Morgunblaðið - 18.11.1971, Page 16

Morgunblaðið - 18.11.1971, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1971 JllttgMtlWltfrfr Útgafandi hf. Árvakur, Raykjavlk. FramkvMmdastjóri Haraldur Svsinsaon. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konréð Jónston. Aðstoðarritatjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulitrúi Þorbjðm Guðmundsson. Fréttaatjóri Bjöm Jóhanntson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kriatinsaon. Ritatjóm og afgraiðsla Aðalstrasti 6, sími 10-100 Augtýsingar Aðalatrœti 6, sími 22-4-80. Áskrlftargjald 196.00 kr. á mánuði innanianda. f lauaasölu 12,00 kr. aintakiCL VALDATÍMI STÓRVELDA Á ENDA Svíþjóö — Finnland 1940; Komið skyldi á ríkja- sambandi landanna — til þess aö Finnland drægist ekki út í stríö Cú heimsmynd, sem við höf- ^ um búið við, svo til allt frá lokum síðari heimsstyrj- aldarinnar, er nú í örri breyt- irigu. Afleiðing styrjaldarinn- ar varð í rauninni sú, að hin- um gömlu stórveldum Evrópu hnignaði og þau misstu smátt og smátt nýlendur þær, sem að verulegu leyti voru undir- staða áhrifa þeirra í heims- málum. í þess stað komu fram á sjónarsviðið tvö risa- veldi, sem svo voru kölluð, Bandaríkin og Sovétríkin. Fyrst í stað, og meðan enn naut við styrjaldarleiðtoga á börð við Winston Churchill, komu þessar afleiðingar styrjaldarinnar ekki jafn skýrt fram og síðar varð, en sl. hálfan annan áratug hefur framvinda alþjóðamála ein- kennzt af hinum miklu áhrif- um og togstreitu þessara tveggja risavelda. Nú bendir margt til, að ýfirráðaskeið þessara tveggja risavelda sé senn á enda. Ný, voldug ríki krefjast auk- inna áhrifa, jafnframt því, sem völd og áhrif Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna fara dvínandi. Mesta breytingin er í Asíu. Þar hefur Japan náð því marki að verða þriðja mesta iðnaðarveldi heims, næst á eftir Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Að dómi fróðustu manna, munu Jap- anir fara fram úr Sovétríkj- unum í iðnaðarframleiðslu á riæstu áratugum og að öllum líkindum skjóta Bandaríkj- unum aftur fyrir sig um næstu aldamót. Þrátt fyrir vaxandi efnahagsstyrk hafa Japanir farið mjög varlega í sakirnar að beita þeim póli- tísku áhrifum, sem óhjá- kvæmilega fylgja svo miklu efnahagsveldi og þeir hafa verið enn varkárari í að byggja upp nýtt hernaðar- veldi. Nýleg ferð Japanskeis- ara til Evrópu sýndi glögg- lega, að ekki þarf mikið til að rifja upp minningar um ógn- arverk Japana í heimsstyrj- öldinni síðari, og kynslóð eftirstríðsáranna í Japan er mjög friðarsinnuð. Engu að síður er ljóst, að áhrif Japana hljóta að fara vaxandi á næstu árum og áratugum, fyrst og fremst í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu en einnig í öðrum heimshlutum. Japan er komið í tölu stórvelda. Kína skipar nú tvímæla- laust sess stórveldis. Ekki fyrst og fremst vegna efna- hagslegs styrkleika. Kína á lahgt í land að verða iðnað- arveldi á borð við Bandarík- in, Sovétríkin og Japan. En fyrir sakir fjölmennis og aldagamallar rótgróinnar menningar er Kína í fremstu röð. Allt frá því að kommún- istar tóku völdin í Kína fyrir rúmlega tveimur áratugum hefur Kína verið lokað land og afskipti þess af alþjóða- málum harla lítil. En nú er bersýnilega að verða mikil breyting á. Kína er reiðubúið að láta rödd sína heyrast á vettvangi alþjóðamála og í vaxandi mæli verður tekið tillit til þess, sem Kínverjar hafa til málanna að leggja. í Asíu eru risin upp tvö ný stórveldi, sem valda því, að Bandaríkin og Sovétríkin verða ekki jafn einráð um gang alþjóðamála og hingað til. Það eru þessar augljósu og öru breytingar, sem eru að verða í alþjóða stjórnmálum, sem valda því, að leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna ferðast nú um heiminn þveran og endilangan til þess að bregðast við breyttum að- stæðum. Þrír helztu forystu- menn Sovétríkjanna hafa síð- ustu vikur verið á