Morgunblaðið - 21.06.1972, Page 4

Morgunblaðið - 21.06.1972, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1972 ® 22-0-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 V_____---------s 14444 ■S'25555 14444 S'25555 BÍLALEIGA CAR REIMTAL 21190 21188 SKODA EYÐIR MINNA. Shodh LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SiMI 42600. ÖUum þeim, sem sendu mér vinarkveðjur á einn eða ann- an hátt, í tilefni af 80 ára afmæli minu þakka ég hjaft- anlega. Magnús Oddsson Marargötu 3. STAKSTEINAR „Trauðla bendlaður við hreinleika“ „Eitt er að styðja ríkis- stjórn af heilum hug, annað að taka á sig ábyrgð af sóða- legum vinnubrögðum með þögninni. Nefndarskipunin er talin vitnisburður um, að endurskoðunin verði aldrei nema sýndarmennska, þar sem eingöngu kerfismenn eru skipaðir i nefndina, enginn utankerfismaður á sæti í henni nema einn, sem er sér- legur fulltrúi ráðherra, en afskipti hans af bankamál- um eru af því tagi, að hann verður trauðla bendlaður við hreinleika.“ Þennan þunga áfellisdóm yfir I.úðvík Jósepssyni er að finna í forystugrein Nýs lands sl. fimmtudag og á við nefndarskipun hans til end- urskoðtinar hankakerfisins. Morgunblaðið hefur engu við þetta að bæta að öðru leyti en því, að deilurnar eru stöðugt að harðna milli stjórnarflokkanna og inn- an þeirra, eftir því sem getuleysi ríkisstjórnar- innar kemur betur í ljós, og reynir þar hver að bjarga sínu skinni. Mönnum er í fersku minni, þegar deilurnar í Framsóknarflokknum gengu svo langt, að jafnvel blaða- fulltrúi ríkisstjórnarinnar var kallaður til og skyldi hann setja ofan í við „ungu menn- ina“. Fórst honum það svo vel úr hendi, að „ungu menn- irnir“ kröfðust þess óðara, að hann yrði settur af sem blaðafulltrúi. Fess er skemmst að minn- ast, þegar Þjóðviljinn gerði því skóna, að sú sé reynslan af Hannibal í ráðherrastól, sem viðhorf hans sé, að „flest verkefni eru tiltölulega lítilfjörleg og niega áfalla- laust bíða um sinn.“ Nú síðast er svo beðizt und an því í forystugrein Nýs lands „að taka á sig ábyrgð af sóðalegum vinnubrögðum“ I.úðvíks Jósepssonar „með þögninni“. Hér verður að vísu ekki tekin upp nein vörn fyrir I.úð- vík Jósepsson og nefndar- skipanir hans. En þegar leið- arahöfundur Nýs lands talar um, að afskipti Guðmundar Hjartarsonar af bankamálum séu „af þvi tagi, að hann verður trauðla bendlaður við hreinleika,** er hins að gæta, að valkostir Lúðviks Jóseps- sonar i þessu tilfelii voru tak- markaðir við það, að hinn „sérlegi fulttrúi ráðherra“ væri fús að greiða 25% af nefndarþóknuninni í flokks- sjóð. Það eru menn af þvi tagi, sem láta skipa sig i nefndir upp á þær spýtur, sem ráðherrar Alþýðubanda- lagsins velja sem .„sérlega fulltrúa“ sína í ríkislauniiðum nefndum. „Hætta framundan“ Á forsíðti Nýs lands sl. fimmtudag er undir fyrir- sögninni „Hætta framundan“ vitnað í svofelld iunmæli í forystugrein Tímans 13. júní, sem undirrituð var ÞÞ: „Hin- ar mörgu verðhækkanir, sem var frestað meðan verðstöðv- unin var í gildi, eru nú um garð gengnar." Síðan segir: „Hvernig getur stjórnmála- maður og ritstjóri stjómar- blaðs, sem vill teljast ábyrg- ur og sem jafnframt ætlast til að vera tekinn alvarlega haldið sliku fram, eða gefið slik fyrirheit, — þegar vitað er, að vöruhækkanir, útseld vinna og öll þjónusta hækk- ar frá degi til dags, og ekkert lát á sliku er sjáanlegt. Allr.r ábyrgir menn sem ræða þessi dýrtíðar- og verðlagsmál verða að geta staðið á því sem þeir segja, — það er lág- markskrafa þegar þessi mál eru rædd verður að miða við kaupmátt láglaunafólks, pynju þess og gjaidþol, og þá, hvort tekst að ná endum saman. I dag er óvíst, hvort goldið kaup til verka- og lág- launafólks nægir fyrir nauð- þtirftum, — mat, húsaleigu, upphitun, afborgunum íbúða og opinberum gjöldum. Hækkanir eru það örar og miklar dag hvern, að enginn sér hvar stöðvast muni, — því er nokkuð djarft að segja, að hækkanir séu um garð gengnar." Stokkhólmsbréf frá Hrafni Gunnlaugssyni Fréttapunktar ÖLÓÐIR ÞINGMENN Elztu menn rekur