Morgunblaðið - 08.03.1972, Page 28
28
MORGUNBLAÐEÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1972
TVITUG
.STULKA
OSKAST.,
í þýðingu Huldu Valtýsdóttur.
með stór dökk sólgleraugu. Roy
gekk til hans og tók íöstum tök-
um um handlegg hans.
„Verið óhræddir góði,“
heyrði ég hann segja. „Ég skai
leiða yður yfir götuna. Reyndar
ættuð þér að vera með hvítan
staf. Þér ættuð líka að atíhuga
mögu’eikann á þvi að fá yður
hund til aðstoðar i umferðinni.
Mér er sagt að þeir séu alveg
frábærir.“
Umferðin stöðvaðist augna-
blik og Roy var kominn með
manninn yfir götuna, áður en
hann gat veitt mótspyrnu. Þar
reif hann sig lausan.
„Hvern fjandann eruð þér að
gera?“
„Er þetta þakklætið sem mað-
ur fær fyrir að leiða blindan
mann yfir götuna?“
„Hvað gengur að yður? Ég er
alis ekki biindur.“
„Nú hvers vegna er-uð
þér þá með þessi dökku gler-
augu? Menn hljóta að draga þá
ályktun, að þér séuð blindur. Ég
ómaka mig að óþörfu og ekkert
nema tilgerð hjá yður.“
„Roy,“ sagði ég, þegar við vor
um farnir að ganga hlið við hlið
aftur. „Þú verður að viður-
kenna, að það er glampandi sói-
skin.“
„Ekki svo orð sé á gerandi.
Auk þess erurn við í Eng'andi
og það er mai, en ekki á ítaliu
i ágúst.“
„Rétt er það, en sumir eru
viðkvæmir i augunum."
„Það var ekíki þess vegna, sem
þessi blábjéini var með sölgler-
augu. Bkkert nema pjattið. Það
á ekki að láta menn komast upp
með slíkt. Þeir eiga að fá það
óþvegið. Nú, ég veit vel að þelta
hefði verið áhrifameira, ef ekki
hefði verið sóiskin, en svona góð
tækifæri gefast ekki oft. Ég hef
beðið eftir því í tvö eða þrjú ár.
Ég varð að gripa það.“
Þegar við höfðum gengið
þegjandi góða stund, sagði ég:
„Jæja, haltu átfram að segja
mér skoðanir þínar á kynferðis-
máium.“
„Já, ég ætlaði að spyrja þig,
hvort þú myndir ekki eftir per-
sónu í sögu eftir Joyoe, sem fór
út á strætin á nóttunni og hróp-
aði „nakinn kvenmaður" sjálf-
um sér til fróunar. Og ég man
eftir annarri persónu í sögu eft
ir einhvern franskan höfund,
sem sagðist ekki geta lesið smá-
auglýsingu í biaði, sem hófst
með orðunum: „Tvítug stúlka
óskast . . .“ án þess að æsast
allur upp. Þeirra vegna er það
svo sem allt i lagi. Við upplifð-
um eitthvað þessu líkt á ungl-
.ngsárunum. En nú þarf meira
til. Eitthvað meira æsandi og
óvenjulegra. Tökum til dæm
is þá sem hafa lifað í heiðvirðu
hjónabandi þrjá fjórðu hluta
ævinnar en fara þá að reyna til
við unga skátadrengi eða sýna
sig við litlar stúlkur i lestum.
Mig minnir að Aldous Huxiey
hafi tekið þetta fyrir einhvers
staðar. Ekki ber að skilja
þá svo, að þeir hafi kosið
þann hátt á alla ævi og hafi
Loks látið af þvi verða. Mikiu
fremur að auglýsingar eftir tví-
tugum stúlkum hafa ekki sömu
áhrif og áður, það er að segja
svona á pappámum. Tvítug
stúlka gædd holdi og blóði gæti
sjálfsagt gert það, en það er
annað mál. Heyrðu, erum við
ekki búnir að ganga nógu langt.
Við skulum fá okkur leigubíl.“
„En hvað um sjálfan þig?“
spurði ég, þegar við vorum setzt
ir inn í biiinn.
„Við getum tekið til dæmis
mann, sem ætlár sér að gerast
útfiiytjandi, en veit ekki hvar
hann ætti helzt að setjast að.
Hann fer að vega og meta, t.d.
veðráttu og framfærslukostnað.
í þessu tilviki, sem við erum að
tala um, gæti hann spurt sjálf-
an sig: Hvemig væri að gerast
afbrigði'legur ? Ur nógu er að
velja, allt gæti haft á sér virðu-
leikablæ, ekki þyrfti að skorta
góða félaga og kostnaðurinn til-
töliuliega litill. Hugmyndin er
nokkuð góð í sjálfu sér, en gall-
inn er bara sá, að þurfa að eiga
við karlmenn. Nú, þá er það húð
strýkingin. Hún var mér ekki að
skapi. Að visu æsileg, en þá
er eins gott að fara að leika
tennis eða setjast niður og
prjóna sér sokka þangað til mað
ur missir glóruna. Sama gildir
um sjálfspiningar og samræði
við dýr. Slíkt kom ekki
til greina enda löngu úrelt.“
Ég sneri mér í sætinu
og starði á Roy. Hann yppti öxl-
um og bandaði með hendinni út
í loftið.
