Morgunblaðið - 04.03.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.03.1972, Blaðsíða 11
---rr-'------: 1 11 -----r----rr.-'~T ;--T MORGUNBJLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1972 1 f Árni G. Eylands: Brotplógur, plægir 1G—18“ breiða strengi, og að sama skapi djúpt, eða helzt sæmilega niður úr seigrri grasrót í mýri. „Úrelt Fyrsti þáttur Árið 1970 var mikið ár á sviði búvísinda, sérstaklega ný- ræktar og túnræktar yfirleitt. Svo sem vænta mátti bar Freyr — búnaðarblað Búnaðarfélags lslands, — þar fram þyngstan forða mikilla ráða og glöggar að finnslur og viðvaranir, þar sem bændur eru varaðir við úreit- um fræðum, sem þeim hafa verið á borð borin á undanfömum ár- um. — Hér er stórt i efni. — Fræðikenningar nýjar og sterk- ar,; um hin úreltu fræði, hafa eflaust borizt vel til bænda, og eigi síður til góðra bændaefna, sem nú eru að afla sér skóla- fróðleiks og verklegrar þekking ar (?) í túnrælctinni. Aðalkjaimi grænfóður- og tún- ræktarkenninganna i Frey 1970 var svohljóðandi: ,;Ekki er neitt sem bendir til þess að betri tún fáist ef land er unnið fleiri ár áður én sáð er til túns. Kenningar, sem uppi hafa verið nú annað veifið frá öðrum en ráðunautum í jarð rækt, um að ræktun okkar sé of snöggsoðin, jarðvinnslan standi of skamman tíma, og að nauð syrilegt sé að viðhafa forræktun (rækta grænfóður eða aðrar ein ærar jiurtir nokkur ár áður en grasi er sáð) hafa alls ekkert við að styðjast, hvorki í hér- lendum tilraunum eða reynslu, þær eru byggðar á misskildum hiiðstæðum frá erlendum rækt- unarvenjum og eru úrelt fræði.“ — (Leturbreyting min. Á.G.E.) Hér er ekki smátt í efni, veg- ið hart að mðnnum, sem — „hafa alls ekkert við að styðj- ast“ — í kenningum sínum og tillögum, nema misskilning sem þeir hafa villzt í erlendis. Þótt hinir illu og stórgölluðu menn með úreltu fræðin, sem vegið er svo hart að í Frey, séu ekki nafngreindir, tel ég engan vafa á þvi, að framar flestum eða jafnvel öllum öðrum sé i Frey átt við þrjá menn jafn- gamla: tilraunamennina Ólaf Jónsson ,og Klemenz Kr. Krist- jánsson og svo mig — Á.G.E. Hart er og jafnvel ótrúlegt, að vilja í ræktunarmálum gera stór um minna úr tilraunastjórunum heldur en „ráðunautum í jarð- rækt.“ Kunnir tilraunamenn sak aðir um úrelt fræði, og upplýst að þeir hafi ekkert við að styðj ast! Ásakanir á hendur mér skipta ef til vill minna máli, en sennilegt er að ásökunin um kenningar byggðar á misskiln- Ingi frá „erlendum ræktunarvenj um“ gildi fyrst og fremst um mig og störf mín og reynslu i Noregi. — Þannig tek ég ásök- unina i Frey, um „úreltu fræð- in“ frá minni hendi, mínum penna og munni. Margt ber til og mikil er þörf fræði“ in að ræða við bændur, sem hægt er að ná til í dagblaði, um „úreltu frasðin" og hvað nú býðst sannara og betra. En fyrst af öllu er að vekja athygli á mikilli villu og mis- skilningi i hinni nefndu og end ursögðu málsgrein I Frey, sem endar á orðunum: „úrelt fræði." Það er talin kenning okkar mannanna með þessi marg- nefndu úreltu fræði — okkar sem höfum „alls ekkert við að styðjast", að „viðhafa forrækt- un,“ og rækta grænfóður, „oft í nokkur ár í röð“. — Nokkur ár, hvað eru það mörg ár? Vart minna en 5—6 ár. Það er þvi al- ger fjarstæða og hallað réttu máli, að tala um að menn, aðrir en ráðimautar í jarðrækt, hafi ráðið bændum til að rækta grænfóður, sem forræktun, i nokkur ár. Við með úreltu fræð in, höfum ráðlagt forræktun og grænfóðurrækt, til þess að fá heppilega jarðvinnslu og not af landinu um leið, en rætt lang- mest um eins eða tveggja ára