Alþýðublaðið - 16.07.1958, Síða 3

Alþýðublaðið - 16.07.1958, Síða 3
Miðvikudagur 16. júlí 1958 A 1 í» ý 5 u b I a 3 i 8 ASþýöublciöiö Útgefandi: Ritstjóri: 'yYéttastjóri: Auglýsingast j óri: Ei tstj órnarsímar: Auglýsingasími: .Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. sem koma skal a'Eí'LW- hefur verið í notkun norður á Siglufirði verk- smiðja t-1 að vinna úr síldarsoði. Er þar um að ræða stórt íramfaraspor í íslenzkum síldariðnaði og vonandj byrjun annars og meira. lonaðurinn í samibandi við sjávarútveginn ®r mikið framtíðarmál. íslendingar eiga að gera sem mest að því að fuUivinna vöruna í stað þess að flytja hana út -sem lirá. i Þettn gildir ekki sízt um sjávarafurðirnar. — Á svi.-jj I.ans eru iðnaðarmöguleikarnir vissulega margir. Afslíii'.a íslendinga í þessu efnj hefur gerbreytzt til biitiiaSar á liiiílasiförr.uim árum. Tækni nútímans setiir svip sinr á landið og færir þjóðinni ný verkefn; í hend- ur. Ná tv IK:a svo komið, að fullnýting frámleiðslunnar er ekki sé8»r miMIvægt atriði en öflun hráefnanna. S>ess vegna er ekki ijóg, að Islendingar kaupi ný og stórvirk framleiðslutæki, þó að miklu máli skipti. Jafn- framt verður að gera ailít, sem unnt er, til að fullvinna framleiðsluna, breyía hráefnunum í dýra og góða vöru og auka þannig verðmæti þess, sem. út er flutt og af- koma þjóðariranar byggist á. Sérhver ný verksmiðja, sem starfar í þúgu atvinnuveganna, sætir því miklum og góðum tíðindum. íslendingar hafa komið sér upp áburðarverksmiðju og sementsverksmiðju. Þar er um að ræða arðvænleg fyrirtæki, sem veita mikla atvinnu, spara erlendan gjaldeyri og leggja nýjan afltomugrund- völl. Sams konar verksmiðjur á sviði sjávarútvegsins og landbúnaðarins munu ekki síður koma að eftirminni- legum notum, auka atvinnu, spara erlendan gjaldeyri og tryggja þjóðinni efnahagsöryggi. Þetta er tvímælalaust sii þróun, sem koma skal. Og íslendingar eiga sem fyrst að gera sér þá staðreynd Ijósa og breyta samkvæmt því. Enn fremur ber þess að minnast, að verksmiðjuiðnaður. inn er vel til þess fallinn að efla jafnvægið í byggð lands- ins. Hann er sæmilega öruggur atvinnuvegur. Og að því verða íslendingar að keppa, að atvinna sé mikil og örugg í landinu. Þá mun hér geta lifað og starfað margfalt meiri fclksfjöld; en nú er. Baráttan gegn slysunum LÖGREGLAN hefur updapfarið haldið uppi umferðar- stjórn í Reykjavík með ágætum árangri. Þannig er unnt að kenna fólkinu umferðarreglur, en það er tvímælalaust bezta ráðstöfunin gegn slysahættunni. Þeirri starfsemi ber sannarlega að halda áfram. Umferðarstjórnin og umferðarkennsla í skólum bæjar- ins getur orði.ð grundvöllur þess, að Reykvíkingar þoli í framtíðinn; nábýlið við þá miklu umferð, sem hér er komin til sögunnar og enn mun aukast, er fram líða stundir. Um,- ferðarslysin eru orðin íslenzkt vandamál, og það gildir ekki hvað sízt um höfuðborgina eins og að líkum lætur. Þann vanda verður að sigra með þróun, sem helzt fæst þannig, að umferðarstjórnin og umferðarkennslan í skólunum beri þann árangur, sem vonir standa til. Auðvitað kostar sú starfsemi fé, en þá peninga má vissulega ekki spara. Tilboð óskast í framhaldsframkvæmdir á byggingu blindraheimilis við HamraMíð, Reykiavík. Útboðslýsinga. og teikninga má vitja á skrifstofu Blindrafélagsins, Grundarstíg 11, þann 16., 17. og 18. þ. m. klukkan 10—12 fyrir hádegi gegn 200 króna skilatryggingu. Blindrafélasrið. Samfal við þýzkan sfúdent - ÞÝZKUR stúdent, Rúdolf Nebel að nafni, ko.m í fyrra- dag til Reykjavíkur eítir fjög- urra vlkna ferðalag hringinn í kringum land. Hann ætlar heimleið.s á föstudagirm og hefur þá dvalizt hérlendis í nákvæmlega níu mánuði. ■Hingað kom hann í október sem styrkþegj íslenzka mennta máfaráðuneytisins til þess' að leggja stund á nútímamái á Is- landi, en áður hafði hann lesið germönsk mál og bókmenntir við háskólann í Marburg/ Lahn í Hessen, en heirr.a á hann í Minden í Westfalep. í samtal; við Alþýðublaðið í gær kvaðst hann ætla