Morgunblaðið - 20.11.1971, Síða 20

Morgunblaðið - 20.11.1971, Síða 20
20 MORGUNBLAÐK), SUNNUDAGUR 21. NOVEMBER 1971 — Annáll FramhaM af bls. 19 16. september. Chou En-lai hittir að máli nefnd japanskra þingmanna. 18. september. Paul Dudiey White, frægur bandariskur hjartasérfræðingur, kemur til Peking í boði kínverska lækna sambandsins. 20. september. Chou, Chiang Ching (eiginkona Maos), Chang Chun-chiao, Yao Wen- yuan — þrjú þau síðastnefndu almennt talin skeieggustu for- ingjar öfgafullra maoista i stjómmálaráðinu — taka á móti nefnd japanskra komm- únista. Vinstrisinnarnir þrír sjást hvað eftir annað opin- beriega upp frá þessu. 21. september. Peking-frétta- ritari kúbönsku fréttastofunn- ar segist hafa það eftir áreið- anlegum heimildum, að her- sýningunni á þjóðhátíðardeg- inum hafi verið frestað, en engin opinber staðfesting fæst á fréttinni. Þessi ráðstöfun á sér enga hliðstæðu. Bollalegg- ingar á Vesturlöndum ganga út á það, að ástæðan eigi sér enga hliðstæðu, og athygiin beimst aðallega að heiisuíari Maos. Er hann látinn eða of sjúkur tU þess að koma fram á þjóðhátiðardaginn? Sumir gefa I skyn, að Pekingdvöl Paui Dudley Whites sé eng- in tilviljun. Fréttir berast þess efnis, að síðan 13. sept- ember hafi fhigferðir allra flugvéla kinverska flughers- ins verið bannaðar. 22. september. Fréttaritari japanskrar fréttastofu í Pek- ing símar, að kinverskir emb- ættismenn segi, að hersýning- in verði haldin eftir áætiun. Kínverska sendiráðið í París tiJkynmr, að Mao formaður sé við ágæta heilsu og að her- sýningunni hafi verið aflýst einungis vegna þess, að menn hafi viljað breyta venjulegu íormi hátíðarhaldanna. 23. september. Fylldsút- varpsstöðin í Szechwan herm- ir, að ljósmyndimar 50 með Mao séu ókomnar þangað. Ekkert er á það minnzt, að Lin Piao sést á sumum mynd- anna. 23. september. Japanska fréttastofan Kyodo hermir, að frestað hafi verið fyrirhuguð- um fundi Chou En-lais og japanskrar þingmannanefnd- ar. Aðrar íréttir herma, að hersýningu nni hafi verið aí- lýst vegna spennu á landa mærum Kina og Sovétrikj- anna, og vitnað er i heimUdir í japönsku stjóminni sem herma, að leyfi kinVerskra hermanna hafi verið aíturköll- uð. 24. september. Chiu Hui-tso, yfirmaður birgðaþjónustu landhersins, kemur fram opin- berlega í síðasta skipti við at- höfn á PekmgQugveUd. At- höfnina sækir einnig Yeh Chi- en-ying, einn tíu marskálka Kina. Langt er síðan hann gegndi virku hlutverki í her- málum, en upp frá þessu kem- ur hann oft fram, oftast við tækifæri, þar sem Huang ung-shen, herráðsforseti, var áður aðalfulltrúi heraílans. 27. september. Útvarpsstöð úti á landsbyggðinni vitnar i skýrslu þá, sem Lin Piao flutti á níunda flokksþinginu. 30. september. Mongólíu- menn segja frá afdrifum kín- versku þotunnar, sem fórst á yfirráðasvæði þeirra. Orðróm- ur er á kreiki um, að flugvél- in hafi verið ein af fjórum Trident-skrúfuþotum, sem voru keyptar af Bretum, og ýtár það undir vangaveltur um, að einungis afar háttsett- ur maður i heraflanum hafi getað veitt leyfi til flugtaks —- hugsanlega Wu -Fa-hsien, yf- irmaður flughersins. Chou En- lai segir ekki orð og sést ekki einu sinni opinberiega eins og venjulega í veizlu þeirri, sem er jafnan haldin daginn fyrir þjóðhátíð. 1. október. Þjóðhátíðardag- urinn: Engin hersýning. Hvorki Mao né Lin Piao sýna sig opinberiega. Engin rit- stjómargrein helguð þjóðhá- tiðardeginum í blöðunum. Arn aðaróskir frá nánustu vinum Kinverja, Albönum og fleir- um, sendar Mao, Lin Piao og Chou En-iai. 3. október. Fagurlega talað um fordæmi Lin Piaos í út- varpsdagskrá frá heimkynn- um hans. 4. oittóber. Otvarpsstöðin í Lhasa í Tibet talar um mið- stjómina og kaJlar Mao for- mann og Lin Piao varafor- mann. SermiJega sáðasta skipt- ið sem Lin er þannig titlaður. Upp frá þessu er hætt að tala um Lin þegar miðstjórnina ber á góma. 5. október. Útvarpið í Pek- ing segir frá væntanlegri heimsókn dr. Henry Kissing- ers (annarri i röðinni), sem hyggst undirbúa heimsókn Nixons forseta. 6. október. Veizla haldin til hedðurs HaiJe Selassie, keisara Eþíópíu, og það óvenjuiega gerist að honum er aðeins heilsað í nafni Maos for- manns. Haile Selassie hyllir einnig Lin Piao i ræðu sinni, en lónversk blöð láta þess ekki getið. 