forvinnslu og ekki meira, gras- sáningu á öðru eða þriðja ári — Ég vona að bændur sem þetta lesa minnist þess og viðurkenni það. IT. Vart er við öðru að búast en að hin harða ásökun á hendur mér, um að ég — og fleiri — hafi flutt bændum „úrelt fræði“ og haft „alls ekkert við að styðjast“, hafi haft viðtæk áhrif út um sveitir landsins, og að bændur hafí eignazt mikið af betri ræktunarfræðum á árinu sem leið —1971. Þá kemur að þvi stórfurðu- lega í ræktunarmálunum — S Frey. Þar koma tízkufræði í stað úreltu fræðanna, stórlærð fræði, sem vert er um að tala. Nú segir svo um grænfóður- ræktun: „t*að rétta er að grænfóður- ræktun verði stóraukin og fast- ur liður í búskapnum. Hún verð ur að vera annar meginliðurinn í breyttum og betri búskapar- háttum." (Undirstrikað af mér Á.G.E.). Já, það er sannarlega ástæða til að undirstrika þetta mikla atriði tízku-fræðanna. Ég efast ekki um alvöruna. En mér verður á að spyrja: Hvernig á að haga hinni miklu grænfóður ræktun, hinni nýju framtíðar- ræktun, þegar hin gamla græn- fóðurræktun i sambandi við for ræktun er dæmd úr leik? Þegar allt þar að lútandi er talið úr- elt fræði og sök okkar, ekki „ráðunautum I jarðrækt", sem höfum ekkert við að styðjast — alls ekkert. Hér virðist vera komið babb í bátinn. Samtimis þvi að öll forræktun er sögð óþörf með öllu og til skaðsemd- ar, eru bændur eggjaðir Iögeggj an að rækta grænfóður — meira grænfóður. Mér finnst að bændurnir eigi mikla heimtingu á því, og eðli- legt að þeir krefjist þess, að fá sem gleggstar leiðbeiningar um hina nýju grænfóðurræktun. Það má ekki dragast. Það er ekki nóg að berja það inn i bændur landsins, að það séu úr elt fræði sem menn — ekki ráðu nautar —- hafi borið á borð fyr- ir þá varðandi nýrækt og græn fóðurræktun, um allmörg ár. Hér verður meira að gera bæði í Frey og á annan og öruggari hátt. Hér er mikið um að ræða og þess þörf, að leiðbeina bænd- um á vissum sviðum, betur en gert hefir verið hin síðari ár. — Kem siðar að þvi, en fyrst vil ég koma með smáatriði úr mál- flutningi okkar með úreltu fræð in, sýna hvað við höfum sagt, bæði á fyrri árum, er reynt var að örva framfarir á sviði ný- ræktar, og þeirra varð vant á gleðilegan hátt bæði hér og þar. Minni einnig á það sem við höf um sagt eftir að afturfarir í ný- ræktun hafa farið að gera vart við sig á_ fleiri vegu, þrátt fyrir það að nýræktin jókst til mik- illa muna, að yfirferð og við- áttu. Fyrst er þá að nefna tvö rit: Ritið Nýrækt (Ó.J.), sem Bún- aðarfélag Islands gaf út (senni- lega í árslok) 1948. Að baki þvi riti eru tvö eldri rit sama höfundar: Um sáðsléttur, 1930, og Belgjurtir, 1939. Otgefandi Belgjurta var Áburðarsala rík- isins. Þessi tvö rit náðu svo langt, að sáðslétturæktim og jafnvel ræktun smára í nýrækt arsáðsléttum vakti áhuga og góða viðleitni hjá mörgum bænd um. Hitt aðalritið var: Búvélar og ræktun (Á.G.E., samið 1947— 1949). Gefið út 1950 af Bókaút- gáfu Meninmgarsj óðs. 1 þeirri bók var skráð allmikið um vand aða nýræktartækni, hentugar vélar og vinnubrögð. Hér og þar í blöðum var bókinni vel tekið, en í Freý og þar á vegum B.í. var reynt að spilla fyrir henni og vara bændur við bókinni eins og frekast var hægt. Þar með var bókin talin „vansmíði" og bölvuð skrudda, „ekkert var á henni að gi’æða." Að sjálfsögðu eru bækur þess ar nú horfnar af sviðinu, og nú taldar úrelt fræði. Bn því mið- ur er engin jarðræktarfræði komin í þeirra stað, berandi tízkufræðin á borð fyrir bænd- ur. Á þessum árum nefndum við mennirnir með íiroltu fræðin, ýmislegt til þess að örva bændur til góðra ræktunarhátta, og vor um ekki myrkir í máli um það, sem miður fór, — og fer enn,— m. Dæmi, — tekin hér og þar : — „Grænfóðurræktin er alltaf réttmæt og ráðleg, ef landið á annað borð þarfnast fleiri ára vinnslu tfl þess að ræktast og verða að túni.