Morgunblaðið - 27.11.1971, Síða 17

Morgunblaðið - 27.11.1971, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1971 17 Að leita hvarvetna fanga og nýta á persónulegan hátt I>að á ungur listamaður að gera Viðtal við Gunnar Kvaran Gunnar Kvaran við sellóið í stofu móður sinnar á Seltjarn- arnesi. GUNNAR Kvaran, sellóleik- ari, er kominn hingað heim til að lialda hljómleika á sunnudag í Keflavík og næsta sunnudag á Akranesi, en í milli í Árnesi og e.t.v. víðar. Ekki fáum við þó að heyra í honuin hér í Reykjavík að þessu sinni, en hann kemur I vor til Tónlistarfélagsins. Píanóleikarinn Halldór Har- aldsson ætlar að aðstoða hann með undirleik á píanó. Þetta eru fyrstu tónleikar Gunnars hér, en liann hefur hlotið góðan orðstír í Dan- mörku. Við hittum Gunnar að máli á heimili móður hans, Helgu Hobbs og stjúpföður, Hafsteins Guðmundssonar, prentsiniðjustjóra, á Seltjarn- arnesi. — Ég er búinn að vera utan- lands í 8 ár við nám, fór 1964, svaraði Gunnar fyrstu spurn- ingu okkar. Þá var ég fyrst hjá Erling Blöndal Bengtson í einka tímum í rúmt ár og hóf svo nám við Konservatoríið og hafði hann sem aðalkennara þar í 6 ár. Áður hafði ég verið hér I Tónlistarskólanum hjá Einari Vigfússyni og lék svo eitt ár í Sinfóníuhljómsveitinni. — Og þú laukst prófi sl. vor, er það ekki? Og hélzt hljómleika í Kaupmannahöfn, sem orð fór af ? — Já, ég var í einleikaradeild- inni í skólanum í eitt ár og lék svo á þessum tónleikum. Ég. kaus að hafa það þannig, þvi að það er dýrt að efna til tónleika, og þessir voru á vegum skólans. Það gekk ágætlega. Gunnar Kvaran hefur undan- farin 3 ár verið aðstoðarkenn- ari Blöndals Bengtsons í Tón- listarskólanum, og þykir það mikil upphefð, en venjan er að nemendur fái tvær stundir á viku hjá aðalkennara sínum. Kennir aðalkennarinn þá ann- an tímann, en aðstoðarmað- ur hans hinn. Gunnar er auð- heyrilega mjög hrifinn af Blöndal Bengtson, segir það mjög örvandi að vinna með slík- um msuini, sem sé stórmenni á sínu sviði. Mundirðu telja hann bezta sellóleikara sem uppi er? spyrjum við. — Ég tel hann einn af 10 beztu sellóleikurum i heimi. Það er ekki hægt að bera þessi stórmenni saman. Þau hafa öll eitthvað sérstakt til brunns að bera. Og það er ekiki rétt að bera þá saman. Annars hitti ég afa minn í listrænum skilningi í haust, bætir Gunnar við kím inn. Og er við spyrjum hvað hann eigi við með því, útskýr- ir hann: —- Það er Gregor Piati- goski. Blöndal Bengtson var hjá honum í Bandarikjunum í 3 ár og hann tel ég föður minn í list inni, svo hinn hlýtur að vera afi minn. Piatigoski kom til Kaup- 'mannahafnar í september til að hafa námske'ið mieð ungum selló- leikuirum á Norðu.rlöndum. Þar var samankomið fölk frá Dan- mörku, Noregi, Svíiþjóð og ís- landi. Mjög erfitt er að konna hverjum og einum í stórum hópi á að- eins hálfum mánuði. En hann hafði alveg sérstaka hæfi- leika til að setja sig inn í vanda mál hvers um sig. Hann er geysi legur mannþekkjari. Hann kall- aði mig prófessorinn, a-f þvi ég var sífellt að spyrja um allt milli himins og jarðar. Og það líkaði honum vel. En að sjálf- sögðu hafði hann mikið út á leik minn að setja og ég lærði fe.ikiilega rnikið á því. Piati- goski hefur leikið mikið með Heifetz og Rubinstein og þeir hafa saman sérstakan skóla, þar sem hann kenn- ir núna. Gunnar sagði okkur hvað hann ætlaði að leika á tónleik- unum hér. Hann byrjar á fal- legri sónötu eftir Schubert, sem nefnist Arpeggione eftir hljóð- færinu sem hún er samin fyrir. Það er mitt á milli guitars og sellós og hafði fimm strengi. Einn þeirra var hærri en er á sellóinu og liggur verkið víða mjög hátt á sellói og er því mjög erfitt. Þá leikur hann einleiks- svitu nr. 1 eftir Johann Sebast- ian Bach, sem er sú stytzta af svítunum. Til að fá meiri til- breytni, leikur Halldór Haralds son eina Chopin-sónötu ef.tir hlé og síðast er á efnisskránni