Morgunblaðið - 27.11.1971, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ/ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1971
BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR
BÓKMENNTIR - LISTIR
Jóhann Hjálmarsson l skrifar um J BÓ K] M [] S1 NNTIR
Upp og niður
Gwðmundur Böðvarsson:
Atreifur og aðrir fug’lar.
Hörpuútgáfan. Akranesi 1971.
FYRSTA sagan i smásagnasafni
Guðmundar Böðvarssonar er
bernskuminning, haglega gerð.
Hún fjallar um þrjá bræður,
einkum hinn yngsta, sennilega
skáldið sjálft. Sagan er að sjálf
sögðu úr sveit eins og önnur at-
hyglisverð saga: Drengur átta
ára, þar sem rikir myrkfælni
og hræðsla við hið óþekkta.
Þessi söguefni eru ósköp
venjuleg og sama er að segja um
hinar sögumar í Atreifur og aðr
ir fuglar. Guðmundur Böðvars-
son heldur sig á þekktum slóð-
um, er í raiuninni að rekja ævi-
minnLngar sinar í sögumim. Hon
um lætur best að lýsa samruna
Guðmundur Böðvarsson.
manns og náttúru, hinu gróandi
og hlýja lífi, sem umvefur allt.
Sama gildir um Ijóð hans.
Sögur Guðmundar Böðvars-
sonar koma ekki á óvart, sumar
þeirra eru meira að segja þann-
ig úr garði gerðar, að það þarf
ákaflega vinveittan lesanda til
þess að finna eitthvað bitastætt
í þeim. Ég nefni í þessu sam-
bandi Næpuna (slíkar sögur
eru svo margar til), Ána, Upp-
haf Hildibrands Hildibrandsson-
ar og jafnvel Atreif, sem bókin
er nefnd eftir. „Fyndni" Atreifs
þessa fer fyrir ofan garð og neð
an í meðförum Guðmundar
Böðvarssoniair. Sama er að segja
um jafnáleitið söguefni og
komu bíiamenningarinnar I sveit
ina (Nýir tiimar). Guðmiundur
er ekki innblásið sagnaskáld og
kann ekki að nýta sérkenniíega
persónuleika sögum sínum tii
brautargengis. Það örlar að
vísu á þess konar hæfileika í
Grænu hjólbörunum, sögu
af kyndugum karli ættuðum úr
sveit, sem heima á á Vesturgöt-
unni i Reykjavik. Aftur á móti
er Ijóst við lestur Atreifs
og annarra fugla, að það er
vandi að segja sögu og ekki allt
af nægilegt að vera gott skáld
til að það takist.
LjóðsikáMið Guðmund Böðv-
arsson hittir lesandinn á við og
dreif í bókinni, á ánægjulega
samfylgd með þvi. Ég geri einn-
ig ráð fyrir, að þeir, sem unna
þjóðlifsmyndum í rituðu máli,
muni fagna þessari bóik. Og
væntanlega er lesendahópur
Guðmundar Böðvarssonar svo
fjölmennur, að þeir, sem á ann-
að borð hafa áhuga á verkum
skáldsins, finna sitthvað for
vitnilegt í fari Atreifs og hinna
fuglanna.
Hörpuútgáfan á Akranesi
mun vera að hefja útgáfu á rit-
um skáldsins í óbundnu máli, því
að Atreifur og aðrir fuglar er
kynntur sem Safnrit 1: Linur
upp og niður eftir Guðmund
Böðvarsson.
Jónas Hallgrímsson:
RITSAFN
Tómas Guðmundsson bjó til
prentunar.
Helgafell. Reykjavík 1971.
