Morgunblaðið - 05.03.1972, Page 18

Morgunblaðið - 05.03.1972, Page 18
18 MOR/GUiNBLAÐIÐ, SUWNUDAGUR 5. MARZ 1972 Gylfi Knudsen: „Maðurinn með hattinn" „Maöurinn með hattinn stendur upp við staur, Borgar ekki skattinn, þvi hann á engan aur.“ Þeesl fárániega vísa var tíð- sungin í hópi bama og ungl- inga áður fyrr og má vel vera, að hún sé sungin enn. Senniiega hafa hinar neyðariegu og skop- legu kringumstæður mannsins með hattinn uppi við staurinn vakið kátínu bama. En nú eru hinir litlu söngmenn fortíðarinn- ar orðnir fullorðnir og famir að borga skattana sína. Eflaust standa margir þeirra nú þegar upp við staura eins og maður- inn í vísunni, því að ekki geta aiiir goldið tiundina. Tekur vísa þessi þá myndbreytingum í hug- um margra, hættir að vera gleði efni barnsins og verður að fjár- málaharmieik fullorðinna. SKATTAIJVGABREYTINGAR 1 svartasta skammdeginu í vet ur skutust tvö skattalagafrum- vörp inn i saii Alþingis. Laga- frumvörp þessi komu mörgum mjög á óvart. Stjómarvöld virð- ast að mestu hafa lagt niður þann sið að undirbúa og fræða almenning, áður en stórfelldar breytingar á mikilvægum svið- um ríða yfir. Er að sjálfsögðu mikil framför að því, að þessi leiði siður skuli vera af lagður. Héfur hann oft tafið viturlegar ákvarðanir landsfeðra á íslandi og síðan sérfræðingar hins opin- bera hafa fullkomlega tekið upp kjörorðið „vér einir vitum" eins og Porfirio sálugi Diaz, er uppfræðsla almennings um gáfu legar stjórnarathafnir hið mesta óráð. Því skyldi hinn virðulegi, sauðsvarti umbjóðandi, þjóðin sjáif, vera með kámuga fingur sína í starfi stjómsýsluspekinga. Þegar skattalagafrumvörpin komu út úr myrkrinu, hófst hin hefðbundna heilaleikfimi í fjöl- miðlum. Var fremur lítið nýnæmi að þvi atferli öllu, nema ef vera skyldi, þegar tölfræðingar og fjármálasnillingar tóku að reikna skattdæmi í slumpu reikningsformi á hné sér. Tóku öeiiumar svo að lúta að því, á hvaða hné væri bezt að reikna. Stundum virtust tölvur einnig vera famar að slumpa. Um þessi frumvörp er ekki ástæða til að hafa mikið mál, enda ekki orðin að iögum. Ef þetta á að vera ein hvers konar upphaf að heildar endurskoðun alls skattkerfis í landinu, eins og sumir vaida- menn hafa að visu boðað, virð lst mega fagna þessu. Ef svo er ekki, verður að líta á þetta sem ómerkilegt fálm í dæmigerðum eftirstriðsdúr. umræðum um þessi hvimieiðu skattamál, að hér sé um breyt- ingar að ræða, sem snerta alla iandsmenn og þvi megi ekki rasa um ráð fram o.s.frv. Þó er kom inn upp sá kvittur, að akfjöl- mennur og fríður flokkur manna hafi þetta að gamanmálum í helg arpartíum og öðrum þvílíkum messugerðum. En hvaða voða menn eru það, sem hafa þessi guðslög nútímans í flimtingum, kunna einhverjir að spyrja. Það eru vist þeir menn hérlendis, sem eru jafn óháðir islenzkum skattalögum og Robinson Crusoe var óháður gjaldþrotaskipta- lögum. Það hefur því mið- ur ávailt „gleymzt" að setja kUptengurnar á isienzkt skatt- kerfi. Kliptangalaus krabbi er fremur auvirðileg skepna eins og allir vita. Það er þó alltént fáimari fyrir hendi. Já, ekki er fjarstætt að iíkja rannsóknar deild ríkisskattstjóra við veik- burða fáimara. En kliptangaleys ið verður æ tilfinnanlegra. HVERS VEGNA GREIÐA ÞEIR EKKI TÍUNDINA? Þegar íslendingar