fal- legt verk eftir Benjamín Britt- en. Það hefur þann kost að vera svo gamansamt, segir Gunnar. því það er eitthvað það bezta sem hægt er að færa fólki. Það eru svo miklu færri humoristar en þunglyndir menn í ver- öldinni. — Nú er oft sagt að svo fá verk séu skrifuð fyrir selló? — Það er ekki allis kostar rétt, því .ednkum nú á 20. öldinni harfa ógirynni af venkum verið sam- in fyrir þetta hljóðfæri. Á dög- um Mozarts og Beethovens var selló mikið notað sem undirleiks hljóðfæri, En smám saman fóru menn að leggja eyrun við því og fram komu snillinear. Og nú má segja að sellóið sé orðið eins vin sælt einleikshljóðfæri og fiðlan. Nú á 20. öldinni hafa mörg fræg tónskáld samið verk fyrir það, t.d. Benjamín Britten, William Waltman, Hindemith, Honeg- er og Milhaus. — Hvað hyggstu nú fyrir. Ætl- arðu að halda áfram að kenna? — Já, það er draumur minn að geta lifað aí því að kenna og vera einleikari, eins og ég hefi gert að undanförnu. Það er vandasamt að vera kennari, því hann má aldrei gleyma því að hans hlutverk er að hjálpa nem andanum til að vera sjálfstæð- ur og hlúa að persónu- leika hans. Einkum hlýtur það að vera erfitt fyrir þessi mikil- menni, því þau móta svo nem- andann. Þetta liig.gur þó á va’di hvers nemanda, því ungur leit- andi listamaður einangrar sig ekki frá miklum listamanni af ótta við að verða fyrir of mikl- um áhrifum, heldur leitar hann fanga og hirðir það sem hann getur notað. Síðan reynir hann að tileinka sér það og gera það persónulegt. Það er að vera frumlegur. Að not*. og nýta allt á sinn persónulega hátt, það hafa menn eins og Picasso og Stravinsky gert? — Og hér kannski Halldór Laxness? — Já, einmitt. Og nú langar mig til að nota næstu tvö ár að minnsta kosti til að reyna að finna sjái'fan m,ig. Vinna úr því, sem ég hefi safnað að mér. Ég held að mikilvægast sé fyrir mig að vinnia úr þeim efniviði, sem ég hefi verið að draga að mér. Nú, og svo stendur svo á, að ég var að eignast son fyrir tveimur mánuðum. Og þar sem kona mín er óperusöngkona við Konungiega leikhúsið, höfum við orðið að skipta með okkur verkum. En eins og ég sagði við Franiliald á bls. 20 Guðlaugur Gíslason: Nytsamir sakleysingjar Þegar áróðursvél alþjóða- kommúnista gaf þau fyrirmæli á fjórða tug aldarinnar, að þar sem það þætti betur henta, skyldu kommúnistaflokkarnir að nafninu til lagðir niður, en þess í stað stofnaðir flokkar með meira borgaralegum nöfnum og að nafninu til lýðræðislegri stefnuskrá, gripu íslenzkir kommúnistar þessu fegins hendi. Kommúnistaflokkur íslands var lagður niður, en í hans stað stofnaður nýr flokkur af sömu aðilum undir nafninu Sameining arflokkur alþýðu, sósíalista- flokkurinn. Ráðsmenn kommúnistaflokks- ins gamla vissu að ómenguð stefna þeirra hafði lítinn hljóm- grunn meðal íslenzku þjóðarinn ar. Flokkurinn gat aldrei orðið annað en fámennur hópur harð snúinna öfgamanna, sem ekkert fóru leynt með, að þeir stefndu hér á landi að samskonar þjóð- skipulagi og komið hafði verið á í Sovétríkjunum og þeir túlk- uðu sem alræði öreiganna. Sama og hér átti sér stað gerð ist einnig hjá mörgum öðrum þjóðum. Kommúnistaflokkarnir voru lagðir niður, en í þess stað stofnað til flokka og samtaka mieð margs komar nöfmum og dul búnum stefnuskrám. Það verður að játa og þýðir ekkert að vera blekkja sig á því að þetta herbragð kommún- ista tóksit mun betur en jafnvel ráðamennirnir í Moskvu höfðu gert ráð fyrir. Margir ágætir menn, bæði hér á landi og annans staðar létu blekkjast og gengu til liðs við hin nýju samtök kommúnista og gáfu þeim þar með þjóðlegri blæ og vaxtarskilyrði umfram það, sem einhliða boðun á stefnu kommúnista hafði áður haft. Hinir raunverulegu kommún- istar, sem ávallt stjórna þessum samtökum á bak við tjöldin gerðu sér far um að hossa þess- um mönnum og veita þeim margs konar trúnað til að gera þá meira áberandi í þjóðlífinu, en