naumast minni til að hitnað hafi svo í umræðum á þingi sem fimmtu daginn 25. maí, er lokaaf- greiðsla nýs bjórfrumvarps fór fram í sænska þinginu. Forsaga málsins er sú, að fyr ir nokkrum árum var leyfð sala á „mellanöli" (áfengis- innihald allt að 2,5%) í al- mennum matvöruverzlunum. Sú reglugerð fylgdi ölinu, að ekki mætti selja það ungling um undir 16 ára. Reglugerðin reyndist þó orðin tóm, og hef ur áfengisvandamál unglinga vaxið hröðum skrefum. Er aukin deyfilyfjaneyzla ungl- inga einnig talin afsprengur „melilanölsins". Eftir tilkomu ölsins hefur ríkt hálfgerð skálmöld í drykkjumenningu Svía. Ástandið þótti sífellt versna. Áfengismálanefnd þingsins varð sammála um að grípa yrði til róttækra ráðstaf ana ef stemma ætti stigu við voðanum. Þótt skoðanir væru skiptar um aðferðir og leiðir, náðist þó meirihluti innan nefndarinnar um tillögu sem fól í sér algert bann við söiu öls í matvörubúðum. Skyldi ölið einungis selt sem annað áfengi i sérstökum verzlun- um. Tillaga þessi kom fyrir þingið. Fj ármálaráðherra sner ist öndverður gegn tillögunni en lagði til að aldurstakmark ið yrði hækkað upp í 18 ár. Þá kom fram tillaga um að banna sölu ölsins í sjálfsaf- greiðslum og að binda það við búðarborð. Urðu ýmsir þing- menn uppvægir með eða á móti. Almenningur talaði ekki um annað en væntanlegt öl- bann og gekk svo langt að þingmenn fengu naumast frið fyrir hótunarbréfum, upp- hringingum og öðru ástarfi. Þegar lokaumræður um málið hófust, sveif ofsi á þingsali og töluðu menn í vímu um böl og blíðu Bakkusar. Andrikari ræður munu vart finnanlegar í sænskum þingskjölum. At- kvæðagréiðslan um tilveru- rétt „mellanölsins" í matvöru verzlunum, fór sem hér segir: Þeir sem vildu banna ölið 161, fylgjendur ölsins 168, hlutlaus ir 4, fjarverandi 17. Andstæð- ingar ölsins lýstu því þegar yfir, að þeir hygðust bera málið aftur upp á næsta þingi og höfðu uppi stór orð um að auðvelt myndi reynast að út- vega fáein atkvæði í viðbót. Við íslendingar gætum lært eitt af ölæði Svía: Verði hafin sala áfengs öls á íslandi er gæfulegra að sala þess fari eingöngu fram í Ríkinu. Hitt er svo annað mál ihvort ölið eiigi nokkurt erindi við okkur íslendinga. Sænska þingið felldi allar aðrar tillögur um breytingar á áfengislöggjöfinni, nema hvað samþykkt var að hækka innkaupaaldur „melianöls“ í 18 ár. Það er þó trúlegt að þessi breyting hafi hverfandi lítil áhrif, þar sem ekki hefur tekizt að binda ölsölur.a við 16 ár. Telja bindindismenn þessa breytingu ryk í augu al mennings. KÁLFURINN OG OFELDIÐ Sjaldan launar kálfurinn of- eldið, sagði Búkolla gamla. — Þessi orð ætla að reynast Sví um dýrkeyptur sannleikur. Á undanförnum árum hefur ver ið unnið ötullega að því að milda sænsk refsilög og bæta aðstöðu til fangahjálpar, auk reitis hefur aðbúnaður i fang elsum verið færður í mann- eskjulegra horf. En það er erf itt að gera umbætur ef ná- grannarnir fylgja ekki for- dæminu. Ofbeldishreyfingar oig bófaflokkamir hafa séð sér leik á borði og bendir allt til þess að Svíþjóð sé að verða paradís slíkra hreyfinga. — Lögreglan er mjög uggandi yf ir að Evrópu-Máfían sé að hreiðra um sig í Svíþjóð og skemmst er að minnast morðs ins á sendiherra Júgóslaviu í Stokkhólmi á síðasta ári, sem meðlimir í Ustasjahreyfing- unni frömdu. Líklegt er að þessi þróun þvingi Svia tii að herða mjög útlendkigaeftirlit ið og vísa grunsamlegum ná ungum úr landi. Það er þó von andi að þetta verði akki til að draga úr þeim merkiiegu um- bótum, sem Svíar vinna að á sviði fangelsismála. FLÓTTI FJÁRAFLAMANNA Það gerist nú algengara að fjárafla- og framkvæmda- menn í sænsku atvinnulífi flýi land með auðæfi sin. Aðah ástæðan til þessa er hinn gíf urlega hái eignaskattur og erfðafjárskattur, sem sósíalist arnir hafa stöðugt bækkað. í vissum tilvikum getur erfða fjárskatturinn farið yfir 50%. Mikið fjármagn og dugandi fjármálamenn hverfa af þess um ástæðum úr landi i hverj um mánuði. Stjómin hefur Fnunbaid á Ws. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.