8. október. Utvarpsstöðvar I dreifbýlinu hvetja hlustendur sína í síðasta skipti tdl þess að hlýða fyrirmælum Lin Pia- os. Mao tekur á móti Haile Selassie. Lin Piao er fjarver- andi. Vangaveltumar beinast nú frá heilsufari Maos og að heilsufari Lins — en hvort er það líkamleg heilsa hans eða sú pólitiska, sem er bágborin? 12. október. Rúmensk iðn sýning opnuð í Peking. I veizlu, sem haldin er við það tækifæri, skáia Rúmenar fyrir Mao og Chou En-lai, en ekki fyrir Lin Piao. Þeir höfðu áð- ur haft samráð við kínverska siðameistara, að þvi er fréttir herma. 20. október. Kissinger kem- ur tíl Peking. 25. október. Kina tekur sæti Taiwans (Formósu) hjá Sam- einuðu þjóðunum. Kissinger íer frá Peking skömmu áður en úrsJitaatkvæðagreiðsian heíst. 27. októhcr. Ámaðaróskir Norður-Kóreu í töefni inn- göngu Kina i SÞ aðeins send- ar Mao og Chou En-Iai. 3. nóvember. Áberandi mynd af Mao og Lin fjariægð að sögn í Peldng og í stað henn- ar komið fyrir mynd aí Mao einum. Ljósmyndimar 50 af Mao, sem höfðu verið hafðar tíJ sýnis á áberandi stað einn- ig fjarlægðar. Á Peking-flug- velli er þvi veitt eftírtekt, að J jósmyndunum 50 heíur íækk- að i 39: myndirnar, þar sem Lin Piao sést með formann- inum, hafa bersýnilega verið fjariægðar. 5. növember. Nefnd hátt- settra manna frá Pakistan undir forsæti Zulifikar Ali Bhutto og meðal annars skip- uð íorseta pakistanska her- ráðsins, yfirmanni flughersins og yfirmanni sjóhersdns kem- ur til Peking. Ktnverskir emb- ættisbræður þeirra. Huang Yung-sheng, herráðsforsetí, Wu Fa-hsien, yfirmaður flug- hersins, og Li Tso-peng, póli- tískur yfirmaður sjóhersins, mæta ekki á flugvellinum og taka ekki þátt í viðræðum við sendinefndina. 9. nóvember. Háttsettir emb- ættismenn í Washington segja fréttariturum, að embæUis mönnum kínverska kommún- istaflokksins úti á landsbyggð inni sé skýrt frá þvi, að Lin Piao og samstarfsmenn hans haíi þrivegis reynt að ráða Mao af dögum og að Lin hafi verið í þotunni, sem fórst í Mongólíu. 13. nóvember. Sögusagnirn- ar færast i aukana. Blað í Hongkong hefur það eftir ferðamanni, að fóik i Mið- Kína telji, að Lin Piao hafi framið sjálfsmorð, er hann hafi beðið ósigur í valdabar- áttu í Peking. • HVAÐ GEKÐIST? Vestrænir séríræðingar eru yfirleitt sammála um, að aí þessum staðreyndum megi draga þá ályktun, að likam- legur eða stjórnmálalegur sjúkleiki Lin Piaos hafi ýtt undir valdabaráttuna i Kína. Ágreiningur er um túlkun vis- bendinga um hlutverk Lins i atburðunum og hvort hann er láíinn. Sérfræðingarnir eru að sögn Observers sammáJa um eftirfarandi: 1. Að eitthvað mikilvægt hafi gerzt í Kina um miðjan septembermánuð, er hafi haft áhrif á stöðu Lin Piaos. Ann- að hvort hefur Lin skyndilega orðið veikur eða tilraun hefur verið gerð til stjórnarbyltíng- ar. 2. Valdabaráttan hefur enn ekki verið útkljáð, og enn er unnið að endurskipulagningu valdaforystu kommúndsta- flokitsins. En hófsamir og raunsæir menn eins og Chou En-lai virðast vera sigursælir. 3. Valdabaráttan hefur ein- skorðazt við innanlandsmál og utanríkismál hafa litið komið við sögu. Hún á aðallega ræt- ur að rekja tíl tilrauna til að endurvekja yfirráð flokksdns yfir heraflanum, en einnig kann að hafa komið við sögu ágreiningur um dreifingu f jár veitinga, ekki sízt ágreiningur um þá uppha?ð, sem skuli var- ið til kaupa á nýjum hergögn- um og vopnum, og þá upp- hæð, sem sikuli varið tíl fjár- festinga í iðnaði og landbún- aði. 4. Hafi ágreiningur verið um fyrirhugaða Pekingferð Nixons forseta, þá Jiefur sá ágreiningur verið á útjöðrun- um, aðalágreiningurinn hefur staðið um aUt önnur mál. Löggiltur endurskoðundi óskar að taka á leigu húsnæði fyrir skrifstofu sfna. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 1. desember n.k. merkt: „0705'*. Skrífstofustnlkn ósknst Kópavogskaupstaður óskar eftir að ráöa stúlku trl starfa 6 Bæjarskrifstofunum nú þegar. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 29. nóv. 1971. Nánari upplýsingar veitir bæjarritari. BÆJARSTJÓRL Hestnmenn — Hestnmenn Getum bætt við nokkrum hestum í vetrarfóður. Endurbætt húsakynni og aðstaða. LAXNES, Mosfellssveit. Sími 66179. COCOSMOTTUR CÚMMÍMOTTUR COCOSDREGLAR TEPPAFÍLT Nýkomið fjölbreytf úrval QEÍSÍPf TEPPADEILD Ný gerð aí BARNAHÚSGÖGNUM í einföldu formi og glöðum litum, fyrir- íerðalítil, sterk, ódýr. Hönnuð af Gunnari Magnússyni, húsg.ark. Húsgognoveiztun Reykjuvíkui Brautarholti 2, sími 11940.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.