Morgunblaðið - 04.03.1972, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.03.1972, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1972 13 Verðlælikun á þorskhrognum RHKLIR erfiðleikar hafa verið á sölu þorskhrogna, en þorskhrogn eru aðallega flutt út fryst til manneldis í Bretlandi, Frakk- landi og Japan, fryst sem hrá- efni til niðursuðu og seld á Norð- urlöndum, sykursöltuð í tunnur fyrir markað i Svíþjóð og Grikk- landi og grófsöltuð í tunnur fyrir markað í Grikklandi og Frakk- landi. Framboð á þorskhrognum síð- astliðin tvö ár hefur verið mun meira en eftirspurnin og þar af leiðaoidi hafa birgðir safnazt fyr- ir bæði í neyzlulöndunum og eins iiggja nokknar birgðir af frystum hrognum til iðnaðar og söltuðUm hrognum af framieiðslu seinustu vertíðar óseldair í Noregi. Einnig voru nokkrar óseldar birgðir hér á landi um siðastiiðin áramót, bæði af söltuðum iðnaðaxhrogn- um og grófsöltuðum hrognum — að því er segir i fréttabréfi SÍS — Sambandstíðindum. Þar segir ennfremur: „Það ligigur því ijóst fyrir, að miðað við eðlilega framleiðslu á þessari vetrarvertið á íslandi og í Noregi verður ekki hægt að selja alla framleiðsluna. Verð- lækkun er því óhj ákvæmileg, enda er hún að nokkru leyti þeg- air komin fram.“ . X* Ættfræðifélagið aftur í gang ; ÆTTFRÆÐIFÉLAGIÐ hélt 18. febrúar sL fund í 1. kennslu- stofu Háskólans. Fór fram kosning stjórnar og dkipa hana: Indriði Indriðason formaður. Einar Bjamason varaformaður, Pétur Haraldsson gjaldkeri, Jóh. Gunnar Ólafsson ritari, Bjarni Vilhjálmsson, meðstjórnandi. Einar Bjamason, prófessor, boðaði tii fundarins. Hann skýrði frá því, að starfsemin hefði nú um skeið legið niðri og væri nú ætlunin að halda áfram útgáfu Manntalsins frá 1816, en af því hafa verið gefin út fjögur hefti, 1947, 1951, 1953 og 1959. Mun tft- ir sem svarar tveimur heftum, hvort um tíu arkir að stærð, um Vestfirði og Norðurland. Hlutverk félagsins er að stuðla að því, að auka áhuga á ætt- fræðirainnsóknum, einkum með útgáfum hj álpargagna, svo sem manntala, ættartöluhandrita og ættfræðirita, og einnig fyrir- lestrahaldi fræðimanna í þesisari grein. Á fundinum hélt Einar Bjarna- son prófessor erindi um þá hirð- etjórama Áma Þórðarson og Smið Andrésson. En Smiður lét taka Áma af lífi, og leiddi Einar Æskulýðsdagur- inn í Garðakirkju NÆSTKOMANDI sunnudag fer fram á vegum Æsikulýðsfélags Garðakirkju helgiatihöfin I titefni af æsikulýðsdegi Þjóðkiikj unnar. Æsikufóllk mun anna.st flesta þætiti aithafnarinnar. Formaður fédagsins, Gylfi Reynisison, flytur ávarp, aðrir félagsmenn lesa Ritningarorð, hugleiðingu flytja menmtaskólanemarnir, Guðrún Dóra Guðmunidsdóttir og Gísli Jónasson, og skólakór Kvenna- skólans synigur undir stjóm Jóns G. Þórarinsisonax. Auk þesis þjóna við Guðsiþjónustuna Garðakórinn undir stjóm Eiríks Sigtryggs- sonar og sókna.rpresturinn, sera Bragi Friðriiksson. Ný bílasala á Akureyri Akureyri, 3. marz. NÝ BÍLASALA tók til starfa í dag i Glerárgötu 20 undir nafn- inu Bílaver s.f. Eigendur eru Aðalsteinn Bergdal og Einar Har aldsison. Fyrirtækið hyggst flytja inn notaða bíla frá Þýzka- landi, bæði fólks- og vörubíla og hafa tii sölu, en auk þess annast það miiligöngu um kaup og sölu á notuðum bílum innlendra manna. Bílarnir eru til sýnis í vistlegum sýningarsal, sem að sögn eigenda er hinn eini utan Reykjavikur. — Sv. P. rök að því, að Smiði hefði þótt hann ganga inn á valdsvið sitt með upptöku fjár afbrotamanna, en Norðlendingar fóru að Smið Andrés®yni étrið 1362 á Gmnd í Eyjafirði og tóku hann af lifi. Þeir, sem óska að gerast félag- ar, snúi sér tiJ stjómarinnar. Ráðgert er að halda bráðlega fund tii þess að setja félaginu starfsreglur, og verður hann aug lýstur siðar. Æskulýðskvöld í Hafnarf jarðar- kirkju ÆSKULÝÐSDAGURINN er á sunnudag. Af þvi tiiefni efnir Æskulýðsnefnd Hafnarfjarðar- kirkju til Æskulýðskvölds á sunnudagskvöld