Morgunblaðið - 08.03.1972, Side 16

Morgunblaðið - 08.03.1972, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1972 Otgefandl hf .ÁtvaJar, R&yJfl]avík Pna'm’kvaemdastjórl Haraldw Sveínsson. Rtetjórár Matthías Johanoessen. Eyjólifur K-onTðO Jónsson Aðstoðarrltstjóri sityrmlr Gunnarss'on. Ritstjómarfiulltniil Þiorbffötin Guðmundsson Fréttastjórl Ðj&rn JóJiannsson Auglýsinga&tj'óri Ámi Garðar Krlstinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraatl 6, sfmi 10*100. Augiiýsingar Aðalsttastl 6, símt 22-4-0O Áskriftargjatd 220,00 kr ð 'mánuðí innanlands í iausasöTu 15,00 Ikr einta’klð ví miður virðist vera ástæða til að hafa á- hyggjur af vaxandi fíkni- lyfjaneyzlu ungs fólks hér á landi. Jón Sigurðsson, borg- arlæknir, sagði á almennum umræðufundi, sem Rauði krossinn efndi til sl. laugar- dag, að ætla mætti, að um 1500—2000 ungmenni á höfuð borgarsvæðinu á aldrinum 16—25 ára hefðu neytt fíkni- lyfja, margir þeirra að vísu aðeins í tilraunaskyni, en aðrir oftar. Neyzla fíknilyfja er sívax- andi vandamál meðal æsku- fólks víða um heim. Hún er eitt dæmi um það mikla djúp, sem virðist vera staðfest milli hugmynda og skoðana eldra fólks og yngra. Hinir eldri eiga erfitt með að skilja, hvers vegna ungt og heilbrigt fólk í blóma lífsins, sem á sitt lífsstarf framundan, vitandi vits og af ráðnum hug í mörg- um tilvikum, stefnir framtíð sinni í voða með neyzlu lyfja, sem geta haft ófyrirsjáanleg áhrif á heilbrigði þeirra og afkomenda þeirra. Unga fólk ið, sem hefur neytt þessara lyfja, heldur því hins vegar fram, að þau séu sum hver ekki skaðsamlegri en áfengi og neitar að taka trúanlegar aðvaranir lækna um marg- vísleg heilsuspillandi áhrif þessara lyfja. Þessi afstaða ungs fólks, sem neytt hefur fíknilyfja, ýmist stöku sinnum af for- vitni eða með reglubundnum hætti, er þeim mun furðu- legri sem við höfum fyrir okkur reynslu annarra þjóða og sjáum afleiðingar fíkni- lyfjaneyzlu á æskufólk víða um lönd. í ræðu sinni á fyrr- nefndum fundi Rauða kross- ins benti borgarlæknir á, að á geðsjúkrahúsum í Nígeríu, Kairó og í Bangladesh væru 14—30% sjúklinganna vistað- ir vegna geðbilunar, sem stafar af hassneyzlu. Borgar- læknir minnti ennfremur á skýrslur- um heilarýrnun og langvarandi breytingar á til- finningalífi, sem fylgir langri neyzlu þessara efni. Hann sagði, að endurtekin neyzla þeirra minnkaði upphafleg skynáhrif, sjónar- og heyrn- aráhrif minnkuðu, ofskynj- anir og hugmyndabrengl færðust í aukana, og svo mætti lengi telja. Ezra Pét- ursson, geðlæknir, sem starf- andi er í Bandaríkjunum lýsti ömurlegri reynslu manna þar í landi. En þrátt fyrir þær aug- ljósu staðreyndir, sem við blasa í þessum efnum, virð- ist einhver hluti æskufólks a.m.k. skella skollaeyrum við slíkum aðvörunum og halda fast við þá skoðun, að neyzla fíknilyfja, a. m. k. sumra þeirra, sé ekki skaðsamlegri en áfengisneyzla. Augljóslega er þörf á því að stórauka fræðslu meðal ungs fólks hér á landi um afleiðingarnar af neyzlu þessara lyfja. Fram til þessa höfum við freistazt til að halda, að fíknilyfja- neyzla væri ekki orðin vandamál hér á landi, en því miður bendir margt til, að svo sé að verða. Þá þýðir ekki annað en horfast í augu við þá staðreynd og bregðast við með raunhæfum hætti. „Varnaraðferðir eru þúsund falt áhrifameiri en þær að- gerðir, sem miða að því að byrgja fyrst brunninn, þeg- ar barnið er dottið í hann,“ sagði Ezra Pétursson, læknir, á fundi Rauða krossins. Að- staða okkar íslendinga til þess að vinna gegn fíknilyfja- neyzlu hér er tvímælalaust betri en flestra annarra þjóða. Aukin fræðslustarfsemi með- al ungs fólks er áreiðanlega grundvöllur að öðru varnar- starfi. En