1 formála að þessari nýju út-
gáfu aif ritum Jónasar Hallgrims
sonar segir Tómas Guðmunds-
son, að hún sé „að efni og nið-
urskipan hin sama og forlagið
lét gera til minningar um aldar-
ártið skálidsins, vorið 1945. Aðeins
hefur að þessu sinni verið bætt
við nokkrum sendi'bréfum, sem
Aðalgeir Kristjánsson skjala-
vörður hefur góðfúslega látið út-
gáfunni í té. í annan stað hefur
nú ritsafnið verið fært til eins
bindis í stað tveggja áður.“
Tómas heldur áfram og getur
þess að ritsafnið nái „að heita
má til alls skáldskapar, sem
Jónas lét eftir sig í bundnu máli
islenzku, og eins er þar að finna
sögur hans allar, ævintýri
Jónas Hallgrimsson.
og sagnabrot. Hins vegar skort-
ir mjög á, að ritsafnið sé i svip-
uðum mæli „heildarútgáfa" ann
arra rita hans í lausu máli. Samt
má ætla, að þar sé saman komið
megin þess, er öðru fremur hef-
ur bókmenntalegt gildi eða er
sérstaklega til þess fallið að
varpa ljósi yfir hugarheim Jón-
asar, örlög hans og ævikjör.“
Inngangsritgerð Tómasar
Guðmundssonar um Jónas Hall-
grimsson fylgir að vonum rit-
safninu. Varla er það ofmælt, að
þeir Jónas og Tómas séu „hvor
um sig listrænast skáld síns
tíma“, eins og bókmenntaráðu-
nautur Helgafells hefur lát-
ið skrá á bókarkápu. Túlkun
Tómasar á skáldskap Jónasar
Hallgrimssoniair ætti að vera
komandi kynslóðum fyrir-
mynd, þar fer saman bókmennta-
leg skarpskyggni og óvenjuleg
ást á bókmenntum. Reyndar er
Tómas Guðmundsson.
ritgerð Tómasar fagurt lista-
verk, bygginig, sem stendur af
sér öll menningarleg veður,
enda höfum við ekkert annað
betra að bjóða. Tómas nefnir í
fyrrgreindum formála, að kyn-
legt megi það þykja, „og reynd-
ar lítt skiljanlegt, að enn skuli
ekki vera til nein fuligild ævi-
saga Jómasar Hallgrimssonar,
þess skálds, sem ástsælast hef-
ur orðið rneð þjóð sinni". Þesisíi
athugasemd Tómasar gildir um
fleiri íslensk skáld en Jónas.
Margt er ókannað og allt að því
hundsað af þvi merkasta, sem is-
lenskar bókmenntir fyrri og síð
ari tíma hafa að bjóða okkur.
Ég sé ekki betur við fljótlega
athugun á Ritsafni Jónasar
Hallgrímssonar en flrágangurinn
sé i hvívetna til sóma. Það er
nauðsynlegt að hafa Jónas til-
tækam i þessu hentuga formi.
Til fundar við Jónas
Marlene
Dietrich
HUN er heillandi persónuieiki, þokkadís
með hrjúfa en seiðandi söngrödd, frábær
leikkona. Og þrátt fyrir að hún nálgist
brátt sjötugasta aldursárið er hún enn
skemmtikraftur sem á engan sinn líka.
Marlene Dietrich fæddist í Þýzkalandi
árið 1902. Leikhúsið virðist hafa heillað
hana frá upphafi og áður en hún náði
tvítugisaldri hafði hún getið sér gott orð
fyrir leik sinn og söng i heimalandi sínu.
Áið 1923 kom hún fram í sinni fyrstu
kvikmynd — Der Kleine Napoleon og
tvær myndir til viðbótar fylgdu I kjöl-
farlð það ár.
Á árunum 1923—’29 lék hún í u.þ.b. 20
kvikmyndum í Þýzkalandi, auk þess sem
hún fór með fjöldan allan af hlutverkum
á leiksviði. En einmitt 1929 verða þátta-
skil í lífi hennar. Þá sér austurríski kvik
myndaleikstjórinn Joseph von Stem-
berg, er þá þegar hafði getið sér dágóð-
an orðstír í Hollywood, Dietrich á leik-
sviði í Berlin. Hann varð yfir sig hrifinn
af hæfileikum og persónuleika hennar,
og bauð henni aðalhlutverkið í mynd-
inni „Bláa englinum" sem hann hafði í
byggju að gera eftir samnefndri sögu
Heinrich Mann. (Þessa mynd sýnir sjón
varpið nk. miðvikudag.) Skemmst er
frá því að segja, að Blái engillinn hlaut
geysilega góðar viðtökuir, og hróður
hennar barst um allan heim.
