Morgunblaðið - 30.04.1972, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1972
Jón H. Þorbergsson:
Mál allra mála
Sköpunin öll er til orðin með
því að Guð talaði og það varð.
Orð Guðs eru upphaf kraftar-
ins. Orð Guðs er frækorn, af
þeim blómstrar jörðin. Hugur
og hjarta mannanna er sáðland
Drottins, svo að þeir blómstri í
trú á Hann. Hún er lífsskilyrði
fóiksins, um alla tíma. — Maður
inn hefir mikla sérstöðu í sköp
uninni. Guð skapaði hann í sinni
eigin mynd, gaf honum mikið vit,
frjálsræði til að velja og hafna
— sér til sjálfsþroskunar — og
svo ber Guð umhyggju fyrir
mönnunum, svo að þeir nái að
verða þegnar í ríki Hans. Þetta er
mál allra mála, okkar mannanna
I öllu starfi, hugsun og lífi. Krist-
ur kom til að kenna fólkinu
Guðs orð og að ailir skyldu
skilja það sem sjálfsagðan hlut,
að hugsa, lifa og breyta sam-
kvæmt orðinu. Þetta er daglegt
verkefni okkar allra, þess vegna
þurfum við að vera ávallt vel
vakandi í orði Drottins og vera
vel heima í kenningu Krists og
lifa samkvæmt henni. Tek hér
upp nokkrar setningar sem
Kristur talaði, til hugleiðingar
öllum þeim, sem kynnu að lesa
þessar línur.
Kristur sagði: Svo elskaði
Guð heiminn (mannheim) að
Hann g£if son sinn eingetinn, til
þess að hver, sem á Hann trúir,
glatist ekki, heldur hafi eilíft
líf. (Jóh. 3,16) — Þessa setn-
ingu nefndi Luther litlu biblí-
una . Þessi setning Krists, segir
okkur að Hann er kominn til
jarðarinnar okkar vegna, fyrir
umhyggju Guðs fyrir okkur og
að höfuð skilyrði okkar, til
þess að verða þegnar Hans, er
að trúa því að Kristur sé sonur
Guðs, sendur okkur öllum af
Honum og að allt, sem Kristur
sagði séu Guðs orð, sem eiga að
móta okkur til Guðlegrar fram-
komu. En fómardauði Krists,
upprisa Hans himnaför og öll
kraftaverk, sem Hann vann, er
staðfesting á guðdómi hans,
þetta er framkvæmd skaparans,
til þess að við skulum ekki glat-
ast.
Um glötun mannanna er mikið
mál í bibliunni. — Bibílían er
okkar handbók, sem við þurfum
daglega að lesa í, til þess að
geta haldið okkur á línunni. —
Við getum, í okkar frjálsa vali
farið það langt afvega að við
glötum lífinu, glötum sjálfum
okkur, verðum viðskila við Guð.
Það er mestur voði allrar hættu.
Því vill Drottinn forða okkur
frá þvi Hann vill eiga okkur
öll. Það sannar allt það, sem
Kristur gerði og gerir fyrir okk
ur. Kristur sagði: „Leitið fyrst
ríkis Guðs og réttlætis og þá
mun allt þetta veitast yður að
auki." (Matt 6,33 Fjallræðan)
Hér gefur Meistarinn okkur
hugsjón til að stýra athöfnum
okkar eftir, svo við náum að
vinna sigra, sem ávinna okkur
þegnréttinn í riki Guðs. Hvem-
ig við förum að þvi að gera
þessa hugsjón, allra hugsjóna
virka, höfum við nægar fyrir-
sagnir og leiðbeiningar um í
kenningu Krists og dagarnir
eru okkar tækifæri. Allt rétt-
læti er guðsættar.
Með því að lifa samkvæmt þvi
verður guðsríki mitt á meðal
okkar — samanber orð Krists
um þá trúuðu — og gefur okkur
trú, skilning og hamingju. Hver
sem ástundar réttlæti Guðs,
vegnar vel, en hver sem ekki
fæst um það, lendir í þrotlaus-
um örðugleikum. Þannig sannar
Guðs orð sig sjálft. Það ætti að
vera öllum ljóst og þarf að vera
öllum augljóst. Litum til Hans,
sem gekk á vatninu. Kristur
sagði: „Nýtt boðorð gef ég yð-
ur, þér skuluð elska hver ann-
an á sama hátt og ég hefi elsk-
að yður — að þér einnig els'kið
hver annan." (Jóh. 13.34). Og:
„Af þvi skulu allir þekkja, að þér
eruð mínir lærisveinar, ef þér
berið elsku hver til anmars."
(Jóh. 13.24, 25). Þannig má
halda áfram að tilfæra lifandi
orð Drottins. Þau miða okkur til
ótæmandi vizku og blessunar.
