Morgunblaðið - 22.01.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.01.1972, Blaðsíða 11
MORGUíNtBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1972 11 Leiðbeiningar rikisskattstjóra við skattaframtöl 1. Aritun. Til innsendingar til skattyfir- valda skal nota framtalseyðu- blaðið, sem áritað er í skýrslu- vélum, sbr. þó 3. mgr. Notið aukaeintak af eyðublaði til að taka afrit af framtali yðar og geymið afritið með þeim upplýs ingum og gögnum til stuðnings framtali, sem yður ber að geyma a.m.k. í 6 ár miðað við framlagn ingu skattskrár. Framteljanda skal bent á að athuga, hvort áritanir gerðar af skýrsluvélum, nöfn, fœðingardagar, -mán. og -ár, svo og heimilisfang, séu rétt ar, miðað við 1. des. s.l. Ef svo er ekki, skal leiðrétta það á fram talinu. Einnig skal bæta við upp lýsingum um breytingar á fjöl- skyldu í desember, t.d. giftur (gift), hverri (hverjum), hvaða dag, nafn barns og fæðingardag ur eða óskírð(ur) dóttir (son- ur) fædd(ur) hvaða dag. Ef áritanir eru ekki réttar, miðað við 1. des., þá skal fram- teljanda bent á að senda einnig leiðréttingu til Hagstofu Islands (þjóðskrá), Reykjavík. Ef áritað eyðublað er ekki fyr ir hendi, þá skal fyrst útfylla þær eyður framtalsins, sem ætl- aðar eru fyrir nafn og nafnnúm ejr framteljanda, fæðingardag hans, -mán. og -ár, svo og heim- ilisfang hans 1. des. s.L Einnig nafn eiginkonu, fæðingardag hennar, -mán. og -ár, svo og nöfn, fæðingardag, -mán. og fæð ingarár bama, sem fædd eru ár ið 1956 eða síðar, til heimilis hjá framteljanda 31. desember. 2. Fengið meðlag og barnalífeyrir. Fengið meðlag, svo og barna- lífeyri frá almannatryggingum, sem greiddur er, ef annað hvort foreldra er látið, skal færa í þar til ætlaða eyðu neðan við nöfn barnanna. Barnalífeyri, sem almanna- tryggingar greiða vegna elli eða örorku foreldra (framfæranda), svo og barnalífeyri frá öðrum (úr ýmsum lífeyrissjóðum), skal hins vegar telja undir tekjulið 13, „Aðrar tekjur". 3. Greidd meðlög. Upplýsingar um greidd með- lög með börnum framteljanda skal færa I þar til ætlaðan reit á fyrstu síðu framtalsins. Varð- andi upplýsingar um aðra vanda menn á framfæri framteljanda, visast til leiðbeininga hér síðar um ákvæði 52. gr. skattalaganna. 4. Slysatrygging við heimilisstörf. Skv. ákvæðum 30. gr. laga nr. 67/1971 um almannatryggingar geta þeir, sem heimilisstörf stunda, nú tryggt sér rétt til slysabóta við þau störf með því að skrá í framtal sitt ósk um það, í reit, sem til þess er ætl- aður, á fyrstu síðu framtals. Árs gjald verður nú kr. 572,00. Þeir, sem atvinnurekstur hafa með höndum, geta tryggt sér og mökum sínum, sem með þeim starfa að atvinnurekstrinum, rétt til slysabóta, sbr. upplýsing ar þar um á launamiðafylgiskjöl um. Óski þessir aðilar að tryggja sér eða mökum sínum jafnframt rétt til slysabóta við heimilis- störf, skulu þeir geta þess i um- ræddum reit, og mun þá slysa- tryggingin í heild reiknast 52 vikur á vikugjaldi þess áhættu- flokks sem hærri er. I. EIGNIR 31. DES. 1971. 1. Hrein eign samkv. meðfylgjandi efnaliagsreikningi. Með framtölum þeirra, sem bókhaldsskyldir eru skv. ákvæð um laga nr. 51/1968 um bók- hald, skal fylgja efnahagsreikn ingur, gerður skv.i ákvæð- tim þeirra laga. ..1 efnahagsreikningi, eða i gögnum með honum,; skal vera sundurliðun á öllum egnum, sem máli skipta, svo sem innistæð- um í bönkum og spari- sjóðum, víxileignum og . öðrum útistandandi kröfum (nafn- greina þarf þó ekki kröfur und ir kr. 10.000,00), birgðum (hrá- efni, rekstrarvörur, hálfunn- ar eða fullunnar vörur), skulda bréfum, hlutabréfum og öðrum verðbréfum, stofnsjóðsinnstæð- um, fasteignum (tilgreindum á þann veg, er greinir í 3. tl. — Fasteignir), vélum og tækjum og öðrum þeim