Morgunblaðið - 30.04.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1972
21
—4
Dr. Richard Beck:
Prýðilegt æskulýðs-
rit um Leif heppna
Á hinum mörgu kennsluárum
mínum í norrænum fræðum við
Ríkisháskólann í NorðurDak-
ota í Grand Forks kom það oft
í minn hlut að flytja ræður um
Leif Eiriksson og Vinlandsfund
hans. Þótti mér vænt um það að
fá með þeim hætti tækifæri til
þess að rekja frægðarsöigu hans
eiins og hún er sfcráð í fomsög-
um vorum, og í ljósi annarra
heimilda, og draga athyglina að
Seirri staðreynd, að hann hefði
slendingur og alinn upp á Is-
verið borinn og barnfæddur
landi. Góðar minningar frá þess
um ræðuhöldum mínum urðu
imér ofartega í huga við lest-
ur hinnar nýju bókar Ármanns
Kr. Einarssonar, sem ber hið
söguvígða heiti Leifur heppni,
og mér barst í hendur nýlega.
Ármann er fyrir löngu orðinn
fastur í sessi sem einn atf fremstu,
mikilvirkustu, og vinsælustu
barna- og unglingabókahöfund-
um þjóðar vorrar. Þeim ummæl-
um til staðfestingar, þykir mér
vel sæma að renna sjónum yfir
rithöfundarferil hans áður en
ég ræði nánar um hina nýju bók
hans.
Ármann Kr. Einarsson er mað
ur á bezta skeiði, fæddur 30.
janúar 1915 í Neðradal í Bisk-
upstungum, Árnessýsiu. En
hann hefir um langt skeið verið
fcennari í Reykjavík og stund-
að ritstörf sín samhliða kennsl-
unni, og eru afköst hans á rit
höfundarsviðinu að þvi skapi að
dáunarverðari.
Hann var aðeins 18 ára gam-
all, þegar fyrsta bók hans, smá-
sagnasafnið Vonir, kom út 1934.
Síðan hefir hver ný bókin frá
hans hendi fylgt i kjölfar ann-
atrar. Telst mér til, að barna-
og unglingabækur hans séu nú
orðnar yfir tuttugu talsins. Haía
sumar þeirra komið út í fleiri
en einni útgáfu, og margar af
sö'gum hans verið fluttar í út-
varpi. Ber það hvort tveggja
því órækan vott, hve mi'killa
vinsælda bækur þessar hafa not
ið. Leikrit eftir Ármann hafa
einnig verið flutt i útvarpi og
eitt þeirra, „Krakkar í klípu“,
sýnt á leiksviði af Leikfélagi
Reykjavikur. Auk smásagna-
safns hans Vona, hafa komið út
eftir hann þrjár skáldsögur, að
þvi er mér er kunnugt.
En barna- og unglingabækur
Ármann.s, og sum leifcrit hans,
hafa í þýðingum, náð langt út
fyrir landsteina Islands. Fjölda-
margar þeirra hafa verið þýdd-
ar á norsku, sumar á bókmálið,
en þó emn fleiri á nýnorsku.
Tvær þeirra hafa komið út á
dönsku, ein þeirra á sænsku, er
var flutt i sænsfca Ríkisútvarp-
inu, og margar þeirra á fær-
eysku, og eitt af leikitum hans.
Hafa bæðið leikritið og bækurn
ar verið flutt í útvarpið í Þórs-
höfn i Færeyjum. Síðasit en ekki
sízt má geta þess, að eitt af
ævintýrum hans kom út á
þýzku í allsherjarsafni sagna og
ævinitýra víðs vega.r að úr heim-
inum.
Hverf ég þá aftur að hinni
nýju bók Ármanns um Leif
heppna, sem hefir að undirtitli
„Ævintýrið um fund Ameriku."
Hittir sú skilgreining vel í
mark, þvi að vissulega var Am-
erikufundur Leifs mikið ævin-
týri, og sami ævintýrablærinn
Árniann Kr. Einarsson.
sveipar afrek þeirra Islendinga,
sem fylgdu honum eftir í könn-
unarferðir til hinnar nýju heims-
álfu, sem hann hafði fundið.