kl. 20.30. Er þetta framhald af starfi, sem hófst á æskulýðsdaginn i fytra, en þá var slíkt kvöld hakiið í fyrsta sinn í kirkjunni. Ými's atriði verða á þessu kvöldi, t.d. leikur þjóðlagatríóið Litið eitt, æskufólk syngur, hefur á hendi upplestur og flytur ávörp. Idnó: Aðsóknar- met FEBRÚARMÁNUÐUR sló öll fyirri aðsókmarttiet í Iðnó í sögu Leikfélags Reykjavíkur. Sýning- ar urðu samtials 31 og sætamýt- ing 95,6%, sem er það hæsta, sean hún hefur komizt til þessa. Að- sóten var nokkuð jöfn að öllum þeim leikritum, sem sýnd voru, eins og þessar tölur gefa til kynma. en samtals voru 5 leikxit sýnd í Iðinó í mánuðinum — Stkugga-Sveinn, Hitabyigja, Hjálp, Spanskflugam og Kristnihald undir Jökli. Sýningum á Hjálp er nú lökið, en í næstu viku er hins vegar ný fr umsýning, þegar lei'k- gerð Atómstöðvarinsnar hleypur af stokkunum. Aðsóknin að sýn- ingum Leikfélagsins hefur verið með eindaamum í allan vetur, og má geta þess til dæmis, að sæta- nýting í janúar varð líka mjög há, þaranig að það sem af er ári er sætanýting yfir 90%. Ezra Pétursson, geðlæknir, og Ragnheiður GuðmundsdóStir, lækn- Ir, formaður Keykjavíkurd<‘ildar Ruuða krossins. Þ jóðfélagsleg vandamál vegna neyzlu fíkniefna Almennur fræðslufundur á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða krossins RETKJAVÍKURDEILD Rauða kross íslands efnir til almenns fræðslufundur um þjóðfélagsleg vandamál, sem skapast af neyzlu ávana- og fíknilyfja, í Domus Medica við Egilsgötu kl. 14 íaug- ardaginn 4. marz. Þar verða flirtt 4 framsöguerindi um málið og hefur Reykjavíkurdeildin fengið sérfróða menn til að flytja þessi erindi. Aðalerindi fundarins flytur Ezra Pétursson geðlæknir, og hefur Reykjavíkurdeildin fengið hamn til að koma frá Bandaríkj- unum þar sem harm hefur starf- að um 10 ára skeið við sálgrein- ingu og geðlækningar við helztu sjúkrahús New York-borgar. í Ályktanir Búnaðarþings BÚNAÐARÞING er enn að störf- um og hefur það I þessari viku afgreitt ýmis mál. Þau helztu eru ályktun um dreifingu mennta stofnana um iandið, um öryggis- ráðstafanir við notkun dráttar- véla, um ferðaþjónustu í sveit- um, könnun á heilsiispillandi íbúðarhúsnæði í sveitum o. fl. Hér skal nánar drepið á þessi helztu mál: . 1 ályktun um dreiifingu mennta- stofnanna um lamdið er lýsit ánægju yfir au'kinmi uppbygg- ingu skólahúsnæðis i dreifbýli og áiherzlia á það lögð, að fram- haldsslkóiuim sé valinn staður í sveitunum sjáiifum eða þeim byggðakjörum, sem myndazt hafa í tengsiliuim við dreifbýlið. Þá er lýst f'ullum stuðningi við efl- imigu framhaldsnáans í búfræði á Hvanneyri og stofnum landbún- aðar'básikóla þar í tengsilum við Háisikóla íslands. 1 ályktum uim öryggisráðstafan- ir við notkum dráttirvéla og ann- aira búvimnuvéla er stjórm Bún- aðarfélags Is'lands falið að vinna að því, að sett verði reglugerð, sem tryggi aukið eiftiriit með dráttarvélum og öðrum tækjum, sem notuð eru við bústörf. Þar verði kveðið á um ártegt eftirlit tækjanma, réttimdi til aksturs dráittarvéia og öryggisútbúnað. 1 ályktum um ferðaþjómiustu i sveitum var samþykkt að kjósa þriggja manma nefnd til að kanna og gera tillögur um á hverm hátt verði bezt unnið að því að gera ferðaþjónustu að arð- bæru verkefni þess fólks, sem býr í dreifbýii, og hvern þátt búnaðarsamböndin í landinu gætu átt í því starfi. Gert er ráð fyrir, að nefndin skili áliti og tillögum til næsta Búnaðar- þings. 