eignum, sem eru í eigu framteljanda. Birgðir skulu tilgreindar á heildarmats verði án sérstaks frádrátt- ar skv. heimild í D-lið 22. gr. skattalaga, og skal síðan til- greina frádráttinn sérstaklega. Á sama hátt ber að sundurliða allar skuldir svo sem yfirdrátt- arlán, samþykkta vixla og aðr- ar viðskiptaskuldir (nafngreina þarf þó ekki viðskiptaskuldir undir kr. 10.000,00), veðskuldir og önnur föst lán svo og aðrar þær skuldir, sem framteljandi skuldar. Þá skal og koma fram í efna- hagsreikningi nákvæm greining á breytingu á eigin fé framtelj- anda á uppgjörsárinu. Ef í efnahagsreikningi eru f járhæðir, sem ekki eru í sam- ræmi við ákvæði skattalaga (svo sem tilfært verð fasteigna), skal úr því bætt með áritun á efnahagsreikninginn eða gögn með honum. Hreina skattskylda eign skal síðan færa á framtal undir 1. tölulið I eða Skuldir umfram eignir í C-lið bls. 3. 2. Bústofn skv. landbúnaðar- skýrslu og eignir skv. sjávar- útvegsskýrslu. Framtölum bænda og annarra, sem bústofn eiga, skulu fylgja landbúnaðarskýrslur, og færist bústofn skv. þeim undir þennan lið. Þeir, sem nota sjáv- arútvegsskýrslueyðublöð, skulu og færa eignir skv. þeim undir þennan lið. 3. Fasteignir. Allar fasteignir skal telja til eignar á gildandi fasteignamats- verði eða áætluðu verði, ef fast eignamat er ekki fyrir hendi. Gildandi fasteignamatsverð, sem telja ber til eignar í framtali 1972, er fasteignamat það, sem gildi tók 31. des. 1971. Upplýs- ingar um matið fást hjá sveitar- stjórnum, hreppstjórum, bæjar- fógetum og sýslumönnum, skatt- stjórum og umboðsmönnum þeirra og Fasteignamati ríkis- ins, Lindargötu 46, Reykjavík. Metnar fasteignir ber að til- greina í lesmálsdálk og kr. dálk á þann veg, er hér greinir: Tilgreina skal fyrst nafn eða heiti hverrar sérmetinnar fast- eignar í lesmálsdálk, eins og það er tilgreint I fasteignamatsskrá. Sé fasteign staðsett utan heimil issveitar framteljanda, ber einn ig að tilgreina það sveitarfélag, þar sem fasteign er. (Ef heiti fasteignar er ekki rétt tilgreint i fasteignamatsskrá, þá skal framteljandi jafnframt tilgreina rétt heiti, og einnig skal fram- teljanda bent á að senda leiðrétt ingu til Fasteignamats ríkisins, Llndargötu 46, Reykjavík.) í fasteignamatsskrám er hverri fasteign skipt niður í ýmsa matshluta eða matsþætti. T.d. er jörðum í sveitum skipt í eftirtalda matsþætti: tún, land, hlunnindi, íbúðarhús, útihús og svo framvegis. Öðrum sérmetn- um fasteignum er skipt í eftir- talda matshluta eða -þætti: land eða lóð, hlunnindi, sérbyggðat (sérgreindar) byggingar eða önnur mannvirki. Hins vegar er sérbyggðum byggingum ekki skipt eftir afnotum, t.d. milli ibúðar- og verzlunarhúsnæðis, seu þau í sömu sérbyggðri bygg ingu. 1 lesmálsdálk ber að tilgreina einstaka matshluta eða -þætti fasteignarinnar, sem eru i eigu framteljanda, á sama hátt og með sama nafni og þeir eru tilgreind ir i fasteignamatsskrá. Sé mats- hluti eða -þáttur ekki að fullu eign framteljanda, ber að geta eignarhlutdeildar. Séu sérbyggð ar byggingar notaðar að hluta til íbúðar og að hluta sem at- vinnurekstrarhúsnæði, ber einn ig að skipa matshluta eða -þætti eftir afnotum, og skal skipting- in gerð i hlutfalli við rúmmál. Sérreglur, sbr. næstu málsgrein, gilda þó um skiptingu leigu- landa og leigulóða til eignar milli landeiganda og leigutaka. Fjárhæð fasteignamats hvers matshluta eða -þáttar, í sam- ræmi við eignar- eða afnotahlut deild, skal færð í kr. dálk. Eigendur leigulanda og leigu- lóða skulu telja afgjaldskvaðar verðmæti þeirra til eignar. Af- gjaldskvaðarverðmætið ér fund ið með þvi að margfalda árs- leigu ársins 1971 með 15. Til- greina skal í lesmálsdálk nafn landsins eða lóðarinnar, ásamt ársleigu, en i kr. dálk skal