jafnframt stórauk- inni fræðslustarfsemi er nauð synlegt að herða aðgerðir til þess að koma í veg fyrir inn- flutning fíknilyfja frá öðrum löndum. Notendur slíkra lyfja eru býsna útsjónarsam- ir að finna leiðir til þess að koma þeim inn í landið. Vam araðgerðir á þeim vettvangi hafa því mikla þýðingu. Þegar til lengdar lætur skiptir það þó mestu, að ís- lenzkt æskufólk hljóti góða menntun og gott uppeldi, sem miði að því að ala upp í landinu hraust og heilbrigt ungt fólk. Og þó að menn hafi nú vaxandi áhyggjur af fíknilyfjaneyzlu nokkurs hóps ungmenna má ekki gleyma hinum hópnum, sem er miklu stærri, sem hefur ekki látið leiðast út á þessar brautir. í þessu sambandi er full ástæða til að benda á, hve vel heppnaður æskulýðs- dagur þjóðkirkjunnar var sl. sunnudag. í Dómkirkjunni einni voru saman komin á 12. hundrað ungmenni á kvöldsamkomu og í fjölmörg um kirkjum á höfuðborgar- svæðinu og annars staðar var troðfullt út úr dyrum. Þessi mikla aðsókn ungs fólks að kirkjunum á æskulýðsdaginn sýnir betur en flest annað, að meginþorri ungs fólks hefur heilbrigðar skoðanir, heil- brigt lífsviðhorf og traustan grundvöll, til þess að byggja á lífsstarf sitt, þar sem er kristin trú. Oft er það hávaða samur lítill hópur, sem dreg- ur að sér athyglina. Um leið og við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að nokkur hópur ungmenna hefur dregizt út í meiri eða minni fíknilyfjaneyzlu, skul- um við ekki gleyma hinum, sem hafa haldið sér frá þess- ari þjóðfélags meinsemd. NEYZLA FIKNILYFJA - VAXANDI HÆTTA GRENJASKYTTIRI EÐA VILLIMINKAVEIÐAR um úthlutunarmál listamanna EFTIR JÓNÚRVÖR Skrýtnir fuglar • >• í sjonvarpi Fundur um listamannalaun Á hlaupársdag var haldinn fund- ur í sjónvarpsal undir röggsamlegri stjóm Ólafs Ragnars Grimssonar. Gestir voru úthlutunarnefnd lista- mannalauna, nema séra Jóhannes Pálmason, hann þurfti að messa yfir öðrum söfnuði, og stjórnarmenn allra félaga innan bandalags lista- manna, nærri hundrað manns. Þótt það rjúfi nokkuð þann ramma sem ég ætlaði skrifum mín- um, get ég ekki stillt mig um að minnast á nokkur atriði, sem þarna bar á góma. Það var ekki beinlínis bjart yfir útihlutunarmönnunum á palli stjórn- andans, engu líkara en að ijósa- meistaramir hefðu af skömmum sin- um gert þá skuggalegri en jafnvel efni standa til. Helgi Sæmundsson er, eins og all- ir vita, manna málreifastur á mann- fundum og virðist ekki kunna illa við sig í sviðsljósi. Manni hiefur jafn- vel þótt hann óhugnanlega lukkuleg- ur fyrir framan hijóðnema að af- loknum úthlutunum listamanna- launa. En nú var honum brugðið. Það var eins og öll reisn hans hefði færzt með formannstigninni yfir til Halldórs á Kirkjubóli, Hið fom- kveðna „svo ergist hver sem hann eldist" fannst mér sannast á gömlum kunningja, Hirti Kristmundssyni. Húmorinn fauk út í veður og vind og dálítið þreyttur og argur kennari kom í ljós. Hann þóttist ekki þurfa að gefa Sigurði A. Magnússyni neina skýrslu. Andrés Kristjánsson sá ekki betur en að allir mættu vera ánægðir, svona eftir atvikum. Hann var með ágæta samvizku, opinn fyrir nýjum tillögum. En þær komu bara ekki á þessum fundi. Nýliðinn, yngst ur þessara dómsmanna, Sverrir Hólm arsson, var enn líkastur þeim sálum, að lýsingu miðla, sem færast með skjótum hætti yfir á annað tilveru- svið. Hann hafði fyrir umskiptin mjög heyrt gumað af ágæti starfs- styrkja, og vildi ekki öðru trúa — svona að óreyndu — en að það væri ágætt fyrirkomulag. Mér er það minnisstæðast af viðbrögðum Magn úsar Þórðarsonar, að nú tók hann ósjálfrátt að sér að verða stórhissa á því, að nokíkur skyldi nokkurn tíma hafa grunað þessa nefnd um pólitíska græsku. Hann