Alþýðublaðið - 18.07.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.07.1958, Blaðsíða 4
4 AlþýðublaSið Föstudagur 18. julí 1958 V£rrVA#6Vfl 9AGSMS KOMMÚNISTABLAÐIÐ tek- ur sér til inntekta ummæli mín um smáhópaverkföllin og dei!- urnar. Nóg eru brjóstheiiindin. I»að eru fyrst og fremst komm- úmistar, sem staðið' hafa fyrir smáhópaverkföllunum og skæru iiifernaðinum. Þeir hafa aldrei haft neina samvizku fyrir því hvórnig launa- og kjaradeilur eru! reknar. Þeir miða rekstur þei|'ra meira við það, hvernig iiæft sé að skaða þjóðarheild- ina| sem þeir telja að komi sér eklli við án alls tillits til þess hvárnig fer um hagsmuni verka fólksins. Verkföllin eru í þeirra höiKlum ætíð pólitísk fyrst cg frefcst. KAUPMENN af nær öllum gráðum hafa gert nokkurs kon- Æir verkfall gegn Agli Skalla- jgrímssyni, ölgerðinni frægu. Þessi deila hefur nú staðið all- lengi og fáurn við næstum dag- lega að heyra í útvarpinu gný- jnn af deilunni. „Jón í Smiðju- lautinni selur Sanítasdrykki.“ „Biðjið um maltextrakt, bjór, pilsner og Sinalco," hrópar Eg- ill. Samtökin tilkynna hátíð- lega, að enn standi deilan *við Egil. Það veit eiginlega enginn um hvað er deilt og þó hafa foirzt yfirlýsingar frá báðum að- ílum, en það veit ég ao hér íá kaupmenn 30% álagningu á öl- föng, en í Danmörku og Noregi S s $ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s V s \ s s s s s s s s Kommúnistar og smá- hópaverkföllin Kaupmonnirnir og ölfangaverzlunin Álagning á ölvöru hér og þar. Þjófnaðirnir í valbúðum. aðeins 12%. Þannig eru verk- föll orðin tízka — og stundum virðast þau vera orðin hálfgild- ings heldrimannaleikur. Ööru- vísi mér áöur brá. ÞAÐ Elt engum blöðum um það að fletta, að hinar svoköll- uðu kjörbúðir eru mikil umbót í verzlunarlífinu, enda virðist almenningur sækja þær í æ rík- ari mæli. Þetta er og auðveldari verzlun, fljótari og þægilegri íyrir viSsfeiptavinina. En öllu er liægt að spilla. NÝLEGA gerði vikublað liér í bænum að umtalsefni þjófnað' í: kjörbúðum. Mér fannst frá- sögn blaðsins furðuleg. Ég hafui heyrt að nolckurt hnupl ætti sér stað í búðunum, en mig grunaði ekki að þao væri svo rnikið að ástæða væri til að gera veð'ur út af því, enda gæti það beinlín- s verið skaölegt fyrir búðirnar sjálfar, þannig að viðskipta- mennirnir hefðu þá tilfinningu um leið og þeir væru komnir inn fyrir þröskuldinn, að á þeim hvíldu rannsakandi augu starfsfólksins, því að allir, sem inn fyrir kæmu, væru grunaöir um h'nupl. 'ÉG SPURÐI forstjóra einnar kjörbúðarinnar um þetta í gær. Hann svaraði: „Það er ekki hægt að komast hjá því að tala um þetta. Það er stolið úr kjör- búðunum og' það svo miklu að við erum í vandræðum. Þjófn- aðurinn er eini gallinn á þessu verzlunarfyrirkomulagi og haim leggur fólk sjálft til. Það er svo undarlegt, að þjófnaðirnir koma í bylgjum, ekki þó þannig, að þeir eigi sér fyrst og fremst stað síðast í mánuði þegar flest- ir fara að verða auralauisr. Við tökum ótrúlega. margt fólk fyrir hnupi og allt bókstaflega brest- ur það þegar upp um það kemsl. - Það borgar sig ekki fyrir fólk að vera að þessu. Það getur vel verið að því takist að hnupla einhverju smávegis einu sinni, en það tekst ekki aftur og alls ekki þrisvar.