Von Sternberg hélt aftur til Holly-
wood og hafði Dietrich með sér. Þau
ákváðu að halda samvinnunni áfram, og
fyrsta mynd Dietrich, sem hún lék í
vestra undir stjóm Stembergs var Mor
occo. Myndin lýsti ástum hermanns í Út
lendingahersveitinni (Gary Cooper) og
söngkonu í kaffihúsi (Dietrich), og til
að undirstrika hinn rómantíska efnivið
myndarinnar beitti von Stemberg ó-
venjulegri lýsingu og hrífandi kvik-
myndatöku, sem átti eftir að verða hans
aðalsmerki sem leikstjóra, Tvö atriði eru
einkum annáluð úr þessari mynd: f fyrsta
lagi þegar Marlene, klædd smokingklæð-
um, kyssir aðra stúlku beint á munninn
og í öðru lagi er hún sparkar af sér há-
hæluðu skónum og tekur á rás inn í eyði
mörkina eftir elskhuga sínum.
Morocco varð enginn eftirbátur Bláa
engilsins hvað aðsókn snerti, og Holly-
wood hóf auðvitað fjöldaframleiðslu á
myndum með Dietrich í aðalhlutverki og
undir stjóm von Stembergs. Má þar
nefna Shanghai Express, Blonde Venus,
The Scarlet Empress og The Devil is a
Woman. The Shanghai Express er senni
lega bezt þeirra mynda, er Dietrich og
von Sternberg gerðu, en þar nýtti Stern
berg alla möguleika Ijóss og skugga leik
konunni til dýrðar. Von Sternberg lét
augsýnilega heillast af fegurð og þokka
Dietricli í dag
Dietrich3 og beitti öllum tiltækum ráð-
um til að undirstrika hann. Þetta leiddi
brátt til stöðnunar í leikstjórn, þar eð
lýsingin var orðin svo flókin og þung í
vöfum, að Dietrich mátti ekkert hreyfa
sig, ef allt átti ekki að fara úr skorðum.
Samvinnu hennar og von Sternbergs
lyktaði með The Devil is a Woman, sem
brást algjörlega.
Árið 1936 lék Dietrich aftur á móti
Gary Cooper, nú í myndinni Desire und
ir stjórn Frank Borzage, og þar sannaði
hún eftirminnilega að hún var meira en
fagurlimuð þokkadís, sem von Stem-
berg hafði lagt höfuðáherzlu á. Leikur
hennar var óaðfinnanlegur. Enn sannaði
hún ágæti sitt sem leikkona í Destry Rid
es Again. f þessum grótbroslega vestra
lék hún á móti James Stewart, og var
svo sannarlega í essinu sínu, ekki hvað
sízt er hún söng „See What the Boys in
the Back Room Will Have“, lag sem ó-
dauðlegt hefur orðið í hennar meðfömm.
Þá má ennfremur nefna framlag hennar
til myndar Billy Wilders „Witness for the
Prosecution" eða í mynd Fritz Langs
„Rainoho Notorious" eða í mynd Oraan
Weltes „Touch of Evill“.
Eins og sjá má af þessu hefur Mariene
Dietrich skilið eftir djúp spor í kvik-
myndasögunni. Hún sameinar flesta
kosti kvikmyndaleikkonu og er raunar
fjölihæfari en þær flestar, enda hafa
flestir snjöllustu leikstjórar Hollywood
keppzt um að fá hana til iiðs við sig.
Hér á undan hefur þó aðallega verið geit
ið um þátt hennar í kvikmyndum, en
minna rætt um feril hennar sem söng-
konu og skemmtikrafts, en á því sviði er
hún engu ómerkari. Dietrich sagði að
mestu skilið við kvikmyndir árið 1964,
en síðustu 10—15 árin hefur hún. að
langmestu helgað söngnum krafta sína,
enda getur hún á löngum ferli sínum
státað af fleiri vinsælum dægurflugum
en flestir aðrir. Það ætti þvi að verða
nógu fróðlegt að heyra og sjá Marlene
Dietrich í þessu fyrsta sjónvarpsviðtali
sínu, sem Sjónvarpið sýnir í kvöld.