Morgunblaðið - 25.03.1972, Síða 17

Morgunblaðið - 25.03.1972, Síða 17
MORGÖNBLA.ÐCÐ, LAUGARDAGUR 25. MARZ 1972 17 Ingólfur Jónssori: Stefna íslands 1 örygg- is- og varnarmálum - verður að vera skýr og ákveðin FYRIR fáum dögum voru allfor- vitnilegar umræður á Alþinigi um utanríkiismál. Til umræðu kom tiflaga þingimanna Sjálfstæðis- flokksins um fyrirkomulag á við- ræðum um öryggismál Islands og tillaga Alþýðuflokksmanna um athugun á öryggismálum landsins. Geir Hallgrimsson, vara formaður Sjálfstæðisflokksins, mælti ítarlega fyrir tillögu sjálf- stæðismanna. Hefur verið sagt greinilega frá ræðu hans hér í blaðimu. Það, sem sérstaka at- hygli vakti við umræðurnar, var hluti af ræðu Einars Ágústsson- ar, utanrikisráðherra. Þjóðvilj- inn birtir m.a. þetta eftir ráð- herranum: „Afstaða manna til hersetunn- ar hefur breytzt svo, að nú stendur enginn upp til að segja, að hann vilji ekki losna við her- inn,“ sagði Einar. „Eigum við ekki að sameinast um að þetta geti orðið á kjörtímabilinu?“ spurði ráðherrann. Ætla verður, að þessi tilvitn- un í Þjóðviljanum sé rétt höfð eftir ráðherranum, enda hefur hann enga athugasemd gert við endursögn blaðsins. Athyglisvert er, að ráðherr- ann talar um afstöðu manna til hersetunnar. Er Island hersetið að áliti utanríkisráðherra? Þar til nú hefur aðeins ákveðinn hópur manna talað um hersetið Island, og hernámslið á Islandi. Bandaríkin hafa varnarlið í fleiri NATO-löndum en á íslandi, m. a. Bretlandi og V-Þýzkalandi. Eftir kenningum þeirra, sem tala um hersetu og hemámslið á Islandi eru Bretland og V- Þýzkaland hersetin af erlendu hernámsliði. Auðvitað er slikt tal út í hött. Aftur á móti efast eng- inn um að Tékkóslóvakía er her- setið land. Utanríkisráðherrann talaði um, að afstaða manna til hersetunnar hefði breytzt. Af- staða Islendinga til hersetu og hernáms hefur alltaf verið á einn veg, og hefur ekkert breytzt. Það, sem virðist hafa breytzt er afstaða utanríkisráð- herra íslands til varnarliðsins, ef mark á að taka á orðum hans. VARNARLIÐIÐ FER HVENÆR SEM ISLENDINGAR Akveda ÞAÐ Fáir munu hafa búizt við að utanríkisráðherra landsins, Ein- ar Ágústsson talaði um, að Is- land væri hersetið. I sjónvarps- þætti i vetur spurði Jóhann Haf- stein menntamálaráðherra Magn ús Torfa Ólafsson, og utanríkis- ráðherra Einar Ágústsson, hvort á íslandi væri hemámslið að þeirra áliti. Ráðherramir svör- uðu þeirri spumingu óhikað neitandi. Island er ekki hersetið vegna þess, að varnarstöðin í Keflavík og vamarliðið eru í land inu með fullu samþykki Islend- inga. Islendingar hafa sjálfir engar varnir, en telja frelsi og sjálfstæði landsins bezt borgið með því, að vera í NATO og taka á sig þær skyldur, sem þvi fylg- ir. Samkvæmt vamarsamningn- um ráða íslendingar því sjálfir, hvenær varnarliðið verður látið fara frá Islandi. Enginn efast um að Bandarikin fara að öllu eftir ákvæðum samningsins. Það er dapurlegt, að utanríkisráðherra skyldi fara í leikarabúning á Al- þingi, og flytja mál sitt á óábyrgan hátt. Að sjálfsögðu voru Þjóðvilja- menn mjög ánægðir með þann kafla utanrikisráðherra, sem hér Ingólfur Jónsson hefur verið nefndur, en ánægj- an varð nokkuð endaslepp. Ráð- herrann sagðist vera