1 ályktun um athugun á eyð- ingu byggðar í sveitum og smá- þorpum er Búnaðarfélagi Is- lands í samráði við Stéttarsam- baind beemda falið að hlutast til um við stjórn Framtovæmda- stofnunar riikisins, að hið alira fyrsta verði lokið itariegum áætl umum um efiintgu samgamgma og afvimmulífs í þeim landshlutum, þar sem búseta er völtusL Ályktað var að fela stjóm Bún- aðarþings ísiands að hlutast til um við HúsnæðisanálastofnuTi rik isims, að fyrirhuguð könnun á heiisuspillandi húsnæði verði lát- in ná til sveitahreppa jafnt og þéttbýlis. Þá var lagt fram í morgun til fyrri umræðu nýtt frumvarp til jarðræktarlaga, sem samið er af milliþinganefnd Búnaðarþings 1971. Verði það samþykkt aí Búnaðarþimgi nú, verður það vsantanilega lagt fyrir Alþingi í vetur. þessu starfi sínu hefur hann imn ið mikið í þágu eiturefnasjúki inga og verið m.a. ráðunautur um meðferð heroin-sjúklinga í fangelsum borgarinnar. Segja má að Ezra Pétunsson sé sá lækn ir ístenzkur, sem mesta þekkingu og reynslu hefur af hinum alvar legustu þjóðfélagslegu vanda- málum, sem ávana- og ííkniefnin skapa. Þess má geta að Ezra Pét- ursson hefur flutt m.a. um þetta efni fyrirlestra víðsvegar um Bandaríkin. Á eftir um 40 minútna inn- gaaigserindí Ezra Péturssonar, flytja þeir stutt erindi, um 10 min. hver, þeir dr. Jón Sigurðs- son, borgarlæknir, um ávarna- og fikniefni og þjóðfélagið, Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, um al- menna fræðslu i því sambandi og Ásgeir Friðjónsson, aðalfull- trúi lögreglustjóra, um löggæzlu- hiið málsins. Fundarstjóri verður formaður Reykjavíkurdeildar R.K.Í., Ragn- heiður Guðmundsdóttir, læknir. Undirbúning fundarins hafa ann azt auk hennar varaformaður deildarinnar, Arinbjöm Kolbeins son og séra Jón Auðuns, dóm- próf., varaformaður R.K.Í., en hann mun í upphafi fundarins segja í stuttu máli frá starfsemi Reykjavikurdeildarinnar. Er þesis vænzt að almenningur fjölmenni á fundinn. Ákveðin skoðanamyndun aimennings er nauðsynieg undirstaða skynsam- legra vióbragða þjóðarirmar á þessu sviði, ekki síður en öðrum. Vænta framsögumenn og deildin þess, að umræður verði hagnýt- ar og geti veitt nokkra leiðbein- ingu um hvað opimberir aðilar, fjölmiðlar, einkaaðilar og sam- tök geti gert til að sporna við neyzlu þessara fíkniefna, og hvað sé hægt að gera til að hjáipa þeim einstakiingum sem hafa orðíð þessum efnum að bráð. Á fundi með fréttamönnum ræddu þau Ragnheiður Guð- mundsdóttir, Ezra Pétursson, Ar- inbjörn Kolbeinsson og Eggert Ásgeirsson framkvæmdastjóri Rauða krossins um fundinn og kom þar m.a. fram, að það er vilji þeirra sem að fandinum standa að það verði lögð áherzla á skipulagningu aðgerða vegna þessa vandamáls, sameiningu og samstarfs aUra þeirra aðila, sem áhuga hafa á að leggja sitt af mörkum til lausnar vandanum og síðast en ekki sízt verði lögð áherzla á nauðsyn þess að halda uppi fræðslu um afleiðingar neyzlu ávana- og fíkniefna, og að þar verði um að ræða rétta fræðsiu til réttra aðíla. Foreldra- og kennara- félag við Höfðaskóla STOFNAÐ hefur verið í Reykja- vík Foreldra- og kennarafélag Höfðaskóla, en það er sérskóli fyrir böm og unglinga með skerta námsgetu. Skólinn er tii húsa í leiguhúsnæði og hefur verið það þau II ár, sem hann hefur sfarfað. Er húsnæðið alls ófuilnægjandi fyrir þá starfsemi, sem þar fer fram og er skjótra úrbóta þörf. Frá þessu segir í fréttatilkynn- ingu frá hinu nýstofnaða félagi, sem Morguntolaðinu hefur borizt. Segir þar ennfremur að mikill áhugi sé ríkjandi meðal foreldra og kennara um sanvstöðu til að bæta úr þessum málutn. Á stofn- fundi félagsinis, sem haldinn var 8. desember sl. var m. a. rætt utn að auka kymni og saanstarí for- eldra og kermara sikólainis, að vinna að því við fræðsiuyfirvöld, að nemenduxn Höfðaskóla séu jafnan búnar sem beztar keninislu- og uppeldisaðstæður og að að- stoða nemendur við val á liís- starfi. Það er eindregin von félagsinS, að fræðsluyfirvöld finni leið til úrbóta sem fyrst. Allir þeir, sem einhvern tíma hafa átt böm i skólanum eru velkomnir í félagið og geta þeir haft samband við skólann. Fimm menn voru kjöm- ir í stjórn félagsins: Svavar Kjærnested, formaður, Geirlaug- ur Árnason, varaformaður, Einar Hólm Ólafsison, ritari, Gréta Guð muodsdóttir, gjaldlkeri, og Sól- veig Eggerz Pétursdóttir, með- stjórnandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.