Morgunblaðið - 30.04.1972, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1972
G. Br. skrifar:
Messur o g mynd-
ir í Dölum vestur
Kirkjan að Kvennabríikku.
Héðan af Sauraleiti opnast
sýn yfir HvainmsfJörð, þar sem
hann breiðir bláan flöt sinn
móti hvítri sól þessa bjarta ein
mánaðardags. — Handan fjarð-
ar er Hvammssveit en héma
megin LaxárdaLur með sínum
kunnu sögustöðum úr Laxdaelu.
Ef farið væri út í þá sálma,
mundi vart annað komast fyrir
í þessai greinarkomi.
Niðri við sjóinn stenclur
kauptún þeirra Daiamanna,
Búðardalur í örum vexti. Eíkki
fáir umkomulausir kofar á
kaldri strönd — fjarri fer þvi.
— Hér hefur hiver villan eftir
aðra risið á síðari árum, lág
hús með ghigga niður í gólf,
auðsjáanlega rúmgóð og rí'k af
öilum þeim lífsþægindum og
hýbýiaprýði velferðarþjóðfé-
félagsins, sem við íslendingar
höfum verið að hamast við að
skapa síðasta áratuginn.
Búðardalur stendiur í landi
Fjósa. Er þar „lendingarstaður
sæmilegur þótt ekki geti það
höfn kallast." Þar er bryggju-
stúfur. Við hana leggjast skip,
sem flytja þungavöru til Dala-
manna, ef hún ekki kernur á
bíLum, sem algengast er. Ekki
þarf lengi að leita uppruna
nafnsins. Svo segir í LaxdeeLu:
Höskuldur lenti í Laxárósi,
lætur þar bera farm af skipi
sínu og gerir þar hróf að, og
sér þar tóftina, sem hann lét
gera hrófið. Þar tjaldaði hann
búðir og er það kallaður Búðar
daliur.
Þessi verðandi höfuðstaður
Dalanna virðist munu verða
vel skipulagður bær. Elztu hús
in standa undir bokkunum
niðri viö sjóinn. Þar er líka
hið risavaxna sláturhús. Þar
mun í framtíðinni renna mikið
kindablóð úr breiðfirzkum
byggðum. Sauðfjárbúsíkapur er
enn aðalatvinnuvegur Dala-
manna og mun eflaust verða í
framtíðinni í þessum grösugu
sveiitum. Uppi á bökkunium
standa nýju íbúðarhverfin, all
dreiifð milli grasi gróinna
hvamma og lauta. Við þjóðveg-
inn eru athafna- og þjónustu-
stöðvar staðarins — mjólkur-
búið, verzlunin og verkstæðin.
Á rúmgóðu torgi gegnt þeim
eru hinar opinberu bytggingar:
Banikinn, póstur og s'ami og sam
komuhús.
En kirkjan, hvar er hún ?
Til hennar er þó fyrst og
frernst ferðinni he'tið til að
syngja hér messur um þessa
páskahelgi i forföllum sóknar-
prestsins, þv4 að sr. Jón Isifeld
er til lækninga suður í Reykja-
vik. En kirkja er ekki í Búðar
d. 1. Byggðin tiiheyrir Hjarðar
holtsisókn eins og allur Laxár-
daiur.
Með síðustu prestakallalögum
var Dalasýslu skipt í tvö
prestaköll. Annað þeirra er
Hvammur. Það nær yfir
Hvammssveit, Strandirnar,
Klofningshrepp og Saurbæinn.
Hitt er Hjarðarholt með prests-
setri í Búðardal. Þar eru 4
sóknir: Hjarðarholt, Kvenna-
brekka, Stóra-Vatnshorn og
Snóksdalur. Það er meiningin
að messa í öllum þessum sókn-
um um bænadaga og páska e.
G.I.
Á langa frjádag er veður h'ð
fegursta, bjart og kyrrt og
hlýtt. Það á að messa í Snótes-
dal kl. 2, Stóra-Vatnshorni k’.
5.
Við fáum ágætan bíl og enn
ágætari bílstjóra til að aka
okkur frá Búðardai á kirkju-
staðina. Ferð’n tekur allt of
skamman tíma, því að hér er
hratt ekið eft'r greiðum og góð
um vegum með nýjum brúm og
breiðum, sem byggðar voru í
fyrra og hittifyrra. — Jörðin
er auð og vetrarbrún, grænum
lit er farið að slá á nýjusbu sáð-
slétfcur, fjöllin hvít með snjóa-
drögum niður hlíðarnar.
Kringum fjárhúsin stjákla hús-
blakkar ær. Þær eru að frilista
s'ig í góða veðrinu. Þær þurfa
ekki að sfcunda beit. Þeim er
gefið eins og kúnum þrátt flyrir
alla góðu tíðina og auðu jörð
ina í allan vetur.
Senn er komið á k'rtejustað-
inn. f Snóksdal er mannlaus
bær sem stendur, en ungu hjón
in á Gi sbakka sjá ókteur fyrir
rausnarlegum veitingum að
messu iokinni. — Hér er kirteja
vel sótt, meiri hluti safnaðar-
ins er mættur. í sóknlnni eru
um 70 manns en fjö’.di.kir'kju-
gesta sést á mieðfylgjandi
mynd. Góðir hlustendur orðs
ins þennan langa frjádag.
