Morgunblaðið - 30.04.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1972
11
Fréttabréf úr Biskupstungum:
Miklar framkvæmdir
Síðast liðið ár var gott, og
það sem af er þessu ári. Snjó-
létt, grasspretta góð og hagstæð
heyskapartíð, enda metheyskap
ur, svo hlöðurými reyndist ekki
nóg hjá fjölda bænda. 1 fyrra
var byggt fjós á Miðhúsum hér
í sveit, mjög tráust og ailur frá-
gangur snyrtilegur og málað,
bónuanum til sóma. Fleiri fjós
voru byggð og önnur stækkuð.
í sumar stendur til að byggja
mörg fjós og heyhlöður, enn-
fremur tvö íbúðarhús. Einnig
voru endurbyggð gróðurhús í
stórum stíl og önnur nýreist.
■í Aratungu á að byggja sund
laug og búningsklefa af full-
komnustu gerð, sem vart kostar
minna en 12—14 milljónir. Fleiri
framkvæmdir eru væntanlegar
og eru í gangi. Hreppsfélagið
lét Orkustofnun ríkisins leita að
jarðhita með sæmilegum árangri.
Vantar aðeins að Marteinn
Björnsson líti á það. Af ofan-
nefndu má sjá að það er mikill
framfara- og stórhugur í
Tungnamönnum. Fyrir 10—15 ár
um var það talið hagstætt fyrír
bóndann að gefa fóðurblöndu,
ef 1 kg af fyrsta flokks fóður-
blöndu kostaði ekki meira en 1
Htri af mjólk. 1 dag kostar 3
kg af fóðurblöndu sömu upp-
hæð og bóndinn á að fá fyrir 2
litra af mjólk, svo að það er eðli
legt að bændur gefi mikinn fóð
urbæti. Hin mikla fóðurbætis-
gjöf skapar offramleiðslu, sem
nú á að skattleggja með nýju
lagafrumvarpi. En má þá ekki
eins borga bændum í ýmsum
landshlutum þar sem ekki er
mjólkursala fyrir það að fram-
leiða ekki óseljanlegt smjör. Allt
stigur í verði, svo hröðum skref
um að stjórnarsinnar halda að
regluleg gullöld sé að renna
yfir land vort og þjóð. Allir eru
að verða ríkir, meira fjárfesting
aræði en nokkru sinni áður.
Kaupgjald stígur daglega með
yfirboði í vinnuafl. Alls staðar
vantar fólk, sérstaklega í
vinnslustaði sjávarútvegsins og
sjómenn á skipin. Togarar eru
keyptir í tugatali, þótt fyrirsjá-
anlegt sé, að þeir verða ekki
mannaðir e0a þá að leggja verð
ur öðrum skipum vegna mann-
fæðar. Fyrir nokkrum dögum
gerðist það í Árnessýslu, að ný
útlærðum trésmið var boðið í
kaup á mánuði 80.000 kr. og alit
frítt. Síðan kemur meistaraálag-
ið á þessa upphæð, hvað verð-
ur timakaupið þá? Hann á að
vinna við byggingar er rikið
reisir. Þetta er hrollvekja.
Hvernig eiga islenzkir bænd-
ur, þótt góðæri sé, eða aðr-
ir, sem ekki hafa fullar hendur
fjár að byggja yfir sig og fén-
að sinn? Já, nú á að láta
Martein leysa verðbólguvand-
ann, fyrir þá, sem eigi hafa full
ar hendur fjár. En hvernig fer
Marteinn að því? Senni-
lega þannig að láta byggja nógu
illa og virða svo byggingarnar
nógu hátt.
Skal ég nefna eitt dæmi.
Bóndi einn í Árnessýslu byggði
bragga um 23x7,5 metra og ná-
lægt 3,50 á hæð. Bragganum er
hrúgað upp að mestu af gömlu
rusli og illa gerður, að ég held
gluggalaús. Sennilega er í hon-
um nóg birta, vegna þess að
járnið er svo götótt. Ekki get
ég haldið að þessi bygging kosti
meira en 50—60 þús. kr., því
vart mun efnið hafa kost-
að meira en 25.000 kr. Sá, sem
byggði, sagði mér að Marteinn
hefði virt braggann á 500 þús.
og hann hefði fengið lán í stofn
lánadeildinni samsvarandi því.