gerðu samning við Hákon gamla 1262 —63, var það einkum skatta- atriðið, sem var þeim þyrnir í augum. Skattgreiðsla er í aug- um frumstæðra manna tákn ófrelsis, segja fróðdr menn. Eru þá tíundarsvikarar okkar daga frumstæður lýður, eins konar viilimenn á hirðingjastigi? Tæp- lega er það sennilegt, og verð- ur þá að leita annarra skýringa. Samkvæmt íslenzkum skýring- um á dönskum refsirétti er hald ið fram aðgreiningu refsiverðra athafna í brot, sem eru mala per se og brot, sem ekki eru mala per se. Með þessu mala per se er átt við, að verknaðurinn sé vondur í eðli sínu, ómóralsk- ur, þar sem mörg önnur atriði en hin valdbundna laga- regla kveða á um bann við verknaðinum. Er þá oftast átt við siða- og trúarreglur og ým- iss konar venjumótað atferli og skoðanir einstaklingsins. Sem dæmi má nefna 211. gr. almennra hegningarlaga, sem leggur há viðurlög við manndrápi af ásetn ingi. Margt annað en þessi laga- regia stuðlar að því, að mann- dráp verði ekki framin og e.t.v. gætir lagareglunnar fremur lít- ið miðað við sum þeirra. Á hinn bóginn má nefna það athæfi að leggja bíl sínum á skjön, svo að götulögreglan firrist við. Sá verknaður er ekki vondur í sjálfum sér, nema kannski í aug um nokkurra sefasjúkra ein staklinga, sem hafa gert bíl- hyggju og umferðarmálefni að trúarbrögðum sinum. í þessu síðara dæmi er það lagaákvæð- ið eitt, sem vinnur gegn framn- ingu verknaðarins. Mórallinn á enga mælistiku á þennan eða þvílika verknaði. ERU TÍUNDARSVIK ÓMÓRÖLSK? 1 hvorum flokknum lenda tí- undarsvikin? Eru þau vond í eðli sínu eins og morð? Fráleitt, myndu ailir telja. Áþekkt því að leggja bílnum sínum á skjön væri sennilega skoðun margra. Ekki er það ótrúlegt I fljótu bragði, en þó tel ég, að sú skýr- ing sé ekki rétt. Þótt engin vís- indaleg skoðanakönnun liggi fyrir í þessum efnum, er mjög líklegt, að ríkjandi skoðun ís- lendinga um þetta sé sú, að ti- uhdarsvik séu eðlileg og æski- leg sé unnt að koma þeim við. Lagareglan á sem sé ekki ein- ungis í barningi við siðferðislegt hlutleysi heldur eru siða- skoðanir þegnanna að líkindum andsnúnar lagareglunni. Eru þetta einhver þau aumustu kjör, sem lagaregla getur búið við. Endar slíkt ástand oft með því, að lagaákvæðið veslast upp og geispar golunni. — Hvað er mað urinn að blaðra um, að lögin séu ekki virk; eru ekki þúsund- ir skattborgara, sem ekki hafa tök á því að skjóta tekjum und- an skattálagningú, kunna ein- hverjir að spyrja. Rétt er það, en það á samt ekki rætur að rekja til virkni lagarina heldur til ákveðins fyrirkomuiags, sem ríkir um tekjuöflun ákveðinna stétta, er hafá framfæri á vinnu- hæfi sínu, sem þær iáta tiltekn um aðila eða aðilum I té, enda hafi þeir síðan hagsmuni af því, að öll keypt vinna verði tekin upp að fuliu sem gjaldpóstur í reikningsuppgjöri til skattskila. Þeir skattþegnar, sem falla und ir þessa að mörgu leyti ófull- komnu skilgreiningu, geta að vísu reynt að stinga tekjum und an, en það eru 100% líkur til þess, að upp um þá komist. Væri siíkt athæfi áþekkt því að fara fram á lögregluaðstoð við að brjótast inn. Svo eru á hinn bóg inn ýmsar stéttir, sem ég vegna hræðslu við fjöimæli þori ekki að nefna, sem geta prófað skatt- svik á þeim kostakjörum ríkis- valdsins, að i mesta lagi 10% iíkur