Morgunblaðið - 27.11.1971, Side 4

Morgunblaðið - 27.11.1971, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1971 > 1 ^ 22*0-22* UVERFISGÖTU 103 VW SeodiferðabifrewJ-VW 5 manna-VW svefnvagn VW ðmanna-Landíover 7manna BÍLALEIGA CAR REMTAL 21190 21188 Bilaleigan SKÚLATÚNI 4 SÍMI15808 (10937) biláleigan AKBRA TJT car rental service BÍLALEIGA Keflavík, simi 92-2210 Reykjavik — Lúkasþjónustan Suðurlandsbraut 10, s. 83330. 0 Hátíðarhöld stúdonta 1. des. 1971 „Kæri Velvakandi. í Morgunblaðinu 23. okt. si. er sagt frá því að: „Kosið var hjá stúdentum um tilhögun 1. des. hátíðarhaldanna í ár og voru 3 listar í framboði, sem hver hafi gert tillögu um fund- arefni og ræðumenn. I kosning unni tóku þátt rúmlega 470 stúd entar, en innritaðir stúdentar í Háskólanum eru nú yfix 2000 talsins. Úrslit urðu þau, að C-listi, borinn fram af vinstri sinnuð- um stúdentum, sem kölluðu sig sjálfstæðismenn, sigraði og hlaut 271 atkvæði. B-listi, bor- inn fram af Vöku, félagi lýðiræð issinnaðra stúdenta hlaut 107 atkvæði og A-listi, borinn fram af áhugamönnum um náttúru- vemd hlaut 103 atkvæði. Sam- kvæmt þessum úrslitum verður 1. des. helgaður baráttu fyrir brottför bandariska herliðsins og verða ræðumenn Bjarni Ól- afsson stud. mag., Björn Þor- steinsson stud. mag. og Ólafur R. Einarsson.“ Háskóli íslands tók til starfa 17. júní 1911 og varð því 60 ára á þessu ári. Háskólarektor Magnús Már Lárusson mælti á þessa leið: A þessum tímamót- um er mér efst í huga, að 200 þús. manna þjóð skuli yfirleitt sjá sér fært að halda uppi há- skóla, — því háskóli er dýr, mjög dýr. Og svo hitt, að for- verarnir skuli á sínum tíma hafa haft dirfsku að koma upp háskóla. Háskólahátíðin er af staðin, hún fór fram með glæsi brag og ísl. þjóðinni til sóma. 0 Ekki móðins að vera þakklátur Nú er framundan 1. des. hátíð stúdentanna. Sá dagur hef ur um áratugi verið helgaður há skólanum og þjóðinni allri, en það eru blikur á lofti. Núna virðist eiga að viðhafa óþverra hugtakið: „Hvað varðar mig um þjóðarheill?" Venjulegur vegfarandi hefði vænzt þess, á þessum tímamótum, að dagur inn væri helgaður þakklæti til Guðs, manna og alþjóðar, sem lagt hafa allt af mörkum þess- ari stofnun til eflingar. Og einn ig mætti minnast með þakklæti þess stóra átaks, sem framund an er, t.d. nú á þessum áratug, sem á að kosta þjóðina um 1 milljarð kr. Ekkert af þessu verður minnzt á í dagskránni. Það er ekki móðins í dag að vera þakklátur. 1. desember hátíðahöldin eiga að vera helguð baráttunni fyrir brottför bandaríska herliðsins. Skv. lýðræðisreglum hafa C- lista menn fullan rétt til að framfylgja stefnuskrá sinni, eins og um var kosið. 0 Að sofa á verðinum Það er önnur hlið á þeasu máli, sem marga furðar á að skuli írafa átt sér stað, en það er að aðeins 481 af rúmum 2000 innrituðum stúdentum tók þátt í kosningunum og allir 3 iistarn, ir leggja fram stefnumál sín. Það er því engin tvimæli um, um hvað á að tala 1. desember. C- listi, borinn fram af vinatri sinn um sigraði, hlaut um 4,7% at- kvæða kosningabærra stúd- enta. Af þessum úrslitum verð ur ekki dregin önnur ályktun en sú, að yfir 1500 stúdentar, er sátu hjá við atkvæðagreiðsluna gáfu kommúnistum og meðreið armönnum þeirra frjálsar hend ru: að nota daginn til æsinga og áróðurs og þjóðinni til ógagtis. Þeir mega blygðast sín þess- ir 1500 stúdentar, sem ekki höfðu manndóm til að kjósa og láta áiit sitt í ljós, þegar málin lágu eins skýrt fyrir og við þess ar kosningar. Eða á að skilja það þannig, að þeir séu allir á sama máU og C-lista menn? Er það þetta sem koma skal? Guð hjálpi íslenzku þjóðinni, ef hún ætlar að sofna á verðinum, ef til hennar verður leitað uni að rétta við þjóðartiag og sóma, eins og 1500 stúdentarnir gerðu, er þeir gáfu öfgamönnum frjáls ar hendur 1. desember 1971. Júlíus K. Ólafsson." Ný glæsileg sending af hinum eftirspurðu BON-GOUT töskum, ennfremur rúskinns- töskur í mörgum gerðum og litum, ódýr kvenbelti í úrvali. TÖSKUBÚÐIN, Laugavegi 73. Teiknnror — hönnuðir Viljum ráða 2 starfsmenn, til greina koma byggingafræðingar, byggingatæknifræðingar, húsgagnaarkitektar og teiknarar. TEIKNISTOFAN, Laugardal s/f., Sími 83323. Fullveldisfagnaður Fullveldisfagnaður Stúdentafélags Reykjavíkur verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu þriðjudaginn 30. nóvember n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19,30. Aðgöngumiðar verða seldir í anddyri hússins laugardaginn 27. nóvember og sunnudaginn 28. nóvember kl. 16—18. Borðpantanir á sama stað og tíma. STJÓRNIN. Fulltrúi óskust Stórt heildsölufyrirtæki óskar að ráða full- trúa. Bókhaldsþekking skilyrði, þar sem starfið felur í sér umsjón með bókhaldi. Væntanlegir umsækjendur komi til viðtals við Júlíus S. Ólafsson, framkvæmdastjóra í skrifstofu félagsins, Tjarnargötu 14, fimmtudaginn 2. desember kl. 10—12. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Farið verður með veittar upplýsingar sem trúnaðarmál, ef óskað er. Skrifstofa F.Í.S. ORÐ DAGSINS f A Hringið, hlustið og yður mun gefast ihugunarefni. SÍMÍ (96)-21840

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.