Morgunblaðið - 08.03.1972, Page 7

Morgunblaðið - 08.03.1972, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1972 7 37. Einn dag sá Finnbogi að maður reri sunnan með landi, mikill og grepplegur. Hann var í rauðum skarlatskyrtli með digurt silfurbelti og slegið hár. Finnbogi spyr hann að heiti. Hann gaf þá upp róð- urinn og kvaðst heita Álfur afturkemba og vera mægður við Hákon Hlaðajarl. Finnbogi sagði til sín og ættar sinnar. 38. „Þá er eigi kynlegt, þótt þú látir digurbarka- lega,“ mælti Álfur. Hann kvaðst ætla norður á Mörk að heimta skatt. Finnbogi kvaðst vilja finna Hákon jarl og bað Álf að flytja sig, þá er hann kæmi norð- an eftir hálfan mánuð. Álfur lét vel yfir og bað Finnboga vel fara og hvor annan. IRotpn&Iðliili nuGLVsmcnR ^*-*22480 Finnboga saga ramma Teikningar eftir Ragnar Lár. BÓKA MARKAÐURIN SILLA OG VALDA- HÚSINU ÁLFHEIMUM FERDINAND Gamla krónan i fullu verógildi ímt DAGBOK BARMNM.. BANGSIMON og vinir hans Jakob var annars hugar og spurði: „Hvar er Bang- símon?“ En Kaninka var horfin. Hann fór því inn í húsið sitt og teiknaði mynd af Bangsímoni, þar sem hann var á gangi klukkan sjö að morgni. Svo klifraði hann hátt upp í tréð sitt og klifr- aði svo niður aftur. Hann velti því fyrir sér, hvað Bangsímon væri að gera, og svo lagði hann af stað út í skóginn til að athuga málið. Ekki leið á löngu þar til hann kom að gryfjunni. Hann gægðist niður í hana og þar sátu Grislingurinn og Bangsímon, báðir nið- ursokknir í drauma sína. „Ha — ha,“ sagði Jakob. Grislingurinn hrökk í kút, en Bangsímon hélt áfram að láta sig dreyma. „Þarna er fíllinn kom- inn,“ hugsaði Grislingur- inn mjög hræddur. „Þá er komið til minna kasta.“ Hann raulaði lágt og svo dálítið hærra: „Tra-la-la, tra-la-la,“ en hann leit ekki upp því hann vissi, að maður getur gleymt því sem maður ætlar að segja, ef maður lítur upp og sér mjög óstýrilátan fíl stara niður á sig. „Halló, halló, halló,“ sagði Jakob með röddinni hans Bangsímonar, því Bangsímon hafði einu sinni búið til vísu, sem byrjaði einhvern veginn svona og Jakob söng hana alltaf með röddinni hans, því það fannst honum eiga bezt við. „Hann átti ekki að segja þetta,“ sagði Grislingurinn og honum varð um og ó. „Hann átti að segja „ha, ha“ aftur. Það er víst bezt ' að ég segi það fyrir hann.“ Grislingurinn sagði því með dimmri röddu: „Ha, ha.“ „Hvernig stendur á því að þú ert þarna niðri, Grislingur?“ spurði Jakob með sinni venjulegu rödd. „Æ, þetta er hræðilegt,“ hugsaði Grislingurinn. „Fyrst talar hann með röddinni hans Bangsímon- ar og nú talar hann með Jakobsrödd og hann gerir þetta bara til að rugla mig.“ Hann var líka orðinn svo ruglaður, að hann sagði hjáróma röddu og bar óðan á: „Þetta er gildra fyrir Bangsímona og ég bíð eftir því að detta í hana, ha, ha, hvað á þetta að þýða og svo segi ég aft- ur: Ha, ha.“ „Hvað þá?“ spurði Jakob. „Gildra fyrir „ha-ha“,“ sagði Grislingurinn með öndina í hálsinum. „Ég bjó hana til og ég er að bíða eftir því að „ha-ha“ detti í hana . . .“ Það er ekki gott að vita, hve lengi Grislingurinn hefði haldið áfram þessari vitleysu, en nú vaknaði Bangsímon skyndilega og ákvað um leið að krukk- urnar hefðu verið sextán. Hann stóð á fætur, og þeg- ar hann sneri til höfðinu til að klóra sér á bakinu, af því það var eitthvað sem kitlaði hann, þá sá hann Jakob. „Góðan daginn,“ kallaði hann glaður. „Góðan daginn, Bangsí- mon.“ PRflMHflkDS SflErfl BflRNflNNfl HJÚKRUNARKONA óskaf eftir konu í négrenrvi ■Meteskóia, sem viifl taka tH sín 8 ára dreng 3 daga í viku, ýmiisit fyrir eða eftir hádegi, 2—4 tíma í eirvu. Uppl. í sima 22936 SQKKAVERKSIVIIÐJA til sölu, framleiðir he-rra-, dömu- og bairnasokka. Uppil. í slma 38172. PRJÓIMAVÉL til sölu, Textima nr. 12/150 om, sjálfvirk. Uppl. í sima 38172. ATVHVHMA ÓSKAST Stútka með sjö ára starfs- reynslu í skrifstofustörlum óskar eftir hélfs dags starfi. Góð vélritunarkunnátta. TiHb. sen-dist afgr. Mbl. fyrir 15. marz merkt 1863. HÚSEIGEIMDUR Gerum tilboð i þéttingar á steinsteyptum þökum — sprungur í veggjum og fleira, 5 ára ábyrgð. Verktakafélagið Aðstoð, sími 40258. UIMGLINGPILTUR óskast til innheimtust®rfa nokkra tfma á dag. Bifreiðastöð Steindórs. Haf-narstræti 2. IBÚÐ ÓSKAST Fullorðinn maður óskar eftir liitifli íbúð eða rúmgóðu herb. með eldunaraðstöðu. Uppl. I sima 14274. TIL SÖLU eru tómar glerkistur, nokkrar stórar. Verð mjög lágt ef keyptar eru 10 eða fleiri. Glersalan, Keflavik, sími 92-2071. MARfiFALDAR I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.