrir sig á eUiárumuim. Ragnhildur Helgadóttir tók undiir það með P.S. um að víð- tæk könnun þyrfti að fara fram á húsnæðismálum aldraðs fólks og gaf í því samibandi upplýsing- ar um niðurs öðu.r á sliikri könn- un, sem farið hefur fram hér á Landii. Þar var spurt: Teljið þér yður þarfnast vistar á dvaiar- heimiffi ? Já, svöru'ðu 8 konur og 7 kari- ar. Nei 112 komur og 105 karlar, Óákveðnar voru þrjár konur og tveir karlar. Kvaðst þingmaður- inn ætla að þetta gæfi tffi kynna, hver vilji aldraðra væri í þessu efni. Ellert Schrani (S) tók undir þá skoðun, að tryggimgakerfið: ætti einmi'.it að hjálpa því tólki, sem mes't þyrfti á henni að hatlda, en það væri orðið úreit að þessu leyti. Benti hamn á f jölskyldubæt uirnar 1 því sambamdi. Bjarnfriður Leósdóttir (Abl) laigði áherzLu á, að ef því fóitki væri hyglað, sem byggi í eigin húsnæði, þyrfti einniig að gera einhverjair ráðstafanir tll þess að hlaupa undir bagga með því ’aldr aða fóliki, sem í leiguíbúðum býr. Umræður á Alþingí: Menntunaraðstaðan verði joínuð Á FUNDI sanieinaðs þings í gær koni tU nniræðu tiUaga til þings ályktunar um athugun á kostn- aði og l'járhagslegri getu æsku- fólks í strjálbýli til framlialds- náms og endurskoðun á reglnm um útliliitun styrkja til jöfnun- ar námsaðstöðii. Flutningsmenn tillögu þessarar ern tveir af þinginönnum Sjálfstæðisflokks- ins, þeir Lárus Jónsson og Ellert B. Schram. í framsöguræðii, sem Lárus Jónsson flutti kom m.a. fram, að megintilgangur tillög- unnar er, að gerðar verði ráð- atafanir til Jiess að aðstaða æskufólks úr strjálliýlinu verði bætt til þess að njóta framhalds- menntunar að loknn skyldu- námi. Urðu nokkrar iimræður um tillögu Jiessa og fer frásögn af Jieim liér á eftir. Tillagan er svohiijóðandi: Alþingi ályklar að féla ríkis- stjórninni að láta fram fara í samráði við lanidsihlutasamtök sveitarfélaga eða einstakar sveit arstjórnir athuigun á kos naði og fjárbagslegri getu æskufólks í strjálbýLi tU framhaldsnáms og jafnframt, að settar verði nýjar regl.ur um heildarupphæð og út- hiu.un námsstyrkja í samræmi við niðurstöður a'thugunarinnar, þanniig að tryggð verði sem jöfn- ust aðstaða memenda til fram- haklsnáms, hvar sem þeir búa á l'andinu. Athuguinin skal m.a. ná Sverrir Hermannsson, Jóhann Hafstein og Mattiiías Á. Matliiesen ræðast við fyrir framan Jiingsalinn. (Ljósm. Kr. Ben). til Miklegs fjölda memenda, sem stumda munu framhaklsnám fjarri heimabyggð sinni næs u ár, ferðakostnaðar niemenda, dval ar- og upphaldskostnaðar í heima vist eða í leiiguhúsnæði, þar sem framhalds'sikólar eru reknir, svo og til þesis, hvernig eimstakar sveitarstjórnir greiða fyrir nem endum ti'l framhalds'náms. Niður-Í stöður ahugunarinnar skuliu: La.gðar fyrir nœsta reglulegt Al- þingi. Lárus Jónsson, fyrsti flutnings- maður tillögunnar, mælti fyrir henni, og sa.gði hann m.a., að ölkum væri kunmur sá aðstöðuJ mun.u.r, sem þarna væri fyrir hendi og 'tffiilöguinm væri ætiað að bæta úr. Sl. 2 ár hefðu fyrsitu sikrefin verið stigin í rétUætisátt með sérstakri f járvei'tingu tffi þessara mála. Á árinu 1970 hefði verið varið af fjáriögum 10 millj. kr. í því skyni að ja.fna námsaðstöðuna og 15 miffij. á ár- isnu 1971. Reynslan hefði sýnt, að auka þyrfti þessar fjárveíitingar og setja nýjar reglur um veitj inigu styrkja þessara. Veiit'tuif hefði verið sérstafcur ferðastyrk u.r og sérstakur dvalarstyrkur og væru reglurnar um ákvörðuu upphæða styrkjanna alls óraun- hæfar. Ræðumaðuir benti á ýmsar nýj ar leiðir, sem fara mætti með þetta meginmarkmið fyrir augi- um. Væri huigsanLegt, að ríkis- sjóður kostaði mötumeyti fyrir námsmenn utan af landi t.d. i Reykjavík. Eijnnig mætiti hugsa sér, að rikissjóöur nostaöi beiimt húsmæði fyrir aðkomna nemend- ur, og benti hamn á í því sam- bandi, að hótelrými í Reykjavik væri illa nýtt yfir vetrarmánuð- ina. Magnús Torfi Ólafsson, men.nta málaráðherra, kvað tffiílögufluitn- img þennan sýna vi.rðinigarverðan áhiuga hinna nýju þiingmanna á miikilsverðu máli. Hann saigði, að nú væri stairfandi nefnd, sem ynni að könnun á sumum öðr- Framh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.