Ég er ætíð í fjárþröng, vill ekki
einhver selja mér gamalt bragga
ræksni á 10—15 þús., svo
Marteinn geti bjargað fjárhag
mínum? Byggingarfulltrúinn
Marteinn á að vera hlutlaus í
mati og meta hjá mér s-vipað og
hjá fyrrgreindum manni. Ef ég
fæ umbeðinn bragga og byggi
upp, þá er mér borgið fjárhags-
lega. í 15. tölublaði Þjóðólfs 1969
skrifar Marteinn um mig orð-
rétt: Þótt núverandi ríkisstjórn
hafi I orkumálum tekið upp bú-
skaparlag Gríms á Syðri-Reykj
um, þ.e. að lifa af þvi að selja
undan sér kotið, þá verður jarð-
hitinn þó einna torveldastur til
burtflutnings úr héraði, sem ó-
unnið hráefni, þótt slíkt verði
að sjálfsögðu reynt. Mér þykir
Marteinn sýna mér mikinn heið-
ur að telja að fyrrverandi rikis
stjórn hafi stælt mitt búskapar-
lag. Að endingu: Það vil ég upp
lýsa Martein og alþjóð um, að ég
hefi ekki selt jarðhita og land
fyrir neitt svipaða upphæð og
umræddur braggi var metinn af
Marteini, ef frásögn bóndans er
rétt. Þess óska ég vegna um-
ræddra ummæla, að stofnlána-
deildin láti rannsaka, hvers mik
ils virði veðið er í bragganum,
ennfremur hversu mikils virði
veðin eru á bújörð minni Syðri-
Reykj'um I.
Nú vil ég taka það fram, að
ég deiU ekki á framkvæmdastj.
Stofnlánadeildarinnar, þvi hún
fer eftir skýrslugerðum bygg-
ingafulltrúans. Þeir sem byggja
sterk dg velgerð hús, sem end-
ast vel fá ekki nóg, en þeir sem
byggja léleg hús virðast stund-
um fá jafnvel meiri lán en hús-
in kosta.
Reykjavík 10. april 1972.
Grimur Ögmundsson.
Willys jeppi '65
til sölu með Egilshúsi, nýupptekin vél, á
nýjum dekkjum, nýskoðaður. Hefur alltaf
verið í eigu sama manns. — Upplýsingar í
símum 14005 og 17255.
‘s - 7- - ’ ; 7"
® Notaðir bílar til sölu
Volkswagen 1300 ’67 og ’71.
Volkswagen 1302 S. ’71.
Volkswagen 1500 ’64.
Volkswagen 1600 A ’68.
Volkswagen 1600 TL Fastback ’68 og ’71.
Volkswagen 1600 Variant ’67 og ’71.
Land-Rover benzín ’62, ’66, ’70.
Land-Rover diesel ’67.
Land-Rover diesel lengri gerð ’71.
Willy’s Jeepster ’67.
Rambler Classic station ’66.
HEKLA hf.
Laugavegi 170—172 — Sírm 21240.
vm? c t
co
ö
Y—
Steypujárn er eitt
af mórgu sem þér fáið
hjá Byko
(og aö sjálfsögöu í fullkomnu úrvali)
VK
BYGGINGAVÖRUVERZLUN
KÓPAV0GS SÍMI 41000
IS0-ELAST
Botninn kemur í
stað filts. Hann
helzt ætið mjúkur
og tognar ekki. —
Jafnframt veitir
hann mestu hugs-
anlega hljóðein-
angrun og hita-
einangrun og gerir
lagningu óþarfa.
TILSNIDIN
Þér pantið WILTAX teppið í dag og eftir aðeins þrjár vikur
kemur teppið „skraddarasniðið" á gólf yðar. Þess vegna
þurfið þér ekki að
borga það, sem úr
teppinu kann að
sniðast.
Efni: alull, rayon,
acryl, enka-perlon
og ICI-nælon. 5—7
litir í hverri gerð.
Einlit eða mynstruð.
Verð og greiðslu-
skilmálar við allra
hæfi. Skrifið og
biðjið um litmynda-
bækling með verð-
um.
Vörumarkaðurinn hf
Ármúla 1A — Sími 86-112.