“ (1928). „ — ræktun belgjurta samrýn verði að góðu túni — má aldrei gleyrna." (1928). „Mýriendi, sem ekki er því betra og myldara, verður að vinnast í 2—4 ár, eftir því hvað það er seigt og tyrfið, svo að það verði að góðu túni. — Það er vinnslan, áburðurinn og grænfóðrið, sem myldar jarðveg inn þótt seigur sé.“ (1928). „—tæktun belgjuría sarnrým- ist ekki óðagots- og hroðvirkn isstefnu þeirri, sem mjög hefir verið ráðandi í ræktunarmálum okkar.“ (1939). „— nýyrkja og ræktunarum- bætur eiga að vera fastur árleg ur liður í búskapnum, en ekki óútreiknanlegir fjörkippir, sem tengdir eru með miklum bægsla gangi án fyrirhyggju endrum og eins.“ (1948). „Þótt forrækt verði ekki tal- in nauðsynlegur liður í rækt- uninni, munu margir kjósa að forrækta nýræktarflögin í eitt eða tvö ár, — bæði til þess að þau verði vel jöfnuð og unnin, en líka til þess að rækta í þeim grænfóður." (1948). „Not nýræktarinnar af for- rækt geta verið tvenns konar: i fyrsta lagi myldun jarðvegsins, og í öðru lagi aukning frjóefna forðans vegna þess, er forrækt- un skilur eftir í landinu." (1948). „Mýramar á að plægja risa- plægingu með stónini nýtízku brotplógum, og það á ekki að láta sér til hugar koma að gegn vinna strengina með herfum. Það á að plægja svo breitt og djúpt, að risti niður úr seigustu torf- unni. Slíka jörð þarf að tvi- vinna á tveimur árum, og fyrra árið, þegar landið er brotið, á að herfa án þess að róta strengj um, eins og áður var sagt um túnvinnsluna. Slík frumvinnsla er leikur einn á móti því að gegnherfa ólseiga smástrengi. Á öðru ári er mýrin plægð til venjulegrar dýptar, áburðurinn plægður niður um leið, og land- ið fullunnið til sáningar, án þess að neitt verulegt komi upp af hinni seigu grasrót." (1950). „— mikill hluti af nýræktun okkar er einungis hálfræktun eða ekki það. — Víða er þvi vafalaust endurræktun þessara nýrækta miklu méira hagsmuna mál heldur en aukning þeirra." (1964). „— það ætti að vera auðskilið hverjum hugsandi manni, að með þeim ræktunaraðferðiim sem hér eru allsráðandi, verður ekki óræktarjörð breytt i það horf að það verðskuldi nafnið rækttm." (1964). „Grassvörðurinn er ekkert annað en ólseigt torf. Gróður- mold, í þess orðs réttu merk- ingu, fyrirfinnst ekki.“ (1964). „Rétt á litið eru það undur, að góð fóðurgrös skuli spretta upp úr mýrartorfi, sem tætt hefir verið og gert að lélegum sáð- beð. — En slík ræktun mýrlend is á ekkert skylt við að rækta land til frjósemdar og koma túni i góða rækt. — Þetta er „hálfræktun eða ekki það“, ég kalla það harkaræktun.“ (1967). „Fátt sýnir betur hve um- komulausir bændur eru í raekt- unarmálunum. Þá skortir ekki áræðið né duginn að rækta nýtt land, og mýrar öðru fremur. — En bændur skortir faglega for- sjá og handleiðslu — leiðbein- ingar og fyrirmyndir fræðslu- stofnana.“ (1967). „Ágallar ræktunarinnar koma fram á margvíslegan hátt og valda bændum skaða og vand- ræðum. — Og hér þarf stór- bætta leiðbeiningaþjónustu. Ef til vill er hið réttasta að segja — þótt hart sé -— að fyrst þurfi að vekja skilning leiðbeininga- manna og ráðunauta bændanna á þessum staðreyndum. Það tjá- ir ekki lengur að loka augunum fyrir ljósum sannindum í þessu.