Enóksdalsikirteja ber mjög
merki slns háa aldiurs. Hún var
bygigð 1874, stórt o-g faMegt hús
á sínum tlma, en skortir nú til-
finnan'ega viðhald og raikilega
endurbót, ef hún á að standa
m'k'ð iengur.
U-m upphaf þessarar kirikju
skal það eitt tekið fram, að
v ð prófastsvísitasiu 1873 er
klrkjan á staðnum sögð hafa
„teteið eðlilegum aíturförum
með vaxandi leka.“ Hún er
lí'ka farin að snarast, mest næst
liðlð ár og virðlst gliðna að neð
an. Kirkjueiigandi hefur því
v'.ð orð að reisa nýtt kirkjuhús
strax og þvi „verður við kom-
ið vegna viðaraðfilufcninga og
grjófcs í grunn'.nn.“ Æt ar hann
því að afla sér meðmæla pró-
fasfcs með b'skups'eyfi til að
rífa kirkjuna og byggja hana
að nýju svo fijótt, sem hentug-
ar kringumistæðiur leyfa.“
Ekiki virð'.st hafa stað'ð á því
leyfi. Þrem árum síðar er hin
nýja kirkja tekin út og lýst
greinilega í prófastsvis’tasíu
13. ágúst 1876 þar sem segir
m.a.: „Frá smíði kirkjunnar er
vel gengið bæði að utan og
irnan." En eins og fyrr segir er
hún nú mjög farln að láta á sjá,
eins og eðilegt er eftir öll
þessi ár.
Það sem ók'uninu.gir reka
fyrst augun í þegar gengið er
í þennan senn a'dargamla he gi
dcim er staða prédikunarstóls-
'ns. Honum er kamið fyrir uppi
á altarinu. Segja fróðir menn
að það sé ein af þrem kirkjum á
landi hér með líku fyriiteomu-
lagi. H'nar eru á HóM. í Bol
ungarvik og Viðey. Þó kunna
þær að vera fleiri.
Enda þótt Snóksda ’ ssöfn uð-
ur myndi nú eiga hægt með að
ieysa sín kirkjumá! með því að
semeinast nágrönmum sínum
Hautedæluim um h'na fögru,
nýju kirkjiu á StóraVafcns-
horni er ekki líklegt að svo
verði. Snóksdalur er sög'ulegur
staður, og í sfcað þess að svipta
hann þessum sínum helgidiómi
ber þjóðracknum mönnum að
taka höndum saman að hjálpa
hiniuim fámenna sötouði hans að
endurreisa h'ð forna hús sivo
að það framvegis setji hinn
sama svip s'nn á þennan stað
og það hefur gert í aldanna
rás — og komi jatoifraimt að
nofcurn í kirkj'Uiegri þjónustu í
nútíð og framtíð.
Hjarðarholtskirkja — hinn sjö u'd hp.lg'dóniur Laxárdals.
Kirkjurnar á Stóra-Vatnshor ni.
*
FORD-knntispyrnukeppníni
Innritun og afhending á gögnum til þeirra
drengja sem unnið hafa sér rétt til áfram-
haldandi þátttöku í knattþrautakeppni
FORD og KSÍ fer fram hjá Ford-umboðun-
um á þessum dögum:
Föstudag 28/4 kl. 15 — 19
Laugardag 29/4 — 9 — 16
Þriðjudag 2/5 — 13 — 18
Miðvikudag 3/5 — 13 — 18
Ath.: að gögn verða aðeins afhent keppend-
um að þeir séu í fylgd með foreldri eða for-
ráðamönnum.
Staðfesting á þátttökurétti fæst hjá við-
komandi knattspyrnufélögum.
Sveinn Egilsson h.f.,
Skeifan 17, Rvík.
Ford-umboðið Kr. Kristjánsson h.f.,
Suðurlandsbraut 2, R.
FlóamarkaÖur
að Hallveigarstöðum í dag, sunnudag, frá klukkan 14.
KVENSTÚDENTAR.
íbúðir óskast
Nú fer í hönd bezti tími til sölu á fasteignum. Höfum kaupanda
að 4ra—6 herb. 120—150 fm góðri sérhæð með bílskúr. Helzt
í Vesturbæ. Vogar, Heimar, Holtin og Hlíðar koma einnig til
greina. Útborgun 2—2,5 millj.
Höfum kaupanda að góðu raðhúsi í Reykjavík, Kópavogur kem-
ur til greina. Útborgun 2,5—3,5 milljónir.
Höfum kaupendur að einbýfishúsum í Reykjavík, Kópavogi,
Hafnarfirði. Allt frá gömlum húsum sem þarfnast viðgerðar upp
í ný móderniseruð hús. Útborgun allt að 4,0 milljónum.
FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN AUSTURSTRÆTI 12.
Símar 20424, 14120 — heima 85798, 30008.
Einangrun
Góð plasteinangrun hefur hita-
leiðnistaðal 0,028 til 0,030
Kcai/mh. °C, sem er verulega
minni hitaleiðni, en flest önn-
ur einangrunarefni hafa, þar á
meðal glerull, auk þess sem
plasteinangrun tek'jr nálega eng-
an raka eða vatn í sig. Vatns-
drægni margra annarra einangr-
unarefna gerir þau, ef svo bei
undir, að mjög lélegri einangrun.
Vér hófum fyrstir allra, hér á
landi, framleiðslu á einangrun
úr piasti (Polystyrene) og fram-
leiðum góða vöru með hag-
staeðu verði.
REYPLAST HF.
Armúla 44. — Sími 30978.