fyrirlitu þá undir niðri og töldu nauðsynlegt að veita þeim mátu lega háðung öðru hvoru svo að þeir yrðu ekki of sterkir og úr herbúðum kommúnista er komin nafngift þessara manna, nytsam ir sakleysingjar. Mest áberandi nafnið úr hópi þeirra manna, sem ánetjazt hafa kommúnistum hin síðustu ár er núverandi félagsmálaráðherra Hannibal Valdimarsson. Allir vita að Hannibal er vel gefinn hugsjónamaður og margt til lista lagt, en hann var á tímabili haldinn þeirri barnatrú, að hon um myndi takast að ná yfirtök- unum í félagi og samstarfi við kommúnista. Þessar tilraunir hans stóðu I 12 ár, eða nákvæm- lega jafn lengi og kommúnistar töldu sér hag í að láta hann veita Alþýðubandalaginu for- ystu en gerðu honum þá óvært þar og sýndu bæði Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson þann manndóm af sér þá, að segja sig opinberlega úr þessum samtökum, þó að glorían hyrfi mikið af þeim, er þeir ánetjuð- ust kommúnistum enn á ný í samstarfi sínu við þá i núver- andi ríkisstjórn. HVKR.HR eru TRtJNAÐARMENN KOMMÚNISTA Á fSLANDI? Það fer ekki hjá því, að Hannibal Valdimarsson sé manna dómbærastur um hverjir séu trúnaðarmenn kommúnista hér á landi vegna hins langa og nána samstarfs við þá. I útvarpsræðu sem hann flutti við eldhúsdagsumræðurnar á Alþingi hinn 28. apríl 1970 lýsti hann því vel. Eftir að hann hef- ur gert grein fyrir hverjir séu hinir raunverulegu stjórnendur Alþýðusambandsins eins og það er nú í dag, segir hann orðrétt: „En hver skyldi samt láta sér detta í hug, að þar sem þessir herrar hafa valið sér pólitískt húsaskjöl, sé lýðræðislegur jafn aðarmannaflokkur á ferðinni. Ég held að þeir verði fáir. En það er hinis vegar sagt, að þeg- ar bréf eru rituð á enska tungu I austurveg, og þar dregið sér- Guðlaugur Gíslason. staklega fram til sannindamerk- is um, að Alþýðubandalagið nýja sé hinn eini sanni og rétti kommúnistaflokkur á íslandi, að hjá því gegni Mr. Olgeirsson, Mr. Bjarnason og Mr. Jósefsson, trúnaðarstörfum austur á við. þarf ekki að fela þá. Já gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri, en hversu traust- vekjandi það er, það er svo allt annað mál“. Þetta er umsögn Hannibals Valdimarssonar um það hverjir séu trúnaðarmenn kommúnista hér á landi og hverjir stjórni Alþýðubandalaginu og þarf vist ekki að fara í grafgötur með við hverja er átt, þótt aðeins séu nefnd föðurnöfn viðkomandi að- ila. SAMTÖK VESTRÆNNA MÓÐA Það varð kommúnistum um all an heim mikið áfall, þegar vest- rænar þjóðir sáu sig tilneyddar til að stofna með sér varnar- bandalag, er Sovétríkin höfðu gert hvert landið á fætur öðru í Evrópu að leppríki sínu og héldu þeim í járnklóm i skjóli hervalds. Sérstakt áfall varð það fyrir kommúnista hér á landi að lýðræðisflokkarnir skyldu sameiginlega standa að inngöngu íslands í þetta vamar bandalag. En koma varnarliðsins hingað til iands frá einu Nato-ríkjanna varð þeim hinsvegar kærkomið áróðursefni og nú komu hinir „nytsömu sakleysingjar" innan vébanda þeirra sér sérstaklega vel. Það er eftirtektarvert, að frammámenn hinna svokölluðu hernámsandstæðinga eru ekki þeir, sem Hann'bal Valdimar®- son tilgreindi, sem umboðsmenn kommúnista í „austurvegi", þó allir viti að þeir standa á bak við þessi samtök. Slíkt væri of áberandi. Heldur er þar að finna innan um og samanvið menn og konur, sem enginn væn ir um að ekki vilji þjóð sinni vel, en flestir sjá, að hafa látið blekkjast af áróðri kommúnista og ganga að þessu leyti erinda þeirra af hreinni fávizku. Sorglegasta dæmið um hvað kommúnistum hefur tekizt vel upp blekkingin í sambandi víð varnarliðið, er þegar góðkunnir borgarar þessa lands hafa kom- ið hingað til Reykjavíkur labb- andi sunnan úr Keflavik göhigiu móðir og aðframkomnir í þeirrl sælu trú að þeir væru að vinna þjóð sinni gagn með þessu röltl Franihald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.