Morgunblaðið - 08.03.1972, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8, MARZ 1972
Sprengja
í þotu
TWA
New Yor'k, 7. marz
AP—NTB.
SPRENGJA fannst í kvöld í
þotu frá XWA, er hún var á
leið frá Kennedy flugvelli í
New York til Los Angeles,
með 45 farþega um borð.
Höfðu starfsmenn XWA á
flugvellinum fengið aðvörun
um að fjórar sprengjur
mundu springa á næstunni í
vélum fiugfélagsins, ef það
greiddi ekki tvær miljónir
dolara, þegar í stað.
Xalsmaður flugfélagsins
skýrði svo frá, að ónafn-
greind manneskja hefði hringt
og sagt starfsfólkinu að leita
í vörugeymslu félagsins á flug
vellinum. Það var gert og
fundust þar skriflegar leið-
beiningar um tvær töskur.
Stóð skrifað að í hvora tösk-
una skyldi Iögð 1 milijón
dala.
Flugstjórinn var þegar lát-
inn vita og þotunni snúið við.
Við ieit fannst sprengjan í
stjórnklefanum.
Mohawk flugvólin, sem fórst í Albany.
— Waldheim
Framhald af bls. 1
ákvað Þjóðabandalagið, að hún
skyldi verða verndarsvæði S-
Afríku. Stjóm S-Afríku véfeng-
ir rétt Sameinuðu þjóðanna til
þess að gera að engu samþyk'kt
Þjóðabandalagsins í málinu.
Waldheim sagði í viðtali við
fréttamenm, er hann kom tii
S-Afríku, að hann stefndi að því
að skapa aðstæður, er gerði
íbúum Namibiu fært að ákveða
sjálfir framtíð sína í samræmi
við grundvallarreglur stofnskrár
S. Þ.
Hörð loftorrusta yfir
N-Vietnam á mánudag
Saigon, 7. marz, AP—NTB.
HAKDIR loftbardagar voru háð-
ir yfir Norður-Vietnam síðastlið-
inn mánudag, og áttust þar við
bandarískar og norður-viet-
namskar orrustuþotur. Ein norð-
ur-vietnamska þotan var skotin
niður, en þær bandarísku sluppu
allar, þrátt fyrir að loftvarna-
Var sprengiefna-
verksmiðja í há-
hýsinu í Barcelona?
Barcelona, 1. marz. — NTB
BJÖRGUNARSVEIXIR leita enn
líka í háhýsinu í Barcelona sem
hrundi til grunna eftir mikla
sprengingu síðastliðið sunnudags
kvöld. Átján lík hafa fundizt
hingað tii og óttazt er að a.m.k.
5—6 í viðbót hafi farizt. Lög-
reglan er að rannsaka hvað vald-
ið hafi sprengingunni.
Húsið var tiu hæðir, en spreng
fullyrða um hvort þetta var
skemmdarverk.
Hins vegar ganga óstaðfestar
fréttir um að vinstri sinnaðir
öfgamenn hafi haft íbúðina á
fjórðu hæð á leigu og notað
hana til þess að búa til sprengi-
efni. Geta menn sér þess til að
þar hafi orðið eitthvert óhapp
með fyrrgreindum afleiðingum.
sveitir á jörðu niðri gerðii einnig
harða hríð að þeim með eld-
flaugum og fallbyssum.
Upphaf loftbardagams var það
að bandarískar flugvélar voru
sendar til árása á eldflaugastæði
rétt norðan við hlutlausa beltið,
en þaðan hefur SAM-eldflaugum
verið skotið á flugvélar yfir Laos,
undanfarna daga. í fylgd með
sprengjuvélunum voru fjórar
Phantom orrustuþotur.
Þegar vélairnar nálguðust skot-
markið var hafin á þær áköf
eldflauga- og fallbyssuskothríð,
og gkömimu síðar birtust fimm
MIG orrustuþotur, sem gerðu
árás. Bandarísku sprengjuvélarin-
ar gerðu árás á loftvarinastæðin
á jörðu niðri, en orrustuþoturnar
lögðu til atlögu við MIG vél-
aroar.
