Morgunblaðið - 21.06.1972, Side 20
20
MÖRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1972
Fró Norræno
íélcginu
Umsóknarfrestur um þátttöku í norrænu
píanókeppninni er framlengdur til 1. ágúst.
Norræna félagið.
Hef flutt
tannlækningastofu mína í Garðastræti 16.
Gengið inn frá Öldugötu.
Óbreytt símanúmer 15713.
Kjarfan Guömundsson
AUKIN ÞJONUSTA
Volkswagen, Land Rover og Range
Rover eigendum er bent á að smurstöð
okkar að Laugavegi 172 er opin alla
virka daga nema laugardaga
kl. 8.00—12.00 og 13.00—18.00.
A SMURSTÖÐ HEKLU
er eingöngu unnið við V.W.
L. R. og R.R. bifeiðar.
^ Sérhæfð þjónusta.
■fc Góð þjónusta.
AÖ smyrja
er sparnaöur
1 HIEKLA HF.
Laugavegi 170—172 — Sími 21240.
— Umhverfi manns
Framh. aí bls. 17
um og dýrum og mörmum hefur haft
í för með sér stöðugt vaxandi notk-
un hvers konar lyfja. Enda þótt
skammtar þeir, sem notaðir eru af
þessum lyfjum séu miðaðir við það,
að þeir geri sitt gagn án þess að
vera heilsuspillandi, þá getur svo
farið við stöðuga notkun lyfjanna,
að þá safnist leifar þeiira fyrir á
vissum stöðum t.d. í jarðvegi eða
vatni í svo miklu magni að hætita
stafi af. Þekktasta dæmið af þessu
tagi eru klórkolvatnsefnin s.s. D.D.
T. o.fl., sem notuð hafa verið sem
skordýraeitur við ræktun ýmissa mat
jurta. Af þessum efnum hefur um
margra ára skeið verið notað mjög
mikið í landbúnaði, og er nú svo kom
ið að þau hafa víða safnazt fyrir í
jarðveginum og berast þaðan í ár og
vötn og síðan i thafið. Bæði í fersku
vatni og hafinu berast þessi efni í
fisk og safnast þar fyrir í feitinni,
t.d. í þorsklifiur. Er nú svo komið að
bannaö hefur verið að hirða til mat-
ar þorsklifur í Eystrasalti vegna
þess mikla magns, sem I henni er af
D.D.T.
Annar flokkur lyfjaleifa hef-
ur valdið nokkrum á'hyggjum, en
það eru 'fúkalyf, sem gefin eru ali-
dýrum við ýmsum sjúkdómum. Lyf
þessi berast þá í kjöt og mjólk og
með þessari fæðu í manninn. Kemur
það ekki að söfc þótt sliikrar fæðiu sé
neytt einstaka sinnum, en sé um stöð
uga neyzlu að ræða getur afleiðing-
in orðið sú, að neytandinn fái of-
næmi fyrir viðkomandi fúkalyfi.
Verður þá fúkalyfið ónothæft fyrir
neytandann, komi að þvi að hann
þurfi sjálfur á því að halda.
VIÐBÓTAREFNI
Við framleiðsiu matvæla og við
matreiðslu er bætt í fæðuna margvís
legum efnum (food additives) til
þess að bæta gerð hennar eða bragð,
eða til þess að auka geymsluþoll henn
ar. Þessum efmum er það sameiigin-
legt að þau eru æskileg og óskaðleg
innan vissra takmarka, en í auknu
magni geta þau verið óheppileg eða
beinlínis hættuleg. Þetta á einkum
við um þau efni, sem notuð eru til
rotvarna, en til þeirra er gerð sú
krafa, að þau séu gerildrepandi en
þó hættulaus til neyzlu fyrir mann-
inn. Þekktust af þessum efnum er
matarsaltið, en það er manniniuim Iií'fs
nauðsynlegt í hæfilegri þynningu, en
sterkari upplausnir af því eru hon-
um skaðlegar. Til viðbótar matar-
salti eru oft notuð nitröt (saltpétur)
eða jafnvel nitrit. Efni þessi eru eitr
uð og þvi notuð í örlitlu magni.
Nökkrar sýrur eru notaðar til rot-
varna s.s. ediksýra, mjólkursýra, vín
sýra og sítrónsýra, sem eru skáðlaus
ar í allmiklu magni, og auk þess
maurasýra, bórsýra, benzóesýra og
scorbinsýra, sem aðeins má nota í
miklum þynningum. Annars er sinn
siðiur i landi hverju um það, íhivaða
efni megi nota sem viðbótarefni i mat
vælli og í hvensu miklu magni.
Við reykingu matvæla berast
margs konar efni úr reyknum í vör-
una, sem eru bæði bragðgefandi
og rotverjandi. Um nokkur þessara
efna er vitað að þau eru skaðleg
heilsu manna, sé mikið af þeim i mat
vælunum. Matvæli eiga því að vera
léttreykt. Matvæli, sem eru mjög mik
ið reykt, má líta á sem menguð.