Við athugun þeirra kemur í ljós
að okkur skortir mikið á að
ástunda Guðs orð, svo sem vera
ber og okkur er þörf á og er
lífsnauðsyn.
Við höfum heilaga ritningu,
biblíuna. Við höfum starfandi
kirkju Krists. Við höfum biblíu
félag. Við höfum trúboðsfélag,
margs konar kristilegan félags-
skap, að meðtöldum trúuðum sér
trúarhópum og töluvert af
kristilegum tímaritum og blöð-
um. Samt er daglegt líf fólks-
ins í landinu mun fyrirferðar-
meira í vantrú en í trú, sam-
kvæmt kenningu Krists.
Lýsir sér þetta meðal annars
á eftirfarandi hátt:
1. Töluverður hópur fólks neit
ar tilveru Guðs og hefir heilagt
orð hans að engu.
2. Tóonlæti fólks, sem telur sig
til kirkjunnar, gagnvart Guðs
orði, er mjög áberandi.
3. Ástundun Guðs orðs og
helgistunda, í heimahúsum, er
stöðugt minni og minni þáttur
trúarlífsins með hjóðinni.
4. Fólk, sem stöðuglega finnur
þörf hjá sér til að sækja helgar
tiðir í kirkjurnar, hús Drottins,
er tilfinnanlega fátt.
5. Prestafæð er mikil í Iand-
inu, sem er undanhald frá mætti
og áhrifum Guðs orðs.
6. Biblían, heilög ritning, er
mjög óvíða hreyfð til lesturs á
heimilum í landinu.
7. Kristileg samstaða í stjórn-
málum og ýmsum samtökum,
hættulega Htil.
Afleiðing alls þessa er vissu-
lega neikvæð. Er hægt að benda
á margt í þ\d sambandi og þar
á meðal þetta: Ósikírlífi, lauslæti
óráðvendni, ofdrykkja, óhöfleg-
ar skemmtanir, næturlif, útgáfa
ólesandi rita, óhæfar myndasýn
ingar, kæruleysi um velferð
lands og þjóðar og margt fleira.
Þetta stefnir þjóðinni í það
ófremdar ástand að hún missi
menningu sina í ókristilegum
lifnaðarháttum. Hér þarf liís-
nauðsynlega að verða breyting
á. Koma þarf almenn starfandi
vakning meðal fó'ks í landinu, í
kristilegum trúarmálefnum. ÖIl
b'essunarrík trúarvakning á
upptök sín og grundvöll í kenni
setniragum kirkju Krists. Hún
er höfuð menningarstofnun þjóð
anna. Það hefir hún verið, ís-
lenzku þjóðinni, siðan kristni
var lögtekin árið 1000.
Þrátt fyrir mikla vantrú með
þjóðinni er þó kirkjan hér í
sókn: I kristilegu æskulýðs-
starfi, í líknarmálum og í skóla
málum. (Löngumýrarskóli og
komandi Skáiholtsskóli). En nú
þarf hún að koma í gang starfs-
kröftum til að vekja upp al-
menna lifandi kristilega trúar-
vakningu, i fólkinu, sem verði
til þess að kefja og útrýma
ólifnaði og syndalífi hjá þjóð-
inni. Á hinum almenna bæna-
degi kirkjunnar — fimmta
sunnudag eftir páska — hefir
biskup landsins, hr. Sigurbjöm
Einarsson, óskað þess opinber-
lega, að fólkið í landinu bæði
Drottinn að gefa þjóðinni al-
menna vakningu í kristilegri trú.
Þetta mun lítinn árangur hafa
borið. Þetta kynið, vantrúin, fer
ekki léttilega út. Að sjálflsögðu
er ekkert áhrifaríkara, til að
koma á vakningu, en bænir og
aftur bænir til Drottins. Án
hjálpar Hans erum við vanmátt-
ug. I sögulegum viðburðum er
það vitað að vakning í trúnni, á
almáttugan Guð og Jesúm Krist,
sem frelsara og leiðtoga okkar,
hefur í för með sér mikla ný-
sköpun í þjóðfélagsmálum.
Vakningarfólkið verður innblás
ið margs konar dyggðum. Eins
og litillæti, áreiðanleik, hófsemi,
sannleiksást, kærleik og iðkun
alls þess, sem kenning Krists
býður fólkinu að ástunda þvi
til sigurs, i réttri trú. Kirkjan
og öll kristileg samtök í land-
inu, ættu að stofna til hópbæna
og biðja þá meðal annars um
vakningu í orði Drottins. Ef við
bæðum — í trú — nógu mörg
um það. Þá kæmi vakningin yf-
ir okkur, yfir þjóðina. Bænin er
framkvæmdarafl. Prestar láta
stundum kirkjufólk hafa yfir
trúarjátninguna og lesa með sér
Faðir vor. Þeir ættu að láta
fólk biðja miklu meira í kirkj-
unum. Nú er svo mjög ferðazt til
útlanda. Kirkjan og kristilegu
samtökin, í landinu ættu að gera
út leiðangur til Bandaríkjanna,
til að kynna sér þar starfsemi
„Jesúfólksins", hvort þar er
hrein kristileg trúarvakning.
