Morgunblaðið - 20.11.1971, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 20.11.1971, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1971 3 Ungrling'arnir sungu í giingurn ráðhússins á Akureyri. Allt sem við viljum er æskulýðshús Þá voru athoiguð kaup á LónS, félagsiheimili karlakórsins Geys- is. Æskulýðsráð, sem haft hefur á hendi húsnæðiskönnunina, Xagði til við bæjarstjóm nýlega að athugað yrði með hvaða kjör- um húsið fengist keypt, og hver kóstnaður yrði við að breyta hús- inu eins og þurfa þætti. Þessi til- laga var feild á bæjarstjórnar- fundi 26. október, en æskulýðs ráði hins vegar heimilað að leita eftir leiguhúsnæði sem bráða- bingðalausn. Alis hafa 22 staðir í bænum verið athugaðir og rætt við eig- endur flestra húsanna, ýmist með kaup eða leigu fyrir aug- um. Fjárveiting bæjarins til æskulýðsihúss á fjárhagsáætlun 1971 er 1,2 milljónir króna. Þótt segja megi að ailar þessar athug- anir og kannanir, bókanir og samþykktir séu árangur göng- unnar 17. nóvember 1970, þótti unga fólkinu sá árangur of lit- iU og óáþreifanlegur og þvi fór það gönguna í gær algerlega ai eigin frumkvæði og á eigin ábyrgð. Gangar og stigar ráðhússins voru fuUir af syngjandi ungling- um, þegar bæjarráðsfundur hófst. Göngumenn gættu þess þó vandlega að hefta ekki för þeirra, sem þurftu að gan.ga um húsið, unnu þar eða áttu þangað erindi. Sungnir voru ýmsir sömgvar, svo sem „AUt sem við viljum er æskulýðshús" og „Hann á afmæli í dag“. Skömmu eftir að fundur hófst komu bæjarráðsmenn fram úr fundarsal sinum ásamt bæjar- stjóra, sem hélt á rjómatertunní góðu, en hún var þá enn ósnerh Þeir ræddu um stund glaðlega við göngumenn, sögðu þeim gamansögur og stjómuðu jafn- vel fjöldasöng. Að síðustu sögðu þeir: „Við stkulum hugsa til ykk- ar,“ og héldu síðan áfram fund- inum. Eftir skamma stund komu þeir fram aftur og forseti bæjar- stjómar, Jón G. Sólness, skýrði þá frá niðurstöðum bæjarstjórn- arfundarins 26. október i æsku- lýðsmálinu og sem fyrr er greint frá. Nokkurt kapp hljóp nú í kinnar mönnum og forseti sagði skoðun sína á öllum þessum málum og málsmeðferð umbúða- laust. AUt fór þó fram með frið- samlegum hætti og rósemi unga fólksins haggaðist ekki. En vegna þessara orðaskipta mun einn æskulýðsráðsmana, Harald- ur G. Hansen, sem var viðstadd- ur, hafa sagt af sér störfum. Að fundi loknum hurfu ung- lingarnir úr ráðhúsinu, gengu inn á Ráðhústorg og sungu þar eitt lag. En eftir það hélt hver heim til sin. Mbl. hafði samband við Bjarna Einarsson, bæjarstjóra, og spurði hann hvemig framkoma unga fólksins hefði komið honum fyrir sjónir. Hann sagði: „Þau voru öll ákaflega prúð og viku greiðlega úr vegi fyrir öðru fólki. Það var skermmtileg hugmynd að senda okkur rjómatertuna. Ég þarf auðvitað ekki að taka fram, að hún var etin upp til agna." — Sv. P. sungu unglingarnir á göngum ráðhússins AKUREYRI, 19. nóvembcr. — Um 300 akureyrsk ungmenni gengu fylktu liði til ráðhúss bæjarins kl. rúmlega 15 í gær og voru komin þangað áður en bæjarráðsfundur hófst kl. 15.30. Þar settust unglingarn- ir í stiga og ganga hússins og biðu bæjarráðsmanna. Fyrr uin daginn höfðu þeir sent bæjarráði bréf og veglega rjómatertu með áletruninni: „17. nóvember — 1 ár.