Ármann sækir efni þessarar
bókar sinnar í Eiríks sögu rauða
og Grænlendingasögu. Auðvitað
er hér um skáldsögu að ræða,
en samanburður við hinar
gömlu heimildir ber því vitni,
að höfundur sögunnar hefir
fylgt þeim í meginatriðum.
1 stuttu máli sagt, er hér prýð
isvel með efni farið. Eðlilega
hefir höfundurinn lagað það í
hendi sér, fyllt í eyðurnar og
gætt atburðina lifi með skap-
andi skáldgáfu sinni, jafnframt
því og hann hefiir gefið þeim
svip raunveruleikans. Mannlýs-
ingarnar eru lifandi og sannfær
andi, innan þeirrar umgerðar,
sem þeim er sett. En að eðli
fornsagnanna, er þeirri aðferð
fylgt um annað fram, að láta
orð sögupersónanna og athafnir
spegla lífsskoðun þeirra og hinn
innra mann.
Lýsingar á veðrabrigðum, og
aðrar náttúrulýsingar, eru ljósu
letri skráðar, viða bæði fagrar
og markvissar. En öll er bókin
rituð á vönduðu, smekklegu og
viðfelldnu máli. Hún er sfceimmti-
leg aflestrar, og er það höfuð-
kostur á barna- og unglinga-
bók. Jafnframt er saga þessi
vel til þess fallin að blása at-
hafnaþrá ungra lesenda byr
undir vængi.
Um ytri búninig er þessi bók
Ármanns einnig hin snyrtileg-
asta, skreytt fjölda ágætra
teikninga eftir Baltasar, sem
falla vel að efninu og aufca frá-
sögninmi lif og iit.
Leifssaga þessi er ein í flokki
þeirra kennslubóka í ýmsum
greinum, sem gefnar eru út á
vegum ístenzfca ríkisins (Ríkis-
útgáfu námsbóka), og á þar vei
heima. Telst hún vera lesbók, og
má það vissulega til sanns vegar
færa. En tilganigi hennar er á
kápunni lýst á þessa leið:
„Lesbók þessi er eimkum ætl-
uð 11—12 ára börnum, en ætla
má, að bæði eldri og yngri les-
endur hafi ánægju atf lestri hemn-
ar. Bókin er .hentug til viðbótar
námsefni í Islandssögu og vel til
þess fallin að glæða áhuga
ungu kynslóðarinnar á fornsög-
unum.“
Þessum tilgangi sínum nær
bókin ágætlega, að mínurn dómi.
Ennfremur sýnist mér hún eiga
erindi til Vestur-íslendinga, arf
taka Leifs á Vínlandsslóðum. Og
sérstaklega hvað þá snertir,
virðist mér hún vera tilvalin
bók til þess að nota sem lestrar
bók við íSlenzkukennslu vestan
hafsins, þegar nemendur hafa
hliotið nægiteigan málfræðitegan
grundvöll. En það leiðir af
sjálfu sér, að samhliða notkunar
hennar sem lesbókar, er þörf
íslenzk-enskrar orðabókar.
Þegar Þox*finnur karlsefni er
á förum frá Grænlandi til Is-
lands, og komið er að kveðju-
stund þeiri'a æskuvinanna, hans
og Leifs Eiríkssonar, falla höf-
undi bókarinnar, meðal annars,
þannig orð:
„Hvað um það, ísland á hjarta
mitt til hinztu stundar," sagði
Leifur heppni, og það vottaði
fyrir trega í röddinni.“
Óhætt má fullyrða, að þessi
tregablöndnu orð, sem höfund-
ur leggur Leifi á tungu, séu töl-
uð beint út úr huga fjölmargra
landa hans — að efcfci sé sterk-
ar að orði kveðið — sem öldum
siðar fylgdu honum i spor vest-
ur um haf til Vínlands hins
góða.
kVörubifreida
stjórar
, Afturmunstur
SOLU M; Frammunstu r
Snjómunstur
BARÐINNHF.
ÁRMÚLA 7. REYKJAVÍK. SÍMI 30501.
— Einstein
Framliald af bls. 13
eru einkennandi fyrir bylgj-
ur, þar sem ljósöldur upp-
hefja hver aði*a.