Það má raunar segja að is-
lenzku þjóðina vanti ekkert, í
dag nema lifandi vakningu í
trúnni. Kæmi hún yrði hér nýtt
þjóðfélag, sem orðið gæti öðr-
um þjóðum til fyrirmyndar. —
Við eigum enga aðra leið til
þess. Heimilin mundw verða frið
sæl og sterk, undirstaða þjóðfé-
lagsins. Fólkið mundi hópast í
kirkjurnar og hvers konar helgi
stundir. Þeir, sem hafa ósóm-
ann að féþúfu yrðu að leita sér
annarrar atvinnu. Hinn róttæki
Guðlausi kommúnisti yrði að
hverfa úr landi. Hann getur
ekki lifað þar, sem kristileg trú
ræður ríkjum. Þá rikti friður i
þjóðmálum. Þá yrði unaðslegt líf
í landi hér. Þá yði Guðsríki mitt
á meðal okkar allra. Kristur
sagði við trúaða fólkið: „Guðs-
riki er mitt á meðal yðar." „All-
ir þessir voru með einum huga,
stöðugir í bæninni ásamt konun
um.“ (Post. 1,14). Með því að
biðja mörg saman, eykst kraftur
bær.arinnar og sameiginleg til-
finning biðjenda um þörf, nauð
syn og sigurvon, sem felst í því
að biðja til Drottins.
Fjöldi ungs fólks, nú á tím-
um, fer á margs konar villigöt-
ur. Það verður að eignast hug-
sjónir, sem það finnur að lif-
andi er fyrir. Fyrst og fremst
að beita kröftum sínum tíl þess
að guðsríki verði mitt á meðal
okkar. í það kjölfar, koma þær
hugsjónir að vinna að velfarn-
aði lands og þjóðar. Lifa I vel-
vilja hver gegn öðrum og verða
að nýtum borgurum að góðu og
trúuðu fólki. Þetta eru hugsjón
ir kirkju Krists. Mál allra mála.
Kirkja Krists er trúuð á Hann
og Skaparann. Starfsemi hennar
er einkum á tvennan hátt: Efla
trúna og berjast við syndina,
gróðursetja kenningu Krists, í
hjörtum allra og afmá vantrú og
trúleysi fólks. — Vinna á móti
öllu því, sem Guði er vanþókn-
anlegt og aflmá grautargerðina,
sambland heiðni og kristni, sem
ríkir svo mjög í huga fjölda
fólks. — Allt sem Guði er til
vanþóknunar er okkur skaðlegt.
Kristin trú er ekki aukaatriði
eða viðbótaratriði í huga fólks.
Hún skipar þar öndvegi. Hún
mótar fólk til réttrar breytnd á
öllum öðrum sviðum. Veitir því
sálu'hjálp, farsœld og frelsi.
Hún er mál málanna.
30. marz 1972.
Jón H. Þorbergsson.
Verxlunin
JASMIN HF.
Laugavegi 133
Við bjóðum viðskiptavini okkar að taka eftir
að við höfum flutt starfsemi okkar í stærri
og skemmtilegri húsakynni á Laugavegi 133
(við Hlemmtorg) og bjóðum þá velkomna.
\
Höfum, sem áður, mikið úrval sérkennilegra
skrautmuna til tækifærisgjafa og heimilis-
prýði og munum taka fram ýmislegt nýtt
á næstunni.
JASMIN.
GEÐVERNDARFÉLAC fSLANDS
Aðalfundur Geðverndarfélagsins verður
haldinn í Lindarbæ v/Lindargötu, leiksviðs-
salnum, niðri, fimmtudaginn 4. maí k. 8,30
stundvíslega. — Venjuleg aðalfundarstörf;
erindi: — Óafur Jóh. Jónsson læknir: Heim-
ilislækningar og geðvernd (viðhorf, með-
ferð).— Veitingar fáanlegar á fundinum.
Fjölmennið og takið með ykkur gesti, —
hlýðið á athyglisverð erindi.
GEÐYERND
Stjómin.
Orðsending fil Kópovogsbún
um bilnnntilhynningnr vegnn
vntns-, og hitnveitu,
holræsn- og vegnkeriis
Eftir kl. 19 á virkum dögum og um helgar er
vaktmaður í síma 41575 (símsvari).
Geymið auglýsinguna.
Rekstrarstjóri Kópavogskaupstaðar.
1972 -1973