Morgunblaðið - 05.03.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.03.1972, Blaðsíða 16
MORGUiNÍBLAÐIÐ, SU'NiNUDAGUR 5. MARZ 1972 * 16 VH) FÓRUM frá bryggju laust fyrir klukkan 11 á miðvikudags- morgun; Tungufeli á undan, en Tálknfirðingur fylgdi fast á eft- ir. Þeir tóku sólarhring frá bryggju og sigldu svo yfir fjörð- inn og út fyrir Sveinseyrarodd- ann. Veturinn hafði verið þeim góður; mikiil fiskur á grunnslóð- um og frátafir litlar sem engar. En nú hafði loðnan lagzt yfir fiskinn við land og því stóð til að sækja lengra út. — Það var spenningur í túrnum. Á leið út Tálknafjörð stóð ég í brúnni hjá Sæla. Fullu nafni heit ir skipstjórinn á Tálknfirðmgi BA-325 Ársæll Egilsson, en allir kalla hann bara Sæla og honum finnst það fullgott. — — Tálknafjörður er ekki gamalt þorp. Öldum saman hafa menn róið frá Táiknafirði, en áirið 3956 leggur Albert Guðmundsson á Sveinseyri gxundvöllinn að byggðarkjairna irnian Sveinsayrar oddans með byggingu Hraðfrysti húss Tálknafjarðar. Forsenda þessa framtaks voru stærri bátar, því svo lygnt er jafnan innan oddans, að þar leggur fjarðar- botninn á venjulegum vetrum. Nú er þetta algjör lífhöfn. Árið 1956 stóðu fjögur hús, þar sem þorp ið er nú. Albert Guðmundsson dreif þorpið upp atf miklum dugn aði. Það var sagt um hann, að hann hefði verið staðnum allt nema ljósmóðir fyrstu árin. — Sæli. Frystihús Tálknafjarðar h.f. Hann stofnaði hlutafélag, Tungu eignir h.f., sem festi kaup á landssvæði því, sem þorpið svo reis á. Nú búa í Tálknafirði um 250 manns. Búið er á sex býlum í firðinum og í þorpinu lifa 40 fjölskyldur. — Hraðfrystihús Tálknafjarðar h.f. er undirstaða flestra þeirra. Árið 1971 nam framleiðsluverðmæti hússins um 80 milljónum króna, sem gerir um tvær milljónir á hverja fjöl skyldu. Auk frystihússins starfar í Tálknafirði vélsmiðja, sem hrað- frystihúsið á að hálfu leyti. Þar glampaði Ijós bak við glugga fram eftir öllum kvöldum. En vegur Tálknfirðinga nær út fyrir fjörðinn þeirra. Þegar Magn ús Kr. Guðmundsson frá Innstu- Tungu komst að því, að það var ekki pláss fyrir framtakssemi hans heima fyrir, keypti hann frystihús á Patreksfirði. Þannig má segja, að Tálknfirðinigar standi föstum fótum beggja vegna Lambeyrarhálsins. Nafnið á þorpimu speglar kannski dulitla valdabaráttu inn an hárra fjalla Tál'knafj arðar. A1 bert heitinn Guðmundsson vildi veg síns fæðingaróðals sem mest an og vildi láta þorpið draga nafn sitt af því; Sveinseyri. — Þeir Tungumenn töldu hins veg- ar rétt, að þorpið tæki raafn af því landi, sem það stemdur á, og vildu nefna það Tunguþorp. Með diplómatískum aðferðum fann hreppsnefndin fram til þeirrar ákvörðunar að láta þorpið draga nafn af firðinu. Og þannig er það nú. „Nú vantar okkur bara fleiri hús,“ segir Sæli. „Það er ekki andskotalaust, að atvinnutækin skuli þurfa að stóla svo á að- komufólk." Hjá Hraðfry.stihúsi Tálkna- fjarðar h.f. vinna nú 88 manns, þar af 22 aðkomumenn. ---S5S,-- f hlíðinni utan þorpsins, í landi Litla-Laugardals, er „Pollurinn", heilsubótarlind þeirra Tálknfirð inga. Þar kemur fram úr hlíð- inni um 60 gráðu heitt vatn og 55 MILUl vestur af i - f LÍNURÓÐRI MEÐ SÆLA FE Tálknfirðingar hafa stíflað fyrir og skellt upp smáhýsi