Morgunblaðið - 21.06.1972, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 21.06.1972, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNl 1972 13 i Vestmannaeyingar í Færeyjaheimsókn; Vel heppnuð leikför og listsýning BORGARSXJÓRI Þórshafnar í Færeyjum, Pétnr Christian- sen, opnaði 17. júni sl. i Lista- skála Færeyja, málverkasýn- ingu Guðna Hermansen, list- málara frá Vestmannaeyjum. 300 gestir voru við opnim sýn- ingarinnar, en Guðni Her- mansen er fyrsti islenzki list- málarinn, sem sýnir í Færeyj- iun Að kvöldi 17. júní frum- sýndi Samkór Vestmannaeyja Meyjaskemmuna í Sjónleikar- húsinu í Þórshöfn. Var leik- húsið fullsetið og var leikur- um fagnað lengi í ieikslok. Mjög góð stemmning var á sýningunni. Samkór Vest- mannaeyja hafði áður sýnt Meyjaskemmuna 11 sinnum í Vestmannaeyjum, en leik- stjóri er Nanna Egils Björns- son. Fararstjóri hópsins er Eyjólfur Pálsson skólastjóri. Gullfoss kom til Vestmarma eyja sérstaklega til þess að sækja hópinai, sem fór til Færeyja. StanzaSi skipið að- eins i 20 mínútur og tók far- þega og 35 oiiumálverk Guðna Hermansen listmálara. Blaða- maður frá Morguniblaðinu íyligdi hópnium til Færeyja og var við opnuin listsýmitrugar- innar og frumsýningu Meyja- skemmunnar og hvort tveggja var eins og fyrr segir 17. júní. Að vanda, þegar Vestmanna eyingar eru á ferð, var laigið tekið um borð í Gullfossi. Þá var það ekki verra að veður var mjög gott og sléttur sjór að kalIcL Hljómaði söngurinn því hressilega kvöldin tvö um borð í Gulifossi. Strax á föstudagsmorgun hófu samkórsfélagar að æfa í Sjónleikarhúsinu, en sviðs- menn frá Samkómum höfðu komið til Færeyja nokkrum dögum áður með leiktjöldin og voru þeir búnir að ganga frá þeim á sviðinu. Á sama táma hóf Guðni Hermansen að setja upp myndir sinar I Listaskálanum en Janus Kamban, formaður Listaskálans og mjmdhöggv- ari aðstoðaði Guðna ásamt Roland Thomsen, sem undir- bjó sýninguna i Færeyjum. Var málverkasýningin opn- uð við hátíðlega atíhöfn kl. 3 17. júní og opnaði borgar- stjóri, Pétur Christiansen, sýninguna. 300 manns voru við opnunina og seldust strax 7 myndir. Fjöldi fólks hafði þó við orð að það ætlaði að koma aftur vegna þess hve erfitt var að skoða myndim- ar í þeim fjölda sem var við opnunina. Pétur Christiansen, borgarstjóri, þakkaði listmál- aranum heimsóknina og kvaðst vona að þessi fyrsta heimsókn íslenzks listmálara til Færeyja yrði aðeins byrj- unin á góðum samskiptum í því efni og um leið veik hann að þvi að ánægjulegt væri ef samsikipti Færeyinga og Islendinga mættu aukast Leikarar úr Samkórnum á sviði Sjónleikarhússins i Þórshöfn. (Ljósm. Mbl. á. j.) Fjölmenni við opnun sýningarinnar í Listaskála Færeyja. enn meir en verið hefur. Frumsýningu Samkórsins á Meyjasikemmunni var mjög vel tekið og sagði Knut Wang þingmaður og formaður Hafn ar Sjónleikafélags í ávarpi eftir sýntnguna að leiklistar- fólk í Færeyjum gæti margt af henni lært og meðal ann- ars það að gera þyrfti tals- vert í leikh úsmálum í Færeyj- um til þess að Færeyingar sjálfir gætu sett upp slíka sýninigu. Fannst leikhúsfólki mjög áhugavert að leikflokk- ur frá ekki stærri bæ en Vestmannaeyjum skyldi leysa verkefnið svo vel af hendi, sem raun bar vitni. Báru all- ir mikið lof á leikarana í Meyjaskemmunni. Eyjólfur Pálsson fararstjóri Samkórsins þakkaði Hafnar Sjónleikafélagi fyrir móttök- urnar, sem hann kvað svo góðar að erfitt væri að lýsa þeim með orðum. Var síðan haldin veizla i Sjónleikarhús- inu fram eftir nóttu. Samkórinn hélt aðra sýn- ingu á Meyjaskemmunni á sunnudagskvöld og var hús- ið fullskipað sem fyrr, en áformað er að halda fjórar sýningar í Þórshöfn. Hópur- inn mun einnig ferðast um Færeyjar, en heim kemur hann með Gullfossi nk. sunnu dag. Málverkasýningu Guðna Hermansen mun einnig ljúka á laugardag og kemur hann heun með Gullfossi, sem mun skila fólkinu á land í Vest- mannaeyjum. — á. j. Pétur Christiansen, borgarstj óri í Þórshöfn, opnar málverka- sýningu Guðna Hermansen, fyrsta íslenzka listmálarans, sem sýnir í Færeyjum. 