til- greina ársleigu x 15. Leigjendur leigulanda og leigulóða skulu telja sér til eignar mismun fast- eignamatsverðs og afgjalds- kvaðarverðmætis leigulandsins eða -lóðarinnar. Tilgreina skal í lesmálsdálk nafn landsins eða lóðarinnar, svo og fullt fast- eignamatsverð lóðarinnar eða landsins eða þess hluta, sem hann hefur á leigu og auðkenna sem „Ll“., en í kr. dálk skal til greina mismun fasteignamats- verðs og afgjaldskvaðarverð- mætis (sem er land- eða lóðar- leiga ársins 1971 x 15). Ómetnar fasteignir, svo sm hús, íbúðir, bílskúrar, sumarbú staðir eða hverjar aðrar bygg- ingar eða önnur mannvirki í smíðum, svo og ómetnar við- byggingar og breytingar eða endúrbætur á þegar metnum byggingum eða öðrum mann- virkjum, skal tilfæra sérstaklega í lesmálsdálk undir nafni skv. byggingarsamþykkt eða bygg- ingarleyfi og kostnaðarverði í árslok 1971 í kr. dálk. Eigend- um slíkra eigna ber að útfylla húsbyggingarskýrslu, sem fylgja skal framtali. Hafi eig- andi bygginga eða annarra mannvirkja, sem byggð eru á leigulandi eða leigulóð, ekki greitt leigu fyrir landið eða lóð ina á árinu 1971, ber land- eða lóðareiganda að telja fasteigna- matsverð lands eða lóðar að fullu til eignar. 4. Vélar, verkfæri og áhöld. Hér skal færa bókfært verð landbúnaðarvéla og -tækja skv. landbúnaðarskýrslu. Enn frem- ur skal hér færa eignarverðmæti véla, verkfæra, tækja og áhalda, annarra en bifreiða, sem ekki eru notuð í atvinnurekstr- arskyni eða ekki ber að telja i efnahagsreikningi, sbr. tölulið 1. Slíkar eignir skulu teljast á kaup- eða kostnaðarverði í kr. dálk. Þó skal heimilt að lækka þetta verð um fyrningu, að há- marki 8% á ári, miðaða við kaup- eða kostnaðarverð, svo og um réttilega notaðan rétt til lækkunar kaup- eða kostn- aðarverðs í fyrri framtölum framteljanda. Þó má aldrei teljá eignarverð lægra en 10% af kaup- eða kostnaðarverði. Fyrning þessi kemur aðeins til lækkunar á eign, en ekki til frá dráttar tekjum. 5. Bifreið. Hér skal færa kaupverð bif- reiða, sem ekki eru notaðar í at- vinnurekstrarskyni eða ekkí ber að telja í efnahagsreikningi, sbr. tölulið 1., í kr. dálk. Þó skal heimilt að lækka kaupverð um fyrningu, að hámarki 10% á ári, miðað við kaupverð, svo og um réttilega notaðan rétt til lækk- unar kaupverði í fyrri framtöl- um framteljanda. Þó má aldrei telja eignarverð lægra en 10% af kaupverði. Fyrnirtg þessi kem- ur aðeins til lækkunar á eign, en ekki til frádráttar tekjum. 6. Peningar. Hér á aðeins að færa peninga eign um áramót, en ekki aðrar eignir, svo sem víxla og verð- bréf. 7. Inneignir. f A-lið framtals, bls. 3, þarf að sundurliða, eins og þar segir til um, inneignir í bönkum, spari sjóðum og innlánsdeildum, svo og verðbréf, sem skattfrjáls eru á sama hátt skv. sérstökum lög- um. Síðan skal færa samtalstðl ur skattskyldra inneigna á eign arlið 7. Víxlar eða verðbréf, þótt geymt sé í bönkum eða sé þar til innheimtu, teljast ekki hér, heldur undir tölulið 9. 8. Hlutabréf. Rita skal nafn félags í les- málsdálk og nafnverð hluta- bréfa í kr. dálk, ef hlutafé er óskert, en annars með hlutfalls- legri upphæð, miðað við upphaf legt hlutafé. 9. Verðbréf, útlán. stofnsjóðsinnstæður o.fl. Útfylla skal B-lið bls. 3 eins og eyðublaðið segir til um og færa samtalstölu á eignarlið 9. 10. Eignir barna. Útfylla skal E-lið bls. 4 eins og eyðublaðið segir til um og færa samtalstöluna, að frá- dregnum skattfrjálsum innstseð- um og verðbréfum (ákveðnum á sama hátt og greinir í A-lið bls. 3), á eignarlið 10. Ef framtelj- andi óskar þess, að eignir barns séu ekki taldar með sínum eign- um, skal ekki færa eignir bams- ins í eignarlið 10, en geta þess sérstaklega I G-lið bls. 4, að það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.