eru til þess, að upp um prettina komist. Er það bezta happdrætti, sem vitað er um, rík isábyrgð fyrir 90% vinnings- möguieikum og vinningar skatt- frjálsir (að sjálfsögðu). Mörgum finnst þetta eflaust vera orðið fremur geðvonzku- \egt skattsvikaskvaldur. Þeir, sem spila i áðurgreindu skatta- happdrætti, vilja án efa, að ekk ert sé verið að hreyfa við þess- •um málum (nema þá til að hækka vinningslikur upp í 100%). Hinir, sem ekki efga kost á miða í heimsins bezta happ- drætti, vilja kannski tillögur til úrbóta. Benda má á þrjár tillög- Dr í þessum efnum, og verður fjallað um þær eftir gæðum, byrjað á þeirri verstu, endað á þeirri beztu. 1. TILLAGA: ALMENNT SKATTAHAPPDRÆTTI FYRIR ALLA LANDSMENN Samkvæmt þessari tillögu skulu engin framtöl rannsökuð, borin saman við önnur, endur- skoðuð eða gaumgæfð á nokk- um hátt nema með þvi móti sem nú tiðkast hjá rannsóknardeild- inni varðandi framtöl grunsamra aðila. Myndu þá allir framtelj- endur sitja við sama borð í þess um efnum, hefðu sömu mögu leika til vinnings, þ.e.a.s. til að fela tekjur og tækju sömu álhættu. Til að tryggja gott form á þessu mætti fela notario publioo drátt á fraantölum ti) rannsóknar ttunda hverju eins og framkvæmt er nú varðandi þá gruggugu. Þetta yrði eflaust bæði lýðræðislegt og spennandi skipulag, en hætt er við, að það leiddi til talsverðrar efnah'ags- legrar afturfarar. Málum er nefnilega þannig háttað, að hin ar skattpíndu stéttir, sem við þetta fengju miða í skattahapp drættinu mikla, hafa, eins og flestir vita, haft það göf- uga hlutverk með höndum að halda hinni íslenzku þjóðar- sjoppu opinni, hvað sem yfir hef ur dunið. Opinberir sjóðir myndu því megrast mjög, en ís- lenzkum stjórnmálamönnurn ætti að vera fylliiega treyst- andi til að taka upp heppilega afturfárar- og eymdarstefnu í samræmi við breytt atvik, enda eru þeir víðfrægir fyrir stjórn- vizku og sveigjanleik. 2. TILLAGA: LAPPAÐ UPP Á RÍK.IANDI SKIPULAG Önnur tillagan er fremur ófrumleg. Hún gerir ráð fyrir því, að núverandi skipulag verði endurbætt rækilega með margföldun starfsliðs í skatt- rannsóknum, víðtækari heimild- um þeim til handa og stórfelld- um breytingum á öllu úrskurðar kerfi i skattamálum. Miklu liði og föngulegu er haldið úti af hálfu allsherjarvaldsins til að upplýsa og aðgæta alls kyns yf- irsjónir á umferðarlögum, lög- reglusamþykktum og öðru þvi- líku lagasmælki. Hefur þetta leitt til slíkrar „hysteriu", að hér á landi er of hraður akstur í hugum margra ámóta alvarleg ur glæpur og flugvélarán er- lendis. Er lagt þvílíkt kapp á að upplýsa sumar tegundir brota þessara, t.d. þann ógnarglæp að blekkja stöðumæli, að upp- ljóstran brotanna er að nálgast 100%. Hins vegar heldur rikis- valdið úti á hinum viðáttumiklu skattsvikamiðum einungis litlu gengi, sem er ekki fjölmennara en varðsveit i götulögreglunni i Reykjavik. Fjölga þarf því í skattrannsóknum þannig að starfslið þar verði helzt jáfnfjöl mennt og aiit annað lögregluiið. Ekki er ástæða til að tala um óráðsíu í þessu sambandi, þvi að fjárfesting íslenzks rikisvalds í öflugri skattrannsóknarstofnun með sérmenntuðu og dugjegu starfsfólki er mesta gróðafjár- festingin, sem það á völ á nú. Jafnframt þessu þarf að breyta hinu stjórnsýslulega úrskurð arkerfi i skattamálum, sem kveð ið er á um í V. kafia 1.90/1965. Ekki fer ég út i þá sáima hér, en nefni sem dæmi, að nauðsyn legt virðist, að i stað rikisskatta- nefndar komi sérdómstóll í skattamálum, er fari með ailar hliðar mála þessara. Dóm- um hans og úrskurðum verði ein ungis skotið til Hæstarétt- ar. Samhliða slíkum breyting- um þyrfti einnig að leggja skatt sektanefnd niður. 