„Já, ég orða það bara svona,“
sagði hann í vörn. „Löngu úrelt.
Þú hlýtur að hafa skilið það.“
„Já, ég var bara ekki viss um,
hvort ég hafði heyrt rétt. Haltu
áfram.“
„Og þá kem ég að þessu, sem
ég minntist á áðan: Tvítug
stúlka óskast . . . láttu svo hug-
myndaflugið bæta við manni,
sem gæti verið afi hennar inn í
dæmdð. Vel á minnzt, sagði ég
þér ekki að hún væri 19 ára? Ég
segi það, þeim, sem ég þarf að
segja nokkuð. En okkar á milli,
Duggers, þá er hún 17, og það
er ennþá betra."
„Hamingjan góða.“
„Karlfauskur, sem reynir að
endunlifa dauðar kenndir, og
kryddar athöfnina lögbroti og
spi!lingu.“
Ég varð orðlaus. „Er þetta
e'kki töluverð áhætta fyrir þig,“
stundi ég loks.
„Jú, og þess vegna hef ég haft
hana í felum mest af. Reyndar
hef ég ekki framið neitt lög-
brot beinlinis. Hún bragðar
ekki áfengi og hún verður bráð-
um 18 ára. Þvi miður.“
„Hvað segir faðir hennar við
þessu og móðir hennar?“
Þessi spurning kom greinilega
óþægilega við hann. Hann fór
undan í flæmingi. „Ja . . . þau
. . . þau veita henni mikið frjáls-
ræði.“
„Það er auðséð. Vita þau um
þig?“
„Nei“. Hann hló við. „Þau vita
að hún umgengst karlmenn en
. . . eh . . .“
„Það gæti orðið óþægilegt fyr
ir þig, ef þau kæmust að því.
Hvar voruð þið í gærkveldi, áð-
ur en þið komuð til mín?“
„í veizlu hjá einhverjum kunn
ingj'um hennar. Þar var okkur
óhætt."
„Hverjir eru foreldrar henn-
ar?"
„Faðir hennar er . . . eh . . .
bankastjóri," sagði Roy, og ég
vissi um leið, að faðir hennar
■gat verið hvað sem var, en
bankastjóri var hann ekki.
Við stigum úr leigubílnum fyr
ir frarnan Craggs-klúbbinn.
Roy ýtti mér til hliðar til þess
að borga bilstjóranum. Þegar
því var lokið setti bilstjórinn í
gír og hallaði séir um leið út um
gluggann.
„Eruð þér sir Roy Vander-
vane?“ spurði hann.
„Já, sá er maðurinn."
„Hvers vegna flytjizt þér ekki
til Moskvu úr þvi allt er svona
ómögulegt hér?“
Bíllinn bnunaði burt. Roy
stundi við um leið og hann gekk
upp tröppurnar.
„Það er tilgangslaust, að út-
skýra það fyrir svona náunga,
að ég mótmædti innrásinni í
Tékkóslóvaki'u. ‘ ‘
„A'lveg tilgangslaust. Honum
fyndist þú ættir samt að fara.“
„Með steinrunnar skoðanir.
Það er greinilegt."
„Já.“
Við komum inn í anddyri, þar
sem var óvenju hátt til lofts.
Roy sneri sér að afgreiðisilu-
manni, sem starði á okkur úr
mahonykiæddri stúku. Annar
maður, sjálfsagt einn meðlim-
anna, með útlit popsöngvara en
Gamla krónan
I fullu verðgildi
BÖKA
MARKAÐURINN
SILLA OG VALDA-
HÚSINU ÁLFHEIMUM
velvakandi
BSRB, lífeyrir, eftir-
laun og Trygginga-
stofnun ríkisins
„Nú er B.S.R.B. að oerjast
fyrir þá lægst launuðu, og er
það verðugt verkefni. 1 því
sambandi datt mér í hug að
benda á hóp, sem einkennilega
er farið með, — en það fer hljótt.