300 gestir voru við opnunina. Guðni Her- mansen er á miðri mynd. Sjónleikir Framh. af bls. 5 eins vel unnið sviðsverk og Tenigdamamma, fyrsta leikrit bennar og sýnt um allar jarðir, fieffiiiur enda hvarvetna inn í stað háttu og tæknibúnað lítiMa sam-- komuhúsa. í Melkorku þræðir hún var- færnisfeiga hinn veika söguþráð þar sem öll saigan ligigur í hnot Skum úr Laxdælu, frásögninni um ambáttino, sem kennir syni siínum tungu írskra forfeðra sánna. Mjög sæmHeg var frammi- staða beggja aðalleikkvenna flokksins: Soffíu Þorgrímsdóttur í hlutverki Jóruinnar húsfreyju á Höskuldsstöðum og Aðalheiðar Eiríksdótbur í hlutveTki Mel- korku. Ég þekki ekki Hörð Torfason se«m leistjóra, en hann hefði áreið anleiga haft gott af að kynna sér ir’sk leikrit t.d. í verkum W. B. Yeafcs tii að fá réttan hugblæ á Skiptin við Melkorku. Leikfélag Seltjarnarneas: Sköllótta söngkonan eftir Eguiene Ioneisco og Jóðfif eftir Odd Bjömsson. Fyrsta verkefni. NÝLEGA kom hdð nýstofnaða Leikfélag Seltjiarnarness í fyrsta sinn fram á fjalirnar með tvo ein þáttuniga, hinn þýddi þó í sæmri þýðingu en efni stóðu til, þar sem ágæt þýðinig Karlis Guð- mundsisionar á Sköilóttu söngkon umni var látin ónotuð, en þýðing Þjóðleikihússins höfð. Full ástæða er til að óska for- göngumönnum hins nýja leikfé- lags allra heilla mieð framtakið. í fyrra o>g framan af ári hélt fé- laigið uppi leikkennslu fyrir ungt og áhuigasamt fólk á Nesinu und ir forystu Péturs Einarssonar iieikara, síðar tóku við leikarar frá Þjóðieikhúsiniu, Hákon Waage og Jónina Jensdóttir, og eins oig leikendur sögðu sjálfir, þótti þeirn svo gaman af tilburð- um hvers annars í ledkarastell- inigum að þau ákváðu að bjóða til samsveitungum, sem tóku flokkmuim m-eð fögnuði oig klapp aði óspart hver sem betur gat af -sér .gleðima á gnanna sinn elns og segir um gleðir gamlar. Formaður félagsins er Sig- urður Sigmundsson fulltrúi. Lárus Sigurbjörnsson. 7 herbergja íbúð til sölu Til sölu er 7 herb. íbúð, neðarlega við Hraun- bæ á 1. hæð (ekki jarðhæð) íbúðin er stór stofa, borðstofa, eldhús, 5 svefnherbergi, bað- herbergi og gestasnyrting. íbúðin er enda- íbúð með gluggum í þrjár áttir. Tvennar svalir, harðviðarinnréttingar, sérgeymsla á jarðhæð og eignarhlutdeild í þvottahúsi með nýtízku vélum. Teppalagt stigahús. Lóð frá- gengin. Bílastæði malbikuð með tengfium fyr- ir mótorhita. íbúðin er vel staðsett gagnvart verzlunum. Laus strax. HÚSAVAL Skólavörðustíg 12, sími 24647 og 25550. Þorsteinn Júlíusson hrl., Helgi Ólafsson sölustjóri. Kvöldsími 41230. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar, er verða til sýnis föstudaginn 23. júní 1972, kl. 1—4 í porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7: Volvo Amazon fólksbifreið árg. 1966 Volvo duett — 1965 Volga fólksbifreið — 1961 IJAZ 15 manna — 1967 Gaz 69 jeppi — 1965 Skoda 1202 station — 1966 Volvo Duett — 1963 Willys Wagoneer — 1965 Ford Transit sendiferðabifreið — 1967 Land Rover benzín — 1965 Willys jeppi — 1964 Skoda 1202 station — 1968 Volvo vörubifreið með krana, sturtum, snjóplógsfestingum og framdrifi — 1962 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 5.00 að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðun- andi. I INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS 1 || BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 1 ' 'l

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.