“ (1967). „Hér er þörf nýs skilnings, meiri trúar og nýrra hátta. — Og hér þarf auk tilrauna að kama til sýnikennsla á bættum ræktunarhátfum. Þar þurfa og verða bændaskólarnir að hafa for ystuna. Enn er sorglega f janri þvl aðsvo sé." (1967). „Mjög mikill hluti þeirra ný- ræktartúna, sem ræktuð hafa verið undanfarið og nú eru ræktuð, eru illa ræktuð. — Það eru ekki til og verða aldrei fundin nein töfraráð né tækni, sem geta komið í stað þekking- ar og kimnáttu við ræktun jarð ar.“ (1968). Allt sem nú hefir verið nefnt Framhald á bls. 23. Ragnar Þorsteinsson, rithöfundur: Um listamannalaun Eftir að hafa verið þátttak- andi í þætti þeim í sjónvarpi, sem nefndist Mammon og menn- ingirx þann 29.2. get ég ekki var izt því að spyrja sjál.fan mig: Er þetta fólkið, sem fundið hefur hjá sér köillun til að hafa áhrif og halda uppi menningu þjóðar- innar? Sem betur fer, var það tiMÖMega fámennur hópur, sam virtist hafa geysilegan áhuga á að sýna sinn innri mann, sem vasgast sagit virtist vera ömur- legur, ef dæma átti eftir þvi hvað frá þeim kom. Þarna voru mættir sex valin- kunnir sæmdarmenn i þeim til- gangi að svara fyrirspurnum og útiskýra tilhðgun og framkvæmd á úthiutun listamannalauna, sem þeim tókst mæta vel að mínum dómi. Ég man nú ekki eftir þvi, síð- an byrjað var á þessari úthlut- un að hún hafi nokkurn tíma gengið hljóðalaust fyrir sig, en nú fannst mér þó fyrst taka í hnúkana. Fyrir utan karp um keisarans skegg fór mest af tímanum i að kasta skit að þessum mönnum, sem valdir höfðu verið í þetta starf og reynt að gegna þvi af samvizkusemi og trúxmennsbu. Rakalausar dylgjur, persónuleg ar svivirðingar og gífuryrði, dundu eins og stórskotahríð á út hlutunamefndinni. Mér var 6- mögulegt að koma auga á sök þeirra. Þeir voru aðeins að gegna sinu starfi og án efa af mesrtu samvizkusemi. En hver er alviitur? Hver er óskeikull? Hver getur sagt: Ég einn veit. Hvar á þessari jörð fyndist sá dómari, sem dæmdi svo í þessum málum að öllum lik aðd? Mönnum hættir mjög til að gera rniklar kröf.ur til aflra ann- arra en sjálfra sín. Ef hver og einn af þessum sjö mönonum í úthlutunarnefnd réði yfir sérþekkingu á ölium teg- undum lista, sem þama virtust eiga fulitrúa, væru þeir ofur menni. Um hitt geta svo allir verið sammála, að æskilegra væri að geta fundið betra form á úthlut- uxn listamaninalauna fyrst á annað borð er verið að burðast við þetta. Fyrsta ljón á vegin- um virðist mér vera það tóm- læti, sem Alþingi jafinan hefur sýnt þessu málL Einn nefndarmanna, Andrés Kristjánsson, sló firam athyglis- verðri tiillögu, það að skipta út hlutunarfénu niður á listgrein- ar og gefa þeim meiri íhlutunar- rétt til úthlutunar til sinna manna. Svipað kemur fram í grein Jóns úr Vör i Morgiunblaðinu 1. 3., en inargit er atlhyglisvert í grein Jóns, eins og vænta mátti. Þó er ég ekki bjartsýnn á, að sá skömmtunarstjóri fyndist sem allir yrðu ánægðir með. Trúlega er það rétt hjá Jóni úr Vör að þetta sé eins mikið metnaðarmál listamanna eins og fjár- hagsspursmál þótt til séu þar undantekn in gar. Reykjavík, 1. marz 1972. Sendibréfskorn í Sendibréfskorni til Sigurðar Nordal, sem birtist í síðasta sunnudagsblaði hefur orðið brengl á einum stað. í 4. dálki aftan frá, efst, er setning, sem á heima i 3ja dálki aftan frá í 13. línu. Rétt er setn ingin þannig: „Einnig huldufólk ið, sem gaf okkur i draumi mat og kjark til að standa gegn hung urvofunnar og átti við okkur alls konar samskipti í hugarheimi, ef við kunnum að taka þvi.“ Ennþá meinlegri villa er í 3ja dálki aftan frá, I 18. línu. Þar stendur „hugsa" í stað ,Jiunza“. Haildór Pjetursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.