sagði að þeir sjömenningamir brostu nú bara að slikri fásinnu. Þennan þráláta orð- róm hefur Helgi Sæmundsson verið að reyna að kveða niður í rúm tutt- ugu ár. Halldór á Kirkjubóli stóð sig satt að segja furðu vel í forustu- hlutverkinu. Hann var ekki eins for kláraður og fyrirrennari hans var vanmr að vera, en sannari og örugig- ari í sinni trú, Það kom enginn að tómum kofunum hjá honum. Hann gaf margar upplýsingar, sem fyrir honum voru eðlilegar og sjálfsagðar, en enginn hefur haft orð á opinber- lega fyrr. Helgi reyndi einu sinni að stela frá honum senunni, en það lukkaðist ekki. Merkastar þóttu mér upplýsingarnar um það, hvernig að- gangsfrekir félagsstjórnaagentar hafa fenglð að vaða uppi. Halldór lét fjúka í sig, þegar að nefndinni var ráðizt. Það fer honum vel að reið- ast hóflega. Hann var nokkuð drjúg ur yfir þvi hve vel hann kynni að sjá út menn og nota sér annarra vit og góð ráð. Ekki finnst mér sann gjarnt að finna Halldóri það til for- áttu að hann sé búsettur úti á landi og vilji þó vasast i ýmsu í borginni. Það er ekki betra að eiga hér heima og vera alltaf úti á þekju. RADDIR ÚR ÝMSUM ÁTTUM Guðrún Á. Símonar var sár, sem von var til. Þó stillti hún orðum sín- um mjög í hóf að þessu sinni, og veitti það máli hennar aukinn styrk. Það er algjör óhæfa að söngvarar, sem hafa aflað sér menntunar til óperusöngs og unnið ótvíræða stór- sigra sem listamenn heima og erlend is, skuli þurfa að lifa á jarðarfarar- peningum. Ekki er ég að halda þvi fraim að þess háittar söngverkefni séu í sjálfu sér óvirðulegri en önnur. En við slíkar einkaathafnir hæfa betur óþekktar og látlausari raddir. Til af burða söngvara og úrvais tónlistar- fólks þarf að vera hægt að leita við hátíðleg tækifæri og á sorgar stundium þjóðarinnar allrar. Þess vegna má ekki gera þetta fólk út- þvælt og hversdagslegt. Þjóðin verður að hafa efni — og vilja hafa efni — á því að eiga listafólk í öll- um greinum og misnota það ekki, lít- illækka það ekki. Leikarar eru ekki ánægðir með bínefnið túlkandi lista- menn. Öll list er skapandi list, segja þeir, eins og satt er. Þetta er kannski klúðurslegt orðalag eins og hljóðvarpsheitið á útvarpinu, því orðið hljóð mætti alveg eins vera í heiti sjónvarpsins. Kröfur leikara til listamannalauna eru ekki mjög há- værar, einkum vegna þess að fremstu menn þeirra geta lifað á list sinni. En leikarar ætlast að sjálf- sögðu til þess að eftir þeim sé mun- að og afreksmenn þeirri í heiðri hafðir á þessum launavettvangi. Fulltrúi arkitekta spurði um lista- mannalaun þeim til handa. Sigurður heitinn Guðmundsson, einn af stofn endum Bandalags ísl. listamanna, mun vera eini húsameistarinn, sem heiðraður hefur verið við úthlutun. Það var fyrir mörgum árum. Ef ein- göngu væri miðað við listræn afrek við úthlutanir ættu afburða arkitekt ar að koma til greina. En góðir menn i þeirri grein eru sjaldnast á flæði- skeri staddir fjárhagslega, og á með an listamahnakakan er ekki stærri en nú og líkur eru á að hún verði, er varla sanngjarnt að þeir leggi kapp á að fá stóran bita. Ungir kvikmyndagerðarmenn vilja líka minna á sína verðleika. Ekki trúi ég öðru en að þeir fái sinn skammt, en varla fyrr en þeir hafa sýnt hvað þeir geta. Ungir menn í öllum listgreinum eiga að fá náms- styrki og síðan viðurkenningu, eftir því sem efni standa til, fyrir það sem þeir gera vel. ÞETTA ERU ENGIR PENINGAR Starfsstyrkir var mikið kröfuorð á þessum fundi. Það var engu líkara en fjölmargir ungir listamenn teldu að þar væri fundin iausn á öllum vanda. Thor Vilhjálmsson var ákaf- ur talsmaður þeirrar sfcefniu, en hann Framh. & bls. 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.