ferðalagi í flestum heimsálfum og inn- an tíðar mun Nixon, Banda- ríkjaforseti, fara bæði til Peking og Moskvu. Stóra spurningin er sú, - hvort Evrópuríkjunum tekst að halda hlut sínum í hinu nýja valdatafli heimsstjórn- málanna. Nánara pólitískt samstarf Evrópuríkja er al- ger forsenda þess að svo megi verða og að eitthvert tillit verði tekið til Evrópuríkj- anna næsta áratuginn. Þetta hafa Bretar gert sér ljóst. Þeir hafa ekki sótt svo hart, sem raun ber vitni um, eftir inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu, einungis til þess að hafa af því efnahagslegan ávinning. Þeir hafa gert sér grein fyrir því, að rödd Bret- lands, sem eitt sinn hafði mikil áhrif, er nú áhrifalaus að mestu, þegar til kastanna kemur. En þeir gera sér von- ir um, að með þátttöku í sam- starfi Evrópuríkjanna geti þau sameiginlega komið fram sem stórveldi á borð við hin fjögur, stórveldi, sem verður í fremstu röð iðnaðarheilda með á þriðja hundrað milljón íbúa. Bandaríki Evrópu eiga langt í land, en evrópsk rödd getur samt sem áður haft veruleg áhrif, ef sam- starf Evrópuríkjanna verður nógu náið. I Haustið 1940 voru uppi ákveðnar ráðagerðir um samn iner um ríkjasamband milli Svíþjóðar og: Finniands. Drög að þessum samningi samdi Östen Undén, en það var markmið hans að koma í veg fyrir, að Finnland dræglst inn á áhrifasvæði Þýzkalands og þannig í styrjöld við Sov- étríkin. Áform þessi strönd- uðu á tortryggni Stalins, svo að ekkert varð úr þeim. Kem ur þetta fram í viðtali í Hiifvudstadsbladet í Helsing- fors við Jarl Wasastjerna, sem var sendiherra Finniands í Stokkhólmi 1940. Wasastjerna hefur ennfrem ur gert grein fyrir ýmsu varð i andi þetta mál í eftirmála við nýútkomna bók eftir dr. Per G. Andreesens, „De mörka áren.“ Koma þar m.a. fram upplýsingar um áætlun um ríkjasamband, þar sem Gustav V. konungur skyldii Vera y f irþ j ó ðh o f ðin gi yifir Svíþjóð og Finnlandi. Málið hefði verið tilbúið af Finn- lands hálfu og Ryti forseti, Mannerheim hershöfðingi og leiðtogar stjómmálaflokk anna hefðu vitað um þessi áform. Sama kvöld og Wasa stjerna skýrði frú Alexandru Koilontay, sendiherra Sovét- rikjanna í Stokkhólmi frá áætluninni, hefði Stalin þeg- ar hringt i J. K. Paasikivi , (þáverandi sendiherra Finn- lands í Sovétríkjunum) og verið í miklu uppnámi vegna þessarar áætlunar. Eftir það hefði hún verið iátin faliLa niður. — Þetta átti ekki að vera raunverulegt konungssam- band milli landanna, er haft eftir Wasastjerna. — Eftir sem áður áttu bæði löndin að vera ful'lvalda með eigin þjóð höfðingja, forseta eða kon- ungi. En í fyrstu grein samn ingsins skyldi koma fram, að það var konungur Sviþjóðar sem hafði umboð til þess að lýsa yfir styrjöld eða semja um frið. Áður hefur verið skýrt frá áformunum um ríkjasamband milli Finmlands og Svíþjóðar í Historisk Tidskrift íör Fin- land 1965. Þar kemur það fram, að af sænskri hálfu höfðu þjóðréttarfræð ingarnir Axel Brusewitz og þó einkum og sér í lagi Öst- en Undén fengið það verkefni að gera uppkast að „sam- bandssamningi“. 1 tímaritmu er birt skýrsla frá Brusewitz frá 16. desember 1940, sem staðfestir að nokkru en leið- réttir i öðru frásögn Jarls Wasastjema. f>ar segir, að það hafi ekki verið Stalin, sem kom fram með neitunina gegn sam- bandssamningnum. 1 þessari skýrslu segir: „Giinther utan ríkisráðherra hafði rætt um hana (sambandsáætlunina) við frú Kollontay sendiherra en hve mikið hann hafði sagt, er óvíst. . . . Frú Kollantay var sjálf ekki svo mótfallin þessu persónulega, en bjó Gúnther utanríkisráðherra undir það, að þetta myndi vekja mikla athygli í Rúss- landi, einnig andstöðu.