“ Tilefni göngunnar var það, að í gær hafði liðið ár og dagur síðan unglingar bæjarins fjöl- Músagildran á ísafirði Vetrarstarf Litla leikklúbbsins hafið ísafii ði. FYRSTA verkefni Litía leik- klúbbsins á Isafirði á þessu starfsári verður Músagildran eft- ir Agötu Christie, sem frumsýn/ var fimmtudaginn 18. nóv. Alþýðuhúsinu. Leikstjóri er Sig- rún Magnúsdóttir og leikendur eru Guðný Magnúsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Bryndís Sc'hram, Dagur Hermannsson, Fylkir Ágústsson, Björn Karls- son, Sigurður Grímsson og Theódör .Túlíusson. Á síðasta starfsári festi Litli leikklúbburinn kaup á húsnæði þar sem æfingar hafa farið fram, svo og vikulegir umræðu- fundir. í T itla leikklúbbnum er yfirleitt ungt og áhugasamt fólk, sem leggur mikið á sig til þess að halda uppi leikstarfsemi á ísafirði. Það hefur verið draumur Litla leikklúbbsins að koma upp gömlu íslenzku leik- riti. en að-Jaða hér er ekki sem bezt, þar sem leiksviðið i því húsi, sem yfirleitt er leikið í, er ekki nógu "ott. Þetta stendur þó til bóta, þegar félagsheimil- ilið í Hnifsdal verður fullbúið, en þar er eft’r að klára leik- svið, sem kostar mikið fé. Það er vonandi að það takist sem fyrst, því að það mun áreiðanlega verða hvatning og á allan hátt ánæt'ulegra fyrir þá er að leik- list starfa að fá þetta glæsilega félagsheimili i notkun. Þá geta leikflokkar. sem ferðast út á IE5IÐ ’ ^aikanir C DEKIECII land ekki kennt þvi um að leik- aðstaða á ísafirði sé ekki nógu góð til þess að koma þangað. — Fréttaritari. menntu í friðsamlega göngu á fund bæjarstjórnar Akureyrar með bænaskrá um útvegun hús- næðis tíl eftirlits og tómstunda- starfsemi. Sú ganga fór, eins og þessi, afar friðsamlega og prúð- mannlega fram, enda fengu göngumenn þá loforð bæjar- stjórnar um fyrirgreiðslu þessa áhugamáls unga fólksins. Hins vegar hefur svo til tekizt, að eng- in lausn hefur enn fengizt, þótt ár sé liðið. Ýmsir staðir hafa þó verið at- hugaðir, sem tíl greina þóttu koma. Fyrst beindist athygiin að Brekkugötu 4, stóru íbúðarhúsi í miðbænum, sem var til sölu og þótti henta vel til æskulýðs- starfsemi. En hvort tveggja var, að ýmsir nágrannar efndu til mótmælaundirskrifta og hitt, að nokkur hagsimunafélög launþega i bænum buðu 200—300 þúsund krónum hærra í húsið en Akur- eyrarbær, og fengu það þvi keypt til sinna nota. Bæjarráðsrnenn komu fram af fundi sínum. Bjarni Einarsson bæj- arstjóri, með afmælistertuna góðu. Hann er á miðri mynd og við hlið hans er Jón G. Sólness, forseti bæjarstjórnar. AMBASSADOR sófasettið er framleitt í 2, 3 og 4ra sæta sófum. Armar eru lausir og er því tvöföld nýting á örmum. Ambassador sófasettið er dönsk einkaframleiðsla og fæst aðeins í Skeifunni. Fáanlegt með áklæði og ekta leðri. KJÖRGARÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.