Árið 1921 kynnti Einstein
flókna tilraun, sem hann
taldi að gæti skorið úr mál-
inu. Hann sagði, að ef þau
áhrif, sem fram áttu að koma
samkvæmt ljósöldukenning-
unni, kæmu ekki í ijós, væri
kenningin fallin um sjálfa
sig. Þann 11. janúar 1922
skrifaði Einstein vini sínum
Paul Ehrenfest bi'éf, þar sem
hann sagði, að tilraunin hefði
verið framkvæmd af hópi vís
indamanna í Berlin, og
hefðu þau áhrif, sem
ljósöldukenningin spáði,
ekki komið fram. Ehrenfest
svaraði og sagði, að ef til-
raunin stæðist, hefði Ein-
stein gert stórkostlega upp-
götvun. Tveim dögum síðar
Skrifaði Ehrenifest aftur og
benti á, að e.t.v. mætti fá
annað út úr niðurstöðu til-
raunarinnar en það, sem Ein-
stein fékk. Hann hafði þó ail
an vara á og hóf bréfið á eft-
irfarandi hátt: „Þú ert nú
bara sá djöfull í mannslíki,
að þú hefur náttúrlega rétt
fyrir þér á endanum."
Einstein svaraði og sagðist
vera á öndverðum meiði við
alla samstarfsmenn sína.
Hann sagðist deila nær dag-
lega um gildi tilraunarinnar
við Max von Laue. Eh.renfest
lét hins vegar ekki sannfær-
ast og á endanum varð Ein-
stein að láta i minni pokann.
Hann skrifaði Ehrenifest 30.
janúar 1922 og sagðist hafa
farið yfir útreikninga sína og
fundið viliu, sem kippti
grundvellinum undan tilraun
inni.
Tveim árum siðar kom
Niels Bohr fram með tillögu,
sem olli Einstein miklu hug-
arangri. Bohr fór fram á,
hvorki meira né minna, en að
kastað y.rði fyrir róða sem
vísindalegum staðreyndum,
öllum kenningum um orsaka-
samband og öllum sígildum
lögmálum um varðveizlu
orku og hreyfiafls. Lögmálun
um mátti þó við’halda sem töl-
fræðilegum meðaltölum. Það
var einmitt af þessu tilefni
sem Einstein óskaði þess að
vera skósmiður eða dyra-
vörður í spilavíti.
Dr. Klein, sem manna mest
hefur kannað þessar deilur,
er þeirrar skoðunar, að Ein-
stein hafi aldrei litið á kenm
ingar sínar um ljósið sem
orkuskammta eða agnir sem
algjöran sannleika. Hann
bendir í þessu sambandi á, að
Einstein ritaði árið 1909:
„Næsta skx-efið í þróun fræði
legrar eðlisfræði verður að
skapa kenningar um eðli
ljóssins, sem leyfa okkur að
skilja ljósið sem sambland af
öldum og ögnum.“
Slík kenning. kom raunar
fram, þar var þvi hald-
ið fram, að ljósið væri orku-
skammtar, sem hx'eyfðust
eins og öldur.
Einstein gat þó a’drei sœtt
sig fyllilega við slíkan skiln
ing og árið 1937 skrif-
aði hann Ernst Cassirer, sem
starfaði við háskólann í
Gautaborg, og sagðist líta á
öll líkindi sem ófulinægjandi
lýsingu á sannleikanum.
s
KNCTlJRg
BRDDINÖ
LISTMLNAUPPBOÐ
KNÚTUR BRUUN
Bókauppboð nr. 7 verður haldið að Hótel
Sögu, Áttliagasal, mánudaginn 1. maí nk.
og liefst það kl. 17.00.
Bækurnar verða sýndar að Hótel Sögu milli
kl. 10.00 og 16.00 sama dag.
u
MUNA£
'3
GRETTISG. S • REYKJAVÍK
SÍAII 17840 • PÓSTHÓLF 1296
Tilboð óskast í eftirfarandi framkvæmdir
við barnadeildir hælis í Kópavogi (fjögur
sjálfstæð útboð):
1. Reisa og fullgera húsið undir tréverk.
1. Pípulagnir.
3. Loftræstikerfi.
4. Raflagnir.
Útboðsgögn verða afhent í skrifstofu vorri,
Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 2000 kr. skila-
tryggingu fyrir hvert útboð.
Tilboð verða opnuö á sama stað þriðjudag-
inn 16. maí nk.
Sjá nánar í útboðslýsingu
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844