“ 1 skýrsliunni segir ennfrem- ur: „Frú Kollantay sendi skýrsluna um samtal sitt við Gúnther utanríkisráðherra tU Molotovs utanríkisráðherra, sem þótt einkennilegt væri, fór þannig að, að hann sendi boð til Paasikivis, sendiherra Finnlands í Mosfkvu — kl. 12 að nóttu — og skýrði hon- um frá því, að samband Svi- þjóðar og Finnlands myndi 1 binda endi á friðinn . . . Paasi kivi, sem vissi um áformin um ríkjasamband, lét sem hann vissi ekki neitt.... í>á segir ennfremur í skýrslu Brusewitz: „Undén V sagði mér, að áætlunin öll væri miðuð við langan tíma. Ekki væri unnt að vita, hver . framvinda atburðanna yrði. En það væri viturlegt að vera viðbúinn. Það gæti hugsazt, að slikt ástand kæmi upp, að þessa áætlun bæri að fram- kvæma." 1 Hinn 1. febrúar 1941 skríf- ar siðan Brusewitz hjá sér: „Stutt upphringing frá Und én. Gera ekkert varðandi áætlunina þangað til síðar. Allt óvíst i öllu tilliti." (Þýtt úr Dagens Nyheter). Altemativ B. En union under gemensamt statsöverhuvud synes böra fá vasentligen samma gestaltning som svensk-norska unionen, ehti rtt med noggrannare utformade regler pá vissa punkter. Uppsagbar med viss uppsagningsfrist. ‘ 1.12.1940 Ö.U. [Ös/ere Unién\ Síðasta greinin í uppkasti því um ríkjasamband milli Svíþjóð ar og Finnlands, sem samið var haustið 1940, fyrst og fremst af Östen Undén (utanríkisráðherra Svíþjóðar 1924 1928 og 1945—1962). Þar stendur: — Valkvæði B (YFIRSÖGN) Sam- band með sameiginlegum þjóðhöfðingja ætti að fá að veru- legu leyti sömu mynd og sænsk-norska sambandið með nán- ar skýrgreindum reglum um viss atriði Uppsegjanlegt með vissum uppsagnarfresti. UR HAND- RAÐANUM skAlkask.iólin Hhitverk Ragnars Arnalds lögfræð- ings er eitt hið ömurlegasta sem ungur pólitíkus hefur hlotið hér á síðustu ár- um. 1 síðustu kosningum var til þess tekið hvernig hann var brúkaður sem eins konar skrauitslaiufa á þær umbúðir sem kommúnistar í Alþýðubandalagimi notuðu til að viMa á sér heimildir. Þann- ig átti ungur aldur Ragnars og mein- lítil fortíð að vera merki þess að flokk- urinn hefði kúvent og hinir gömlu komm únistar hefðu þar ekki lengur tögl og hagldir. Ýmsir létu glepjast af þess- um skollaleiik, en nú eru æ fleiri farnir að sjá hilla undir flagðið bak við fagra skinnið, enda furðu Mtið gert til þess eftir kosningar að viðhalda trú manna á því að formaðurinn sé meira en nafn- ið eit't. Þannig var Ragnar niðurlægður margoft er stjórnarmyndun stóð yfir og áfram síðar. Er þetta því dapurlegra þar sem Ragnar er að ýmsu leyti ekki ógæfulegur maður og mun skárri þeim sem raunverulega ráða. Ragnar má vita að öllum er að verða Ijóst að hann er formaður Alþýðubandatagsins að nafni til en skálkaskjól þess í reynd. Þótt slíkar pólitískar sjónhverfing- ar og brúðuleikur með unga stjómmála- menn séu að sönnu skaðleg fyrir stjórnmálaMf landsins, þá er hér þó aðal lega um innanflokksmál Alþýðubanda- lagsins að ræða, svo fremi sem þjóðin sér í gegnum þennan skrípalei'k. En máMð er orðið alvarlegra, þar sem flest bendir til þess að kommúnistum hafi tekizt að útfæra aðferðir sínar inn á annan og mikilvægari vettvang; ríkis- stjörnina. Það er að koma æ skýrar í ljós, að kommúnistar eru ráðandi aflið innan þeirrar rikisstjórnar sem nú sit- ur. Forsætisráðherrann Ólafur Jóhann- esson er ekkert nema undanlátssemin og fer í öllu að vilja þeirra. Þeir Magnús og Lúðvik hafa áttað sig á tveimur mikilvægum staðreyndum. 1) Framsóknarmenn vilja allt til vinna að ríkisstjórnin sitji sem lengst. — Virðist þá engu skipta hverju þarf að fórna, vilja hims almenna fiokks- manns í Framsókn eða þjóðarhags- mun.um. 2) Ólafur Jóhannesson Mtur svo á að meðan hann hafi kommúnistana góða, haldist stjórnarsamstarfið. Því verði að fara að vilja þeirra í hví- vebna. Ólafur er því aðeins forsætisráðherra að nafninu til. Hann gegnir sama hliué verki innan ríkissitjórnarinnar og Ragn ar Arnalds í Alþýðubandalaginu, hann er skálkaskjól ríkisstjórnarinnar. Og kannski má búast við að fljótlega verði seitt á laggimar ráðherranefnd tiil að fjaila uim rmálefni forsættsráðuneytis- ins. Hver veit ? KJól.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.