við. Sögur fara að því, að fólk hafi sótt sér heilsubót með böðum í „Pollin- um“, og Sæli segir það ekki ótrú legt, að minnsta kosti sé vinsælt að skreppa þanigað, þegar eftir- köst dansleikja og þess háttar eru hörð. Og i fullri alvöru dett- ur mér í hug, hvort ekki gæti reynzt arðbær fjárfestimg að búa ,,Pollinn“ betur úr garði; jafnvel stofna þar heilt heilsuhæli fyrir þá, sem streitan og aðrir nútíma kvillar eru að beygja. Það er víðar heitt vatn en í landi Litla-Laugardals. Næsta jörð utan við er kirkj ustaður- inn; Stóri-Laugardalur. Þar er niður á sjávarbakka heit laug, hvar húsíreyjam hefur lengi ann azt þvotta sína. Og til foma komu Fransmenn á skútum til að þvo plögg sín þarna og gáfu koní akk og biskví í staðinn. í hlíðinmi i landi Sveinseyrar fæst líka heitt vatn og þar við barnaskól- ann nýja er sundlaug, sem þess nýtur. Athuganir hafa verið gerð ar á heita vatninu i Tálknafirði og leiddu þær i ljós, að heita- vatnsæðin liggur frá Sveinseyri og inn fjörðinn rétt fyrir fram- an bryggjuna. Hafa Tálknfirðing ar þarna nokkuð í bakhöndinni, þegar vegur þorpsins er orðinn slíkur, að hitaveita kemur til greina. Við siglum út fjörðinn að sunn an og förum fram hjá Suðureyri, þar sem Norðmenn ráku hval- stassjón fram undir 1940. Þar voru -mikil umsvif og fírugt mannlíf. Nú stendur skorsteinn mikill einn eftir af sjó að sjá, og reisulegt íbúðarhús, sem yfirgef- ið var fyrir tveimur árum. — -— Það var rólegt út fjörðinn, en þegar Tálknanum sleppti þyngd ist sjór á móti. Skipin stungu nefjum i öldumar og annað slag- ið fór léttur titringur um skrokk- ana. Þeir á Tungufelli voru að kalla annað slagið og spyrja, hvort blaðamaðurinn væri nokk uð farinn að grænka 1 framan. Sæli kvað jafnan mei við og glotti til min. „Annars er nú sjórinn að verða þanmig, að þeir, sem eru sjóveikir, geta vel farið að finna til,“ sagði hann og það var ekki laust við, að vonar gætti 1 rómrn- um. Ég þagði bara og horfði stift út. — >**,— Tungufellið er nú komið norð ur af okkur. Eins og Tálknfirð- ingur er Tumgufell BA-326 stál- bátur, um 300 tonn, og voru bæði skipin smiðuð í Harstad í Noregi 1968. Frá upphafi hefur I-Irað- frystihús Tálknatfjarðar h.f. átt sex nýja stálbáta. Tveir voru seldir burt og tvo báta hefur út gerðin misst; Sæfara og Sæúlf. Bátstapi er alltatf mikið áfall hverjum stað, ekki hvað sízt litl um plássum eins og Tálknafirði. Lifið í landi fær á sig drunga- svip. Kannski verður þessu ekki betur lýst en með orðunum honn ar Ásu, konu Jóns Bjarnasonar, fréttaritara okkar 1 Tálknafirði. Við vorum að ræða þessa hluti yfir siðdegiskaffinu og þá kom 1 ljós, að þegar Sæfari fórst, var áhöfnin öll annars staðar frá. — „Þetta hafði allt öðru vísi áhrif á okkur,“ sagði Ása, „en ef menn imir hefðu verið héðan. Mér fannst þessi mumur mest koma við mig fyrir það, að ég hætti ekki að mæta neinum heimamanna hérna á götunni." -- —r- Þeir eru farnir að spekúlera 1 fiskinum og við heyrum í tal- stöðinni, að bátarnir miða yfir- leitt á langa sókn í þessum túr. Sæli ber sig saman við Sölva Pálsson, skipstjóra á Tungufelli. Þeir sækja saman og þó hlýtur að vera samkeppni þeirra i milli. Tálkninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.