*' Mér er sagt að leynilegir speglar séu í búðun-. um, svo að alltaf er hægt að fylgjast með fólki, en hvað sem- því líður, verður það að'segjast, að þetta er leiðinlegt og engum sæmandi. Það þarf tvennt til að skrifa svona bók, hugkvæmni og þekkingu, og hvort tveggja hefur höfundurinn til að bera í ríkum mæli. Hann hefur um langt skeið viðað að sér allri tiltækri fræðslu um geimför og geimsiglingar og um cll þessi efni ritar harrn af smitandi áhuga. En frá- sögn hans er einnig frábærlega ljós og auðskilin, svo að hver maður á að geta haft af henni full not. Það mun þó ekki sízt verða unga fólkið, sem tekur fegins hendi þessari bráðskemmtilegu og fróðlegu bók, enda leiðir hún lesendur að dvrum furðulegustu aldar, sem nokkur kyn- slóð hefur lifað. Bókin er 234 bls. að stærð og prýdd fjölda mjmda, þ. á. m. nokkrum afburðafögrum Iit- myndum. ............ Félagsmenn vitii bókarinnar að Tjarnargötu 16. Almenna \ í MAŒtZMÁNUÐI síðastliðr. um varði cand. philol. Hallvard Mageröy doktorsritgerð við Os- lóarháskóla. Ritgerðin, sem nefnist „Studiar i Bandamanna saga“, var gefin út á forlag Ejnars Munkgaards í Kaup- mannahöfn 1957 í Bibl'.olheca Arnamagnæana, en ritstjóri þess er Jón Helgason prófessor, Mageröy var um skeið iekt- or við Háskóla íslands, og er r'.tgerðin tileinkuð skólanum. í formála flytur höfundur þakk- læti sitt til kunningja og sam- starfsmanna hér á landi og þá sérstaklega Alexanders Jóhann essonar prófessors . og Einars Ólafs Sveinssona!- próiessors. Blaðið ,,Norsk T.dend" áiti viðtal við Mageröy 22. marz sl., skömmu eftir doktorsvörnina. Þar segir hann, að af Banda- manna'sögu séu til 30 ólík hand rit, dreifð í mörgum löndum. — Það var eðlilega fyrsta verk mitt, segir Mageröy, að reyna að komast að raun um, hvaða textar voru uppru-naleg astir. Það korn í ljós, að öll a£- rif áttu rót sína að rekja til tveggja skinnhandrita frá n-J.ð- öldum. Þeir, sem eftir þeim hafa ritað, virðast ekki hafa gætt nákvæmni vlð vcrk sín. Mageröy telur Hklegt, að eldra skinnhandritið sé frá 1340, en hitt sé hundrað árum IlalIvErd Mageröy. : yr.gra. En texta handritanná j telur hann það ólíka, að ekkl ; sé unnt að segja með v:ssu, j hvor þeirra standj r.æst hinurn ■ upprunalega texta. Blaðið getur þsss, að Mager- öy sé hinn fyrst, þar í landi, sem aðhylLst ker.ningar ís- lenzkra fræðimanan á seinni Framhald á 3. síðu. óskast sem nemi í sér-iðngrein. Siálfstæð at- vinna síðar meir. — Kunnátta í meðferð véla æskileg. — Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir 22. þ. m. Merkt: S é r - i ð n g r e i n . Þakka innilega auðsýnda samúð við analát og jarðarföi' eiginmnns míns, GUÐBJÖRNS ÞORLEIFSSONAR. Fyrir hönd aðstandenda. Sæunn Jónsdóttir. Jarðarför i -r. \s ELÍNAR BJARNADÓTTDR, Dvereasteini. Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 19. júlí klukkan 2 eftir hádegi. Vandamenn. FRAM KSÍ KRR I KVÖLD kl. 9 hefst síðasti leikur danska úrvalsliðsins, og leikur þá DAN5KA ÚRVALSLIÐIÐ - SUÐVESTURLANDS ÚRVALIÐ á Laugardalsvellinum. Dómari: Halldór V. Sigurðsson. Línuverðir: Helgi Helgason. Ilörður Óskarsson Tekst íslenzka úrvalsliðinu að sigra Danina á grasinu? Bílferðir verða frá BSÍ við Kalkofnsveg frá kl. 20,00. A.ðgöngumiðasala verður írá kl. 13,00—10,00 Mela- vellinum, og frá kl. 19.00 á Laugardalsvellinum. Verð aðgöngumiða: Stúkusæti kr. 40, stæði kr. 20. fyrir bcrn kr. 5. Móttökunefndin. s>! V s1 í I l I 5 s1 s1 V s s

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.