Þetta eru ekkjur starfsmanna
BSRB, þær sem komnar eru á
elliliifeyrisaldur. Hinn greiddi
ellilífeyrir er þannig fenginn,
að upphæð honum jöfn er
dregin frá eftirlaunum ekkn-
anna, og síðan er þessi líf-
eyrir og hin skertu eftir-
laun greidd hvort i sínu lagi,
og litur þá svo út að ekkj-
umar fái bæði lífeyri og eftir-
laun, þótt upphæðin sé raunar
aðeins eftiriaun þeirra. Það
virðist vera skákað í þvi skjóli,
að þessar gömlu konur átti sig
ekki á snjöllum kúnstum reikni
meistara. Er að undra, þótt
mér finnist þetta undarleg
vinnubrögð hjá Trygginga-
stofnun ríkisins, og það í fleiri
en einum skilningi? Tíma
starfsfólks er varið i það að
reikna fyrst út óskert og rétt
eftirlaun, skipta þeim svo í tvo
hluta eftir sérstakri aðferð og
borga loks hlutana út, hvorn
fyrir sig. Hér er ekki verið að
spara starfsmannahaldið, en
kannski næst aukakostnaður-
inn upp með því, sem hægt er
að kría út úr gömlu ekkjunum.
Peningar þessara kvenna
hafa farið ilia í verðbólgu und
anfarinna ára, og ekki stendur
á því, að það sé viðurkennt í
pólitískum ræðum. En hvað er
svo gert? Nú ætti BSRB að
hafa tækifæri til að beita sér i
málinu.
Ekkjur annarra starísmanna,
sem fá eftirlaun greidd hjá öðr
um aðila og Tryggingastofnun
in getur því ekiki skert, fá eft-
irlaunin óskert og fullan eili-
lífeyri, og er það ékki réttur
þeirra? Ef svo er, á hvaða lög-
um bygigist þá ofangreind að-
ferð Tryggingastofnunarinnar?
Nú er það von mín, að BSRB
taki þetta mál til alvarlegrar
athugunar, svo að bandalagið
að minnsta kosti sýni í verki,
að umhygigjan fyirir gömlu
fólki sé meint í alvöru.
Frá Tryggmgastofnuninni
óska ég eftir upplýsingum um
það, i hverra þágu hún beitir
áðurgreindum og mjög ef.tirtekt
arverðum „vinnuvisindum".
N.Þ.“.
0 Verður Jóni Þorkelssyni
Thorkillii reistur minn-
isvarði í Reykjavík?
EgilH Halflgr'ímsson, skrifar:
„Velvakandi góður!
Mig langar til að biðja þig
um að gera svo veil að birta
eftirfarandi:
Á undanförn'um árum hafa
Reykvíkingar látið sér einkar
umhugað urp að fegra og prýða
borgina sína á ýmsa lund. Er
það vel. Víða hafa verið reistir
minnfevarðar oig styttur.
Fyrir nokkrum árum færði
ég það í tai við Pál Líndal,
borgariögmann, að Reykjavik-
urborg heiðraði minningu Jóns
Þorkelssonar Thorkil.lii með
því að reisa honum minnis
varða, og tók Pál því mjög vied.
Svo sem alteunna er, gaf Jón
Þorkelsson allar eigur sinar í
hinn svonefnda Thorkilliisjóð
til uppeldis og menningar fá-
tækum börnum í átthög'um
hans, Kjaiarnesþin'gi.
Þegar stofna skyldi barna-
skóla í Reykjavík 1830, þótti
það aðeins kleift með því að
skólinn nyti styrks úr Thor-
kililiisjöðnum, þar eð borgarar
bæjarins voru „ófúsir á að
leggja fram mikið skólagjald,
og vildu því nauðugir leggja
út í annað eins stórræði, nema
þeir ætitu von á styrk til skól-
ans“. Skólinn starfaði aem
einkaskóli í 18 ár með styrk
úr sjóðnum, en þegar styrkur-
inn var aftekinn 1848, lagðist
skðlinn niður. í ævisögu Jóns
segir svo um þetta atriði: „Það
er því óhætt að fuliyrða, að
mörg heldri manna börn hafi í
18 ár femgið uppfræðslu af
sjóðnum, og það var þvert ofan
í viilja gefandans." Þetta er hin
fyrsta misn'otkun sjóðsins.
Þá má geta þess, að Reykja-
víteurborg hafði oftar hiiunn-
inda af sjóðnum.
Fyrsti barnaskóli Reykjavík
ur (einkaskó'li), seim var fyrsta
menntas'tofnun þeirra, var í
einu af húsum innréttinganna,
lósteurðarstoifunni gömflu, þar
sem nú er Aðalslræti 16, en tal
i'ð er, að margt bendi til þess,
að þar hafi bæjarstæði Ingólfs
verið.
Jón Þorteelsson og Skúli
Magnússon voru saimtíðarmenn,
og má telja, að Jón hafi skap-
að hiiðstæðan kafla í menning
arsögu landsins oig Sfcúh með
störfum sinuim í þágu iðnaðar
og verzlunar. — Færi vel á því,
að minnisvarða um Jón Þorkels
son yrði valinn staður á hinu
opna sveeði, sem ákveðið er í
grennd við Uppsalalóðina.
Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna.
Reykjavík, 6. marz 1972.
Eglll Hallgrímsson".