Orrustuþoturnar slkutu eld-
flaugum hver að annarri og lauk
bardaganum með því að ein MIG
þotan var skotin niður, en banda-
rísku vélarnar sineru heim. Þetta
er fjórða MIG þotain sem banda-
rískai' flugvélar granida síðan 19.
janúar síðastliðinn, en flugher
Norður-Yitnam, hefur sig efcki
mikið í franrmi.
V estuivÞýzkaland:
Yfirmaður öryggis-
þjónustunnar óskar
lausnar frá störfum
— sakaður um nasisma
ingin varð i íbúð á fjórðu hæð.
Hæðimar þar fyrir ofan hrundu
þá niður, og örskömmu siðar
hrundu neðstu þrjár hæðirnar
til gruna. Lögreglan segir að
rannsókn sé enn svo skammt á
veg komin að ekkert sé hægt að
Á síðastliðnum tíu dögum hef-
ur verið komið fyrir sprengjum
í sex opinberum byggingum i
Barcelona. Ekki hefur orðið
manntjón af þeirra völdum, og
skemmdir hafa verið fremur litl-
Bonn, 7. marz — NTB
YFIRMAÐUR vesiur-þýzku ör-
yggisþjónustunnar, Hubert
Schruebbers lætur af störfum 30.
apríl nk., að eigin ósk, segir i tii
kynningu frá innanríkisráðu-
neytinu, sem send var út í dag.
Þessi tilkynning kemur mjög á
óvart, en nýlega er liafin rann-
sókn á fortíð Schruebbers, vegna
ásakana um að hann hafi verið
í stormsveitum Hitlers, á striðs-
áriinum.
í tilkynningunni frá innaaríkis
ráðuneytinu er jafnframt sagt
að innanríkisráðherrann, Hans
Dietrich, sé sannfærður um sak
leysi Schruebbers.
Það var þýzka vikuritið Der
Spiegel, sem bar fram ásakanirn
ar hinn 24. janúar, sl. Var þvi
haldið fram að Schruebbers hafi
verið ákafur stuðningsmaður
Hitlers, og m.a. verið í stormsveit
um hans. Þá hafi hann verið rík
issaksóknari í Muenster, og aem
slíkur hjálpað til við fellingu
harðra dóma yfir meðlimum hins
bainnaða kommúnistaflokks.
Schruebbers, hefur verið opin
ber embættismaður síðan 1955,
og innanríkisráðherrann segir að
alltaf hafi verið vitað um starf
hans sem saksóknara á stríðsár-
unum. Ekkert bendi hins vegar
til þess að hann hafi misbeitt
valdi sínu vegna stuðnings við
nasista, og þau gögn sem lægju
fyrir sýni að hann hafi verið and
snúinn Hitler, fremur en hitt. —
Hins vegar hefur enginn gefið
skýringu á hvers vegna Schru-
ebbers hefur nú ákveðið að láta
af embætti.
- EBE-aðild
Framh. af bls. 1
atvinnulífið í landinu, ef bíða
ætti í óvissu um úrslit þessa
máls allt fram í október. Mælti
hamn með því, að atkvæðagreiðsl
an í Danmörku færi fram áður
en kosið yrði í Noxægi og taldi að
það gæti stuðlað að því að Norð
menn samþykktu aðild að EBE.
Formaður þingflokks Vinstri
Poul Hartling, fyrrum utanrikis-
ráðherra, kvaðst undrandi á því,
að danska stjómin skyldi gera
tímasetningu fyrir bindandi at-
kvæðagreiðslu í Danmörku háða
því hvenær ráðgefandi atkvæða
greiðsla í Noregi færi fram. —
Kvað hann hugsanlegt, að málið
yrði alls ekki til lykta leitt í Nor
egi með atkvæðagpeiðslunni 25.
sentember.
Flugvélarrán:
Hentu flugstjóranum
helsærðum fyrir borð
Miami, 7. marz —
NTB — AP
• Tveir blökkumenn, vopn-
aðir skammbyssum, rændu í
dag Grumman Goose flug-
báti, er hann lagði upp frá
höfninni í Miami og neyddu
hann til að fljúga til Kúbu.