3. TILLAGA: LEIGJA SKAL OT VEIBIRÉTTINN AÐ SKATTSVIKAMIÐUNUM Áður en fjallað verður um þriðju tillöguna, skal sögð hér lítil dæmisaga, sem varpar kannski nokkru ijósi á inntak tillögunnar: Bóndi nokkur á veiðivatn, sem morar af fiski, þvi að bóndinn nennir ekki eða getur hagnýtt sér hlunnindin. Nokkrir galvaskir piltar koma til bóndans og falast eftir veiði í vatninu með þeim kjörum, að bóndinn fái 90% aflans í iands- hlut. Bóndinn þiggur boðið, salt- ar og reykir til vetrarins glað- ur i bragði. Tillagan er á þá lund, að rík- isvaldið heimili þeim mönnum, sem hafa þá menntun, sem hag- kvæmust telst til uppljóstrunar skattsvikamála, að vinna að rannsókn skattsvika á eigin ábyrgð, án launa úr rikissjóði, en gegn þvi að fá ákveðinn hundraðshluta t.d. 1—10% af öllum undandregnum skatti og svo skattsektum í þeim málum, sem þeir upplýsa. — Ríkisvaldi, sem hefur áhuga á að spara sér sem mest mannakaup og jafn- framt að auka sjóði sína, hlýt- ur að þykja þessi tillaga frem- ur aðlaðandi. Til þess að hvetja rannsóknarmenn til dugnað- ar virðist heppilegra að miða umbun þeirra við uppljóstrunar afköst, heldur en að fela störf þessi fastlaunuðum, opinberum starfsmönnum. Til þess að koma í veg fyrir misferli af hálfu rannsóknarmanna verður að láta þá bera stranga refsiábyrgð i starfi. Væri eðlilegt, að þeir bæru ábyrgð samkvæmt 14. kafla almennra hegningarlaga, sem fjallar um brot í opinberu starfi, enda nytu þeir refsi- verndar sem opinberir starfs- menn. Gert er ráð fyrir, að kom- ið verði á fót sérstökum, hrað- virkum dómstól í skattamálum, sem skipaður yrði mönnum, sér- menntuðum í skattamálum. Máls meðferðin yrði að hætti op- inberra mála, en heppileg- ast virðist, að í stað hins opin- bera ákæruvalds fari rannsókn armenn sjálfir með ákæruvaldið svo og einkamálaréttariega kröfugerð til endurgreiðsiu vangoldinna skatta. Færu þeir með málsóknarréttindi þessi i umboði hinna opinberu aðila, en bæru sjálfir ábyrgð á málshöfð unum t.d. með þvi að fella á sig málskostnað, ef málsókn reynd- ist ekki á rökum reist. Hins veg- ar er eðlilegt, að ríkisvaldið láti varnaraðilum í té ókeypis geð- heilbrigðisþjónustu, meðan mál- in standa yfir. Megi þessar hugleiðingar verða mönnum tilefni ihugana og bollalegginga um einhverja mestu, féiagslegu ófreskjuna á Islandi nú, biessuð skattamálin. SIIMIR HLÆJA Þyí er óspart haldið á loft i S0nderborg garn SONDEBBOBG GABN nýkomið í glœsilegu litavali Verzlunin DALUB Framnesvegi 2 Húsnœði óskast Húsnæði óskast fyrir verzlun. — Tilboð, merkt: „537" sendist Morgunblaðinu fyrir 15. marz. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 15. marz: „537". Iðnoðnrhósnæði ósknst Óskum eftir að leigja iðnaðarhúsnæði fyrir húsgagnaframleiðslu, helzt á einni hæð, 400—600 fm. Tilboð sendist Mbl. fyrir 10. marz merkt: „535".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.