Menn skyldu hafa það hugfast í öllu
þessu mengunarspjalli, að fæða
mannisins er samsett af f jölda næring
arefna. Um öll þesei ef.ni gildir það,
að hlutfallslegt magn þeirra i dag-
legri fæðu getur orðið of mikið, jafn
vel svo að hætta stafi af. Einhæf
fæða er varasöim. Fjölbreytni fæð-
unnar er manninum fyrir beztu. Og
mengun einnar fæðutegundar verður
því þýðingarminni, sem viðkomandi
fæðutegund er minni hluti af máltíð
inni.
— íslenzk verzlun
Framh. af bls. 16
sambærilegar en gefa þó vissar vís-
sem hér hafa verið nefndar ekki
bendingar.
G.M.: Nú er á sumum sviðum allt
á einnd hendi, fram.leiðslan dreifing-
in og salan. Hvað er afurðakaup og
afurðasala stór liður í starfseminni?
E.E.: Afurðasaila var í upþhaifi ann
ar aðalþátturinn í starfsemi sam
vinnufélaganna, enda bændurnir
brautryðjendur. Rétt er að vekja at-
hygli á þvi, að afurðasala kaupfé-
laganna og Sambandsins er svo til
öil á umboðssölugrundveHi og um-
boðslaun mjög lág, 1V2—2%. Ef við lit-
um á landbúnaðarvörurnar, þá nam
söluuþphæð þeirra hjá Sambandinu
á s.l. ári 18,75% af heildarveltunni.
Varðandi landbúnaðarafurðirnar
þá er rétt að taka það fram, að
grunnframleiðsdan fer fram hjá
bændunum en ekki samvinnufélög-
unum. Síðan koma til vinnslustöðv-
ar, sw sem sláturhús og mjólkur-
bú, sem eru á vegum félaganna og
síðan kemur afurðasalan, en stór
hluti hennar fer í gegnum Sam-
bandið, heiidsala til smiásöluverzlun
arinnar og svo útflutningur, einnig
sala á ull og gærum til innlendra
verksmiðja.
Sala sjávarafurða er ekki beint
sambæriieg við sölu landbúnaðaraf-
urða. Sambandið tekur sjávarafurð-
ir til sölumeðferðar frá fleiri aðil-
um en kaupfélögunum, bæði frá ein
staklingum og félögum.
G.M.: Iðmfyrirtæki y'kkar hafa eflt
mjög iðnað á Islandi og sýnUegur
árangur náðst. Hve mikið er flutt
út, hvað helzt og hve stór hluti sam
svarandi útflutnings er það?
E.E.: Útflutningur iðnaðarvara frá
Sambandsverksmiðjunum hefur farið
vaxandi á undanförnum árum. Árið
1971 var flutt út fyrir 270 miHj. kr.
Ef litið er á sölu þriggja verk-
smiðja, sem framleiða fyrir útflutn-
in.g, þ.e. Gefju.ni, Heklu og súitwnar-
verksmiðju Iðunnar, þá nam útflutn
ingur þessara þriggja verksmiðja um
51% af sö'lunni árið 1971.
Hlutdeild samvinnuverksmiðjanna
í heildarútflutningi eftirtalinna
vöruflokka var sem hér segir árið
1971 (skv. hagskýrslum):
Prjónavörur úr ull 67,1%
Ullarabreiður (ullarteppi) 97,8%
Loðsútaðar gærur og skinn 65,1%
G.M.: Viðhorfin I fríverzlunarmál-
um eru mjög ðljós um þesisar mund-
ir. Hefur iðnaðurinn ekki hagsmuna
að gæta þar?
E.E.: Iðnaðurinn, eins og t.d. ull-
ar- og skinnaiðnaður, sem selur vör-
ur siðar bæði á innlendum og er-
lendum mörkuðum, hefur því aðeins
hagsmuni af friverzlun, að verðiags-
þróun og þá á ég við þróun fram-
leiðsl uko.stnaðar geti nokkuð hald-
izit í hendiur við þróiunina í mark-
aðslöndum okkar. Ef framleiðslu-
kostnaður hjá Okkur vex verulega
meira en í markaðslöndunum, þá
gieriisit tvennt:
a. Erfiðara verður að selja erlend
is fyrir verð sem þarf til þess
að standa undir framleiðsílu
kostnaðinum og
b. Lækkun toUa á innfluttum vör-
um greiðir enn betur götu inn-
flutnings á íslenzka markaðinn.
Vegna aukins framleiðslukostn
aðar innlendra verksmiðja, stór
versnar samkeppnisaðstaðan.
Ef hins vegar reyndist unnt að
halda verðbólgu hér á landi það
mikið í skefjum, að hún væri ekki
meiri en í markaðslöndum okkar, þá
greiðir fríverzílun fyrir útflutningi.
Það getur munað verulega að þurfa
efcki að klífa yfir tollmúra í við-
Skiptalöndum okkar.
i