NATO- sinni, þótt hann vildi ekki trúa því, að þörf væri á hernaðar- bandalögum til eilifðar. Þeir, sem þekkja ráðherrann trúa því, að hann vilji efla vestrænt samstarf, og standa við þær skuldbindingar, sem því fylgir, að vera aðiii að Atlantshafsbanda- laginu. Öðru máli er að gegna, þegar fréttir berast til hinna ýmsu þjóðlanda og vinaþjóða Islands. Hvemig geta þær áttað sig á utahríkismálastefnu Islands þegar utanrikisráðherra landsins flytur á Alþingi ræðu um utan- rikismál, sem boðar tvær and- stæðar stefnur. Annars vegar er ábyrg stefna í samræmi við hags- muni þjóðarinnar og vestrænt samstarf. Hins vegar óábyrg stefna, sem boðar algjört varn- arleysi Islands. Þetta eykur ekki traust eða virðingu annarra þjóða á Islandi eða íslenzkum stjómarháttúm. Vissulega verð- ur ráðherranum margt fyrir- gefið ef hann dugar vel, þegar mest á reynir. Það eru margir, sem vona, að svo verði. EDLILEGT ER AÐ VARNAfr SAMNINGURINN VERDI ENDDRSKOÐAÐUR Sjálfstæðismenn telja eðlilegt, að varnarsamningurinn við Bandaríkin verði endurskoðaður eftir að hafa verið í gildi í meira en 20 ár. Hagsmunir Islands ættu ekki síður að verða tryggð ir eftir endurskoðunina. Upp- sögn samningsins með það fyrir augum að láta varnarliðið fara á kjörtímabilinu er óskyld því hugtaki, sem átt er við með endurskoðun. Utanríkisráðherra lýsti því í umræddri ræðu, að samningar við Bandarikin um endurskoðun varnarsamningsins færu að hefjast. Eðlilega munij samningaumleitanir taka nokk- urn tíma. Nýr samningur tekur því aðeins gi'ldi, að Alþingi sam- þykki hann. Það er mikils virði fyrir utanríkisráðherra, að vita, að hann hefur öruggan þing- meirihluta til þess að fram- lengja varnarsamninginn við Bandarikin, með það fyrir aug- um að tryggja hagsmuni Islands og vestrænt varnarbandalag. Fyr ir liggur yfirlýsing frá nokkrum þingmönnum Framsóknarflokks ins um að þeir vilji ekki láta varnarliðið fara og hafa landið varnarlaust, eins og heimsmáMn eru. Hannibal Valdimarsson ráð- herra hefur lýst afstöðu sinini til málsins. Er líklegt að mikilil meirihluti alþingismEmna sé því mótfallinn, að varnarl'iðið fari að sinni. Þarf því ekki að efast um, hver afstaða meirihluta Al- þingis er til NATO og vamár- liðsins. Það er einnig ekki síður öruggt að meirihluti þjóðarinnar vill tryggja frelsi lands og þjóð ar með áframhaldandi samstarfi við þjóðir Atlantshafsbandalags- ins. Vafalaust hefur utanrikisráð- herra þessar staðreyndir i huga eftirleiðis, hvort sem hann kem- ur fram á erlendum vettvangi eða í Alþingi Islendinga. Svavar Björnsson skrifar frá Noregi: N or ður s j ávar olí an pólitískur höfuðverkur OMuauðæfin í Norðursjón- um valda nú .stjórnmálamönn um og fjánmáiaspiekúlöntum alvarlegum höf'uðvenk. Stríð ið stendur um hvort leiða eigi olíuna frá himu svokall- aða Ekofisk-svæði til Eng- lands eða Noregs. Nefnd á vegum norska iðnaðarráðu neytisins hafði mál þetta til meðferðar i háiift annað ár og komst að þeirri niðurstöðu nú fyrir skömmiu að hagkvæm - ast væri að leggja leiðslu frá olíiuisvæðinu i Teesside i Eniglandi, þrátrt fyrir að það er um 75 kílómetrum lengra. en leggja leiðsliuna til Lista skammt frá Flekkefjord í Suður-Noregi. Ein ástæðan til niðurstöðu