að hefja nám við Uppsalaháskóla í Sví- þjóð að hausti og safna sér efniviði í ritgerð um ger- manskar máilýzkur. Með dvöl- inni hér hugðist hann léíta verulega fyrir sér norrænu- námið í Uppsölum. Hann bjó á Nýja Stúdentagaxðinum í vet- ur og tók mikinn þátt. í félags- lífi stúdenta og talar nú reip- rennandi íslenzku-. Á VERTÍÐ í VESTMANNAEYJUM I páskaleyfinu fór Rudolf Nebel til Vestmannaeyja og réði sig í fiskvinnu. Hann vann þar að fiskaðgerð og fór eina ferð með vélbátnum Tjaldi. Fengu þeir í belrri för mokafla af þorski í netin. Var hann þar í sex daga og kunni vel við sig í Eyjum, VIÐ SKÓGRÆKTARSTÖRF Að loknu nárnj í vor réðlst hann til starfa hjá Skógrækt ríkisins, fyrst í uppeldisstöð- inni í Fossvogi og síðan í þjóð- garðinum á Þingvöllum. Er hann hafði unnið þar í sjö vik. ur þóttist hann hafa aflað sér þess farareyris, að hann gæti lagt land undir fót. UMHVERFIS LANJJIÐ Hann lagði le.ð sína um Suð urland, fór með bifreið allt ausíur að Kirkjubæjarklaustri og þaðan til Núpsstaðar, flaug frá Kirkjubæjarklaustri t.i Fag urhólsmýrar og gekk þaðan að SkaftafeUi í Öræfum og með Vatnajökli til baka. Á Ingólfs- Rudolf Nebel. höfða fór hann til fuglaveiða við' þr.ðja mann og veiddi svartbak í háf. ,,Ég hef aldrei veitt fugl áður á ævinni," sagði Rudolf Nebel. Frá Fagurhólsmýri fór hann með flugvél til Hornafjarðar og þaðan fótgangand; austur á Firði. Frá Djúpavogi fékk hann bílferð til Hailormsstaðar og dvaldist þar í þrjá daga og gekk síðan að EgilsstöSum. Við Hofsá í Vopnafirðj lenti Rud- olf í laxveiði með ferðalcng- um. sem hann kynntist þar. I þrjá daga varð hann að ha.da kyrru fyrir í Vopnafirði vegna þoku. Þegar upp létti, hélt, hann áfram göngunn; áleiðis til Bakkafjarðar. Tvo daga beið hann eftir síld á Raufarhöfn, en þsgar hún lét ekk.i á sér kræla, hélt hann inn að Ás- byrgi og upp í Mývatnssveit,. Þar hittj hann þýzkan próíessr-- or og jarðfræðing, sem þaft.5 vinnur að kísilrannsóknum'. Eftir. fjögurra daga dvöl á Akureyri fékk hann bílferð um Norðuriand og vestur að(. Bjarkarlundi í Reykhólasveit,^ o8 þaðan til Reykjavíkur. Til • bæjarins kom hann í gær og hafði þá verið fjórar vikur á leiðinni. —- Mór kom það á óvari ■. hvað margij- íslenzkir bændur voru vel heima í bókmenntum og listum. Einu sinni dvaldist ég á bæ og ræddi við fullorS- inn bónda um stríðið milli Jap ana og Rússa árið 1903 í Man- sjúríu. Mé.r fannst það svo skrítið, það er að segja, hann talaði v;ð mig um stríðið og vissi miklu meira en ég um gang stríðsins og dr.ó fram bæk ur málj sínu til stuðnings. Hann átti mjög margar erlend ar bækur. — Ég varð hvarvetna var við það, sagði Nebel, að fvrr á árum hafi verið miklu fleira tólk í sveitunum en nú. Þetla er sania þróunin og gerðist í Þýzkalandi á tímabili. Fóik ( flyzt úr sveitunum í borgí.rnar 1 og síðan aftur í sveitirnar. Ég held að aftur munj fjöl'ga fólki I í íslenzku sveitunum, Ég vissi ■ um járnsmið frá Akureyri, sem | tók býli í sveit og íór að búa ! og undi vel hag sínum í sveií- (inni. | Þegar við spyrjum hvorí , hann hafi ekki lent í einhverju ævintýri, þá svarar hami þvi 1 tii að ferðalagið hafi allt verið óslitið ævintýri, þó að hvorki hafi hann lent í mannraunum né útilegumönnum. — Styrkix menntamálaráðu- neytisins nægja tll uppihalds á j íslandi í sex mánuði, sagði Rud olf að lokum, og svo er um ilest ! alla erlendu stúdentana, sem (hingað koma, að þeir ganga Fraœhald á 2. síðn. . r verSnr ÉBin 2ð0 jýíím M|ti$ hefst laugardaginn 19. og sunnödag- L S e. h, Eaugardy 19* jú'lf. | Dagskrá% 1. Lúörasveitín Svanur leikur bar- áttulög. 2. Helgi Sæmundsson, ritstjóri, flytur ræðu. 3. Hjálmar Gíslason : gamanvísur. 4. Hljómsveit leikur jazz-lög. 5. Klemens Jónsson leikarj skemmtir. 6. Dans. 4ra manna hljómsveit leikur. Skrifsíofa SUJ í Reykjavík, sími 16-7-24, og FUJ-félög úti um land, annast ferðir á mótiS. LÁTIÐ SKRÁ YKKUR STRAX I DAG. Samband ungra jafnaðarmanna.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.