Áður en það tækist hafði kom-
ið til átaka milli ræningjanna
og áhafnarinnar með þeim af-
leiðingum, að tveir menn
hlutu skotsár og flugstjóran-
um var varpað fyrir borð. —
Aðstoðarfliigmaðurinn flaug
vélinni síðan til Kúbu.
Flugstjórinn náðist úr sjón-
um en hann er lífshættulega
særður.
Tvær orrustuflugvélar og
lögregluþyrla reyndu árang-
urslaust að stöðva flugbátinn
og einnig var reynt að stöðva
hann eftir að hann hafði tek
ið eldsneyti á Watsoneyjum,
— en það tókst ekki.
Flugvélin er í eigu Chalk’s
flying Service, sem heldur
uppi áætlunarferðum á Ba-
hamaeyjum.
frÉttir
í síuttu máli
Yfirfara
rannsóknir á
imipramini
Basel, 7. marz — NTB
SVISSNESKA lyfjafyrirtækið
Ciba-Geigy hefur tilkynnt að
farið verði á ný yfir allar
rannsóknir á lyfinu Imipram-
in, öðru nafni Xofranil, vegna
þeirra ummæla austurríska
kvenlæknisins, dr. Williams
McBrides, að það geti valdið
fósturskemmdum.
Fyrirtækið segir að lyf
þetta hafi verið á markaði í
meira en 10 ár en aðeins ver
ið gefið gegn lyfseðlum og
‘æknar hafi verið varaðir við
því að gefa það bamshcifandi
konum.
Þjóðnýta
Tyrkir?
Ankai'a, 7. marz — AP
STJÓRN Tyrklands hefur
lagt fyrir þingið í Ankara frv.
þar sem gert er ráð fyrir þjóð
nýtingu kola- og boraxnáma
landsins.
Er kveðið á um greiðslur til
eigenda fyrir hinar þjóðnýttu
námur, er fari fram innan árs
frá þjóðnýtingu. Hafi þær
ekki verið inntar af hendi fyr
ir þann tíma, skuli eftirstöðv
ar greiddar með 9% vöxtum.
Ekkert skal greitt fyrir
vinnsluréttindi eða námur,
sem ekki hefur verið sýnt
fram á, að séu verulega arð-
bærar.
— Malta
Framh. af bls. 1
efnahagslega, og miklar vanga
veltur um hvar Mintoff ætli að
fá peninga, ef hann hafnar til-
boðinu. Libya, hefur veitt ein-
hverja aðstoð, og telja má lík-
legt að Sovétríkin séu fús til að
leggja eitthvað af mörkum, en
þau hafa verið að reyna að fá
leyfi til að opna sérstakt sendi-
ráð á eynni, síðan Bretar hættu
að nota hana sem heimahöfn fyr
ir herskip, árið 1969. Sendiherna
Sovétríkjanna í London, gegnir
jafnframt starfi sendiherra lands
síns á Möltu, eins og nú er mál
um háttað. Spurningin er hvað
þessir aðilar vilja hafa fyrir sinn
snúð, þvi margt bendir til að íbú
ar eyjarinnar verði ekki sérlega
hrifnir af að fá rússneskar eða
lybiskar herstöðvar i staðinn fyr
ir þær brezku.
Hilmar Baunsgaard, fyrrum
forsætisráðherra, vaxpaði fram
þeirri spumingu, hvað ætti að
gera, ef úrslit í Noregi yrðu óljós.
„Það eru margir mánudagar
þangað til kosið verður í Noregi.
Stjórnin hefur valið versta mánu
dag sem hægt var að finna,“
sagði Baunsgaard.
Krag, svaraði, að hvernig, sem
norska atkvæðagreiðslan færi,
mundi danska stjórnin hvetja
landsmenn til að samþykkja að-
ild að EBE. Hann upplýsti enn
fremur, að þjóðþingið yrði kall-
að saman í september n.k. til
þess að taka endanlega afstöðu
til staðfestingar aðildarsáttméil-
ans. Er talið líklegt, að fljótlega
eftir það verði haldinn ársfund-
ur og aukaþing sósialdemókratá
i Danmörku.