nefndarinnar mun vera sú að við Teesside hefur PhiIUps- Petroleium Company stóra olíuhreinsunarstöð. OM'Usvæðin í Norðursjón- um eru nú fjíögur: Bkofisk, West-Bkofisk, Tor og Ood. Þegar þessi mi'kiu mann- virki verða komin með fulla vinnslu, er ársvinnslan áætl- uð 24,5 milljón tonn árlega af hráolíiu, og 3.3 miilljón 'tonn af fljótandi gasi. Ekofisk-svæðið er með- al 50 stærstu oliiusvæða heims og mun geta gefið af sér olíiumagn sem svarar ár- tegri aukningu í oíiíunotfcun í Vestur-Evrópu. Önnur ástæða fyrir þvi að nefndin valdi Teesiside frek- ar en Lista er hið geysilega sjávardýpi úti fyrir strönd Noregis, en allbreið 350 metra djúp renna er úti fyrir ströndinni þar sem leiöslan myndi koma í land. En frá olíusviæðin.u *il Englands er dýpið hvergi meira en 95 m. Nefndin leggur áherziliu á að hvort sem leiðslan verði lögð ti‘l Engl'ands eða Noregs muni lögnin hafa í för með sér allverulega áihœttu sök- um mengunar. Þá er og bent á að leiðsluna til Englands verði hægt að leggja strax á næsta ári, en ekki fyrr en 1975 myndi leiðslan komast til Lista í Noregi. Leiðsluágreiningur þessi er eiginlega milli norskra yfir- valkla og sérfræðinga Phi.ll- ips Pet. Comp., og fu'lltrúar Phiillips í nefndinni sem um þetta fjallaði stóðu fasf við sína skoðun, og tófcst að lok- um að fá fiiesta nefndarmenn á þá skoðun að Teesside væri á allan hátt hagkvæmari. Phiililiips menn segjast ekki munu taka þátt í leiðslun.ni ef hún verði lögð t L1 Noregs, og þeir telija mengunarhætt- una við djúpu rennuna úti fiyrir strönd Noregs alltoif mikla tiil að forsvaranlegt sé að leggja leiðsluna þar yfir. Nú er ekki svo, að það þýði fjárhagslegt tap fyr ir Noreg verði olían l'eidd í land í Englandi. Hin árlega vinnsla nú á Bkofisk- svæðinu (24.5 milHjón tonn) er um helmingi meiri en ár- leg olí'unotkun i Noregi i dag, sem þýðir að stór hluti olí'unnar verður fluttur út, verði Lista fyrir valinu. I olíuflutninigi er það al- gengast að fliytja oliuna óhreinsaða þangað sem hún á að notast ag hreinsa hana þar, vegna þess að það er mun ódýrara að flytja óhreinsaða olíu. Það má því garnga út fra því að stór hluti oMunn ar yrði fluttur út héð- an óunninn, sem þýðir all- verulegan flutningskostnað. Og með þá staðreynd ljósa að olían mundi íkosta norsba rík- ið miilljónir árlega verði olían leidd hiingað er hætt við að áhugi ráðamanna dvini all- verulega. Bæði tailsmenn Verka- mannaflokksins og Vins'tri hafa barizit allmjög fyrir því að leiðislan komi tíl Lista, en gefca, ef svo verðuir ekki, huggað sig við að þó nokk- ur hluti Ekofisk-oMunnar kemur þrátt fyrir allt, og þá með olíuskipum tiil olíuhreins- unarstöðvar sem Norsk Hydro nú reisir við Mong- stad. Með undirstöðu i Ekofisk- olí'unni er Hydro nú á góðri leið með að byggja upp fyrsta innlenda olíufélagið hér í Noregi. Mongstad oMuhreins unarstöðin mun verða nokkru stærri en Shell- hreinsunin i Risavika en minni en Esso-ihreinsunin við Tönsberg. Norska ríkið keypti á síð- asta ári meirihlutann í hluta bréfum Norsk Hydro og hef- ur þar með tryggt sér að gan.g að allstórum ágóðahlut oliuævintýrsins. Frá Ekofisk-svasðinu í Norð- ursjóuum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.